Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna Skemmdarverk á nýja ærslabelgnum Skemmdaverk voru unnin fyrstu helgina í september á nýjum ærsla- belg Mosfellinga sem er staðsettur í Ævintýragarðinum. Ærslabelg- urinn var tekinn í gagnið í júní síðastliðnum og er hluti af frekari uppbyggingu á því svæði. Kostn- aður við ærslabelginn var 2,8 m.kr. með uppsetningu og því ljóst að tjónið er mikið. Skoðun hefur leitt í ljós að belgurinn sjálfur er ónýtur og er gert ráð fyrir að kostnaður við viðgerð á honum nemi um 1,5 m.kr. Málið er litið alvarlegum augum og eru foreldrar hvattir til að ræða við börn sín mikilvægi þess að ganga fallega og af virðingu um umhverfið okkar allra og sameign eins og ærslabelgurinn er. Hjálpumst öll að við að halda þeirri umræðu á lofti, leiðbeina börnunum okkar og skapa með því fallegri og enn betri bæ. - Bæjarblað allra Mosfellinga4 *Verð miðað við gengi USD 132, svartur Compass, hvítur Renegade, áætluð afhending í október 2020 GOÐSÖGN KNÚIN RAFORKU Jeep heldur áfram að vera tákn frelsis og ævintýra. Nú kynnum við nýja plug-in-hybrid jeppa, sem við bjóðum á frábæru forsöluverði. Hlaðnir búnaði með alvöru fjórhjóladrifi (lágu drifi), bakkmyndavél, rafdrifnum leðursætum (Compass), rafdrifnum afturhlera (Compass), lykillausu aðgengi og ræsingu, hita í stýri og framsætum, 8,4” skjá og leiðsögukerfi, blindhornsvörn og bílastæðaaðstoð. Skoðaðu rekstrarhagkvæma tvinn-jeppa, rafmagns og bensín, á forsöluverði á jeep.is PLUG-IN-HYBRIDJEEP RENEGADE TRAILHAWK �X� 5.499.000* JEEP PLUG-IN-HYBRID FORSALA UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • JEEP.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 ALVÖRU JEPPAR ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP COMPASS LIMITED �X� 5.999.000* PLUG-IN-HYBRID Lorem ipsum sunnudagur 27. september Guðsþjónusta og ferming kl. 11 í Mos- fellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. sunnudagur 4. október Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13 í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn og Bogi æskulýðsfulltrúi leiða. sunnudagur 11. október Guðsþjónusta kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. w w w. l a g a fe l l s k i r k j a . i s sÓkn Í sÓkn – liFandi saMFÉlag Vertu með í sókninni! sunnudaga- skÓlinn í lágafellskirkju hefst 20. september kl. 13 skráning FerMingar- barna vorið 2021 er rafræn og inn á heimasíðu kirkjunnar Ístex gefur út nýja prjónapók - Lopi 40 Ný prjónabók er komin út hjá Ístex, Lopi 40. Bókin inniheldur 22 nýjar uppskriftir, hún hefur að geyma fjöl- breytta og fallega hönnun eftir Vé- dísi Jónsdóttur. Vandaðar uppskriftir og sígild og flott hönnun Védísar hefur vakið eftirtekt prjónara út um allan heim. Ístex gefur árlega út handprjónabækur með fjölbreyttri hönnun undir nafninu Lopi. Bókin er fáanleg í öllum verslunum sem selja lopa. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex kaupir ull beint frá bændum og vinnur úr henni band og margt fleira. Ullin er þvegin í þvottastöð Ístex á Blönduósi og er spunnin að Völuteigi í Mosfellsbæ. Ístex fram- leiðir handprjónaband úr íslenskri ull og má þar nefna Álafosslopa, Jöklalopa, Léttlopa og Plötulopa. Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2020 hlýtur Mos- fellingurinn Jewells Chambers. Jewells er fædd og uppalin í Brooklyn í New York en flutti hingað til Íslands árið 2016. Hún er gift Gunnari Erni Ingólfssyni og búa þau saman hér í Mosfellsbæ. Jewells er verkfræðingur að mennt frá Renssela- er Polytechnic Institute og starfar sjálfstætt í dag. vekur athygli á kynþáttahyggju og fordómum Jewells hefur vakið athygli á kynþáttahyggju og fordómum sem byggjast á hörundslit fólks hér á Íslandi. Hún hefur meðal annars tekið áhugaverð viðtöl við einstaklinga sem eru af erlendu bergi brotnir, þar sem upplifun af því hvernig það er að tilheyra minnihlutahópi á Íslandi er lýst. Til að mynda vakti YouTube myndband þar sem hún og Tabitha Laker deila upplifun sinni af því hvernig er að vera þeldökkur einstakl- ingur á Íslandi mikla athygli á meðal almennings. Jewells er afar virk á samfélagsmiðlum (Instagram, YouTube og Facebook) þar sem hún veitir innsýn inn í líf fólks af erlendum uppruna. Hún heldur úti heimasíðunni From Foreign to Familiar og er einnig með podcastið All Things Iceland. Mosfellingar eru hvattir til að fylgjast með öllu því áhugaverða sem hún er að gera. uppbyggilegt og réttlátt samfélag fyrir alla Mosfellsbær fagnar fjölbreytileikanum og leggur áherslu á að stuðla að uppbyggilegu og réttlátu samfélagi fyrir alla, óháð uppruna. Með viðurkenningunni vill lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar hvetja íbúa Mosfellsbæjar sem og aðra til að gera slíkt hið sama. Gerum jafnréttismálum hátt undir höfði og verum meðvituð um að koma fram við alla af virðingu, jákvæðni og umhyggju. Jewells sýnir aðdáunarverða framsækni og framlag hennar til okkar samfélags er mjög mikilvægt. Síðasti fundur fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar í umsjá Unnar V. Ingólf- dóttur framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs var haldinn þriðjudaginn 15. september. Unnur lætur af störfum eftir rúmlega 33 ár hjá Mosfellsbæ um næstu mánaðamót. Á fundinum var öldungaráð Mosfellsbæjar í heimsókn og fundurinn því táknrænn á þann hátt að Svala Árnadóttir fulltrúi í Öld- ungaráði sat síðasta fund Unnar en Svala sat jafnframt fyrsta fund Unnar þegar hún var nýráðin til Mosfellshrepps árið 1987. Á myndinni er formaður fjölskyldunefndar Rúnar Bragi Guðlaugsson ásamt Svölu og Unni að loknum fundi. Síðasti fjölskyldufundur Unnar V. Ingólfsdóttur lætur af störfum eftir 33 ára starf hjá bænum svala, rúnar bragi og unnur Vegna samkomutakmarkana ákvað lýðræð- is- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar að jafnréttisdagur Mosfellsbæjar yrði rafrænn í ár. Þar sem mikil umræða hefur skapast undanfarið um kynþáttafordóma og kyn- þáttahatur hérlendis og erlendis fannst nefndinni áhugavert að heyra hvernig ein- staklingar af erlendum uppruna upplifa þessi mál. Lýðræðis- og mannréttindanefnd fékk þær Aldísi Amah Hamilton, leikkonu og Sunnu Söshu Larosiliere, stjórnmálafræð- ing, til að segja frá því hvernig þær upplifðu það að alast upp hér á landi og hvar skórinn kreppir þegar kemur að fordómum. Viðtölin við Aldísi og Sunnu og afhend- ing jafnréttisviðurkenningar Mosfells- bæjar 2020 verða birt á samfélagsmiðlum Mosfellsbæjar; mos.is, á Instagram- og facebook síðu Mosfellsbæjar og Instagram síðu Mosfellings. Lýðræðis- og mannréttindanefnd hvetur Mosfellinga eindregið til að fylgjast með því sem þær hafa að segja. Jewells Chambers hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2020 Veitir innsýn í líf fólks af erlendum uppruna Rafrænn jafnréttisdagur Mosfellsbæjar Áhugasamir geta fylgst með þessum flottu konum á samfélagsmiðlinum Instagram: @aldisamah og @sunnasasha á instagram jewells chambers með jafréttisviðurkenninguna

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.