Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 28
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Tinna María Geirsdóttir fæddist 17. mars 2020. Foreldrar hennar eru Geir Ulrich og Jóhanna Helga. Í eldhúsinu stríðið heldur áfram Í síðasta pistli mínum minntist ég á hv að hversdagslífið okkar hefur breyst vegn a Covid, og að það þýði ekkert að vola o g skæla heldur að horfa fram á veginn o g fulla ferð. En síðan síðasti pistillinn minn kom á síðum Mosfellings þá hefur nú ýmisleg t gerst. Þrumuskýið sem vofði yfir hvarf smám saman og fjöldatakmörkunum og öðru slíku var létt að sumu eða öllu ley ti. Hlutirnir byrjuðu að hafa sinn vanaga ng aftur, enski boltinn byrjaði aftur að rú lla, svo sá íslenski en þó án áhorfenda eða með sárafáum á pöllunum. Líkamsræ kt- arstöðvar voru fljótar að fyllast, sund- laugar landsins opnuðu hver af annar ri og sundlaugaþyrstir landsmenn flykkt ust aftur í laugarnar og pottana en þó með 2 metra millibili. Mosfellingur kom aftur inn um lúgu okkar sveitunga og á ný var hægt að skella sér á Barion og fá sér einn kalda n. Túristinn var mættur aftur á hestbak í Laxnes og farinn að skoða gullna hringinn, þótt þeir hafi verið mun fær ri en undanfarin ár. Þó svo að fjöldatakmarkanir og metra bili hafi verið haldið á lofti þá átti mað ur til að gleyma sér og óvart skellt einum blautum kossi eða knúsi á gamlan vin sem maður rakst á í Bónus eða Krónu nni, enda erfiður tími búinn að vera fyrir mann einsog mig sem þarf endalaust a ð vera að kyssa eða knúsa gamla félaga sem maður rekst á eftir langan tíma. Svo má nú ekki gleyma að f..k loksins loksins loksins gátu mínir menn á Bre t- landseyjum í Bítlaborginni lyft bikarn um sem ég er búin að bíða eftir að fá að ho rfa á þá lyfta síðan ég var 10 ára gamall. S á enski er loksins komin í skápinn hjá mínum mönnum eftir 30 ára bið. Og é g ætla svo rétt að vona að ég þurfi ekki að bíða önnur 30 ár til að sjá það geras t aftur... ó nei ... Það er nú efni í nokkra pistla eða heila bók að lýsa þeirri tilfinningu að fá að upplifa það aftur að sjá Poolara lyft a dollunni gömlu loksins eftir heil 30 ár . En nóg um það í bili ... Seinni bylgja Covid er skollin á og ekki fyrir endanum á þessu helvíti og hvað þetta muni standa yfir lengi en v ið skulum vona að við þurfum ekki að ga nga í gegnum bylgju 3 - 4 eða 5 af þessum andskota áður en þessu yfir lýkur. Farið nú varlega og munið metra bilið góða, einn, tveir eða þrír, það fer eftir því hvernig liggur á Þórólfi og Y.N.W.A Kolbrún og Sigurjón skora á Gunnsu og Bibba að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Kolbrúnu og Sigurjóni þykir mjög gaman að fá fólk í mat og nota grillið óspart á sumrin. En þar sem farið er að hausta fannst þeim tilvalið að deila með okkur uppskrift þar sem nýtt grænmeti og íslenska lamba- kjötið er í aðalhlutverki. Hráefni • Lambalæri, hvaða stærð sem er • Slatti af kartöflum • 1-2 sætar kartöflur • 2 laukar eða rauðlaukar • 1-2 hvítlaukar • Síðan má bæta við því rótargrænmeti sem er til í ísskápnum (gulrætur, gulrófur, sellerírót, fennel) eftir smekk • Ólífuolía • Salt og pipar • Kryddið „Bezt á lambið“ • Ca 500 ml vatn Aðferð Olía er borin á lambalærið og það kryddað. Grænmetið er skorið niður í bita og sett í botninn á steikarpotti, salti, pipar og vatni bætt við og lærið lagt ofan á. Ofninn er stilltur á 120°C (blástursstilling) og þetta látið malla í a.m.k. 5 tíma. Ágætt er að kíkja á lærið svona klukkutíma áður en það á að vera tilbúið og sjá hvernig gengur, þá er hægt að stilla á hærri hita ef það er ekki alveg tilbúið. Í lokin er hægt að stilla ofninn á 200°C í ca 10 mín til að fá stökka húð ef vill. Lærið er því næst tekið úr pottinum, vatnið sigtað frá grænmetinu og það sett í skál og borið fram með lærinu. Villisveppa- og piparostasósa Hægt er að búa til sósu úr soðinu ef vill, en okkur þykir villisveppa- og ostasósa best. • 500 ml. rjómi, má blanda með matreiðslurjóma • ½ piparostur • ½ villisveppaostur • Sveppir • Smjör. Sveppirnir eru smjörsteiktir á pönnu, ostarnir skornir í bita, gott að skella þeim örstutt í örbylgjuofn til að mýkja þá. Ostbit- arnir settir með smá rjóma í pott og bræddir niður, rjómanum er síðan bætt smátt og smátt við og að lokum er smjörsteiktum sveppunum skellt út í. Verði ykkur að góðu. högni snær Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á mosfellingur@mosfellingur.is Hægeldað lambalæri hjá Kolbrúnu og sig urjóni - Heyrst hefur...28 Aron Lilbæk Símonarson fæddist 16. apríl 2020, 14 merkur og 48 cm. Hann býr í Vefarastræti. Foreldrar hans heita Símon Lilbæk og Hugrún Ósk. sp. hvernig líður þér? heyrst hefur... ...að gamla Íslandsbankarýmið í Kjarna sé nú orðið tómt aftur. ...að handknattleiksmaðurinn öflugi, Birkir Benediktsson, hafi slitið hásin fyrir fyrsta leik tímabilsins og verði frá næstu mánuði. Mikið áfall. ...að Dóri DNA og Steindi Jr. hafi verið fulltrúar Aftureldingar í spurninga- þættinum Kviss á Stöð 2. ...að hinir vinsælu fjölskyldutímar að Varmá geti ekki hafist nú í sept. ...að Brynja Hlíf Hjalta (Úrsus) sé ólétt. ...að Biggi Haralds og félagar ætli að taka Creedence Clearwater-kvöld á Barion í lok september. ...að Bogi hafi ekki náð sér á flug með PLAY. ...að Reykjavík sé að fara leigja út 30 herbergja húsnæði í Víðinesi. ...að Dalbúar kvarti sáran yfir hávaða og ónæði frá 60 grænlenskum sleðahundum sem geymdir eru í búrum í Dalnum. ...að búið sé að ráða þriðja prestinn í Lágafellssókn. Sigurður Rúnar er mættur aftur til starfa en hann var hér rétt fyrir síðustu aldamót. ...að ákveðnir menn vilji leyfa lyktar- sprengjur í gufunni í Lágó á kvöldin til að fríska sig upp. ...að byrjað sé að auglýsa til leigu skrifstofurými við nýju heilsu- gæsluna í Sunnukrika. ...að Bændaglíma GM fari fram á laugardaginn. ...að síðasti grænmetismarkaður sumarsins fari fram í Mosskógum á laugardaginn. ...að þátturinn „Það er kominn Helgi“ hefji göngu sína á laugardaginn, beint úr Hlégarði. ...að Stefanía Svavars verði á Barion á sunnudagskvöldið þegar Sunnu- djass fer fram. ...að Trausti Brekkan hafi fengið fugl á sínum fyrsta golfhring í Bakkakoti. ...að Balli sé að fara á kostum í þáttaröðinni FC Ísland. ...að erlendur ferðamaður hafi boðið 700 þúsund krónur í gamla Álafossúlpu á dögunum. ...að framkvæmdir séu hafnar við breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi. ...að vinningarnir í bingóunum á Barion fari yfir hálfa milljón króna en næsta bingó verði 24. september. ...að tveir sjúkrabílar hafi mætt á Varmárvöll um síðustu helgi þegar senter Aftureldingar meiddist en hann er á batavegi. ...að knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðar mæti með lærisveina sína í Víkingi Ólafsvík á Fagverksvöllinn á sunnudaginn. ...að nýr lóðarhafi í Súluhöfða sé að safna undirskriftum og vilji golfvöllinn burt. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.