Nesfréttir - 01.08.2020, Page 8
8 Nesfrétt ir
Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is
Viðtal við Sigurveigu Runólfsdóttur
„Ég veit ekki hvort þú trúir því
en það líða oft margir dagar án
þess að ég fari inn fyrir Eiðistorg,”
segir Sigurveig eða Siddý eins og
hún er oftast kölluð Runólfsdóttir
hárgreiðslumeistari á Hársnyrti
stofunni Permu á Seltjarnarnesi.
Siddý er er innfæddur Nesbúi og
kveðst aldrei hafa búið annars
staðar. Hún er dóttir Valgerðar
Þórðardóttur sem lést árið 2001
og Runólfs Ísakssonar frá Bjargi
sem lést fyrr á þessu ári. „Það
hvarflaði heldur aldrei að mér að
verða annað en hárgreiðslu meist
ari. Annað kom ekki til greina. Þar
kemur ætternið og fjölskyldan til
auk áhuga. Systir pabba átti þessa
stofu. Ég byrjaði að klippa hjá
frænku minni þegar ég var 14 ára.
Perma er eldri en ég þannig að ég
sit á einskonar fjölskylduarfi hér
á Eiðistorginu.” Siddý spjallar við
Nesfréttir að þessu sinni.
„Ég hef alltaf verði kölluð Siddý.
Amma sem ég heiti eftir hét Sigur-
veig og var kölluð Veiga. Pabba
fannst það ekki nægilega gott
gælunafn fyrir lítið barn. Hann vildi
finna annað sem myndi hljóma betur
og svo kom gælunafnið Siddý. Það
festist við mig og ég álít að sumir
þekki mig bara undir því nafni. Ég
er alin upp á Bjargi við Nesveg og
bjó þar þar til fjölskyldan flutti árið
1968 í hús við Barðaströnd sem
pabbi og mamma höfðu byggt. Ég og
maðurinn minn Jónas Friðgeirsson
keyptum það hús af pabba eftir að
mamma dó og búum við þar núna.
Þegar við fluttum voru strendur-
nar að byggjast og um hverfið
var enn hálfgerð sveit. Búið var
að byggja við fyrstu götur nar,
Barðaströndina og Látra ströndina
en annars voru bara kríumóar í
kringum okkur. Maður gat vaknað
við kríugarg á morgnana. Býlið
Berg var enn stakt hús næstum
eins og sveitabær út í túni þótt
hann færi fljótlega eftir þetta
inn í nýja byggð sem var fljót að
beiðast út. Valhúsahæðin var alltaf
kölluð Holtið. Aldrei var talað um
Valhúsahæð á þessum tíma svo ég
muni. Aðeins Holtið. Enn var talsvert
um búskap þegar ég var alast upp
á Nesinu. Ég man eftir að það voru
geitur í nágrenni við okkur á Bjargi.
Á horninu við Tjarnarból. Þar bjó
fólk með geitur. Húsdýr voru víða en
búskapurinn lagðist smám saman af
þegar byggðin tók að breiðast út.”
Fór snemma að vinna
á stofunni
Siddý segist ekki hafa fylgst
mikið með mannlífinu sem var að
þróast á Nesinu í takt við nýjar
byggingar og nýtt fólk. „Ástæða
þess er að einhverju leyti sú að
ég var í skóla í Reykjavík og átti
því ekki skólasystkini þar. Það var
kominn leikskóli en ég fór aldrei
þangað. Bróðir minna var hins vegar
í leikskóla sem barn. Ég fór líka að
vinna á stofunni hjá föðursystur
minni sem þá var rekin í Reykjavík.
Aldrei þurft að
vita allt um alla
Perma er elsta starfandi fyrirtæki
á Eiðistorgi. Hefur verið þar í 35 ár.
Hún var flutt hingað 1985 og ég tók
við rekstri hennar tíu árum síðar
1995. Stofan var fyrst við Garðsenda
og síðar á Hallveigarstíg áður en
hún kom hingað. Viðskiptavinirnir
voru því flestir úr borginni. Margir
koma þaðan enn, þótt fólk hafi
farið að koma af Nesinu eftir að við
fluttum á Eiðistorg. Ég hef heldur
aldrei verið haldin því að þurfa að
vita allt um alla. Hef aldrei fundið
hvöt eða þörf til þess að vera að
spyrja um fólk. Í litlum samfélögum
eins og á Seltjarnarnesi er líklegra
að fólk eigi nánari samskipti. Þekki
nágrannana meira og viti meira um
hagi náungans. Það var eiginlega
ekki fyrr en strákarnir mínir fóru að
spila. Runólfur Helgi sá eldri spilaði
handbolta og Friðgeir Elí yngri
strákurinn spilað bæði fótbolta og
handbolta. Hann spilaði aðallega
með Gróttu og síðan Fram og KR um
tíma og að endingu með HK. Það eru
tvö ár síðan hann hætti. Sjálf er ég
hálfgerður antisportisti. Var ekkert í
íþróttum en ég mætti þó á leiki þegar
strákarnir voru að spila. Hafði gaman
af að fylgjast með þeim.” Siddý segir
sögu af því þegar eldri sonurinn var
skýrður á afmælisdegi Runólfs Helga
afa síns. „Við vorum búin að ákveða
nafn á hann þegar við komum til
prestsins. Séra Guðmundur Óskar
Ólafsson skýrði. Hann spurði ekki
hvað barnið ætti að heita. Hann
spurði hvort drengurinn ætti ekki
að heita Runólfur Helgi. Já, hugsaði
ég. Séra Guðmundur og pabbi voru
góðir vinir og honum fannst ekkert
annað koma til grein en skýra barnið
í höfuðið á afa sínum. Hann réði því
eiginlega nafninu.“
Ég á bara
yndislega viðskiptavini
Siddý ásamt eiginmanni sínum Jónasi Friðgeirssyni.