Nesfréttir - 01.08.2020, Qupperneq 2

Nesfréttir - 01.08.2020, Qupperneq 2
ÚT GEF ANDI: Borgarblöð ehf, Eiðistorgi 13-15, 172 Seltjarnarnes, Pósthólf 171. S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 RITSTJÓRI: Krist ján Jó hanns son • ÁBYRGÐAR MAÐUR: Krist ján Jó hanns son BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson UM BROT: Valur Kristjánsson NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍÐA: borgarblod.is Nesfréttir koma út mánaðarlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi 2 Nesfrétt ir www.borgarblod.is Að sækja vatnið yfir lækinn Í þessu tölublaði Nesfrétta er bygging Eiðistorgsins rifjuð upp. Fjallað er nokkuð um þær hugmyndir sem unnið var eftir. Að byggja nýstrálegan og áhugaverðan miðbæ sem nýtast mynd vel til verslunarreksturs. Í ljósi sögunnar er ljóst að fæst af þeim hugmyndum hefur gengið eftir. Í mars 1991 tæpum áratug eftir að torgið var byggt sagði Sigurgeir Sigurðsson þáverandi bæjarstjóri í fréttaskýringu í Nessfréttum bæinn hafa byggt torgið og útvegað aðstöðuna en hún síðan liðið fyrir samstöðuleysi verslunareigenda. Síðan eru liðnir tæpir þrír áratugir. Þegar best lét voru níu verslanir á annarri hæðinni þar sem bókasafnið er nú. Verslunum hefur fækkað mikið - nánast horfið og nú standa nokkur verslunarpláss auð og tóm. Enginn sýnir þeim áhuga. Ástæða er fyrst og fremst sú að íbúar Seltjarnarness hafa lítinn áhuga á að nýta sér verslunarrekstur á Nesinu utan að kaupa öðru hvoru í matinn. Á meðan Nesbúar vilja halda í sérstöðu byggðarinnar hvort sem er umhverfi, mannlíf eða sveitarfélag hafa þeir minni áhuga á verslunarþjónustu á heimaslóð. Þeir bruna inn til Reykjavíkur. Vilja helst hraðbraut inn í borgina. Þeir sækja vatnið yfir lækinn. Leið ari Lindarbrautin malbikuð í sumar Lindabrautin á Seltjarnarnesi verður malbikuð í sumar og verður byrjað í næstu eða þarnæstu viku. Einnig átti að malbika Nesveginn í sumar en bæjaryfirvöld hafa slegið því á frest. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að hanna Bygggarðasvæðið í haust og þá verður byrjað að ganga frá götum í hverfinu. Þá má geta þess að bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti í vor steinsteyptan vegg á lóð Guðmundur Kristjánsson kenndan við Brim en hann er að láta reisa hann í kringum hús sín við Vegamót. Einnig eru hafnar framkvæmdir á bílaplaninu á Eiðistorgi þar sem göngustígur mun liggja í gegnum bílaplanið. Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA Lindarbraut á Seltjarnarnesi. Erum á Óðinsgötu 1 Sjá nánar á facebook.com/Systrasamlagid Netverslun: systrasamlagid.is

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.