Breiðholtsblaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 15

Breiðholtsblaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 15
15BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2020 Erna Sóley Gunnarsdóttir ÍR setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi innanhúss 18. janúar sl. þegar hún kastaði 16,19 metra á móti í Houston, Texas þar sem Erna keppir fyrir Rice University. Fyrra metið, 15,96 m, er síðan 2017 en það átti Ásdís Hjálms­ dóttir Ármanni. Lengsta kast Ernu Sóleyjar utanhúss er 16,13 metrar og var hún því að kasta sitt lengsta kast frá upphafi. Utanhúss á Erna þriðja besta árangur íslenskrar konu frá upphafi en síðasta sumar vann hún það afrek að hafna í þriðja sæti á EMU20. Erna er aðeins 19 ára gömul en er þrátt fyrir ungan aldur að stimpla sig inn sem einn besti kúluvarpari Íslands. Erna Sóley með Íslandsmet Sími: 588 9705 www.skautaholl.is Opnunartímar: Mánud., Þriðjud. og Miðvikud. 12:00 til 15:00. Fimmtudaga 12:00 til 15:00 og 17:00 til 19:30. Föstudaga 13:00 til 19:00. Laugardaga og Sunnudaga 13:00 til 18:00. Skólar og sérhópar: Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00. GETRAUNANÚMER ÍR ER 109 Fréttir Íflróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Tölvu póst ur: ir@ir.is Heimasíða: ir.is Gamlárshlaup ÍR er eitt af f jölmennustu almennings­ hlaupum sem fara fram hér á landi. Hlaupið dregur að sér unga sem aldna. Fjöldi erlendra ferðamanna var á meðal þátttakenda og fer hækkandi ár frá ári. Hafa þátttakendur frá 35 þjóðlöndum tekið þátt í hlaupinu Auk 10 kílómetra hlaups er einnig boðið upp á þriggja kílómetra skemmtihlaup til að sem flestir getið tekið þátt, jafnt byrjendur sem börn. Því er tilvalið fyrir fjölskyldur að taka sig saman á þessum síðasta degi ársins og taka þátt. Það er skemmtileg upplifun fyrir börn að gera sér glaðan dag með foreldrum íklædd grímubúningum í miðborg Reykjavíkur. Frjálsíþróttadeild ÍR hefur veg og vanda af hlaupinu og ríkir jafnan mikil eftirvænting fyr i r und i rbún ingnum og hlaupdeginum sjálfum. Gamlárs­ hlaupið á sér langa sögu sem einn stærsti og elsti hlaupaviðburður landsins en hlaupið hefur verið haldið sleitulaust í 44 ár hvernig sem hefur viðrað. Gamlárshlaup ÍR Glæsilegar konur í litríkum búningum á Sæbrautinni þar sem hlaupið var. - haldið sleitulaust í 44 ár ÁfRAM ÍR ALLTAF FULLT BORÐ AF FERSKUM FISKI OG FISKRÉTTUM Opið alla virka daga kl. 9 – 18:30. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum á Stórmóti ÍR sem haldið var í 24. sinn 18. til 19. janúar. Mikið var um bæting­ ar á besta árangri keppenda þó svo að keppnistímabilið sé rétt að hefjast en alls litu 468 bætin­ gar dagsins ljós. FH vann til flestra verðlauna á mótinu, eða 62 talsins, Ármann var í öðru sæti með 46 verðlaun og ÍR í því þriðja með 42. Þátt­ taka Færeyinga setur alltaf skemmtilegan svip á mótið en þátttaka á mótinu var almennt góð en 600 keppendur tóku þátt og 32 félög og héraðssambönd sendu keppendur til leiks. Þessi fjöldi endurspeglar áhugann á Stórmótinu en mótið er frábær undirbúningur fyrir innan­ hússmótin sem nú fara að detta inn hvert á fætur öðru. Eitt mótsmet féll á fyrri degi og var það í hástökki 13 ára stúlkna en þar stökk Ísold Sævarsdóttir FH 1.53m Guðbjörg Jóna hljóp á frábærum tíma Hæst ber þó líklega árangur Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur í 200m en hún hljóp á frábærum tíma, 24.05 sek, var sekúndu á undan næstu konu og jafnaði sinn besta árangur innanhúss. Glæsi­ leg byrjun hjá Guðbjörgu Jónu. Annað frábært afrek vann Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni þegar hann bætti 23 ára gamalt piltamet 16­17 ára í hástökki þegar hann stökk yfir 2,13 metra. Fyrra metið var 2,12 metrar og setti Einar Karl Hjar­ tarson það árið 1997. Utanhúss er piltametið einnig 2,13 metrar en það eiga Einar Karl og Kristján Viggó saman. Stórmótið fór mjög vel fram og þakkar ÍR öllum keppendum, þjálfurum, starfsmönnum og gestum mótsins fyrir helgina en rúmlega 100 sjálfboðaliðar stóðu vaktina alla helgina og sáu til þess að mótið færi vel fram. Frá Stórmóti ÍR. Góður árangur á stórmóti ÍR Gleðin var við völd hjá yngstu þátttakendunum.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.