Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 24
Vorið 2019 lagði meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Vinstri grænna til við bæjarstjórn að allt skólahús- næði Mosfellsbæjar yrði skimað fyrir rakaskemdum og hugsanleg- um örveruvexti tengdum þeim. Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt í svo viðamiklar aðgerðir til að kanna ástand skólastofnana sinna. Töluverð umræða hefur verið um ástand skólahúsnæðis bæði hér í Mosfells- bæ og annars staðar. Vegna efasemda um heilsufarsvottorð mannvirkjanna ákvað meirihlutinn að láta kanna málið til hlítar. Tillagan var samþykkt einróma af bæjar- stjórninni allri. Sjö leikskólar, tveir grunnskólar og báðar íþróttamiðstöðvarnar Umhverfissviði bæjarins var falið að láta framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar m.t.t rakaskemmda og hugs- anlegs örveruvaxtar þeim tengdum. Enn fremur var samþykkt að láta gera reglulegar loftgæðamælingar. Heildarúttektin var boðin út og á end- anum samið við EFLU verkfræðistofu og Orbicon um úttekt á mannvirkjunum. Or- bicon tók út leikskólana Hulduberg, Höfða- berg, Leirvogstunguskóla, Hlíð, Haðhamra og Reykjakot ásamt Íþróttamiðstöðinni að Lágafelli. EFLA verkfræðistofa tók út Krika- skóla, Lágafellsskóla og Íþróttamiðstöðina að Varmá. Áður hafði EFLA verfræðistofa tekið út allar byggingar Varmárskóla. Nú liggja niðurstöður fyrir og á heildina litið kom skoðun frá báðum aðilum vel út bæði hvað varðar loftgæði og ástand mann- virkja með tilliti til rakaskemmda. Um var að ræða skimun á loftgæðum ásamt raka- mælingum og sjónskoðun eftir sýnilegum rakaummerkjum. Unnið var eftir því hefð- bundna verklagi að fara einvörðungu í sýnatöku þar sem ástæða þótti til að lokinni sjónskoðun. Farið var ítarlega yfir alla leik- skólana og íþróttamiðstöðvarnar báðar þ.e að Varmá og Lágafelli. Má nefna að í skýrslum úttektar- aðilanna kemur fram að dúkur á eldhúsum leikskólanna er ekki heppilegt gólfefni og verður dúkn- um skipt út. Einnig skal tekið fram að viðgerðir á þaki íþróttahúsnæð- isins að Varmá eru þegar hafnar enda verið á viðhaldsáætlun bæjarins um tíma. Endurbætur og viðhald á viðhaldsáætlun Eins og áður var nefnt koma niðurstöður skimunar koma heilt yfir vel út og úrbótum verður forgangsraðað í samræmi við tillög- ur ráðgjafa. Tekið skal fram að viðgerðir eru þegar hafnar á stærstu verkefnunum eins og þak– og gluggaviðgerðum á Varmárskóla en skólinn hefur verið stórlega endurbætt- ur síðastliðin ár, bæði að utan og innan. Mosfellsbær gerir viðhaldsáætlun ár hvert og hefur fjármagn til viðhalds bygginga bæjarins aukist umtalsvert undanfarin ár. Verkefnum næstu missera hefur verið forgangsraðað Unnið hefur verið úr niðurstöðum úr skýrslum EFLU verkfræðistofu og Orbicon og verkefnum forgangsraðað á grunni mats sérfræðinga. Verkefnið mun halda áfram út þetta ár og fram til ársins 2021. Með því að fara í svona viðamikla skimun hefur Mos- fellsbær sýnt ákveðið frumkvæði í þessum efnum á landsvísu. Meirihluti bæjarstjórnar hefur sýnt dug í að ráðast í svo mikið verkefni sem hér um ræðir enda er það markmið að vera ávallt fremst í flokki þegar kemur að skólamálum á Íslandi, bæði hvað varðar innra starf og gæði húsnæðis. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Þátttaka í íþrótta- og tómstunda- starfi er holl og góð bæði líkamlega og andlega fyrir fólk á öllum aldri. Mosfellsbær er Heilsueflandi sam- félag þar sem heilsa og heilsuefling eru í forgrunni í allri stefnumótun og þjónustu. Nú þegar heimsfaraldur- inn hefur geisað undanfarna mánuði hefur aldrei verið mikilvægara að ná til og hvetja fólk til þátttöku í íþróttum og tómstundum til að viðhalda góðri heilsu og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Fjölbreytt framboð Í Mosfellsbæ er fjölbreytt framboð af íþrótta- og tómstundastarfi fyrir eldri íbúa þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nú fer vetrarstarfið að hefjast og í skipulagningu er horft til þess að aðgengi og umgjörð geri sem flestum kleift að taka þátt og horft er til líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta. Meðal þess sem er í boði má nefna vatns- leikfimi í Lágafellslaug, leikfimitíma í World Class fyrir byrjendur og framhaldshópa í samstarfi við Mosfellsbæ, dansleikfimi að Varmá á miðvikudögum, útileikfimi hjá Höllu Karen, Boccia og Ringó, gönguhópa 3 x í viku og stólajóga á Eirhömrum. Golfaðstaða hjá golfklúbbnum Í lok sumars gerðu Mosfellsbær og Félag aldraðra í Mosfellbæ (FaMos) samning við Golfklúbb Mosfellsbæjar um að eldri borgarar sem eru skráðir í FaMos fái fría aðstöðu þrjá morgna í viku til að spila golf á púttsvæðum klúbbsins bæði á útisvæði og á innisvæðinu á neðri hæð golfskálans. Þetta er skemmtileg viðbót við fjölbreytta mögu- leika fyrir eldri íbúa í bænum til hreyfingar sem mun örugglega njóta vinsælda. Handverk og aðrar tómstundir Eldri íbúum stendur einnig til boða þátttaka í hópum og námskeið- um eins og t.d. gler- og leirgerð, bókbandi, tréútskurði, módel- smíði, listmálun, postulínsmál- un, perluhópi og ýmsum fleiri stuttum námskeiðum. Spila- mennska og söngstund liggja niðri eins og er vegna Covid, en vonandi verður hægt að hefja þá starfsemi sem allra fyrst. Nýjasta verkefnið sem Mosfellsbær styrkir og er að komast á laggirnar er verkefni sem ber heitið „Karlar í skúrum“ og verður stofn- fundur verkefnisins haldinn innan skamms, en þetta verkefni er aðeins fyrir karlmenn. Meiri upplýsingar um verkefnið má finna hér: www.raudikrossinn.is/karlariskurum Ég hvet eldri íbúa í Mosfellsbæ til að kynna sér það framboð sem er af íþróttum og tómstundum í bænum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þátttaka gefur öllum aukna vellíðan, betri heilsu og góðan félagsskap. Í Mos- fellsbæ er einnig starfandi öflugt félag eldri borgara (FaMos) þar sem fer fram fjölbreytt og skemmtilegt starf og hvet ég þá eldri Mosfellinga sem nú þegar eru ekki skráðir í félagið að skrá sig í þann skemmtilega félagsskap. Frekari upplýsingar Þeim sem vilja fá frekari upplýsingar um hvar sé hægt að skrá sig til þátttöku í íþróttum og tómstundum er bent á að hafa samband við forstöðumann félagsstarfsins, Elvu Björgu, í síma 586-8014 eða 6980090 eða senda tölvupóst á elvab@mos.is Félagsstarfið er með facebook-síðu sem ber heitið „Félagsstarfið Mosfellsbæ“ og einnig má finna upplýsingar inn á síðunum www.famos.is og www.mos.is Ásgeir Sveinsson formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar Íþrótta- og tómstundastarf eldri borgara í Mosfellsbæ Ekkert sveitarfélag lagt í jafn viðamiklar aðgerðir Öll skólamannvirki Mosfells- bæjar skimuð fyrir raka - Aðsendar greinar24 Hjólið þitt með Dr. BÆK í Mosfellsbæ - miðbæjartorginu fimmtudaginn 17. september kl. 15 – 17 Við hvetjum alla hjóleigendur að koma með hjólhesta sína í þessa árlegu fríu ástandsskoðun hjá Dr. Bæk. Doktorinn kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Hann skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra. Alls konar spurningar leyfðar. jólið itt eð . í osfellsbæ - miðbæjartorginu fi tudaginn 17. septe ber kl. 15 – 17 Við hvetjum alla hjóleigendur að koma með hjólhesta sína í þessa árlegu fríu ástandsskoðun hjá Dr. Bæk. Doktorinn kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Hann skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra. Alls konar spurningar leyfðar. jólið þitt eð . í Mosfellsbæ - miðbæjartorginu fimmtudaginn 17. september kl. 15 – 17 Við hvetjum alla hjóleigendur að koma með hjólhesta sína í þessa árlegu fríu ástandsskoðun hjá Dr. Bæk. Doktorinn kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Hann skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra. Alls konar spurningar leyfðar.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.