Morgunblaðið - 02.06.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 02.06.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hannaður árið 1938 af: Bonet, Kurchan & Ferrari Leður stóll verð 159.000,- Leður púði verð 15.900,- Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points New Toulouse 21.990 kr. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við ætlum að ná tökum á höfuð- borgarsvæðinu. Þar ætlum við jafn- framt að keppa af fullum þunga við stærri aðila á markaðnum,“ segir Jörgen Þór Þráinsson, framkvæmda- stjóri HP Gáma. Fyrirtækið hefur undanfarin miss- eri fjárfest fyrir ríflega 120 milljónir króna. Að sögn Jörgens er fyrirtækið af þeim sökum vel í stakk búið fyrir harða samkeppni á markaði gáma- og flutningsþjónustu. „Við vorum að fá inn 100 gáma í gær auk þess sem við höfum verið að taka inn bíla og lyftur. Við ætlum að koma inn af krafti á markaðinn,“ segir Jörgen. HP Gámar er ríflega 20 ára gamalt fyrirtæki sem veitt hefur þjónustu í Grindavík undanfarin ár. Þar er fyrirtækið jafnframt staðsett en það býður m.a. upp á gáma- og flutnings- þjónustu. Nú starfa um 15 starfs- menn hjá fyrirtækinu en að sögn Jörgens mun það brátt breytast. Með hærri veltu og auknum umsvifum næstu ár ráðgeri hann að ráðinn verði inn nokkur fjöldi starfsmanna. „Við erum um 15 starfsmenn í dag en ger- um ráð fyrir að vera orðin 25 í árslok. Okkur mun síðan fjölga enn frekar þegar við náum tveggja ára markmiði okkar,“ segir Jörgen, sem vonast til að HP Gámar velti um milljarði króna eftir tvö ár. „Terra og Íslenska gámafélagið eru stærst á mark- aðnum. Terra veltir um 6,3 millj- örðum króna árlega og Íslenska gámafélagið um 5,1 milljarði króna. Við erum að stefna á hálfan milljarð á þessu ári og svo milljarð króna eftir tvö ár,“ segir Jörgen og bætir við að til lengri tíma litið verði veltan jafn- framt umtalsvert meiri. „Við erum að horfa til þess á næstu sex árum að vera komin með um 2,5 milljarða króna veltu í gámaþjónustu, en við byrjum á skammtímamarkmiðum,“ segir Jörgen. Býr yfir mikilli reynslu Jörgen er enginn nýgræðingur í gáma- og flutningabransanum, en hann starfaði í um 20 ár hjá Íslenska gámafélaginu. Þar gegndi hann ýms- um stöðum auk þess að eiga á tímabili fjórðungshlut í fyrirtækinu. Hann er því afar reyndur á umræddu sviði. Jörgen gekk til liðs við HP Gáma fyrr í febrúar á þessu ári. „Reynsla mín kemur sér vel og mun gagnast okkur vel í þessu. Við erum með alla innviði í lagi og erum fyrirtæki þar sem búið er að byggja grunninn. Við erum því tilbúin að keppa á öllum sviðum við alla þessa stærri og helstu aðila,“ segir Jörgen. Spurður hvort hann hafi fengið já- kvæðar viðtökur frá viðskiptavinum kveður Jörgen já við. Þá sé fyrir- tækið nú þegar byrjað að sækja nýja viðskiptavini. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og við höfum verið að fá inn nýja aðila. Við gerum ráð fyrir að bæta við 100 nýjum viðskiptavinum á árinu,“ segir Jörgen og bætir við að HP Gámar bjóði þjónustu til fyrir- tækja og einstaklinga. „Við erum að þjónusta fyrirtæki og stofnanir að mestu. Svo erum við líka með ein- staklinga sem eru auðvitað meira skammtímaverkefni. Þá erum við líka í heimilissorpi. Við ætlum að vera í öllu,“ segir Jörgen. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Framkvæmdastjóri Jörgen gekk til liðs við HP Gáma í febrúarmánuði. Ætla að koma inn á markaðinn af fullum krafti  Hafa fjárfest fyrir 120 milljónir króna  Munu bæta við starfsfólki Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þegar við horfum hér yfir Austur- strætið eru sárafáir á ferli. Í búð- unum er rólegt og verið að opna veitingahúsin eftir lokanir. Fyrir fáum mánuðum var hér iðandi mannlíf og fólk alls staðar að úr heiminum,“ segir Þorbjörg Sigríð- ur Gunnlaugsdóttir, nýr þingmaður Viðreisnar. „Einmitt við þessar að- stæður sjáum við hvað fjölþjóðleg samskipti eru okkur mikilvæg; að stefnur og straumar mætist. Það sama á við um þjóðir og okkur mannfólkið, sem vegnar best þegar við njótum samskipta við aðra.“ Þorbjörg tók sæti á Alþingi fyrir Viðreisn nú á útmánuðum, þegar Þorsteinn Víglundsson reri á ný mið. Frá stofnun flokksins árið 2016 hefur hún verið virkur þátt- takandi í starfinu og var aðstoð- armaður ráðherra um skeið. Horft verði til líðanar þjóðar „Stóru verkefnin á vettvangi stjórnmálanna nú hafa auðvitað verið að verja heilbrigði þjóðar- innar. Í kjölfarið að bregðast við því efnahagslega áfalli sem skapaðist í kjölfar þeirra aðgerða sem þurfti að grípa til. Aðstæðurnar gera síð- an að verkum að stjórnvöld þurfa að horfa til líðanar þjóðar. Afleið- ingar og birtingarmyndir atvinnu- leysis eru alvarlegar, sér í lagi ef það verður langvarandi,“ sagði Þorbjörg í rabbi við blaðamann á dögunum. „Pólitískar afleiðingar geta síðan orðið þær að þjóðir og sam- starf lokist meira. Einnig getur af- leiðingin orðið sú að við verðum betur meðvituð um gildi og mikil- vægi alþjóðastarfs og opins og frjáls samfélags. Hið síðastnefnda er mín ósk.“ Frábær nýsköpun Þorbjörg, sem er lögfræðingur að mennt, á fjölbreyttan starfsferil að baki. Starfaði síðast hjá Rík- issaksóknara sem saksóknari og segir starfið þar hafa verið bæði krefjandi og lærdómsríkt og opn- að augu sín fyrir þeirri meinsemd samfélagsins sem ofbeldi er, svo sem kynferðisbrot. Sér hafi stund- um fundist vanta að þau mál væru sett í betra samhengi í pólitískri umræðu. Um önnur verkefni í stjórn- málunum segir Þorbjörg alltaf þurfa að hafa auga með því að tryggja samkeppnishæf lífskjör og skapa fjölbreytt atvinnulíf. „Ferðaþjónustan varð vaxtar- sproti eftir hrun og kom okkur út úr kreppu. Nýsköpunin þar og vöxturinn hafa verið frábær. Nú er þetta breytt og stjórnvöld þurfa að bregðast við. Smám saman er myndin þó að skýrast og því for- sendur fyrir því að taka ákvarð- anir sem byggja á framtíðarsýn en ekki eingöngu slökkvistarfi.“ Ávísunin aðeins táknræn Þorbjörg telur að í haust verði staðan í samfélaginu talvert breytt frá því sem nú er. Fólk sem hefur misst vinnuna sé búið með uppsagnarfrest og komið á bætur. „Þegar kemur að því að fólk hefur ekki af öðru að lifa en bótum og verulegt tekjufall kemur fram gæti brotist fram ólga í samfélag- inu, rétt eins og gerðist eftir hrun. Ríkið stendur í fjárfrekum aðgerð- um sem gera verður kröfu um að skili árangi. Verja þær atvinnulífið og fyrirtækin og heimilin og eru þær góð ráðstöfun á fjármunum skattgreiðenda?“ segir Þorbjörg og að lokum: „Hagfræðingar segja að líkön nái illa utan um þessar aðstæður, að slökkt yrði á samfélaginu og eftirspurn í heilum atvinnu- greinum, svo sem ferðaþjónustu, færi niður í núll. Því þarf fram- sæknar aðgerðir. Í því sambandi nefni ég ferðaávísunina, sem er ágætt framtak en kraftlítið. Þetta er því miður ekki meira en tákn- rænn gjörningur. Ekki efnahags- aðgerð sem eykur eftirspurn og styður um leið við fólk á tímum at- vinnuleysis.“ Þörf á framsæknum aðgerðum eftir veiruna, segir nýr þingmaður Viðreisnar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Alþingi Þegar verulegt tekjufall kemur fram gæti brotist fram ólga í samfélaginu, rétt eins og gerðist eftir hrun, segir Þorbjörg Sigríður. Myndin er að skýrast  Þorbjörg Sigríður Gunn- laugsdóttir er fædd 1978. Lög- fræðingur frá HÍ og aflaði sér LL.M meistaragráðu í Col- umbia-háskóla í New York.  Var fyrr á árum í blaða- mennsku og pistlahöfundur, deildarforseti lagadeildar Há- skólans á Bifröst, aðstoðar- maður ráðherraherra 2017 og síðast saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Nú þingmaður Viðreisnar í Reykjavíkur- kjördæmi norður. Hver er hún?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.