Nesfréttir - 01.08.2020, Blaðsíða 12
12 Nesfrétt ir
Frá því í vetur og í allt sumar höfum við látið okkur hlakka til
þess að hefja eðlilegt vetrarstarf á ný í félags og tómstundalífinu hjá
eldri bæjarbúum hér á Nesinu. En enn á ný eru okkur sett mörk og
skorður vegna Covid 19. Þegar þessar línur eru skrifaðar þann 12.
ágúst þá er enn allt óljóst varðandi framhaldið. (Ath. Að þegar þessar
Nesfréttir koma út geta allar forsendur hafa breyst og þá tökum við
á því.) Til stóð að bjóða í vöfflukaffi og á kynningarfund nú í lok
ágúst og í kjölfar kynningarfundarins stóð til að opna starfið með
handavinnusýningunni sem vera átti í vor en það verður einhver bið
á því þar sem við þurfum ÁFRAM AÐ HLÝÐA VÍÐI.
VIRÐUM SAMFÉLAGSSÁTTMÁLANN, HÖLDUM 2JA METRA
REGLUNA. VERUM DUGLEG AÐ ÞVO HENDUR OG SPRITTA. VIRÐUM
NÁLÆGÐAR- OG SNERTIMÖRK.
Skipulag dagskrár vetrarstarfsins er þó langt komin og búið að
setja niður ferðir, skemmtikvöld og leikhúsferðir. Einnig eru komnir
ákveðnir dagar fyrir félagsvist og bingó og verið er að leggja lokahönd
á föstu námskeiðin okkar í leir og gleri. Einnig eru í undirbúningi
örnámskeið í leðri og fleiru. Námskeið í dansi í samvinnu við
Dansgarð /Óskanda eru á dagskrá þar sem við ætlum að fara í spor
gömlu dansanna og fl. Mikið verður lagt upp úr hreyfingu í vetur og
verður það auglýst um leið og við megum og getum farið af stað.
Heilsueflingarátakið okkar góða sem fór af stað í vetur undir heitinu
Farsæl öldrun þurfti því miður að lúta í lægra haldi fyrir Covid og nú er
ákveðið að það fer ekki af stað aftur þar sem bæjarfélagið hefur þegar
samið við Janus Guðlaugsson varðandi heilsueflingu fyrir eldra fólk sem
fara á af stað nú í haust. Hún Eva Katrín sem stjórnaði þessu farsæla
öldrunarverkefni okkar og var með leikfimina hjá okkur á föstudögum
er nú horfin til annara starfa en Kópavogsbær, Íþróttafélögin í Kópavogi
og UMSK ákváðu að fá Evu til liðs við sig í verkefni farsællar öldrunar
fyrir Kópavogsbúa og stýra því hjá þeim. Um leið og við þökkum henni
frábært starf með okkur, óskum við henni velfarnaðar í nýju starfi.
Jóga verður áfram í boði og er þegar byrjað, boccia verður á sínum
stað og púttið í Risinu á Eiðistorgi, en þess má líka geta að verið er
að leggja lokahönd á 9 holu lítinn púttvöll völl hér úti á lóðinn við
Skólabrautina. Áfram verur boðið upp á bridge í Eiðismýri og billjard
í Selinu og kirkjunni. Einnig stendur til að halda áfram með ýmis
tilraunaverkefni sem við byrjum með á síðasta ári og í byrjun þessa
árs. Söngstundin á föstudögum heldur áfram með nýjum stjórnanda en
Friðrik hefur sleppt af okkur hendinni vegna anna og annara starfa og
sendum við honum bestu þakkir fyrir hans góðu samvinnu undanfarin
ár. Hvað bókbandið varðar þá þurfum við að biðja áhugasama að gera
vart við sig sem fyrst til þess að hægt sé að taka ákvörðun. Bókmenntir
og ljóð/listastundir, umræður og upplestur er nýjung hjá okkur sem
aðeins fór af stað nú í sumar. Áhugi og ánægja var með þessar stundir
og verður svo vonandi áfram í vetur. Við vonumst til þess að geta
boðið upp á bingó í golfskálanum og félagsvist með bæði Vörðunni og
Lions ef slakað verður eitthvað á fjöldatakmörkunum og sóttvörnum.
Á meðan óvissan ríkir þá er samt alltaf opið í félagsaðstöðunni á
Skólabraut og heitt á könnunni alla morgna. Þar er passað upp á 2ja
metra regluna og allir velkomnir.
Það er von okkar og trú að fyrr en seinna komist lífið og tilveran í
eðlilegt horf þannig að við getum farið að keyra á dagskrána.
Sendum Tómasi Gauta, Önnu Soffíu, Daða og öðrum ungmennum
sem leystu af í félagsstarfinu ásamt ýmsu öðru bestu þakkir fyrir
samverustundirnar og samstarfið.
FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARF
ELDRI BÆJARBÚA
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Afgreiðslutími:
Mán: 11-16
Þri-fös: 11-18
Lau: 11-16
ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK
systrasamlagid.is
@systrasamlagid
Sími: 511 6367
Allt sem
skiptir máli!
tungusköfur fyrir alla í
fjölskyldunni
2 x mikilvægari en tannburstinn
Allt fyrir heimajóga og að heiman jóga!
korkjógadýnur, kubbar, strappar, hjól,
hugleiðslupúðar ofl.
Ný og spennandi möntrubönd.
Gleddu þig og þína með fallegum orðum.
túrmerik latté. stjarna
systrasamlagsins.
Nú má líka fá til að gera heima.
kósý- og jógafatnaður.
lífrænn, umhverfisvænn og fagur.
tryggðu grunninn!
Fjölvítamín,
meltingargerlar,
lífsnauðsynlegar
fitusýrur.
Viridian eru eins
hrein og virk og
hægt er að hafa
vítamín.