Morgunblaðið - 02.06.2020, Side 10

Morgunblaðið - 02.06.2020, Side 10
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú er sumarið komið. Nú byrjar líf- ið upp á nýtt, eftir Covid,“ sagði Stefán Sigurðsson kátur þegar hann hafði landað fyrsta laxi sumarsins, spengilegri stórri hrygnu, við Urr- iðafoss í Þjórsá um hálfáttaleytið í gærmorgun. Þjórsá var bólgin og skoluð en laxar höfðu verið að sýna sig þar síðustu daga og voru því greinilega mættir. Þeir héldu líka áfram að taka en maðkurinn virkaði betur en flugan við þær aðstæður. Rétt eftir að Stefán náði þeim fyrsta var vænn fiskur kominn á hjá feðg- unum Hauki Hlíðkvist Ómarssyni og Hrafni Hlíðvist sem veiddu á móti Stefáni og Hörpu Hlín Þórðar- dóttur, sem eru leigutakar svæðis- ins, og Matthíasi syni þeirra – sem auk þess að vera kappsamur veiði- maður er meðlimur í hljómsveitinni Blóðmör sem sigraði í Músíktil- raunum í fyrra og fer ekki síður vel með háfinn en bassann. „Þetta er fjórða árið okkar með svæðið og það var líka svona mikið vatn fyrir tveimur árum,“ sagði Stefán. „Ég var hérna fyrir tveimur dögum og þá var miklu minna í henni og hún tærari og þá stóð ég hér og horfði á laxa.“ Harpa Hlín taldi það boða gott að þegar væri búið að landa tveimur. „Það eru fleiri hér,“ sagði hún íbyggin og varla hafði hún sleppt orðinu þegar við sáum stöngina svigna neðar við ána, hjá feðgunum Hauki og Hrafni. Þeir lönduðu síðan smálaxi, sem kom á óvart. „Þessi er of snemma á ferðinni,“ sagði Einar Haraldsson bóndi á Urriðafossi, sem kom þar að. „Verður frábært veiðisumar“ Stefán minnti hann á að í opn- uninni í fyrra, þegar veiddust yfir tuttugu laxar, hefði veiðst einn smá- lax. Einar sagðist viss um að þegar væri gengið fullt af fiski í ána. „Þetta verður frábært veiðisumar!“ sagði hann ákveðinn. Og Einar veit hvað hann syngur í því efni, eftir að hafa veitt vel í net á þessu svæði við fossinn árum saman. Fyrir fjórum árum leyfði hann strák að kasta þarna í síðustu viku í maí og þegar strákurinn veiddi 23 laxa á þremur tímum sá Einar að þetta væri vel mögulegt. Í kjölfarið samdi hann við Stefán og Hörpu Hlín um að selja þar stangaveiðileyfi. Í framhaldinu hafa fleiri net verið tekin upp á báðum bökkum, einar tíu lagnir, og tekið að veiða á stöng í staðinn. „Það er ein mesta friðun á laxi á Íslandi í seinni tíð,“ segir Stefán. Enn er margt óljóst hvað varðar ástundun og sölu laxveiðileyfa hér á landi, vegna veirufaraldursins og hvort erlendir veiðimenn mæti. „Fyrir svona tveimur mánuðum leit þetta alls ekki vel út,“ segir Stefán. „Við þurftum að setja okkur í samband við alla viðskiptavini okk- ar og spyrja hvort þeir myndu koma eða ekki. Það varð fátt um svör og eins og staðan er nú er örugglega innan við einn tíundi af þeim sem ætluðu að koma, fyrir Covid, að koma í veiði. Sem betur fer ætla þó einhverjir að gera það.“ Stefán segist ekki greina mun á því eftir því hvar fólk býr hvort það treystir sér eða ekki. Sumir ætli sér bara að mæta, hvað sem kostar. „En markhópurinn okkar er nær allur fólk yfir sextugt, og sumir veikir fyrir og treysta sér ekki, og sumarið er vitaskuld að mestu horfið fyrir ferðaþjónustuna. Við vonum að veiðimönnum fjölgi eitthvað þegar líði á, komi eitthvað í ágúst og september, og svo höfum við náð að selja eitthvað af leyfum til íslenskra veiðimanna. Ástandið gæti því verið verra.“ Morgunblaðið/Einar Falur Fyrsti laxinn Stefán Sigurðsson fagnaði þegar Matthías sonur hans hafði háfað fyrir hann fyrsta lax sumarsins, við Urriðafoss í Þjórsá á áttunda tímanum í gærmorgun. Áin var bólgin en veiðin fór þó vel af stað við fossinn. „Nú byrjar lífið upp á nýtt, eftir Covid“  Fyrstu laxar sumarsins voru veiddi við Urriðafoss í gær 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Eignir heimilanna á Íslandi jukust í fyrra um tæpa 200 milljarða króna og voru komnar í 7.165 millj- arða um seinustu áramót. Þetta kemur fram í samantekt fjármála- ráðuneytisins á álagningu opin- berra gjalda á einstaklinga fyrir 2019. Heildareignir landsmanna hafa aukist jafnt og þétt á liðnum árum. Á síðustu tveimur árum hafa þær aukist um 792 milljarða króna og um rúmlega 3.000 milljarða frá árinu 2013 skv. upplýsingum úr Tí- und, tímariti Ríkisskattstjóra. Að stærstum hluta er þessi mikla hækkun eigna vegna hækkunar fasteignamats. Á yfirliti fjármálaráðuneytisins yfir álagninguna á einstaklinga í fyrra kemur fram að fasteignir eru 75% af heildareignum heimilanna og verðmæti þeirra er 5.351 millj- arður. Þær hækkuðu um 9,4% í fyrra. 31 þúsund áttu skuldlaust íbúðarhúsnæði í fyrra Skuldir heimilanna jukust einnig talsvert í fyrra, eða um 7,9% á milli ára. Um áramótin skulduðu heim- ilin 2.175 milljarða kr. Fram kemur að tæplega 31 þúsund af þeim 104 þúsund fjölskyldum sem eiga íbúð- arhúsnæði telja ekki fram neinar skuldir vegna þess. Nettóeign íslenskra heimila jókst um 9,2% í fyrra og nam um síðustu áramót 4.989 milljörðum. Það fækkar í hópi þeirra sem eru með skuldir umfram eignir, en sú þróun hefur verið samfelld í níu ár. Alls skulda hins vegar rúmlega 32 þúsund fjöl- skyldur umfram eignir. 13 þúsund töldu fram arð Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 24,2 milljörðum kr. og er það hækkun um 2,7% milli ára. 40 þúsund telja fram skatt- skyldar tekjur af fjármagni og er meðalskatturinn vegna síðasta árs 609 þúsund kr. á hvern einstakling. Einstaklingar höfðu samanlagt um 46 milljarða kr. í tekjur af arði í fyrra. Rúmlega 13 þusund töldu fram arð sem þeir fengu í fyrra og fækkaði þeim frá árinu á undan. Tekjur einstaklinga af söluhagn- aði voru 30,2 milljarðar kr. og eru óbreyttar milli ára, þó að fjölskyld- um sem telja fram söluhagnað fjölgi nokkuð. Þá töldu einstakling- ar fram 30,2 milljarða tekjur af vöxtum og um 7.600 fjölskyldur fengu leigutekjur uppá 15,5 millj- arða í fyrra, sem jukust um 7,7% milli ára. Heimilin eiga sjö þúsund milljarða  Tekjur af arði voru 46,1 milljarður Almennar vaxtabætur vegna vaxtagjalda af lánum til kaupa á íbúðarhúsnæði, sem einstak- lingar greiddu af á árinu 2019, nema 2,6 milljörðum króna samkvæmt samantekt fjármála- ráðuneytisins. Þetta er 5,8% lækkun milli ára. Fram kemur að rúmlega 15 þúsund einstak- lingar fá nú eftir álagningu skattsins greiddar almennar vaxtabætur og fækkar þeim um 9,7% milli ára, en fjárhæðir há- marksvaxtagjalda og vaxtabóta hækkuðu um 5% og eignamörk bótanna um 10% milli ára. Lækkun vaxtabóta nú eins og fyrri ár er sögð skýrast fyrst og fremst af betri eiginfjárstöðu heimila. Alls áttu tæplega 186 þúsund manns inneign hjá ríkissjóði um nýliðin mánaðamót vegna endur- greiðslu ofgreiddra skatta auk barna- og vaxtabóta. 2,6 milljarðar í vaxtabætur 15 ÞÚSUND MANNS FÁ ALMENNAR VAXTABÆTUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúðir Ríflega 15 þúsund manns fengu greiddar vaxtabætur um mánaðamótin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.