Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 12
Vetrarstarf Kammer­ kórsins að hefjast Kammerkór Mosfellsbæjar er að hefja vetrarstarf sitt og getur bætt við sig söngfólki í allar raddir. Vetr- ardagskráin er að venju spennandi og fjölbreytt. Kórinn er áhuga- mannakór sem hefur tekist á við fjölbreytta tónlist úr ýmsum áttum, allt frá endurreisnartímanum fram til nútímans, jafnt sígild verk sem dægurlög og allt þar á milli. Árið 2014 sendi kórinn frá sér hljómd- iskinn Mitt er þitt og fékk hann mjög góðar viðtökur. Æfingar eru á miðvikudagskvöldum og til að byrja með verður æft í Mosfellskirkju, þar sem unnt er að tryggja nægilegt bil á milli kórfélaga. Þegar takmarkanir í samkomubanni verða rýmkaðar verða æfingar í Listaskóla Mosfells- bæjar eins og verið hefur til margra ára. Kammerkór Mosfellsbæjar hefur starfað í átján ár undir stjórn Símonar H. Ívarssonar, tónlistar- manns í Mosfellsbæ. Þau sem hafa áhuga á að slást í hópinn geta haft samband við kórstjórann í síma 895-7634 eða á netfanginu simoni@ simnet.is. - Fréttir úr bæjarlífinu12 Sigurður Rúnar Ragnarsson mun gegna stöðu sem þriðji prestur í Mosfellspresta- kalli til júní 2021. Hann er fyrrverandi sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli. Hann vígðist til Mosfellsprestakalls og Lágafellssóknar sem prestur vorið 1998 og starfaði við Lágafellssókn frá vígslu til júní 1999 er hann fékk Norðfjarðarprestakall. Hér í Mosfellsbæ var hann búsettur frá árinu 1978 til ársins 1999. Hann hefur undanfarið ár, vegna breytinga á presta- köllum á Austfjörðum, verið í sérþjónustu á Biskupsstofu og gegnt ýmsum störfum við prestaköllin á Austurlandi. Eiginkona Sigurðar Rúnars er Ragnheið- ur Hall og eiga þau þrjú börn, Ragnar Árna, Þóru Kristínu og Katrínu Halldóru. Oddný Sigrún nýr rekstrarstjóri Í byrjun árs tók til starfa nýr rekstrarstjóri Lágafellssóknar, Oddný Sigrún Magnús- dóttir. Hlutverk rekstrarstjóra er daglegur rekstur og bókhald Lágafellssóknar. Oddný Sigrún er viðurkenndur bókari og hjúkrun- arfræðingur að mennt. Síðustu 20 ár hefur hún rekið sitt eigið fyrirtæki ásamt manni sínum. Nýr æskulýðsfulltrúi Nýr æskulýðsfulltrúi tók til starfa í byrjun september og heitir hann Bogi Benedikts- son. Bogi mun hafa umsjón með æskulýðs- starfi Lágafellssóknar, sunnudagaskólanum kl. 13 og unglingastarfinu á þriðjudögum kl. 20. Einnig hefur hann umsjón með kirkjugörðum Lágafellssóknar og sér um heimasíðu og samfélagsmiðla. Allar nánari upplýsingar um starfsemi kirkjunnar má finna á www.lagafellskirkja.is Sigurður Rúnar snýr aftur sem þriðji prestur • Nýr rekstrarstjóri og æskulýðsfulltrúi Nýtt starfsfólk í Lágafellssókn sigurður rúnar oddný sigrún Bogi Síðasti markaður sumarsins í dalnum Markaðurinn í Mosskógum í Mosfellsdal sem opinn er á laug- ardögum hefur gengið vel í sumar þrátt fyrir óvenjulegt ástand. Passað hefur verið upp á að framfylgja öllum sóttvarnarreglum og hefur oft á tíðum myndast löng biðröð vegna fjöldatakmarkana. Aðdáendur markaðarins hafa ekki látið það stoppa sig í að mæta og njóta þess sem Mosskógar hafa upp á að bjóða. Næsta laugardag 19. september verður síðasti markaður sumarsins en opnunartími er kl. 10-15. Mikið úrval er af fersku og nýuppteknu grænmeti ásamt öðrum varningi. Yfirstandandi heimsfaraldur mun hafa margháttuð áhrif á fjárhag sveitarfélaga og Mosfellsbær verður engin undantekning í þeim efnum. Samdráttur í tekjum vegna auk- ins atvinnuleysis og minnkandi efnahagslegra umsvifa mun að óbreyttu kalla á aðhaldsaðgerðir og aukna lánsfjármögnun. Þá má gera ráð fyrir því að útgjöld aukist á einhverjum sviðum en þau áhrif eru ekki að fullu komin fram. Gert ráð fyrir fyrir halla í rekstrinum „Fjárhagsáætlanir Mosfellsbæjar síðustu árin hafa miðað við að reksturinn skili hóf- legum afgangi til að mæta fjárfestingum sem meðal annars stafa af vexti sveitarfé- lagsins og almennri eflingu inn- viða sveitarfélagsins,“ segir Har- aldur Sverrisson bæjarstjóri. „Í ár var gert ráð fyrir 340 m.kr. afgangi en staðan á miðju ári bendir til þess að afkoman verði umtalsvert lakari og sveitarfélag- ið verði rekið með halla. Þjónusta Mosfellsbæjar er mikilvæg nærþjónusta sem snertir alla íbúa á hverjum degi og það er forgangsverkefni að vinna að því að þessi tímabundna niðursveifla hafi ekki neikvæð áhrif á þjónustu við íbúa. Til þess að það gangi eftir þurfa starfsmenn, kjörn- ir fulltrúar, nefndarmenn og stjórnendur sveitarfélagsins að sýna í senn framsækni og umhyggju.“ Nálgast aðhaldsaðgerðir með jákvæðni „Við búum yfir nálægri reynslu frá banka- hruninu um það hvað gekk vel og hvað gekk síður við aðstæður sem mæta okkur óvænt og hratt. Við verðum því að nálgast verkefni næstu mánaða af virðingu við þá sem treysta á þjónustu sveitarfélagsins og við sem störfum fyrir sveitarfélagið þurfum að nálgast aðhaldsaðgerðir með jákvæðni að leiðarljósi í trausti þess að ástandið sé tímabundið. Staðan nú er líka um margt ólíkt banka- hruninu sem var annarrar gerðar. Má þar nefna að verðbólgan hefur ekki farið af stað svo nokkru nemi enn sem komið er og vaxtakjör eru með besta móti í sögulegu ljósi og þessir þættir vinna með okkur öll- um,“ segir Haraldur. Samdráttur í tekjum • Aðhaldsaðgerðir og aukin lánsfjármögnun • Tímabundið ástand Áhrif COVID 19 á fjárhag Mosfellsbæjar Haraldur Sverris- son bæjarstjóri Undirbúa íbúabyggð í landi Blikastaða Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur sam- þykkt tillögu um skipan stýrihóps og rýnihópa vegna undirbúnings þróunar-, skipulags- og uppbygg- ingarvinnu vegna Blikastaðalands. Hlutverk hópanna er að rýna forsendur, áherslur og tillögur á mismunandi stigum í ferlinu þannig að þær falli sem best að stöðu, framtíðarsýn og stefnu Mosfells- bæjar. Í samráði við hópana verður leitast við að tryggja að fjallað verði um allar viðeigandi forsendur og áhrif á umhverfi og samfélag sem og efnahag sveitarfélagsins. SEPTEMBER FYLGSTU MEÐ DAGSKRÁNNI Á FACEBOOK.COM/KEILUHOLLIN BOLTATILBOÐ Í GANGI Á ÖLLUM LEIKJUM Í BEINNI 12” PIZZA MEÐ TVEIMUR ÁLEGGJUM 1.990 KR. EÐLAN MEÐ NACHOS 1.890 KR. BONELESS WINGS 10-12 STK. (FER EFTIR STÆRÐ) 2.490 KR. KJÚKLINGAVÆNGIR 20 STK. KRISPÝ EÐA HEFÐBUNDNIR 2.490 KR. STÓR Á KRANA 990 KR. GOS MEÐ ÁFYLLINGU 290 KR. HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-22:30 FIMMTUDAGA FÖSTUDAGA LAUGARDAGA LAU. 19. SEPT. KL. 21:00 DJ. DÓRA JÚLÍA DJ. DÓRA JÚLÍA DJ. DÓRA JÚLÍA DJ. DÓRA JÚLÍA DJ. DÓRA JÚLÍA FÖS. 25. SEPTEMBER KL. 21 HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-22:30 Bókaðu borð tímanlega á keiluhollin@keiluhollin.is SING ALONG GUÐRÚN ÁRNÝ ÖLL VINSÆLUSTU LÖGIN OG ÓSKALÖG ÚR SAL SVERRIR BERGMANN & HALLDÓR FJALLABRÓÐIR BREKKUSÖNGUR FIM. 17. SEPTEMBER KL. 21:00 PÖBB QUIZ MEÐ HELGA & HJÁLMARI HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-22:30 Bókaðu borð tímanlega á keiluhollin@keiluhollin.is FIM. 24. SEPTEMBER KL. 21 RISA FULLORÐINS HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-22:30 FÖS. 18. SEPT. KL. 21:00 OPIÐ: MÁN - MIÐ: 16-22 FIM & FÖS: 16-23 LAU: 11-23 SUN: 11-22 EFTIR KEILU OG PIZZU ER TILVALIÐ AÐ FARA Í BÍÓ HJÖBB QUIZ STÓRSKEMMTILEGT FÓTBOLTA-QUIZ HJÖRVARS HAFLIÐA HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-22:30 Bókaðu borð tímanlega á keiluhollin@keiluhollin.is FIM. 01. OKTÓBER KL. 21 Þann 3. september opnaði vefurinn Hand- bolti.is. Vefurinn er gefinn út af Snasabrún ehf, sem er í eigu Mosfellinganna Ívars Benediktssonar blaðamanns og Kristínar B. Reynisdóttur sjúkraþjálfara. Ívar er ritstjóri og ábyrgðarmaður. Hann var í hartnær aldarfjórðung íþróttafrétta- maður hjá Morgunblaðinu og mbl.is og fylgdist á þeim tíma grannt með handknatt- leik, jafnt innanlands sem utan. Öflugur fréttaflutningur af handbolta „Það urðu breytingar í vinnu hjá mér, mér var sagt upp störfum hjá Morgunblað- inu og þar af leiðandi var ég atvinnulaus. Það höfðu margir haft á orði við mig að fara af stað með miðil tengdan handboltanum og ætli mig hafi ekki bara alltaf vantað þor til þess að stíga þetta skref,“ segir Ívar. „Handbolti.is mun halda úti öflugum fréttaflutningi af handknattleik, bæði inn- anlands og utan, af þeirri íþrótt sem hefur sameinað þjóðina á ótal gleðistundum í gegnum tíðina.“ „Auk fregna af innlendum og erlendum vettvangi og landsliðum Íslands í öllum aldursflokkum er ætlunin að vera með fingur á púlsi fjölmenns hóps íslensks handknattleiksfólks og þjálfara sem starfa utan landssteina Íslands. Og ekki stendur til að gleyma dómurunum. Handbolti.is verður opinn fyrir skoðun- um þeirra sem að íþróttinni koma og vilja viðra á opinberum vettvangi. Ýmislegt fleira er í bígerð,“ segir Ívar en vefinn hannaði Daníel Rúnarsson hjá Kasmir vefhönnun og merki vefjarins teiknaði Mosfellingurinn Pétur Baldvinsson. Góðar viðtökur Vefurinn hefur fengið frábærar viðtökur en um þessar mundir er allt að fara í gang í handboltanum. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð, erum að fá skilaboð og pósta frá fólki úr öllum áttum sem er þakklátt fyr- ir þetta framtak og vilja jafnvel leggja vefn- um lið á margan hátt allt frá því að kaupa auglýsingar, skaffa mér myndir og aðstoða mig á allan hátt. Það er okkur mjög mikilvægt að fá þessi viðbrögð og hvetur okkur til dáða að halda áfram. Auk þess að vera með vefsíðuna þá erum við líka á Instagram, Twitter og Face- book,“ segir Ívar að lokum og hvetur alla sem áhuga hafa á handbolta til að fylgjast með. Nýr vefur tileinkaður handbolta • Ívar Benediktsson íþróttafréttamaður ritstýrir Handbolti.is kominn í loftið ívar og stína láta hendur standa fram úr ermum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.