Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2020, Qupperneq 19

Skessuhorn - 21.10.2020, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 21. oKtóBER 2020 19 Líkt og í fyrstu bylgju farsóttarinn- ar jókst innlend verslun töluvert þegar veiran lét á sér kræla á ný. Á sama tíma og verslun eykst minnk- ar bæði neysla á þjónustu og neysla erlendis. Samkvæmt Rannsókna- setri verslunarinnar halda Íslend- ingar uppteknum hætti í verslun á tímum kórónuveirufaraldursins og jókst verslun um 26,3% milli ára í septembermánuði. Velta í verslun nam 39,2 milljörðum kr. og dróst lítillega saman milli mánaðana ágúst og september eða um 1,87% (749 milljónir kr.). Heildarkorta- velta var þá 68,5 milljarðar í mán- uðinum og jókst um 9% milli ára. Velta í stórmörkuðum og dag- vöruverslunum nam 16,6 milljörð- um kr. í mánuðnum sem leið. Velta í flokknum jókst um rúmlega 21% milli ára. Aukin heimavinna auk sóttkvíar á vafalaust þátt í aukningu dagvöruverslunar með greiðslu- kortum. Á móti má ætla að umsvif mötuneyta vinnustaða svo dæmi sé tekið hafi dregist saman. Fataverslun jókst um 36% á milli ára í september og rétt tæp 9% frá því í ágúst sl. Í fyrstu bylgju farald- ursins í vor, mátti sjá töluverðan samdrátt í fataverslun ólíkt því sem var í síðasta mánuði. Aðrir flokkar sérvöru hækkuðu einnig frá fyrra ári. Veruleg veltu- aukning varð í verslunum með byggingavörur og verslunum með raf- og heimilistæki. Í fyrrnefnda flokknum jókst veltan um 45% milli ára og nam 3,3 milljörðum kr. Í þeim síðarnefnda nam veltan alls 2,6 milljörðum og jókst um tæp 54% milli ára. mm Verkefni sveitarfélaga á tímum Co- vid-19 er fyrst og fremst að standa vörð um einstaklinga, fyrirtæki og ákveðin grunngildi samfélagsins. Þannig komst Lilja Björg Ágústs- dóttir, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, að orði í upphafsræðu sinni á rafrænu haust- þingi SSV á föstudagsmorgun. „Sveitarfélögin horfa fram á stór- ar áskoranir bæði heilsufarslegar og efnahagslegar. Atvinnuleysi eykst hratt og grundvöllur til rekstr- ar fyrirtækja er erfiður. Sveitarfé- lögin verða öll fyrir miklu tekju- tapi og rekstur þeirra þyngist. og það er allt í lagi! Það er allt í lagi þó að reksturinn sé ekki réttum meg- in við núllið á svona tímum, það er ekki eðlilegt umhverfi til rekstrar, hvorki hjá fyrirtækjum eða opin- berum aðilum,“ sagði Lilja. „Við sem höldum um stjórnartaumana í sveitarfélögunum, við stefnum öll að því að sigla okkar sveitarfélögum í gegnum þetta öldurót, halda uppi öflugri þjónustu, beita okkur fyr- ir bættum efnahag og styðja vel við atvinnulífið. Það er okkar hlut- verk,“ sagði Lilja Björg. Tækifærið er núna Slíkt, sagði Lilja, gæti verið flókið. Á sama tíma og horft væri fram á eitt mesta tekjutap í rekstri sveitar- félaga í manna minnum væri gerð sú krafa að draga ekki saman, held- ur þvert á móti að þenja út segl- in; halda úti störfum, ekki hækka álögur og viðhalda framkvæmd- um til að örva hjól efnahagslífsins. „Þetta getur verið ansi snúið verk- efni og það er hreinlega ekki í boði að leggja árar í bát,“ sagði Lilja en minnti á að þetta væri tímabund- in ógn og tímabundin ástand. Hún brýndi því þingfulltrúa til að snúa vörn í sókn. Nú væri tækifæri fyr- ir sveitarfélögin á Vesturlandi til að sýna hvað í þeim býr og að þau gætu staðið saman sem ein heild til að takast á við fjárhagslega erf- iðleika og leita markvissra leiða til að sporna við neikvæðum efnahags- áhrifum. Stjórn SSV samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að ráðast í verkefni sem Vífill Karlsson hag- fræðingur samtakanna hefur unn- ið tillögu að. Það snýst um þrennt. Í fyrsta lagi verða fjármál sveitar- félaganna skoðuð ofan í kjölinn, greint hvernig megi bregðast við skerðingu á tekjum og hvernig megi lækka kostnað fjárfrekra mála- flokka án þess að skerða þjónustuna og kannað hvert skuldaþol sveitar- félaganna sé. Í öðru lagi verði horft til íbúa og hvernig þeir upplifa þjónustu sveit- arfélaga. Niðurstöður nýrrar íbúa- könnunar SSV verða nýttar í þeirri vinnu. Ætlunin er að komast að því hvaða búsetuskilyrði eru íbúum al- gerlega nauðsynleg og hver hins vegar geta fælt íbúa frá. Í þriðja lagi er litið til atvinnulífsins og hvaða tækifæri Vesturland hefur til að sækja fram þar, skapa störf og skapa grunn sem er mikilvægur fyrirtækj- um til að vaxa og dafna, hvernig styðja megi við atvinnulífið beint og óbeint. Opinberum störfum í landshlutanum fjölgi Störf án staðsetningar voru sérstakt þema haustþings SSV að þessu sinni, en samkvæmt nýjum Hagvísi SSV eru hlutfallslega hvergi færri opinber störf á vegum ríkisins en á Vesturlandi. Landshlutinn er þvert á móti sá landshluti þar sem opin- berum störfum hefur fækkað einna mest. „Við viljum snúa þessari þró- un við og hvetjum stjórnvöld til að staðsetja störf og starfsemi hér, auk þess sem við teljum að með fjölg- un þeirra starfa sem auglýst eru án staðsetningar muni atvinnulíf á Vesturlandi styrkjast,“ sagði Lilja og vísaði til þess að undanfarið hefðu orðið til samvinnurými þar sem frumkvöðlar, einyrkjar og lít- il fyrirtæki gætu vonandi fengið að- stöðu og annars staðar í landshlut- anum væri verið að undirbúa slík rými. „Með reynslu og þekkingu að leiðarljósi, með áherslu á ný- sköpun og fjölbreytni, byggjum við upp störf til framtíðar. Störf sem eru ekki háð sérstökum efnahags- legum skilyrðum eða ákveðinni staðsetningu. Eins er mikilvægt að stuðla að því að allar okkar helstu atvinnugreinar eins og landbúnað- ur, iðnaður, sjávarútvegur, ferða- þjónusta og fleiri dafni á nýjan leik. Í öflugum og víðtækum stuðningi við atvinnulífið í víðu samhengi felst viðspyrnan og það er okkar að snúa þessu við,“ sagði Lilja Björg Ágústsdóttir. kgk Félagsmálaráðherra sagði að í undirbúningi væri að allar stofn- anir settu sér markmið um hlutfall starfa án staðsetningar. Hann ítrek- aði þó þá skoðun sína að ekki ætti að hætta flutningi deilda og stofn- ana í heilu lagi. „Það á ekki að vera þannig að yfirstjórn allra stofnana eða deilda og allt þurfi að vera á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur sýnt sig að hin leiðin gefst vel,“ sagði hann en bætti því við að þar væri alltaf um pólitíska ákvörðun að ræða. Undir þetta tók Hólmfríður, sem sagði að störf án staðsetning- ar ættu ekki að koma í staðinn fyrir að flytja einstaka deildir eða stofn- anir, eða koma á fót nýjum úti á landi. Nefndi Ásmundur síðar að í félagsmálaráðuneytinu væri verið að skoða hvatana fyrir undirstofn- anir þess til að ráða inn starfsfólk án staðsetningar. Kjarnar með vinnurýmum Magnús kvað sér næst hljóðs og nefndi að starfsstöðvar opinberra stofnana á landsbyggðinni væru margar mjög litlar. Sagði hann að raða ætti stofnunum saman í kjarna þar sem starfsfólk nokkurra stofnana gæti starfað undir sama þakinu. Slíkt væri bæði gott fyr- ir starfsfólkið og hagkvæmara en að reka eitt starf hér og þar. Sjálf- ur stýrir hann stofnun sem hefur níu starfsstöðvar. Það væri vissu- lega áskorun en vel mætti láta slíkt ganga upp. Út frá því spunnust umræður um einmitt svona kjarna. Var bent á að nýsköpunarmiðstöð með vinnu- rýmum hefði þegar verið komið á fót á Akranesi og að tvær aðrar sam- bærilegar miðstöðvar væru í undir- búningi í landshlutanum; í Dölum og Stykkishólmi. Hólmfríður vís- aði til þess sem hún sagði áður, að Byggðastofnun hefði tekið saman lista yfir mögulegar starfsstöðvar út um allt land og rifjað var upp að sú hugmynd hefði komið upp að taka húsnæði í Borgarnesi undir slíka starfsemi en ekkert hefði orðið af því. Ásmundur sagði mikinn kost ef slík vinnurými yrðu til víða um land samhliða því að störf væru auglýst án staðsetningar. Þá væri hægt að þrýsta enn frekar á ríki og stofnanir að færa störf út á land og auglýsa ný störf sem eldri án staðsetningar. Hólmfríður lagði til að lagst yrði í sameiginlega markaðsherferð þar að lútandi. kgk Fataverslun jókst um 36% milli ára í september. Hér eru kápur á rekka í verslun- inni Bjargi á Akranesi. Ljósm. úr safni/kgk. Verslun rýkur upp í þriðju bylgju Covid Vörn verði snúið í sókn Formaður stjórnar SSV brýnir sveitarstjórnarfólk til dáða Lilja Björg Ágústsdóttir er formaður stjórnar SSV. Ljósm. úr safni/ ss. Nýsköpunarmiðstöð var nýverið komið upp í gamla HB húsinu á Akranesi. Slíkar miðstöðvar geta verið hentugar þeim sem vilja sækjast eftir störfum sem eru auglýst án staðsetningar. Ljósm. úr safni/ kgk. Ekki er hægt að sinna öllum störfum hvaðan sem er úr heiminum. Þannig kallar til dæmis heilbrigðis- og menntageirinn að langstærstum hluta á störf í nærsam- félaginu á hverjum stað. Ljósm. úr safni/ tfk.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.