Morgunblaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
HVARSEMÞÚERT
SAMSTARFSAÐILI
Öryggiskerfi
15:04 100%
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ekkert lát virðist vera á reiði meðal
Bandaríkjamanna vegna morðsins á
George Floyd, en rúm vika er nú lið-
in frá því að hann lést í samskiptum
sínum við lögregluna í Minneapolis.
Voru fjölmenn mótmæli víða um
Bandaríkin alla helgina og eru að
minnsta kosti þrír látnir eftir þau.
Lenti mótmælendum og lögregl-
unni ítrekað saman, og beitti óeirða-
lögregla sums staðar táragasi, pip-
arúða og gúmmíkúlum til þess að
dreifa þeim mannfjölda sem kominn
var saman. Þá hefur þjóðvarðlið ver-
ið kallað út í fimmtán ríkjum og út-
göngubann sett á í um fjörutíu borg-
um, þar af öllum helstu stórborgum
Bandaríkjanna nema New York.
Muriel Bowser, borgarstjóri
Washington, hefur fyrirskipað út-
göngubann í borginni milli kl. 23 og 6
á morgnana, en mótmælt var alla
helgina í návígi við Hvíta húsið, emb-
ættisbústað Bandaríkjaforseta.
Svo rammt kvað að mótmælunum
á föstudaginn að lífverðir forsetans
ákváðu að færa Donald Trump
Bandaríkjaforseta niður í byrgi
Hvíta hússins um dágóða stund.
Mótmælin í Washington-borg hafa
einkum verið í Lafayette-lystigarð-
inum í nágrenni Hvíta hússins, og
ákvað lögreglan að dreifa mannfjöld-
anum þar með táragasi á sunnudags-
kvöldið, eftir að sumir mótmælenda
höfðu kveikt varðelda og valdið
skemmdarverkum.
Trump hefur verið iðinn við að tjá
sig um mótmælin á samfélagsmiðl-
inum Twitter, þar sem hann hefur
hvatt lögreglu og þjóðvarðlið til þess
að taka hart á þeim mótmælendum
sem fari yfir strikið. Þá hefur Trump
lýst því yfir að hann hyggist útnefna
samtökin Antifa, sem hafa látið mik-
ið til sín taka í óeirðum í nafni bar-
áttu gegn fasisma, sem innlend
hryðjuverkasamtök.
Færður í annað fangelsi
Mótmælin voru einna mest í „tví-
buraborgunum“, Minneapolis og St.
Paul, þar sem Floyd var myrtur.
Tom Walz, ríkisstjóri Minnesota,
hefur kallað út allt þjóðvarðlið rík-
isins, og er það í fyrsta sinn í sögu
Minnesota sem gripið er til þess
ráðs.
Bílstjóri olíuflutningabifreiðar var
handtekinn í Minneapolis á sunnu-
daginn. Svo virtist sem hann hygðist
keyra bifreiðina inn í hóp mótmæl-
enda en ekki var útilokað að um mis-
gáning hefði verið að ræða. Ekki
urðu slys á fólki, en mótmælendur
rifu bílstjórann úr sæti sínu og
lömdu til hans. Áverkar hans voru
ekki sagðir alvarlegir.
Derek Chauvin, lögreglumaðurinn
sem myrti Floyd með því að halda
hné sínu á hálsi hans í níu mínútur,
var dreginn fyrir dómara í gær, en
hann hefur verið ákærður fyrir
þriðja stigs morð.
Staðarblöð í Minneapolis-St. Paul
greindu frá því um helgina að kvart-
að hefði verið sautján sinnum áður
undan framferði Chauvins sem lög-
reglumanns, en einungis tvær þeirra
kvartana leitt til áminningar. Eigin-
kona Chauvins hefur sótt um skilnað
vegna málsins, og sendi hún
samúðarkveðjur sínar til fjölskyldu
Floyd í sérstakri yfirlýsingu.
Chauvin er nú í varðhaldi, en
ákveðið var að færa hann úr fangelsi
borgarinnar þar sem óttast var um
öryggi hans. Þrír félagar hans, sem
stóðu hjá meðan Floyd lést, hafa ver-
ið reknir úr lögreglunni en eru ekki
ákærðir að svo komnu máli.
Dóttirin handtekin
Í New York-borg voru einnig hörð
mótmæli og voru 790 manns hand-
teknir af lögreglunni fyrir þátt sinn í
þeim. Þar á meðal var Chiara de
Blasio, en hún er dóttir Bill de Blas-
io, borgarstjóra New York. Skrif-
stofa borgarstjórans vildi ekki tjá sig
um handtökuna, en Chiöru var
sleppt samdægurs.
Kallað hefur verið eftir afsögn de
Blasios eftir að hann varði framgang
lögreglunnar í New York-borg, en
myndbandi var dreift á netinu um
helgina þar sem lögreglubíll sást
keyra í gegnum hóp mótmælenda.
De Blasio hefur kallað eftir rann-
sókn á atvikinu, sem og öðrum ásök-
unum um lögregluofbeldi, en jafn-
framt gagnrýnt óeirðaseggi sem
hafa nýtt sér mótmælin til þess að
stunda rán og gripdeildir.
Mótmælin dreifast víðar
Reiðialdan vegna Floyd hefur
einnig náð til ríkja utan Bandaríkj-
anna, en haldnar voru mótmæla-
göngur um helgina í nokkrum borg-
um, meðal annars í Lundúnum og í
Kaupmannahöfn.
Þá var einnig mótmælt í borgun-
um Auckland, Christchurch og Well-
ington á Nýja-Sjálandi og í Montreal
í Kanada, en mótmælin þar leystust
upp í óeirðir um kvöldið. Þá beitti
lögreglan í Rio de Janeiro táragasi
til að dreifa mótmælendum í fá-
tækrahverfum borgarinnar.
Táragasi beitt við Hvíta húsið
AFP
Óeirðir Miklar róstur voru í höfuðborginni Washington á sunnudag og leysti lögregla mótmælin upp með táragasi.
Mótmælendum og lögreglu lenti saman alla helgina Útgöngubann sett á í um fjörutíu borgum
Mótmæli einnig utan Bandaríkjanna, m.a. í Lundúnum, Kaupmannahöfn og á Nýja-Sjálandi
AFP
New York Fjöldi manns þusti út á götur New York-borgar til þess að mót-
mæla og voru um 790 manns handteknir fyrir að koma saman ólöglega.
Bandarísku geimfararnir Bob
Behnken og Doug Hurley komust
heilu og höldnu um borð í alþjóð-
legu geimstöðina á sunnudags-
kvöldið, en þeim var skotið á loft á
laugardagskvöldið um klukkan sjö
að íslenskum tíma.
Geimferð þeirra hefur vakið
mikla athygli, en þetta var fyrsta
mannaða geimfarið sem Banda-
ríkjamenn senda á sporbaug um
jörðu í níu ár. Þá var þetta í fyrsta
sinn sem eldflaug einkafyrirtækis
tók þátt í slíkri geimferð, en
SpaceX, fyrirtæki Elons Musk, á
allan veg og vanda að geimferjunni
Crew Dragon, sem flutti þá
Behnken og Hurley út í geim. Musk
gat ekki leynt tilfinningum sínum á
laugardaginn, en hann sagði að
átján ára þrotlaus vinna lægi að
baki eldflaugaskoti laugardagsins.
Tekið var á móti þeim Behnken
og Hurley með virktum um borð í
geimstöðinni, en þar eru fyrir
Bandaríkjamaðurinn Chris Cassidy
og Rússarnir Anatolí Ívanishín og
Ívan Vagner.
Ferðalagið tók nítján klukku-
stundir, en eldflaugin ferðaðist á
hraða sem nam allt að 28.000 km/
klst.
AFP
Af stað Geimskotið á laugardaginn þótti heppnast með afbrigðum vel.
Komnir heilu og
höldnu um borð