Morgunblaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 12
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn mun senni- lega breyta ásýnd vinnustaða og gæti hönnun skrifstofurýma þurft að taka allt aðra stefnu þar sem lágmörkun smithættu verður höfð að leiðarljósi. Stjórnendum og arkitektum er vandi á höndum enda þurfa vinnurými að vera vistleg og örugg en einnig hvetja til já- kvæðra sam- skipta og góðra afkasta. Árný Þórarins- dóttir, arkitekt og meðeigandi hjá Stáss arkitektum, bendir á að undanfarin ár hafi skrifstofuhönnun einkennst af áherslu á opin vinnu- rými, þéttingu vinnusvæða og svk. „desk sharing“ fyrirkomulagi þar sem starfsfólk er ekki með fasta vinnustöð heldur nýtir þau skrifborð sem eru laus á vinnustaðnum hverju sinni. „Að einhverju marki gæti það verið á undanhaldi að fleiri en ein manneskja noti sama skrifborðið og við hönnun opinna vinnurýma kann að þurfa að t.d. breyta uppröðun skrifborða og nota skilrúm í auknum mæli.“ Gömlu góðu básarnir gætu því rutt sér til rúms á komandi árum. „Ég hef ekki trú á því að við séum að fara aft- ur í einhverja Mad Men-stemningu þar sem hver starfsmaður hefur sína eigin skrifstofu, en aftur á móti gætu básar orðið algengir á ný. Í stað þess að loka fólk alveg af gætu skrifstofu- rými framtíðarinnar einkennst af því að vinnusvæði yrðu aðskilin með efn- um eins og gleri sem geta hamlað smiti án þess að draga úr sýnileika og birtuflæði. Ferskt loft og faglegt umhverfi í fjarvinnu Þá reiknar Árný með að vinnustað- ir muni eftirleiðis leggja enn meiri áherslu á góða loftræstingu og auð- veld þrif. „Væntanlega mun starfs- fólk gera ríkari kröfur um betri hreinsisíur og tíðari loftskipti, og þykja eftirsóknarvert að geta opnað glugga til að fá ferskt loft beint inn í vinnurýmið. Þróunin hefur þegar verið í þá átt að gera vinnurými ein- faldari og snyrtilegri svo að auðveld- ara sé að strjúka af borðum og þvo gólf, og væntanlega að skrifstofu- hönnun haldi áfram í sömu átt, t.d. með vali á efnum sem ekki hleypa óhreinindum auðveldlega í sig og sem hægt er að hreinsa rækilega án mik- illar fyrirhafnar.“ Á meðan faraldurinn gekk yfir þurftu margir vinnustaðir að grípa til þess ráðs að senda flesta eða alla starfsmenn heim til sín og láta þá vinna þaðan. Hafa margir spáð því að kórónuveiran muni valda því að fjar- vinna verði mun algengari og út- breiddari. Árný bendir á að það muni m.a. hjálpa til við að bæta smitvarnir enda lykilatriði að fækka starfsmönn- um á hvern fermetra. Um leið þarf hönnun vinnustaðarins að taka mið af því að fjarfundir verða tíðari og því þarf m.a. að huga að því hvað sést í bakgrunni starfsmannsins þar sem hann situr við vinnu sína. Metnaðarfullir stjórnendur gætu jafnvel viljað senda ráðgjafa heim til starfsfólks síns til að ganga úr skugga um að það hafi vinnuaðstöðu við hæfi. „Aukin áhersla á fjarvinnu þýðir um leið að fólk þarf að hafa meira rými fyrir vinnuna heima fyrir,“ segir Árný og minnir á þörfina fyrir góðan skrifborðsstól, vandað skrifborð og möguleikann á að geta t.d. gengið út á svalir eða út í garð til að fá ferskt loft. „En heimavinnustöð- in þarf líka að líta faglega út á fjar- fundum með viðskiptavinum og koll- egum og umgjörðin á heimilinu er orðin hluti af sjónrænni ímynd vinnu- staðarins út á við.“ Aðgangsstýrðar kaffistofur Eins má reikna með því að tæknin verði nýtt til að fækka snertiflötum. Sjálfvirkir dyraopnarar verða notað- ir víðar, snertifríar lausnir notaðar í lyftum og meiri agi iðkaður í að- gangsstýringu innan vinnustaða, s.s. til að tryggja að utanaðkomandi vill- ist ekki inn á rými þar sem þeir eiga ekki erindi, eða hindra að óþarfa samgangur eigi sér stað á milli deilda. „Kaffistofurnar munu ekki hverfa, en aðgangsstýring eða hópa- skipting gæti verið notuð til að ganga úr skugga um að aðeins ákveðnir hópar starfsmanna noti tiltekinn kaffikrók.“ Mötuneyti á stórum vinnustöðum kunna líka að taka miklum breyting- um og spáir Árný því að hlaðborð og salatbarir kunni að heyra sögunni til, en þess í stað verði matur skammt- aður eða þjónað til borðs til að koma í veg fyrir að margir handfjatli sömu áhöldin. „Líklega verður borðum fækkað, færri stólar við hvert mötu- neytisborð, og borðin þrifin tíðar á milli gesta á matmálstíma,“ segir hún og minnir á að samkvæmt lögum og reglugerðum verði starfsmenn að hafa sérstaka aðstöðu til að matast og því sé ekki hægt að loka kaffikrókum og mötuneytum og ætlast til að fólk bæði vinni og nærist við skrifborðið sitt. „Þá munum við væntanlega sjá ýmsar breytingar í þeim rýmum þar sem viðskiptavinir eru þjónustaðir, s.s. að afgreiðsluborð verði gerð dýpri til að skapa meiri fjarlægð á milli starfsmanns og gests.“ Básarnir munu snúa aftur AFP Vörn Myndin sýnir bráðabirgðalausn sem gripið var til á skrifstofu í Japan í miðjum kórónuveirufaraldri. Þó að vinnufélagar þurfi vonandi ekki að ræða sín á milli í gegnum litlar glufur í skilrúmum er sennilegt að vinnu- umhverfi fólks muni í vaxandi mæli taka mið af því að hvernig lágmarka má smithættu og hámarka hreinlæti.  Í framtíðinni er líklegt að hönnun vinnustaða litist af smitvarnasjónarmiðum  Skilrúm, aðgangs- stýringar, fækkun snertiflata og áhersla á hreinlæti gætu einkennt skrifstofur framtíðarinnar Árný Þórarinsdóttir 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020 Eftir langt skoðunarferli hafa bandarísk samkeppnisyfirvöld lagt blessun sína yfir kaup Össurar hf. á stoðtækjaframleiðandanum Col- lege Park Industries. Kaupverð fæst ekki uppgefið á þessu stigi en árleg velta College Park nemur um 20 milljónum dala og starfa þar um 130 manns. Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar, segir College Park í hópi fimm eða sex stærstu stoðtækja- framleiðanda Bandaríkjanna, en þar eru Össur og þýska fyrirtækið Ottobock leiðandi. „Á eftir þessum tveimur koma nokkur smærri sem eru öll svipuð að stærð, og er Col- lege Park eitt af þeim,“ útskýrir Sveinn. Stoðtækjalausnir College Park eru ekki eins tæknilega flóknar og þær sem Össur smíðar og henta t.d. ágætlega einstaklingum sem þurfa ekki að hreyfa sig mjög mik- ið við dagleg störf, tómstundir og iðkun íþrótta. Fyrir vikið eru stoð- tæki College Park töluvert ódýrari og segir Sveinn að hátæknifótur frá Össuri sem gefur möguleika á mjög náttúrulegri hreyfingu geti kostað í kringum 14-15.000 dali en einfaldari fótur frá College Park seljist á um 10% af því, en skapi ekki jafn náttúrulegt göngulag og veiti ekki sömu notkunarmöguleik- ana. „Með kaupunum gefst okkur tækifæri til að ná betur til nýs hóps viðskiptavina og sækja enn betur inn á markaði í nýmarkaðs- löndum.“ Það tók um það bil ár að fá grænt ljós hjá bandarískum samkeppnisyfirvöldum og fylgir kaupunum það skilyrði að selja út úr College Park gerviolnboga- tækni sem þar hafði verið þróuð. „Talsverð samþætting hefur þegar átt sér stað á þessum markaði og hafði Ottobock þegar hlaupið á sig með samruna við minna fyrirtæki sem síðar var stoppaður af samkeppnisyfirvöldum. Sáum við því að hyggilegast væri að klára þessi kaup ekki öðruvísi en í nánu samstarfi við stjórnvöld,“ útskýrir Sveinn. ai@mbl.is Breidd Sveinn segir kaupin m.a. skapa tækifæri í nýmarkaðslöndum. Össur lýkur kaupum á College Park Industries

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.