Morgunblaðið - 02.06.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.06.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020 RAFHLÖÐUGARÐVERKFÆRI Makita rafhlöðugarðverkfærin eru ýmist fyrir eina eða tvær 18 v raf- hlöður – sömu rafhlöður og eru í öðrum Makita 18 v rafhlöðuverkfærum. Hraðhleðslutæki, sem tekur 2 rafhlöður í einu, er fáanlegt. Makita rafhlöðuverkfærin er þekkt fyrir gæði og endingu. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum. ÞÓR FH Akureyri: Baldursnesi 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Bókin Afnám haftanna: Samn-ingar aldarinnar? eftir Sigurð Má Jónsson er athyglisverð sam- antekt um þessa mikilvægu atburði. Áður hefur sami höfundur ritað bókina Icesave-samningarnir: Af- leikur aldarinnar? og er líklega óhætt að draga þá ályktun af bók- unum að hann svari báðum spurningum ját- andi.    Þetta á eflaustsinn þátt í að sá seðla- bankastjóri sem sat á þessu tímabili hefur litlar mætur á nýútkominni bók. Af henni má draga þá ályktun að mistök hafi verið að skipta ekki um seðla- bankastjóra þegar staðan var aug- lýst og að samskiptin við seðlabank- ann hafi ekki verið hjálpleg við afnám haftanna og lappadráttur bankans hafi jafnvel kostað svim- andi háar fjárhæðir.    Þeir sem sátu í og studdu stjórnSamfylkingar og VG hafa ekki heldur ástæðu til að fagna þessari upprifjun. Með henni er varpað ljósi á hve hörmulega þessir flokk- ar stóðu að endurreisn efnahags- lífsins eftir bankahrunið. Í bókinni kemur skýrt fram að það var ekki fyrr en eftir að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku við sem mál færðust í rétta átt.    Eitt af því sem vekur til dæmissérstaka athygli er hve mikill munur var á aðgengi fulltrúa er- lendra kröfuhafa, innlendra og er- lendra, að stjórnvöldum fyrir og eftir stjórnarskiptin árið 2013. Þessir aðilar voru inni á gafli hjá stjórnvöldum í tíð vinstristjórn- arinnar en festan gagnvart þeim varð meiri síðar og hagsmunir þjóðarinnar fengu skýrari forgang. Þeir hagsmunir eiga vitaskuld allt- af að vera í algerum forgangi. Kemur illa við ýmsa STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til þess að stórar veggmyndir verði málaðar á veggi nýja Center Hótel Granda, sem verið er að byggja á Héðinsreitnum í Reykjavík. Vegg- myndir hafa verið á húsunum við Seljaveg um margra ára skeið. Sigurðar Halldórssonar, arkitekt hjá Glámu-Kím, sendi inn erindið fyrir hönd eigenda. Í bréfi Sigurðar kemur fram að Héðinshúsið hafi ríka sögu og tengsl við listaheiminn. Eigendur vélsmiðj- unnar Héðins hafi verið öflugir stuðningsmenn lista og fjöldi mál- verka og höggmynda hafi prýtt veggi fyrirtækisins. Eftir að starf- semi Héðins lauk við Seljaveg hófst nýtt tímabil í sögu hússins þegar Loftkastalinn hóf þar starfsemi. Hann hafi verið brautryðjandi í starfi frjálsra leikhúsa. Jafnframt hafi útveggir verið notaðir undir stór listaverk, aðallega eftir ástr- alska grafflistamanninn Guido van Helten. Hugmyndin er sú að mála tvær stórar veggmyndir á hótelið. Í fyrsta lagi á vegg sem snýr að inngarði hót- elsins og er hugmyndin að fá fyrr- nefndan Guido van Halten til að mála nýtt verk, sem yrði skylt eldri verkum. Og í öðru lagi að mála vegg- mynd á framhlið stigahúss. Hug- myndin er að bjóða íslenskum lista- manni að vinna verkið. Það myndi undirstrika tengsl hússins við sögu- lega arfleifð sína, þ.e. starfsemi Héð- ins og Loftkastalans. Unnið er af krafti við að ljúka frá- gangi við Center Hótel Granda þrátt fyrir ástandið. Þetta verður eitt stærsta hótel Reykjavíkur, með 195 herbergi. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Héðinsreitur Veggmyndir Guido van Helten hafa vakið mikla athygli. Stórar veggmyndir verða á nýju hóteli Stórar samningalotur ollu miklu ann- ríki hjá embætti Ríkissáttasemjara í fyrra, á ári Lífskjarasamninganna og nokkurra harðra kjaradeilna. Alls voru skráðir 655 samningafundi í Karphúsinu á síðasta ári, sem var þó ekki metár í fjölda funda því á árinu 2015 fóru fram 859 fundir í húsakynn- um sáttasemjara. Í ársskýrslu Ríkis- sáttasemjara fyrir árið 2019 kemur fram að í fyrra var alls 42 kjaradeilum vísað til sáttameðferðar auk þriggja mála sem voru frá 2018 en teygðu sig yfir á árið 2019. Tugir vinnustöðvana voru boðaðir á árinu í fjölda mála og komu margar þeirra til framkvæmda, yfirleitt með röð aðgerða á einstökum stöðum. Að frátöldum málum sem lauk með afturköllun vísunar til sátta- semjara var stysti vinnslutími sátta- máls á árinu 8 vikur og sá lengsti tæp- ar 18 vikur. Fjöldi funda hjá ríkissáttasemjara 2019 100 75 50 25 0 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. Heimild: ríkissáttasemjari 45 sáttamál á árinu 655 sáttafundir og 655 samningafundir í Karphúsinu á einu ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.