Skessuhorn - 21.10.2020, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 21. oKtóBER 2020 17
Breytt útlit
Fyrir nokkrum árum var fastur liður í Skessuhorni
þáttur sem nefndist Breytt útlit. Þar fékk fólk förðun
og hárgreiðslu og myndir af viðkomandi teknar fyrir
og eftir. Í samráði við Önnu Siggu, förðunarmeistara
og hárgreiðslukonu á Mozart við Skagabraut á Akra-
nesi, verður nú þessi liður endurvakinn. Ekki þó birt
reglulega, en af og til.
Anna Sigga sér áfram um breytinguna á fólkinu;
jafnt förðun sem hár. Nú er gestur hennar í stól-
num Kinga María Kotwica. Hún gifti sig 1. október
síðastliðinn og langaði í breytingu fyrir stóra daginn.
„Kinga vissi að mikil greiðsla væri ekki fyrir sig og
fórnaði því hárinu sem hún hafði verið að safna. Val-
di að fara í stutta „bob“ klippingu og lét dekkja hárið
aðeins. Hún vildi hafa hárið léttblásið með smá lyf-
tingu og förðunin átti að vera sem náttúrulegust á
brúðkaupsdeginum,“ lýsir Anna Sigga.
mm
Að aflokinni klippingu, greiðslu og förðun hjá Önnu Siggu.
Kinga María er fyrsti gesturinn
Kinga María bíður þess sem verða vill.
Félagsmenn í Neista, félagi slökkvi-
liðsmanna í Borgarbyggð, steyptu
síðdegis á fimmtudaginn plötu undir
væntanlega þvottastöð sína. Á plan-
inu verður komið upp saunatunnu,
pottum og útisturtu. Þar munu
slökkviliðsmenn eignast aðstöðu til
að hreinsa af sér sót og reykjarlykt
eftir löng og ströng útköll. Planið er
steypt meðfram norðurhlið slökkvi-
stöðvarinnar við Sólbakka í Borgar-
nesi. Verður hurðargat gert þannig
að innangengt verði í slökkvistöð-
ina.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um Skessuhorns er um einkafram-
tak slökkviliðsmanna að ræða, en
þeir hófu söfnun fyrir saunatunnu
fyrr á þessu ári og fengu afar góðar
viðtökur úr samfélaginu. Nú styttist
því í að hægt verði að koma búnað-
inum á staðinn og slökkviliðsmenn
komið tandurhreinir og ilmandi
heim til sín eftir slökkvistörf. mm
Nemendur í 2. bekk At í Grunn-
skóla Snæfellsbæjar kunnu vel að
meta heita kakóið sitt sem hitað
var yfir eldi í útikennslustofu skól-
ans á Hellissandi. Kakóið fengu
þau þegar þau höfðu lokið við að
leysa verkefni í útikennslu í mynd-
mennt og heimilisfræði. Var ferð-
in samvinnuverkefni milli mynd-
mennta- og heimilisfræðikennar-
anna þeirra Ingu Harðardóttur og
Sóleyjar Jónsdóttur. Bjuggu þau
til mandölur úr steinum og með
því að teikna í mölina ásamt því
að fræðast um form í náttúrunni.
Kakóið fengu þau svo á meðan
þau veltu fyrir sér hvað annað væri
hægt að elda úti og komu nokkr-
ar hugmyndir upp þó svo að syk-
urpúðar væri sú vinsælasta með-
al barnanna, en allir vissu að það
væri ekkert mál að hita þá. Áður en
haldið var aftur til baka var farið í
feluleik enda veðrið gott. þa
Veltu fyrir sér hvað elda mætti úti
Steyptu plan undir útiþvottastöðina
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Hunda- og kattaeigendur athugið
Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er
hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega.
Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina og er
ormahreinsun hunda og katta innifalin í leyfisgjaldi.
Hundahreinsun verður frá kl. 13.00-20.00
mánudaginn 26. október
Kattahreinsun verður frá kl. 13.00-20.00
þriðjudaginn 27. október
Staðsetning: Þjónustumiðstöð Akraness
að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin)
Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar
(ath. greiða þarf með peningum)
Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta og hundafári, •
verð kr. 3.000
Örmerkingu hunda og katta, verð kr. 4.500•
Ófrjósemissprauta í hunda og ketti, verð kr. 3.000-7.000 •
fer eftir þyngd
Bólusetningu gegn kattafári, verð kr. 4.000•
Seinni hreinsun laugardaginn 7. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir dýraeftirlitsmaður
í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230.
Vinsamlegast athugið!
Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður grímuskylda og
biðjum við fólk að virða 2 metra fjarlægðarmörk.
Passað verður upp á fjöldatakmarkanir.
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is