Morgunblaðið - 02.06.2020, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. J Ú N Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 128. tölublað 108. árgangur
SKILRÚM
OG FÆRRI
SNERTIFLETIR
„VERÐUR
FRÁBÆRT
VEIÐISUMAR“
SPILAR, SEMUR
TÓNLIST OG
GRÚSKAR
STANGVEIÐI 10 AFMÆLISVIÐTAL 24VIÐSKIPTI 12
Þrátt fyrir að reglugerðarbreyting
vegna barna sem þurfa meðferð við
skarði í vör og/eða gómi hafi tekið
gildi 1. janúar síðastliðinn og kveði á
um að börn sem vilji þátttöku
Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna
þess þurfi að gangast undir mat hjá
tannlæknadeild Háskóla Íslands
virðist enginn vera almennilega
tilbúinn að framkvæma slíkt mat.
Því fá börn, sem hafa nú þegar
verið tekin inn í greiðslukerfi SÍ,
ekki greiðsluþátttöku SÍ á meðan
ekkert mat er í boði.
Þetta kemur fram í bréfi sem
móðir ellefu ára drengs sem hefur
verið í meðferð vegna skarðs í vör í
fimm ár sendi heilbrigðisráðherra
fyrir helgi.
„Með því að búa til reglugerðir en
ekki ræða við fólkið um hvernig
framkvæmdin er á þessu mun okkur
ekki takast að gera vel fyrir þessi
börn,“ segir Sif Huld Albertsdóttir,
móðir drengsins, í bréfi sínu til ráð-
herra. »4
Ljósmynd/Aðsend
Mæðgin Sif og sonur hennar, Her-
mann Alexander, á yngri árum.
Ekkert mat, engin þátttaka
Óvissa fyrir börn
með skarð í vör
Snorri Másson
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í
Rósagarði Hvíta hússins í gærkvöldi að hann hygð-
ist virkja bæði herlið og borgara í landinu til þess að
koma böndum á óeirðirnar sem fylgt hafa mótmæl-
unum í kjölfar dauða George Floyd. „Í þessum töl-
uðu orðum er ég að kalla út fleiri þúsundir af þung-
vopnuðum hermönnum, starfsmönnum hersins og
löggæsluaðilum til þess að stöðva óeirðirnar, ránin,
skemmdarverkin, árásirnar og eignaspjöllin,“ sagði
Trump. Honum bæri að halda uppi lögum og reglu.
New York Times sagði frá því í gærkvöldi að
Trump hefði fyrirskipað útkall herlögreglu í höf-
uðborginni Washington.
Ekkert lát er á mótmælaöldunni sem riðið hefur
yfir gervöll Bandaríkin síðustu daga og á upptök sín
allt þar til ökumaður olíuflutningabíls reyndi að
keyra á fullri ferð inn í hóp mótmælenda á brú yfir
Mississippi-ána í Minneapolis.
„Á barmi borgarstyrjaldar“
Kári Emil Helgason, hönnuður sem starfar fyrir
Audible í New York, hefur ekki hætt sér mikið út
fyrir dyrnar síðustu 90 daga, upphaflega vegna kór-
ónuveirufaraldursins. Hann segir mótmælin þar
hafa færst í vöxt síðustu daga og verður var við
þyrlur og mikið sírenuvæl þegar kvölda tekur. Í
næsta nágrenni við hann eru helstu átakasvæði
mótmælanna. Bandaríski uppgjafahermaðurinn
Jeffrey Guariono, sem er búsettur á Íslandi, sagði
við mbl.is í gær að Bandaríkin væru „á barmi
borgarastyrjaldar“.
í örlögum Floyd. Í gærkvöldi var opinberlega stað-
fest að andlát hans hefði verið manndráp af hendi
lögreglunnar. Síðan þá hafa hundruð þúsunda mót-
mælenda þust út á stræti yfir 140 bandarískra
borga og krafist jafnréttis fyrir svarta Bandaríkja-
menn. Til svo harðra átaka hefur komið með lög-
reglu og mótmælendum að útgöngubann er í gildi á
næturnar í fleiri en 40 borgum. Nokkrir hafa látist í
mótmælunum og fjölmargir særst. Mikill meirihluti
mótmælanna er þó friðsamlegur, þó að annað taki
við þegar nóttin skellur á. Bróðir Floyd hefur í við-
tölum hvatt til friðsamlegra mótmæla.
Að sögn Guðrúnar Erlu Gísladóttur, Íslendings
sem býr í Minneapolis, eru það ekki mótmælendur
sem valda mestu skemmdarverkunum, heldur
utanaðkomandi hópar. Eins og Guðrún lýsir í viðtali
við mbl.is í gærkvöld tók hún sjálf þátt í fjölmenn-
um en friðsamlegum mótmælum yfir daginn í gær,
Kallar út herlögreglu
AFP
#BlackLivesMatter Mótmælandi stendur augliti til auglitis við herlögregluna fyrir utan Hvíta húsið í Washington, þar sem hópur mótmælenda kom saman.
Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina vegna mótmæla og óeirða Íslendingur í
Minneapolis segir aðra hópa en mótmælendur valda mestu skemmdarverkunum
MMótmælaalda í Bandaríkjunum »4, 13 og 14
Fasteignamat íbúða hækkar mest í
Akrahreppi, eða um 17,8%, á milli ár-
anna 2020 og 2021 ef litið er til ein-
staka bæjarfélaga, samkvæmt nýju
fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir
árið 2021, sem birta á í dag.
Heildarfasteignamat á landinu öllu
hækkar um 2,1% á yfirstandandi ári
og er það umtalsvert minna en til-
kynnt var um fyrir ári, þá hækkaði
fasteignamat um 6,1%.
Þegar litið er til landsvæða hækkar
fasteignamat mest á Vestfjörðum,
eða um 8,2%. Þá lækkar fasteignamat
mest á Suðurnesjum, eða um 0,5%.
Ef litið er til einstaka bæjarfélaga
lækkar fasteignamat mest í Skorra-
dalshreppi og sveitarfélaginu Vogum
þar sem það lækkar um 3,6%. »6
Morgunblaðið/Ómar
Hús Matið hækkar meira í borginni.
Hækkar
mest 17,8%
Fasteignamat
hækkar nú minna
Björn Leví Gunnarsson, þing-
maður Pírata, hefur lagt fram
samtals 340 fyrirspurnir til ráð-
herra síðan hann settist fyrst á
þing árið 2014. Hann hefur nú
skotist rækilega fram úr Jóhönnu
Sigurðardóttur sem átti fyrra
met, 255 fyrirspurnir.
Á yfirstandandi þingi, 150. lög-
gjafarþinginu, hefur Björn Leví
lagt fram 114 fyrirspurnir. Af
þeim eru 84 nánast samhljóða.
Þær fjalla um lögbundin hlutverk
stofnana ríkisins og kostnað við
verkefni þeim tengd. Aðeins er
sett inn heiti hverrar stofnunar
fyrir sig í hverja fyrirspurn.
Nýlega lagði Brynjar Níelsson
Sjálfstæðisflokki fram fyrirspurn
til allra ráðherra í ríkisstjórn-
inni. Spyr Brynjar um það
hversu margir starfsmenn ráðu-
neytis þeirra komi að því að
undirbúa skrifleg svör við fyrir-
spurnum þingmanna og hver sé
áætlaður heildarfjöldi vinnu-
stunda sem í það hafi farið ár-
lega síðastliðin fimm ár.
Þá vill hann fá upplýsingar um
kostnað við að svara fyrir-
spurnum frá Pírötum. Ráðu-
neytin vinna nú að því að svara
fyrirspurnum Björns og Brynj-
ars. »6
Hefur lagt fram 340 fyrirspurnir
Forsætisráðherra vonast til þess að
ný lög um framlengda hlutabótaleið
og stuðning við greiðslu launa á
uppsagnarfresti verði ekki til þess
að margir færi sig úr fyrrnefndu úr-
ræði yfir í hið síðarnefnda. Við af-
greiðslu frumvarpsins gagnrýndu
meðal annars stjórnarþingmenn að
ný skilyrði í hlutabótaleið yllu því að
færri gætu nýtt sér hana. Þeir yrðu
því að fara í uppsagnir.
Framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins segir líklegt að atvinnu-
leysi muni aukast en að ný lög séu
ekki til þess fallin að auka enn á þá
þróun. »2
Fjölgi ekki
uppsögnum
Hert skilyrði