Nesfréttir - 01.08.2020, Blaðsíða 4

Nesfréttir - 01.08.2020, Blaðsíða 4
4 Nesfrétt ir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted Ný klæðning á Mýró Í sumar er unnið hörðum höndum að því að endurnýja klæðningu á viðbyggingu Mýrarhúsaskóla sem reist var árið 1990 og teiknuð af dr. Magga Jónssyni arkitekt. Um er að ræða afar umfangsmikið verkefni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd en til stendur að skipta bæði um gulu og gráu klæðninguna sem og verður gler endurnýjað. Eins og sjá má er um mikið verk að ræða. √ Bókhald og fjármál √ Húsfélagafundir √ Mínar síður √ Húsbók þjónustusaga húss √ Auk annarrar þjónustu Húsfélagaþjónusta Eignaumsjón leiðandi í 17 ár www.eignaumsjon.is Vatn komið í Bollastein á ný Búið er að fylla Bollastein útil ista verk Ólaf ar Nordal af heitu vatni enn á ný og opna fyrir gesti að njóta eftir fyrsta áfanga endurbóta í fjörunni. Haldið verður áfram með endurbætur á svæðinu í haust en nú má svo sannarlega upplifa og njóta þess að dýfa tánum í vatnið og njóta þessarar fallegu náttúruperlu sem fjaran og Kisuklappir eru. Í byrj un árs 2020 hóf Vega gerðin nauðsyn lega vinnu við að end ur- bæta sjóvarn argarða við norður strönd Seltjarn ar ness aust an meg in við Kisuklapp ir, þar sem skörð voru kom in í varn argarðinn. Í fram haldi var feng inn verktaki til að styrkja grjót g arð upp fyll ing ar inn ar og svæðið vest an meg in við Kisuklapp ir. Við nán ari skoðun var það mat manna að sú styrk- ing sem gerð var í vet ur hefði gengið of langt og ekki fram kvæmd með til liti til nátt úru m inj anna og þess að halda óbreyttri ásýnd fjör unn ar. Gott að dífa tánum í volgt vatnið í Bollasteini. Fyrir nokkrum árum voru hjón af Lindarbrautinni á sunnudagsgöngu í fjörunni við Bollastein og gegnu þá fram á erlent par sem dýft höfðu meira en tánum í vatnið. Þau sátu í Bollasteini eins og um heita pott væri að ræða.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.