Morgunblaðið - 02.06.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.06.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Leiðb. úthlutar tíma en aðeins 6 geta verið í einu. Hafið samband í síma 411 2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi kl. 8.50. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kríur kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Að svo stöddu verður ekki tekið við reiðufé, aðeins debetkortum eða kreditkortum. Við erum öll Almannavarnir. Höldum áfram með handþvott og spritt- un. Virðum 2 metrar regluna við þá sem það vilja. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Korpúlfar Boccia kl. 10, helgistund kl. 10.30 spjallhópur í Borgum kl. 13 og hádegisverður í Borgum með verklagsreglum að tilmælum heilbrigðisyfirvalda kl. 11.30 og kl. 12. Sundleikfimi í Grafarvogssund- laug kl. 13.30 og kaffihúsið Borgum opið frá kl. 14.30-15.30 í dag. Minnum á spritt og 2 metra regluna. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í kl. 7.10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Bridge í Eiðismýri kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarh. kl.14. Nú er í undirbúningi dagskrá fyrir sumar- ið. Hvetjum ykkur til að taka þátt í dagskránni og senda okkur ykkar hugmyndir að dagskrá eða viðburðum. Komið á Skólabrautina, hringið eða sendið á netfangið kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. mbl.is alltaf - allstaðar Nú u þú það sem þú eia að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA Foreldrar mínir, hjónin Anna Guð- rún Jóhannesdóttir og Jónas Aðal- steinsson, hefðu bæði orðið 100 ára á þessu ári. Anna Guðrún, f. 2. júní 1920, d. 21. maí 1995, var frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði og Jónas, f. 2. mars 1920, d. 19. apríl 2008, var frá Hvammi í sömu sveit. Saga þeirra er dæmi um seiglu alþýðufólks á Íslandi á síðustu öld. Móðir mín var kölluð heim frá Laugaskóla í Reykjadal þar sem hún var við nám þegar móðir hennar Aðalbjörg Vil- hjálmsdóttir, f. 24.3. 1892, lést úr berklum 3.4. 1939. Hún tók þá við heimilishaldi með föður sínum Jó- hannesi Árnasyni, f. 18.6. 1890, d. 25.2. 1971, og voru tvær yngstu systur hennar fimm og sjö ára á þessum tímapunkti. Faðir minn var einungis fimm ára þegar hann missti móður sína Jóhönnu Sig- fúsdóttur, f. 20.5. 1881, d. 2.6. 1925, og var því alinn upp af föður sínum Aðalsteini Jónassyni, f. 21.6. 1875, d. 4.5. 1958, og öllu hinu fólkinu í Hvammi því þar voru jú mörg heimili á þessum árum og fjölmenni mikið. Foreldrar mínir giftu sig í stofunni á Gunnarsstöð- um 28. desember 1941 og voru til heimilis hjá afa fyrstu árin. Það var síðan árið 1945 sem þau ákváðu að byggja sér nýbýlið Brúarland í landi Gunnarsstaða. Húsið er á melbarði þar sem vel sést yfir Hafralónsá og víðsýnt er til allra átta. Það var erfitt að standa í húsbyggingu á þessum Anna Guðrún Jóhannesdóttir og Jónas Aðalsteinsson tíma rétt eftir stríðslok. Til dæmis var sett asbest á húsið því ekkert járn var til í landinu. Stórfjöl- skylda þeirra beggja bjó í næsta nágrenni og fólk hjálpaðist að á þessum árum. Síðar var farið í að rækta upp tún, byggja fjárhús og koma upp hefðbundnum búskap. Merk framfaraskref voru til dæm- is þegar keypt var dráttarvél með tilheyrandi fylgihlutum og þegar rafmagnið var lagt í húsið, því fylgdu rafmagns heimilistæki. Frystikisturnar voru mikilvægar fyrir sveitaheimilin því áður þurfti að salta, reykja eða setja í súr allt kjöt til geymslu. Pabbi reykti þó áfram kjöt á haustin bæði fyrir sig og aðra. Matur var oft tengdur árstíðum, á vorin svartfuglsegg og rauðmagi, á haustin heitt slátur, eplakassi kom í desember og rjúpa var borðuð sem hver annar hversdagsmatur á þessum árum. Fjölskyldan stækkaði smám saman og eignuðust þau sex börn. Aðalbjörg systir mín, f. 24.10. 1941, d. 16.11. 1990, fæddist reyndar á Gunnarsstöðum en við hin komum í heiminn á Brúar- landi. Aðalsteinn, f. 2.8. 1946, d. 21.9. 1984, Arnþrúður Margrét, f. 27.1. 1948, Eðvarð, f. 15.5. 1953, d. 30.5. 2009, Jóhannes, f. 23. 1. 1955, Sigrún Lilja, f. 28.2. 1959. For- eldrar okkar voru duglegir að hafa okkur krakkana með í verkunum og lærðum við fljótt að taka til hendinni bæði innan húss og utan. Heilu dagarnir voru teknir í að steikja kleinur og parta, svo ég tali nú ekki um laufabrauðsgerðina fyrir jólin. Mikil samskipti voru á milli bæjanna og bændurnir hjálp- uðust að við heyskapinn. Á jólun- um var farið á milli í jólaboð þar sem dansað var í kringum jólatré og sungið. Alla tíð var mikill gestagangur á Brúarlandi og þar dvaldi fólk jafnvel vikum saman. Heimilið virkaði stundum sem hjúkrunarheimili fyrir aldraða ættingja og vini. Á sumrin voru alltaf krakkar í sveit hjá okkur, allt upp í fjórir í einu. Sá sem átti tímalengdarmetið var hjá okkur í tíu sumur. Mamma tók þátt í fé- lagsstörfum, var virk bæði í kven- félaginu og kirkjukórnum alla tíð. Hún var góð saumakona og hjálp- aði nágrannakonum að sauma dýrindis þorrablótskjóla og fleira. Pabbi sá um búskapinn og var mjög laghentur við ýmsa hluti. Hann smíðaði, málaði og starfaði við ýmislegt handverk bæði hjá sér og öðrum. Hann vann líka stundum utan heimilisins, var til að mynda fláningsmaður í slátur- húsinu á haustin þar sem hann starfaði í yfir fimmtíu ár. Pabbi hafði gaman af að spila og spilaði brids með félögunum alla ævi. Eldhúsborðið á Brúarlandi hefði frá mörgu að segja gæti það talað. Mikið var spjallað þegar fólk úr nágrenninu og gestir komnir lengra að komu í kaffi. Heimsmálin rædd og nýjustu fréttir úr héraði. Foreldrar mínir voru samtaka um að taka vel á móti fólki og njóta stundarinnar. Lífssýn þeirra hefur eflaust mót- ast snemma á búskaparárum þeirra þegar Steini sonur þeirra varð fyrir hræðilegu slysi. Móðir mín var að eignast sitt þriðja barn og Steini var í pössun. Hann komst í krukku með vítissóda sem vatn hafði lekið í og saup á. Í fyrstu var talið að drengurinn myndi ekki lifa þetta af því að vél- indað var illa brunnið. Þarna hófst mikil sjúkrasaga, mamma þurfti að dvelja með hann í Reykjavík í marga mánuði og var Steini síðan sendur rúmlega tveggja ára til Ameríku undir læknishendur þar sem hann var á spítala í tæpt ár. Eftir heimkomuna þurftu þau síð- an að fá fyrir hann fósturforeldra í Reykjavík fyrstu árin. Til eru bréf frá þessum árum þar sem ein- hverjir Ameríkanar eru jafnvel að fara fram á að fá að taka drenginn í fóstur, þar sem það hljóti að vera of dýrt fyrir fólkið hans að halda honum uppi á spítala erlendis. Margir hjálpuðu foreldrum mín- um á þessum erfiða tíma, fólk heima í Þistilfirðinum og næstu sveitum. Alþingi hins nýstofnaða lýðveldis veitti þeim líka styrk. Foreldrar mínir voru alltaf þakk- látir fyrir þá aðstoð sem þau fengu á þessum erfiða tíma. Þau vildu launa það með því að hjálpa öðrum og opna heimili sitt fyrir gestum og gangandi. Vísuna hér fyrir neðan orti dóttir mín á síðasta ári um afa sinn og ömmu þegar fréttist að nýir eigendur jarðarinnar hefðu selt hana til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. Brúarland þau byggðu vel bjart og glatt þar yfir. Í læknum, túnum, mó og mel minning þeirra lifir. (Rebekka Hlín Rúnarsdóttir) Blessuð sé minning foreldra minna. Sigrún Lilja Jónasdóttir. Aldarminning ✝ Kristín Bjarna-dóttir fæddist 5. janúar 1925 á Völlum í Vallhólmi, Skagafirði. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands á Sauðár- króki 24. maí 2020. Foreldrar Krist- ínar voru Sigur- laug Jónasdóttir, f. 8.7. 1892, d. 13.10. 1982, og Bjarni Halldórsson, f. 25.1. 1898, d. 15.1. 1987. Sig- urlaug og Bjarni hófu búskap á Völlum 1921 en fluttu að Upp- sölum í Blönduhlíð vorið 1925 og áttu þar heima til æviloka. Systkini Kristínar eru Halldór, f. 20.2. 1922, d. 18.12. 2010, Jón- as, f. 26.3. 1926, d. 19.10. 2003, Egill, f. 9.11. 1927, d. 15.4. 2015, Gísli, f. 3.7. 1930, d. 30.5. 2009, Árni, f. 8.11. 1931, Stefán, f. 28.11. 1933, d. 16.1. 1934, og Helga, f. 13.12. 1935. Kristín giftist Maroni Péturs- Þorbjörg Otta og Kristín Helga. Langömmubörn Kristínar eru 15. Kristín ólst upp á Uppsölum á glaðværu menningarheimili. Hún gekk í barnaskóla hjá frænda sínum, Gísla Gottskálks- syni í Sólheimagerði, og um tví- tugt stundaði hún nám við Hús- mæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Þau Maron hófu bú- skap í Ásgeirsbrekku í Við- víkursveit vorið 1951 og bjuggu þar til ársins 1966, er þau fluttu til Sauðárkróks. Búskaparárin í Ásgeirsbrekku voru ár mikilla framkvæmda, reist var myndar- legt íbúðarhús og fjós yfir 40 kýr, ræktun var stóraukin og land jarðarinnar girt. Á Sauð- árkróki starfaði Kristín á Sjúkrahúsinu frá 1966 til starfs- loka, lengst af í þvottahúsinu. Kristín var starfskona mikil, greind og víðlesin og sagði vel frá. Hún var afkastamikil hannyrðakona og hafði yndi af margs konar handverki. Síðustu æviárin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Útför Kristínar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 2. júní 2020, og hefst athöfnin klukkan 11. syni frá Brekku- koti í Svarfaðardal 7.8. 1948. For- eldrar hans voru hjónin Sigurjóna Steinunn Jóhanns- dóttir, f. 3.10. 1886, d. 3.11. 1934, og Pétur Gunnlaugs- son, f. 27.10. 1878, d. 10.12. 1926. Börn Kristínar og Marons eru tvö: 1) Bjarni Pétur, f. 3.9. 1949. Fyrri kona hans er Jórunn Árnadótt- ir, f. 1.10. 1949. Þau skildu. Börn þeirra eru: Kristín, Arna Björg, Valgerður Sigurveig og Friðrik. Síðari kona Bjarna er Laufey Haraldsdóttir, f. 21.5. 1966. Synir þeirra eru Kolbeinn Maron og Haraldur Hjalti. Son- ur Laufeyjar er Gísli L. Hösk- uldsson. 2) Sigurlaug Helga, f. 28.6. 1951. Maður hennar var Jónas Bergmann Hallgrímsson, f. 13.5. 1945, d. 3.5. 1992. Börn þeirra eru: Maron Bergmann, Tengdamóðir mín Kristín Bjarnadóttir lést á dvalarheimili HSN á Sauðárkróki eftir stutta banalegu. Hún var á 96. aldursári og hafði haldið góðri líkamlegri heilsu vel fram yfir nírætt. Kynni okkar Kristínar voru ekki löng en hún tók mér strax af- ar vel og ég er þakklát fyrir stundirnar sem við áttum saman. Heimili hennar var að Sauðár- mýri á Sauðárkróki þegar tengsl okkar hófust, en þangað flutti hún fljótlega eftir að hún missti mann sinn, Maron Pétursson, árið 2000. Ég kom oftast við hjá henni í Króksferðum meðan hún bjó þar, og þá með strákana okkar Bjarna með mér. Hún var einstaklega þolinmóð við þá, smábörnin, veitti þeim athygli, talaði við þá og leið- beindi á yfirvegaðan hátt. Dóta- kassinn hennar reyndist sannköll- uð fjársjóðskista í augum lítilla drengja og hún sparaði ekkert við þá mjólk og sætabrauð, sem féll vel í kramið. Það var ákveðin reisn og glæsi- leiki yfir Kristínu, sem ég dáðist iðulega að. Hún var alltaf vel til höfð og snyrtileg og þó að hún hafi verið farin að láta sig nokkuð þeg- ar ég kynntist henni vissi hún al- veg hvernig hún vildi hafa hlutina, var ákveðin og vandaði til alls sem hún gerði. Ég hef til dæmis aldrei sé jafn vel strokinn og samanbrot- inn þvott eins og hjá Kristínu og sá hún gjarnan um það verk þau skipti sem hún dvaldi hjá okkur Bjarna í Varmahlíð. Kristín var snillingur í höndun- um. Sem ung stúlka stundaði hún vetrarlangt nám við Húsmæðra- skólann á Laugalandi í Eyjafirði og var þar annan vetur til aðstoð- ar kennurum við vefnaðar- kennslu. Þá dvaldi hún um tíma á Reynistað í Skagafirði þar sem hún var fengin til að vefa ábreiður á lokrekkjurnar í íbúðarhúsinu. Það handverk sem hún hafði hvað mest yndi af var vélsaumur. Á búskaparárum sínum í Ásgeirs- brekku keypti hún mótor á hand- snúna saumavél sem hún átti og saumaði Hagkaupssloppana frægu, í því skyni að drýgja tekjur heimilisins. Margt annað saumaði hún, bæði fyrir sig og aðra, og rómuð eru dúkkufötin sem hún gerði fyrir barnabörn og systk- inabörn. Flókin snið, vandaður saumaskapur og nákvæmur frá- gangur var þar ekki síðri en á fatnaði fyrir mannfólkið. Hún hafði einnig mikið yndi af útsaumi og hekli, en prjónaði frekar af nauðsyn. Strákarnir mínir nutu þó góðs af prjónaskap hennar í sokkum og vettlingum og alltaf var hún að prjóna gangnasokka handa einkasyninum. Kristín var Blöndhlíðingur í húð og hár, og þar bjó hjarta hennar. Það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlusta á hana segja frá fyrri tímum, því hún var sögumaður góður. Á síðustu árum hennar gat tímaskynið rofnað og var hún þá iðulega stödd frammi á Uppsölum. Hún talaði þá um for- eldra sína, systkini og horfna ná- granna líkt og þeir væru til staðar í rauntíma. Hún hafði verið vel hestfær og stundum var hún að koma úr útreiðartúr með bræðr- um sínum, á leið í fjósið eða þá að undirbúa „piltana“ fyrir göngur. Starfsfólki á deild 3 á dvalar- heimilinu vil ég þakka fyrir ein- staklega gott atlæti og umönnun. Þar leið Kristínu vel. Ég kveð tengdamóður mína með þakklæti og virðingu. Laufey Haraldsdóttir. Kristín Bjarnadóttir HINSTA KVEÐJA Fölnuð er nú fjólan blá fallin vinan kæra. Hvíldu góðum guði hjá glöð sem lindin tæra. Ég kveð þig systir sofðu rótt, síðasta blundinn góða nótt. Helga systir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.