Nesfréttir - 01.08.2020, Síða 10
10 Nesfrétt ir
Dansskóli
Birnu Björns
Dansskóli Birnu Björns byrjar haustönnina af krafti 14. september
á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þar er boðið upp á dansnám
fyrir alla frá þriggja ára aldri. Í dansskólanum er boðið uppá fjölbreytt
dansnám en einnig er starfandi við skólann söngleikjadeild þar sem
nemendur læra leiklist, söng og dans.
Söngleikjadeildin er alltaf að stækka og hún spilar virkilega stóran
þátt í nemendasýningu dansskólans ár hvert í Borgarleikhúsinu sem er
hápunktur ársins! Nemendasýning 2021 verður Mary Poppins þar sem
öllu verður til tjaldað! Einnig bjóðum við upp á barnadansa þar sem við
erum með skapandi dans og tónlist í fyrirrúmi þar sem nemendur fá að
leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Nemendur hjá Dansskóla Birnu Björns
taka þátt í undankeppni Dance World Cup árlega og keppa síðan erlendis
á sumrin þar sem þeir hafa náð frábærum árangri og fengið að kynnast
dansheiminum í stærra samhengi sem er virkilega ánægjulegt fyrir okkur.
Einnig fer árlega stór hópur skólans í æfingarferð til London þar sem
nemendur fá að kynnast nýjum dansstílum og hitta virta danshöfunda
erlendis. Það er alltaf hápunkturinn að fara á söngleiki og kynnast listalífinu
í London. Ár hvert heldur dansskólinn einnig sína eigin danskeppni þar
sem nemendur fá að spreyta sig, læra að semja sjálfir, hanna búninga og
leyfa hugmyndafluginu að njóta sín, sú keppni fer fram í nóvember og er
útkoman alltaf jafn skemmtileg. Það sem stendur upp úr í dansskólanum
er vináttan sem myndast í tímum og stelpurnar eru að ná gríðarlega
miklum árangri þar sem við bjóðum einnig upp á tæknitíma og fjölbreyttar
útfærslur á því hversu oft nemendur vilja æfa í viku. Við mælum með
náminu okkar fyrir þá sem vilja fjölbreytta tíma, kynnast nýju fólki og sjá
varanlegan árangur! Við tökum vel á móti nýjum og gömlum nemendum,
frítt verður í prufutíma fyrstu kennsluvikuna.
Opið virka daga 9 - 21 og helgar 10 - 21.
Eiðistorgi 15
facebook.com/arnaisogkaffi
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Opið: 11-16
alla virka daga
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Séra Bjarni á ættir
frá Hrólfsskála
Séra Bjarni Þór
Bjarnason sóknar
prestur á Seltjarnarnesi
fór inn á Íslendingabók
á dögunum. Þá sá hann
bæjarheitið Hrólfsskáli
koma fyrir hjá einni
af formæðrum sínum.
Hann fór að kanna
málið betur.
Þá kom í ljós að
formóðir hans var
Guðrún Ingjaldsdóttir
frá Hrólfsskála. Hún
var systir Sigurðar
Ingjaldssonar, útvegs-
bónda á Hrólfs skála
sem lést árið 1887. Foreldrar þeirra voru hjónin Þuríður Bjarna dóttir og
Ingjaldur Ottason á Hrólfsskála. Bjarni sagðist ekkert hafa vitað um þessi
ættartengsl við Seltjarnarnesið. Hann sagðist alltaf hafa haldið að hann
væri ættaður úr Skagafirði, Álftanesi, Hafnarfirði og undan Eyjafjöllum.
Hann sagði að sér fyndist þetta mjög skemmtilegt þar sem hann þjónar á
Seltjarnarnesi. Nú hafi hann bein ættartengsl við Seltjarnarnesið og það
væri sérlega ánægjulegt.
Guðrún Ingjaldsdóttir giftist norður í Skagafjörð, Gunnari Magnússyni
sem var Skagfirðingur. Guðrún er því langa, langa, langamma sr. Bjarna.
Séra Bjarni Þór Bjarnason.