Morgunblaðið - 02.06.2020, Page 6

Morgunblaðið - 02.06.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata hefur lagt fram 114 fyrir- spurnir til ráðherra það sem af er 150. löggjafarþinginu. Þar með eru fyrirspurnir Björns Leví orðnar 340 frá því að hann settist fyrst á Al- þingi. Hann hefur nú skotist ræki- lega fram úr Jóhönnu Sigurðar- dóttur sem átti fyrra met, 255 fyrirspurnir. Björn Leví kom fyrst á þing sem varamaður 2014 en hefur verið aðal- maður frá 2016. Jóhanna sat á þingi í tæp 35 ár. Þar af var hún ráðherra í um 13 ár og spurði ekki spurninga á meðan. Af þessum 114 fyrirspurnum Björns Leví eru 84 nánast sam- hljóða. Þær fjalla um lögbundin hlutverk stofnana ríkisins og kostn- að við verkefni þeim tengd. Aðeins er sett inn heiti hverrar stofnunar fyrir sig í hverja fyrirspurn. Upphaflega hafði þingmaðurinn lagt fram eina umfangsmikla fyrir- spurn með nöfnum allra stofnana. Steingrímur J. Sigfússon þing- forseti taldi þetta ekki standast þingskaparlög. Þar segir að fyrir- spurn skuli vera skýr, um afmörkuð atriði og mál sem ráðherra ber ábyrgð á og sé við það miðað að hægt sé að svara henni í stuttu máli. Steingrímur upplýsti á þing- fundi að fyr- irspurnir þessar gætu orðið alls 60-80 talsins, en þær hafa orðið nokkru fleiri en það. Og mögulega kunna fleiri að bætast við. Við sama tækifæri gagnrýni Birg- ir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, fyrirspurnaflóðið og kallaði það gjörning. „Ég tel rétt að ef þingmaðurinn hefur einhvern afmarkaðan sér- stakan tilgang með þessu upplýs- ingaflóði þá væri rétt að það væri upplýst,“ sagði Birgir. Í svipaðan streng tók Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar fyrirspurnargleði Björns Lev- ís var til umræðu á Alþingi árið 2018. Sagði ráðherrann að fyrir- spurnaflóð þingmannsins væri „komið út í tóma þvælu“. Morgunblaðið leitaði á þessum tíma til Björns Levís og spurði hver væri ástæðan fyrir því að hann legði fram allar þessar fyrirspurnir. „Markmiðið er ekki að leggja fram margar fyrirspurnir. Að auki eru margföldunaráhrif á fyrirspurnum sem beinast að öllum ráðherrum í stað þess að geta bara spurt t.d. for- sætisráðherra sem safnar þá saman svörum frá öllum,“ svaraði Björn Leví. Ráðuneytin eru væntanlega byrj- uð að vinna að svörum við fyrir- spurnum Björns Levís um lög- bundnu verkefnin. Óvíst er að þeim takist að svara þeim öllum innan til- skilsins frests, sem er 15 dagar þeg- ar um skriflegar fyrirspurnir er að ræða. Ráðuneytin eru einnig að vinna við að svara fyrirspurn Brynjars Níelssonar Sjálfstæðisflokki til allra ráðherra í ríkisstjórninni. Spyr Brynjar um það hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðast- liðin fimm ár. Enn fremur hver er heildarkostn- aður ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum frá þingflokki Pír- ata á yfirstandandi löggjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa farið í að svara þeim. Vill hann vita hvað fyrir- spurnir til skriflegs svars frá hverj- um þingmanni í þingflokki Pírata eru hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra. Ráðuneytisstjórar héldu sér- stakan fund í mars 2018 um þá miklu vinnu sem því er samfara að svara fyrirspurnum þingmanna. Var ákveðið að skrá sérstaklega þær vinnustundir sem fara í þetta verk- efni. Af þessu varð ekki þrátt fyrir „fróman ásetning“, að því er Morgunblaðið fékk upplýst hjá stjórnsýslunni. En nú ættu svörin að fást með spurningum Brynjars Níelssonar. Upplýst var árið 2018 að það tæki ráðuneyti 10-40 vinnu- stundir að vinna svör við hverri spurningu. Fjöldinn kominn yfir 8.200 Þorsteinn Ásgrímsson aðstoðar- fréttastjóri birti í síðasta mánuði samantekt um fyrirspurnir á Al- þingi árin 1990-2020, en þær reynd- ust vera alls rúmlega 8.200. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi for- sætisráðherra, var þar efst á blaði með 255 fyrirspurnir. Björn Leví hefur nú komist í efsta sætið eins og fyrr segir. Margrét Frímannsdóttir lagði á sínum tíma fram 168 fyrir- spurnir, Einar K. Guðfinnsson 161 og Kristinn H. Gunnarsson 159. Fyrirspurnir Björns Leví 114 í vetur Morgunblaðið/Eggert Björn Leví Hefur nú tekið við sem „fyrirspurnakóngur“ Alþingis. Fyrirspurnir Björns Levís » 146. löggjafarþing sem stóð 2016-2017: 19 » 147. þing: 8 » 148. þing: 98 » 149. þing: 93 » 150. þing: 114 » Varaþingmaður árin 2014- 2015: 8 » Samtals: 340 Jóhanna Sigurðardóttir  Hefur stórbætt fyrra met Jóhönnu Sigurðardóttur um fjölda fyrirspurna  Ráðuneytin eru að svara 84 nær samhljóða fyrirspurnum  Einnig fyrirspurnum um tímann sem tekur að svara fyrirspurnum Miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 16.30 Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík 1. Fundur settur 2. Skýrsla stjórnar 3. Gerð grein fyrir ársreikningi 4. Tryggingafræðileg úttekt 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt 6. Önnur mál Ársfundur SL lífeyrissjóðs 2020 Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. DAGSKRÁ Reykjavík 20.05.2020 Stjórn SL lífeyrissjóðs Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fasteignamat hækkar mest á milli ára á Vestfjörðum ef litið er til land- svæða, eða um 8,2% samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyr- ir árið 2021. Mest lækkar fasteignamatið á Suðurnesjum, eða um 0,5%. Heild- armat fasteigna hækkar um 2,1% og verður 9.429 milljarðar króna. Miðað við undangengin ár er breytingin á fasteignamatinu lítil. „Það ætti ekki að koma á óvart að þegar dregur úr verðhækkunum á fasteignamarkaði þá eru breytingar á fasteignamati í takt við þá þróun,“ er haft eftir Margréti Hauksdóttir, forstjóra Þjóðskrár Íslands, í til- kynningu. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um 2,2% en um 1,9% á lands- byggðinni. Fasteignamatið hækkar næstmest á Norðurlandi vestra, eða um 6,5%. Á Austurlandi hækkar matið um 3,5% og um 2,2% á Suðurlandi. Matið hækkar um 1,9% á Norðurlandi eystra og 0,4% á Vesturlandi. 11,2% hækkun á Ísafirði Af einstaka bæjarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest á Ísafirði, eða um 11,2%, um 8,8% í Akrahreppi og 8,5% í Tálknafjarðarhreppi og á Blönduósi. Mest lækkun er í Skorra- dalshreppi og sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamatið lækkar um 3,6%. Samanlagt mat íbúða á öllu land- inu hækkar um 2,3% á milli ára og verður alls 6.511 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 2,2% á meðan fjölbýli hækkar um 2,4%. Hækkun á íbúðamati á höfuðborgar- svæðinu er að meðaltali 2,4% en 2,1% á landsbyggðinni. Lækkar um 5,2% í Vogum Fasteignamat íbúða hækkar mest í Akrahreppi en þar hækkar íbúðar- matið um 17,8%, á Ísafirði um 15,5% og í sveitarfélaginu Ölfusi um 15,2%. Mestu lækkanir á íbúðamati eru í sveitarfélaginu Vogum þar sem fast- eignamat íbúða lækkar um 5,2%. Í Vopnafjarðarhreppi lækkar matið um 3,6% og í Reykjanesbæ lækkar fasteignamat íbúða um 3,3%. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 1,7% að meðaltali á landsvísu, um 1,6% á höfuðborgar- svæðinu en 1,9% á landsbyggðinni. Fasteignamat sumarhúsa fyrir ár- ið 2021 stendur nánast í stað á milli ára þegar litið er á landið í heild en hækkar að meðaltali um 0,1%. Fasteignamat sumarhúsa hækkar mest í sveitarfélaginu Ölfusi eða um 7,7% og um 6,8% í Ásahreppi. Mesta lækkun á fasteignamati sumarhúsa er í Skorradalshreppi og sveitar- félaginu Vogum, þar sem matið lækkar um 4,3% á milli ára. Þjóðskrá Íslands endurmetur yfir 200.000 fasteignir árlega en í ár var gervigreind nýtt til hagnýtingar við matið, að sögn Margrétar. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2020. Það tekur gildi 31. desember 2020 og gildir fyrir árið 2021. Frestur til að gera athugasemdir við matið er til 30. desember 2020. Á skra.is má sjá breytingu matsins á milli ára. Mest hækkun á Vestfjörðum  Fasteignamat lækkar á Suðurnesjum Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Fasteignamat hækkar um 2,2% á höfuðborgarsvæðinu. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Samtök atvinnulífsins (SA) og Norðurál höfnuðu kröfu Verkalýðs- félag Akraness um kjarasamninga á grundvelli lífskjarasamnings, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. Verkalýðsfélagið vísaði viðræðum sínum við Norðurál til ríkissáttasemj- ara í kjölfarið. Fundur fer fram á fimmtudag. „Ég skal fúslega viðurkenna að það kom mér verulega á óvart að þeir skyldu ekki vilja feta þá leið sem 95% af íslenskum vinnumarkaði hafa nú þegar undirgeng- ist,“ segir Vil- hjálmur Birgis- son, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og vís- ar þá til lífskjara- samningsins. SA og Norðurál vilja að tenging við launavísitölu haldist í kjara- samningnum, að sögn Vilhjálms, en hann segir ekkert annað í boði en að semja á grundvelli lífskjarasamnings- ins. „Sökum þess að við erum að sigla inn í einn mesta efnahagssamdrátt síðustu 100 ára hugnast okkur ekki að tengja launabreytingarnar við launa- vísitöluna. Krónutöluhækkanir ofan á hina taxtana í lífskjarasamningnum eru þær mestu sem hefur verið samið um hvað taxtalaun varðar. Við vitum hvar við höfum þær en með launavísi- töluna er bara allt of mikil óvissa uppi til að taka slíka áhættu.“ Vilhjálmur segir að þrátt fyrir að deilan sé komin í hnút sé ekki útlit fyrir að verkföll séu á næsta leiti og hann hefur „lúmskan grun“ um að deiluaðilar nái saman. „Ég vona að Samtök atvinnulífsins sjái ljósið þeg- ar menn hefja viðræður.“ Vonar að SA sjái ljósið Vilhjálmur Birgisson  Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að SA vilji ekki lífskjarasamning  Ekkert annað í boði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.