Morgunblaðið - 02.06.2020, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
GUÐNI ÞÓRÐARSON
byggingatæknifræðingur,
Sækambi vestri, Nesvegi 105,
lést á Landakoti mánudaginn 18. maí.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 3. júní klukkan 13.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Minningarsjóði Landspítalans.
Sjöfn Guðmundsdóttir
Hulda Rós Guðnadóttir Dennis Helm
Sunna Jóna Guðnadóttir
Brynja Þóra Guðnadóttir Andri Páll Pálsson
Guðrún Tómasdóttir
og barnabörn
Faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KOLBEINN ODDUR SIGURJÓNSSON
lést á Hlévangi miðvikudaginn 27. maí.
Innilegar þakkir til starfsfólks fyrir góða
umönnun. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur
✝ Snjólaug Filippía Þor-
steinsdóttir fæddist
í Hríseyjarkaup-
túni í Hríseyjar-
sókn, Eyjafjarðar-
prófastdæmi, 1.
apríl 1931. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Hlíð, Akureyri, 24.
maí 2020.
Foreldrar Snjó-
laugar voru Ólína
Eybjörg Pálsdóttir húsmóðir og
Þorsteinn Stefán Baldvinsson
skipstjóri. Bróðir Snjólaugar er
Þorsteinn Grétar, sundlaug-
arvörður, f. 9.1. 1946, búsettur á
Akureyri, maki Sesselja Stef-
ánsdóttir, þau eiga tvö börn.
Snjólaug giftist 17.5. 1952 Jóni
Helgasyni frá Unaðsdal á Snæ-
fjallaströnd, f. 18.10. 1927, d.
20.1. 2012. Foreldrar Jóns voru
Guðrún Ólafsdóttir og Helgi
25.1. 1956, maki Hildur Edda
Ingvarsdóttir, þeirra börn: Jón
Ingvar, maki Margrét, þau eiga
fjögur börn. Snjólaug Svana,
maki Bergvin Fannar, þau eiga
þrjú börn. Atli Geir, ókvæntur
og barnlaus. c) Helgi Rúnar, bú-
settur í Kópavogi, f. 19.3. 1958,
maki Olga Hanna Möller, þeirra
börn: Sigríður Vala, maki Gunn-
ar Torfi, þau eiga eina dóttur.
Fanney Andrea, maki Guðjón
Geir. Jón Baldvin, maki Arína
Vala. Börn Helga af fyrra hjóna-
bandi eru: Magnús, maki Sigur-
björg Ýr, þau eiga þrjú börn.
Barbara, maki Valdimar Heið-
ar, þau eiga þrjár dætur. d) Mar-
grét Elfa, búsett á Akureyri, f.
15.6. 1961, maki Arnór Bjarna-
son. Snjólaug gekk í Barna- og
unglingaskóla Hríseyjar og árið
1949 fór hún í Húsmæðraskóla.
Síðan tóku við hin ýmsu störf í
gegnum tíðina, bæði á sjó og
landi. Húsmóðurstarfið hefur
trúlega gefið henni mestu
gleðina.
Útför Snjólaugar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 2. júní
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Guðmundsson,
bóndi í Unaðsdal.
Snjólaug og Jón
áttu heimili lengst
af í Kambsmýri 2,
Akureyri, en
bjuggu síðustu árin
í Mýrarvegi 111,
Akureyri. Snjólaug
hefur búið á
Dvalarheimilinu
Hlíð/Víðihlíð frá
desember 2018.
Börn þeirra: a) Ólína Eybjörg,
búsett á Akureyri, f. 13.8. 1953,
maki Halldór M. Rafnsson,
þeirra börn: Fanney, d. 7.11.
1995, Ómar, maki Guðrún Lind,
þau eiga tvo syni. Elfar, maki
Hildur Ýr, þau eiga tvo syni.
Börn Halldórs eru: Torfi Rafn,
maki Laufey, þau eiga fjögur
börn. Unnur, maki Þorsteinn,
þau eiga þrjú börn. b) Þorsteinn
Stefán, búsettur á Akureyri, f.
Í dag kveðjum við yndislegu
mömmu, ömmu Snjóu, lang-
ömmu, Snjólaugu. Snjólaug bjó
öll sín uppvaxtarár á Hámundar-
stöðum í Hrísey með foreldrum
sínum Þorsteini og Ólínu og
bróður sínum Þorsteini. Þar
kynntist hún Jóni og byrjuðu
þau sinn búskap í Hrísey. Leið
Snjólaugar og Jóns lá til Akur-
eyrar og bjuggu þau þar alla sína
tíð.
Við setjumst niður og rifjum
upp bjartar minningar um Snjó-
laugu sem tók á móti okkur með
bros á vör og kvaddi okkur með
hlýju faðmlagi, jákvæðum og fal-
legum orðum og teiknaði hjarta í
loftið, myndaði hjarta með hönd-
unum og sendi kossa út til okkar
fjölskyldunnar þar til bíllinn með
okkur fjölskyldunni hvarf úr
augnsýn.
Snjólaug saumaði, heklaði og
nostraði við allt sem hún kom ná-
lægt. Fínlegheitin voru alls ráð-
andi. Tíminn sem varið var í
hannyrðirnar skipti ekki máli
heldur fagurleiki verkefnisins.
Það má segja að öll þau kort sem
hún gaf voru gerð af miklum
myndarskap, jafnvel útsaumuð
kort voru klippt út með mynstr-
um og síðan skrifuð falleg og
persónuleg orð til hvers og eins.
Snjólaug var félagslynd og
gladdist hún að hafa fólkið sitt
hjá sér og með sér í bústaðnum,
Melstað, sem hún, Jón og fjöl-
skyldan áttu í Fnjóskadal. Þar
komu margir og nutu gestrisni
þeirra hjóna. Snjólaug hafði á
orði að eitt sumarið skrifuðu 100
gestir í gestabókina í Melstað.
Við elskuðum að koma í Mel-
stað þar sem Snjólaug og Jón
voru öll sumur að njóta sín með
okkur fjölskyldunni. Ævintýrin í
Melstað voru ýmis. Ömmubörnin
týnd í fjallgöngu í Vaðlaheiðinni.
Gengið yfir gömlu brúna og
fengið sér ís í Vaglaskógi.
Hlaupið upp á mel og útsýnið
kannað. Dýft tásum í læk þar
sem fiskar syntu framhjá. Baðað
sig í sólinni og Snjólaug, sem var
höfðingi heim að sækja, með að
minnsta kosti þrjár hnallþórur
og heimasmurt brauð að hætti
hennar á borðum. Tíminn í Mel-
stað var ómetanlegur með Snjó-
laugu og margar góðar minning-
ar þaðan.
Það var einhvern veginn
þannig að Snjólaug var prúð og
þegar hún sagði frá þá var það
prúðmannlegt og mikil hógværð
yfir frásögninni, en þegar leið á
söguna sprakk allt uppúr því hún
var svo sprenghlægileg. Þannig
var það.
Snjólaug var góð kona og vildi
öllum vel. Hún var réttsýn, bros-
mild, mikill fagurkeri og falleg.
Við munum sakna hennar og
biðjum góðan Guð að vernda
hana og blessa. Við eigum öll
okkar persónulegu minningar
með henni sem eiga það sameig-
inlegt hversu hlý og góð hún var
alltaf við okkur. Við verðum
henni ævinlega þakklát fyrir allt
sem hún hefur gert fyrir okkur
öll. Eins og hún sagði þegar hún
kvaddi okkur: „Takk fyrir að
vera alltaf svona góð við mig,“ þá
segjum við líka takk fyrir að vera
svona góð við okkur. Við elskum
þig.
Rúnar Helgi Jónsson og
Olga Möller, Magnús
(Maggi), Sigurbjörg (Sibba)
og börn, Sigríður Vala,
Gunnar og dóttir, Fanney
Andrea og Guðjón Geir, Jón
Baldvin og Arína Vala.
Elsku besta amma mín, mikið
ofsalega á ég eftir að sakna þín
sárt en ég veit að afi tekur skæl-
brosandi á móti þér með faðminn
útbreiddan, alsæll að vera búinn
að hitta þig á ný. Sú hugsun yljar
mér um hjartarætur.
Í mínum huga jafnaðist eng-
inn á við ömmu Snjóu, hún var
svo einstaklega glæsileg og fal-
leg, bæði að utan og innan, hlý
og góð við allt og alla. Ég er ekki
viss um að ég geti komið því í orð
hversu mikilvæg hún var mér og
hversu mikið hún hefur gefið
mér og kennt mér. Ég er heppin
að hafa átt hana að og það var
gott að geta verið til staðar fyrir
þau afa í seinni tíð eins og þau
voru til staðar fyrir mig sem
barn. Ég var alltaf velkomin til
þeirra, ekki nóg með það heldur
var ég dekruð með góðum mat,
bakkelsi, knúsum og kærleika.
Hún var fyrirmyndar húsmóðir
og rúmlega það, alltaf heima-
gerðar kræsingar, maturinn,
kökurnar, ísinn og allt sem hún
gerði var svo gott enda var vel af
rjóma, smjöri, ást og alúð í öllu
sem hún kom nálægt. Heimilið
alltaf snyrtilegt og fallegt og
ekki má gleyma öllu því fallega
sem hún hefur gert í höndunum.
Þær eru ófáar notalegu stund-
irnar sem við höfum átt saman í
gegnum tíðina. Eitt af því sem ég
hugsa oft um er hversu gott það
var alltaf að vera nálægt henni.
Þegar ég var lítil og gisti hjá
henni og afa héldumst við amma
alltaf í hendur þangað til ég sofn-
aði og mörgum árum seinna
héldumst við enn í hendur, uppi í
sófa fyrir framan sjónvarpið eða
að spjalla saman. Það voru algjör
forréttindi að fá að eyða heilu
dögunum og vikunum með ömmu
og afa á sumrin, hvort sem það
var í bústaðnum eða heima.
Elsku amma mín, ég elska þig
af öllu hjarta, minningarnar sem
ég á með þér eru mér svo dýr-
mætar og ég reyni svo sannar-
lega að taka allt það góða sem þú
kenndir mér út í lífið.
Hvíldu í friði
Þín
Barbara.
Snjólaug Filippía systir mín er
látin og komin á annað tilveru-
stig. Þar hefur örugglega verið
tekið vel á móti henni af mörg-
um. Þegar ég heimsótti hana síð-
ast á Dvalarheimilið Hlíð sagðist
hún vonast til þess að hún fengi
sem fyrst að fara yfir móðuna
miklu og til Jóns, mannsins síns,
og allra ættingja og vina sem
farnir væru til þess góða staðar,
sem hún var sannfærð um að
væri til. Þar sem hún var talsvert
eldri en ég átti ég því láni að
fagna að hún var mér ætíð sem
móðir jafnt og systir. Alltaf var
hún tilbúin að taka Hríseyjar-
strákinn, bróður sinn, til þeirra
hjónanna á sínum fyrstu búskap-
arárum og hafa hann hjá sér um
lengri eða skemmri tíma. Mér
hefur alltaf þótt það aðdáunar-
vert hversu mikla umhyggju og
góðvild hún bar í brjósti fyrir
fólkinu sínu. Þegar móðir okkar
var orðin ekkja má segja að hún
hafi verið í sambandi við hana
nær því á hverjum degi og vakað
yfir velferð hennar allt þar til
hún lést. Ég verð að minnast á
þetta, því þetta lýsir henni og
umhyggju hennar fyrir öðrum
svo vel. Systir mín hefði ekki vilj-
að að ég færi að skrifa einhverja
lofræðu um hana, en þetta er
sannleikur og það er í lagi að
hann komi hér fram í þessari
litlu minningargrein um Snjó-
laugu systur mína. Blessuð sé
minning hennar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Börnum Snjólaugar, tengda-
börnum, barnabörnum og barna-
barnabörnum sendum við hjónin,
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þorsteinn og Sesselja.
Snjólaug Filippía
Þorsteinsdóttir
✝ Páll Björnssonfæddist að
Kálfafellskoti,
Fljótshverfi V-
Skaftafellssýslu 18.
nóv. 1932. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 26.
maí 2020 eftir
stutta sjúkdóms-
legu.
Hann var sonur
hjónanna Björns
Stefánssonar, bónda og land-
pósts, f. 30. sept. 1896, d. 7. júlí
1988, og Valgerðar Pálsdóttir
húsfreyju, f. 6. okt. 1909, d. 20.
feb. 2005. Systkini Páls eru Stef-
án, f. 13. maí 1934, Sveinn, f. 24.
maí 1936, d. 8. jan. 2004, Guðný,
f. 30. nóv. 1938, Guðjón, f. 13.
apríl 1942, Snorri, f. 7. sept.
1967. Börn þeirra eru Hrund, f.
24. jan. 1989, barn hennar Elfa
Hjaltadóttir, f. 12. des. 2018,
Harpa Hlín f. 4. nóv. 1993, Helena
Embla, f. 14. sept 2002, Hekla
Ylfa, f. 23. sept. 2004.
Páll ólst upp við ýmis sveita-
störf í Kálfafellskoti og Kálfafelli
V-Skaftafellssýslu. Um tvítugt fór
hann að Hvanneyri í Borgarfirði
og útskrifaðist þar sem búfræð-
ingur. Í framhaldi af því námi fór
hann að vinna á vinnuvélum víðs
vegar um Borgarfjörð og Dali.
Eftir að Páll kom til Reykjavíkur
gerði hann trésmíðar að ævistarfi
sínu. Vann hann hjá Trésmiðjunni
Meiði, Stálhúsgagnagerð Steinars
Jóhannssonar, Vélsmiðju Guðjóns
Ólafssonar, Stigasmíði Reynis og
Péturs og Axis og endaði starfs-
ferilinn hjá GKS er hann lét af
störfum 77 ára gamall.
Útför Páls fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 2. júní 2020,
klukkan 13.
1944, Málfríður, f.
16. ágúst 1948.
Þann 26. ágúst
1959 kvæntist Páll
Guðrúnu Alberts-
dóttur, f. 19. maí
1936, húsmóðir og
fv. verslunarkonu.
Börn þeirra: 1) Birk-
ir Pálsson, f. 16. júlí
1959, kvæntur
Sigurlaugu Helgu
Stefánsdóttur, f. 19.
sept. 1962. Börn þeirra Stefán
Reyr Ólafsson, f. 19. okt. 1979, og
Berglind Rún, f. 19. nóv 1990. 2)
Albert Pálsson, f. 12. júlí 1962, d.
21. ágúst 2012. Börn hans Anton
Emil, f. 7. feb 1997, og Benedikt
Aron, f. 24. mars 2005. 3) Hildur
Pálsdóttir, f. 13. jan. 1967, giftt
Einari Einarssyni, f. 22. maí
Elsku besti tengdapabbi.
Ég kom inn í líf ykkar Únnu
fyrir um 36 árum þegar ég kynnt-
ist honum Birki ykkar. Frá fyrstu
stundu sá ég hversu góðan mann
þú hafðir að geyma, einstaklega
góðhjartaður og hlýr. Þú hafðir
alltaf þörf fyrir að vita hvað fólkið
þitt hafði fyrir stafni og sýndir
barnabörnum þínum mikla ástúð
og kærleik. Vil ég því þakka þér
fyrir hversu vel þú tókst honum
Stefáni mínum frá fyrsta degi,
hann var alltaf einn af fjölskyld-
unni og sýndir þú honum og hans
verkum ætíð mikinn áhuga.
Margar minningar rifjast upp
þegar litið er til baka. Allar góðu
og indælu stundirnar í Urðar-
bakkanum og síðar í Kristnibraut-
inni þar sem gestrisnin var alltaf í
hávegum höfð. Ófáar ferðirnar
fórum við saman á þínar heima-
slóðir fyrir austan og vestur í Dali
og þá var aldrei klikkað á nestinu,
alls konar kruðerí og hangikjötið
fylgdi alltaf með. Mörg eru trén
sem þú hefur gróðursett í sveit-
inni þinni þar sem kofinn er og
verður gaman að fylgjast með
þeim stækka og dafna næstu árin.
Elsku Palli minn, nú ert þú far-
inn frá okkur og verður þín sárt
saknað, því verðum við að ylja
okkur nú við minningarnar sem
við eigum í hjörtum okkar.
Við pössum og höldum vel utan
um Únnu.
Minning lifir um góðan mann.
Þín tengdadóttir,
Helga Stefánsdóttir.
Elsku bestu afi okkar, mikið er
skrítið að þú skulir ekki vera hér
lengur. Sem betur fer eigum við
svo margar góðar minningar um
þig sem við erum svo þakklátar
fyrir. Minningar sem koma upp í
hugann eru til dæmis skemmti-
legar stundir í bílskúrnum með
þér þegar valið stóð á milli þess að
drullumalla í bílskúrnum eða í
eldhúsinu með ömmu. Bílskúrinn
varð oft fyrir valinu en þinn bíl-
skúr hlýtur að hafa verið sá best
skipulagði og snyrtilegasti á land-
inu.
Síðan varstu svo stríðinn og
stríddir okkur oft með því að ætla
klípa í tærnar á okkur með til-
heyrandi skrækjum og þá
heyrðist frá ömmu: „Páll Björns-
son, vertu góður við stelpurnar“,
en það varstu auðvitað alltaf. Þú
sást svo vel til þess að okkur
myndi aldrei leiðast í heimsókn
hjá þér og varst alltaf til í að spila
lúdó eða gera eitthvað skemmti-
legt með okkur.
Við munum eftir skemmtileg-
um ferðum í berjamó með ykkur
ömmu og síðar komst þú oftar en
ekki með risastóra berjafötu þeg-
ar þú hittir okkur, sem okkur
fannst sko ekki leiðinlegt. Þú viss-
ir hvað öll fjöll og kennileiti heita
og hikaðir ekki við að fræða okkur
um það í bíltúrum. Þú áttir líka til
endalaust af skemmtilegum sög-
um um atburði sem gerðust hér
og þar um landið. Við munum líka
eftir ófáum göngutúrum með þér
þar sem þú gladdist alltaf ef við
fundum köngla handa þér. Þú
varst svo hrifinn af langafastelp-
unni þinni og varst svo spenntur
að fylgjast með henni vaxa og
dafna. Þegar þú fékkst þér nýjan
síma vildir þú endilega fá mynd af
henni framan á skjáinn svo þú
gætir séð hana sem oftast. Þú
vildir alltaf fylgjast svo vel með
öllum og fannst því mjög mikil-
vægt að kunna á tölvu. Tölvan átti
það reyndar til að taka völdin en
þá þurfti að koma strax og kippa
því í lag til þess að þú myndir nú
örugglega ekki missa af neinu.
Þú gerðir alltaf gott úr öllu og
passaðir svo vel upp á okkur. Við
vitum að þú munt halda því
áfram.
Þínar afastelpur,
Hrund, Harpa Hlín, Helena
Embla og Hekla Ylfa.
Elsku besti afi minn.
Síðustu ár og mánuði hef ég
leitt hugann að því hversu þakklát
ég hef mátt vera að eiga tvo afa og
tvær ömmur á lífi. En svo tekur
vegur lífsins við og þannig týnist
tíminn. Núna ert þú farinn frá
okkur í annað verkefni. Það sting-
ur í hjartað og er mun sárara en
ég hafði nokkurntímann gert mér
grein fyrir. Ég verð þess í stað að
reyna að ylja mér við allar minn-
ingarnar sem ég á um þig og fyrir
þær stend ég í mikilli þakkar-
skuld við þig. Þú varst með ein-
dæmum góður maður, vildir allt
fyrir alla gera og það sem þú
gerðir, gerðir þú vel. Þú hafðir
hag annarra að leiðarljósi og vild-
ir alltaf að öllum liði vel. Þú varst
alltaf svo yfirvegaður og natinn
við allt sem þú tókst þér fyrir
hendur. Takk fyrir allt, elsku afi,
allar minningarnar úr Urðar-
bakkanum, Kristnibrautinni,
sumarbústöðunum, ferðalögun-
um og bíltúrunum. Þú hugsaðir
alltaf svo vel um ömmu og ég lofa
þér því að ég skal taka við keflinu,
ásamt öllum hinum og hugsa vel
um hana alveg eins og þú gerðir.
Núna ertu kominn yfir móðuna
miklu og laus við veikindin sem
tóku svo mikinn toll af þér síðustu
mánuði. Þú ert nú sameinaður
þeim sem þú saknaðir svo sárt og
innilega og núna veit ég að þér líð-
ur vel.
Núna fylgist þú með og passar
upp á okkur af himnum ofan.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Þín
Berglind Rún Birkisdóttir.
Páll Björnsson