Morgunblaðið - 02.06.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 02.06.2020, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RICHARDSSON kennari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 27. maí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. júní klukkan 15. Louisa Sigurðardóttir Pétur Haukur Ólafsson Anna María Sigurðardóttir Viðar Sigurðsson Brynja Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri STEFÁN H. JÓNSSON Gráhellu 6, pípulagningameistari og fyrrum bóndi Kálfhóli 1, lést á Landspítalanum Hringbraut 31. maí. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki 11-EG fyrir góða umönnun og hlýhug. Útför verður auglýst síðar. Bára Leifsdóttir Jón Gunnar Stefánsson Elín S. Gísladóttir Leifur Stefánsson Þóra Gylfadóttir Þórhildur U. Stefánsdóttir Jón Bogason barnabörn og barnabarnabörn Elsku drengurinn okkar JÓN ALEXANDER H. ARTÚRSSON sem lést 22. maí sl. verður jarðsunginn frá Snartarstaðakirkju fimmtudaginn 4. júní kl. 14. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Frjálsíþróttaráð HSÞ og Píeta samtökin. Jón Grímsson Guðný Margrét Guðnadóttir Sandra Huld Helgudóttir Margrét Eva Helgudóttir Artúr Jensson Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTBJÖRG MAGNEA GUNNARSDÓTIR Skógum, lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. maí. Útförin verður auglýst síðar. Sigríður Sigurjónsdóttir Magnús Skúlason Sigrún Sigurjónsdóttir Øyvind M. Edvardsen Dýrfinna Sigurjónsdóttir Guðni Sveinn Theodórsson Auður Sigurjónsdóttir Kristinn Kristófersson Ágúst Sigurjónsson Sigrún Hreiðarsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR INGÓLFSSON húsgagnabólstrari, Dofraborgum 44, Reykjavík, lést á líknardeildinni í Kópavogi í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 30. maí. Útför auglýst síðar. Kristín Júlíusdóttir Ingólfur Guðmundsson Nína María Reynisdóttir Júlíus Ágúst Guðmundsson Jóhanna J. Gunnlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn ✝ KristmundurIngimarsson fæddist á Sauð- árkróki 24. ágúst 1966. Hann lést á Karólínska sjúkra- húsinu í Svíþjóð 7. maí 2020. For- eldrar hans voru þau Karl Ingimar Vilhjálmsson, f. 1.0. 1945 og Guðrún Kristmundsdóttir, f. 22.7. 1948. Kristmundur var elstur þriggja systkina en þau eru: 2) Elísabet Ingimarsdóttir, f. 1.12. 1968, maki hennar Björg- ólfur Hávarðsson, f. 27. júní 1965. Börn þeirra eru Andrea, f. Dóttir Kristmundar er Helga Jóna, f. 26.10. 1997, maki hennar Bjarni H. Halldórsson. Sonur Ástu er Valur Freyr, f. 6.4. 1992 og hann á eina dóttur, Kamillu Ástu, f. 29.4. 2014. Kristmundur starfaði alla sína tíð sem bifreiðarstjóri hjá ýms- um verktökum og flutnings- aðilum. Síðustu ár starfaði hann sem bílstjóri hjá Vörumiðlun á Sauðárkróki. Kristmundur hafði mikið gaman af ferðalögum bæði innanlands og utan, bæði með fjölskyldu og í góðra vina hópi. Kristmundur hafði mikinn áhuga á bifreiðum og fór nokkr- ar ferðir erlendis á bílasýningar. Hann hafði mikið dálæti á Scania-bifreiðum. Með þeim betri stundum átti Kristmundur með barnabarni sínu, Kamillu Ástu. Útför hans fer fram frá Sauð- árkrókskirkju 2. júní klukkan 14. 10.1. 1997 og Íris, f. 23.9. 2005. 3) Vil- hjálmur Ingimars- son, f. 8.1. 1981, maki hans Erla Ösp Ingvarsdóttir, f. 23.4. 1980. Börn þeirra eru Kolbrún Ósk, f. 19.6. 2006, Vilborg Rún, f. 30.7. 2009, d. 30.7. 2009 og Alexander Örn, f. 13.9. 2010. Kristmundur kvæntist Ástu H. Valsdóttur, f. 5.1. 1969, þann 14.7. 2012. Foreldrar hennar eru Valur Margeirsson, f. 7.2. 1949, d. 8.4. 2015 og Birna Sigurð- ardóttir, f. 21.6. 1940. Minningarorð um pabba. Í dag er ég að kveðja pabba minn og besta vin sem hægt er að óska sér. Ég er svo þakklát fyrir allt. Þú varst besti pabbi í heimi. Ég er bara ekki að trúa því að þú sért farinn frá mér. Við áttum svo margt eftir að gera saman, eins og að fara í siglingu með skemmtiferðaskipi eins og við vorum svo oft búin að ræða um, ferðast oftar til útlanda og um landið. Það sem mér finnst sárast er að þú getir ekki verið vitni af því þegar ég gifti mig og stofna fjölskyldu, ég veit að þú hefðir verið góður afi fyrir börn- in mín. Ég er alltaf að bíða eftir að þú hringir og talir við mig og ég er alveg næstum búin að reyna að hringja í þig seinustu daga, þetta er svo óraunverulegt að geta ekki talað við þig því við gátum alltaf talað saman og hleg- ið saman og gat ég sagt þér allt, ef mér leið illa þá stappaðir þú í mig stálinu og við redduðum vandamálunum hverju sinni. Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil þegar við fórum eitt- hvert þá hittir þú alltaf einhvern til að spjalla við, þú þekktir alla, bókstaflega alla. Við fórum upp á fjöll og firnindi frá upphafi ævi minnar og var fólk hissa hvað ég var þolinmóð, hef ég lært mikið af öllum þessu ferðalögum. Það þótti öllum svo vænt um þig og þú varst vinur vina þinna. Þó svo að ég hafi ekki getað verið með þér þessar seinustu vikur sem þú áttir og vera með þér seinustu skrefin er ég svo þakklát fyrir að við Bjarni komum til þín í mars. Fá að knúsa þig, spjalla og borða nammi frá Íslandi. Það var svo eftir að skilja við þig úti í Svíþjóð hálfgrátandi og fá ekki að knúsa og kyssa þig bless, en vegna ástandsins sem var komið gátum við ekki kvatt hvort annað eins og við vildum, en þá áttum við von á því að þú myndir koma heim og það huggaði okkur. Elska þig út fyrir endimörk al- heimsins og ég veit að þú passar mig og vakir yfir mér. Þín dóttir Helga Jóna. Elsku Mundi okkar er fallinn frá. Ég kynntist Munda mínum rétt eftir að ég kom heim frá Þýskalandi þar sem ég var au- pair í rúmlega ár. Hann heillaði mig frá fyrstu stundu. Við höfð- um sama skítahúmorinn. Ég gleymi ekki fyrsta djamminu sem við fórum á með Öldu og Bjössa. Þá sagði hann: „Sibba ég var að spá í að fara með þig á ættarmót…“ „Ha?“ sagði ég. „Já, nú förum við á Feita dverg- inn.“ Feiti dvergurinn var skemmtistaður á okkar tíma. Mundi fékk aldrei nóg af að gera grín að mér og auðvitað gerði ég það sama til baka. Þegar við komumst að því að við ættum von á barni tók til- veran nýjan lit. Ári eftir að við byrjuðum saman fæddist elsku Helga Jóna okkar sem var og er svo mikill sólargeisli í lífi okkar. Alltaf áttum við góðar stundir saman. Ég elska þessa tíma og við rifjðum þá oft upp. Svo kom tíminn þar sem leiðir okkar skildi. Í rauninni vorum við bæði ósátt á ólíkan hátt en svona var bara tíminn. Elsku Helga Jóna okkar var og er alltaf ljósið okkar og við gerðum allt sem við gátum til að létta henni lífið. Ég á nokkrar sögur af henni sem lítili stelpu sem við Mundi hlógum alltaf að eftir skilnað. Stundum hringdum við hvort í annað til að segja sög- ur af henni. Mundi og Helga Jóna voru mjög náin og lík í svo mörgu. Ég talaði við hann þegar hann var í Svíþjóð og hann var svo glaður og stoltur af Helgu Jónu okkar og var svo ánægður með Bjarna tengdason okkar. Elsku Helgja Jóna mín, ég skrifa þessi orð með tár í augum og vona að þú sjáir ljósið sem við pabbi þinn reyndum að gefa þér. Við pabbi (Friðgeir) samhryggj- umst þér svo innilega og elskum þig af öllu okkar hjarta Elsku Mundi, hvíldu í friði og passaðu upp á Leifu ömmu og alla hina. Þín að eilífu, Sigurbjörg (Sibba). Elsku Krissi bróðir. Ég er ekki að trúa því að þú sért farinn. Við hittumst síðast milli jóla og nýárs 2019 og þá grunaði mig ekki að þetta væri síðasta skipti sem ég fengi að sjá þig, hlæja með þér og ræða við þig væntanlega utanlandsferð sem við ætluðum að fara um leið og þú hefðir heilsu til. Ég er enn að hugsa um að taka upp símann til að heyra í þér en átta mig svo á því að þú sért farinn. Því þú varst og verður alltaf stóri bróðir minn. Ég minnist þeirra stunda er þú komst að sækja mig í leik- skólann á sendibílnum þegar þú varst að vinna hjá kaupfélaginu við að keyra út vörur, með þér fór ég margar ferðir og kynntist fullt af fólki sem þú þekktir. Þú nenntir alltaf að hafa mig með þér hvert sem þú fórst þó svo að það sé þó nokkur aldursmunur á okkur. Auðvitað kom að því að þú fluttir að heiman og þá varð ég eftir, minnkuðu samskipti okkar í nokkur ár, ég varð unglingur og hafði ekki tíma fyrir stóra bróð- ur, þú varst farinn að búa og orð- inn fjölskyldumaður. En svo kom að því að ég flutti suður og þá endurnýjuðust kynni okkar upp á nýtt. Ég var ekki lengur þessi litli bróðir sem þurfti að passa. Á þessum tíma kynntumst við upp á nýtt sem bræður. Eftir að við fluttum báðir norður héldum við alltaf sambandi þó svo að við byggjum í sitthvorum firðinum. Við fórum að ferðast til útlanda saman með fjölskyldum okkar og reyndum að hittast eins oft og við gátum. Elsku Krissi, ég gat alltaf talað við þig og treyst á þig ef mig vantaði aðstoð. Þú hélst mik- ið upp á börnin mín og varst þeim alveg yndislegur frændi, þau sakna þín mjög mikið. Sér- staklega þótti þér vænt um frænda þinn því hann deildi með þér sama áhugamáli sem eru stórir trukkar og sérstaklega Scania-bifreiðar. Þú varst mér mikil aðstoð þegar ég fór með frænda þinn í gegnum greining- arferlið og þú tókst honum eins og hann var, þú sagðir alltaf að hann væri uppáhaldsfrændinn þinn. Elsku bróðir, takk fyrir allar stundir sem ég átti með þér, ég mun ætíð hugsa til þín og reyna að vera eins góður maður og þú varst. Þinn litli bróðir Villi. Vilhjálmur Ingimarsson. Kristmundur Ingimarsson ✝ Steinunn K.Theodórs- dóttir fæddist í Reykjavík 17. nóv- ember 1932. Hún andaðist þriðju- daginn 19. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Theodór Jakobsson skipa- miðlari, 1890-1942, og kona hans Kristín Pálsdóttir, 1898-1940. Steinunn var yngst sjö systkina en þau voru Sigríður, Kristín Soffía, Helga, Björn, Þórunn og Páll. Þórunn ein lifir systkini sín. Steinunn ólst upp á Sjafnargötu 11 í Reykjavík. Hún gekk í Austurbæjar- skólann og Menntaskólann í Reykjavík þar sem hún útskrifaðist sem stúdent árið 1952. Þá hélt hún til Kaup- mannahafnar, innritaðist í há- skólann þar til þess að leggja stund á tungumál. Hún venti þó hún kvæði sínu í kross og fór í Århus Tekniske Skole þar sem hún lauk prófi í meinatækni og hafði þá lokið verklegri þjálfun á sjúkrahúsum í Ósló. Steinunn vann við fag sitt um árabil, lengst af á rannsóknarstofum Reykjalundar og Landakots. Steinunn giftist Gylfa Pál- syni, skólastjóra, þýðanda og þul, árið 1955. Börn þeirra eru Kristín, Þóra gift Hallgrími Snorrasyni, Snorri, Kári í fjar- búð með Gunn-Britt Retter, Teitur kvæntur Soffíu Ingi- björgu Friðbjörnsdóttur og Trausti kvæntur Sigríði Ragn- arsdóttur. Barnabörn Stein- unnar og Gylfa eru tíu. Barna- barnabörnin eru líka orðin tíu og er það ellefta á leiðinni. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 2. júní 2020, klukkan 15. Situr við borðið, falleg og hlý, fatavalið uppá tí, frásagnarlistin fádæm færir sögunum líf. Náttúrunnar notið sögunum í, göngur, skíði, sólskin, ský, babb og klandur komst heil út úr því. Sit við borðið, hlusta og uni hugur á flug um liðna tíð aðdáunin algjör, amma mín. Hrafn Traustason. Steinunn móðursystir mín fæddist árið sem foreldrar henn- ar, þau Kristín Pálsdóttir og Theódór Jakobsson, keyptu fjöl- skylduhúsið Sjafnargötu 11. Fyrir áttu þau afi minn og amma sex börn sem höfðu fæðst í heimahúsi, eftir því sem ég best veit, en vegna lasleika ömmu var Steina tekin með keisaraskurði. Stína amma var lasburða þau ár sem hún átti eftir ólifuð og lést þegar Steina var að verða átta ára. Hún var því orðin móðurlaus svona ung og tæpum tveimur árum síðar féll svo pabbi hennar líka frá. Systkinahópurinn var því orð- inn foreldralaus þannig að Sigríð- ur móðir mín og Soffía móðursyst- ir, sem voru elstar, tóku við stjórninni á heimilinu. Þetta hafa án efa verið sérkennileg ár fyrir þau systkinin og ekki síst fyrir Steinu sem var svo ung, en sem betur fer gátu þau búið áfram í húsinu og haldið hópinn. Margar skemmtilegar sögur hef ég heyrt frá vinum systkin- anna um „félagsheimilið“ Sjafnar- götu 11 þar sem margir þeirra voru heimagangar. Það var auð- vitað kærkomið fyrir vinina að geta hist á heimili þar sem ungt fólk réð ríkjum, því að á þeim árum voru ekki margir staðir þar sem ungt fólk gat hist, spilað bridge og skemmt sér. Eftir því sem ég best veit urðu þarna til nokkur hjónabönd sem entust út alla ævina. Þegar Steina óx úr grasi og kynnti fríðleikspiltinn Gylfa Páls- son fyrir fjölskyldunni lögðu auð- vitað allir blessun sína yfir þann góða ráðahag. Á þeim árum var ég unglingur og hafði mestan áhuga á að safna leikaramyndum frá Hollywood og hafði því ákveðnar skoðanir um hvernig flott par ætti að vera og Steina og Gylfi féllu al- veg inn í þá glansmynd. Steina var stórglæsileg og töfrandi með sterka listræna taug og hver veit nema hún hefði orðið listakona ef hún væri ung í dag. Hún elskaði tónlist, lærði að spila á píanó og var opin og hrifnæm. Blessuð sé minning fallegu frænku minnar. Edda Þórarinsdóttir Steinunn K. Theodórsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.