Morgunblaðið - 02.06.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Ljósaskilti
fyrir þitt fyrirtæki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum
BIRGIR ÞURFTI AÐ FINNA SÉR NÝJA
VINI ANNARS STAÐAR.
„MÁ ÉG TAKA MYND? ÞAÐ ER EKKI OFT
SEM VIÐ FÁUM 15 KRÓNUR Í ÞJÓRFÉ.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að senda hinum
smáskilaboð.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HMM … EKKERT
ÁHUGAVERT ÚTI
„HVÍ” SPYRÐU ÞVÍ ÉG ER
INNI
HÚRRA!!NÝI GAURINN AFGREIDDI EINN OG
ÓSTUDDUR ÞRJÁTÍU ÓVINI! HANN
ER HETJA!!
EN KANNSKI ER HANN BARA
BRJÁLÆÐINGUR!
HEI! VIÐ
ERUM
Í ÞÍNU
LIÐI!
ÞÚ ERT MEÐ KLÍSTRAÐA
FINGUR. VARSTU AÐ GÚFFA Í
ÞIG KLEINUHRINGJUM?
settur í Hveragerði, og Pétur, f. 15.5.
1959, íslenskufræðingur, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Þorgeirs voru hjónin
Guðbjörg Helga Þórðardóttir
(Nenný), f. 11.10. 1920, d. 20.2. 2007,
húsmóðir, og Ástvaldur Magnússon,
f. 29.6. 1921, d. 27.3. 2008, banka-
maður og skrifstofustjóri. Þau
bjuggu í Reykjavík.
Þorgeir
Ástvaldsson
Ingimundur Jónsson
bóndi á Staðarhóli
Jakobína Magnúsdóttir
húsfreyja á Staðarhóli í
Saurbæ
Magnús Ingimundarson
bóndi á Fremri-Brekku
Ragnheiður Magnúsdóttir
húsfreyja á Fremri-Brekku í
Saurbæ,Dal.
Ástvaldur Magnússon
bankamaður og
skrifstofustjóri í Rvík
Magnús Jónsson
bóndi í Miðhúsum
Helgi Þorgils
Friðjónsson
myndlistarmaður
Sturla Þórðarson
bifreiðarstjóri í
Búðardal
Þórhallur
Þorgilsson
magister
Þórður
Friðjónsson
hagfræðingur
Kristján Sturluson
sveitarstjóri
Dalabyggðar
Ólafur Gaukur
Þórhallsson
tónlistarmaður
Friðjón Þórðarson
sýslum. og ráðherra
Svavar Gestsson
fv. ráðherra og
sendiherra
Hanna Dóra
Sturludóttir
óperusöngkona
Gestur Sveinsson b. á
Grund á Fellsströnd og
verkam. í Hafnarfirði
Salóme Kristjánsdóttir húsfreyja
á Sveinsstöðum á Fellsströnd
Torfi Magnússon
skrifstofustjóri í Rvík
Halldór Þorgils Þórðarson
tónlistarfrömuður og fv.
skólastjóri í Búðardal
Kristján Þórðarson
bóndi á Breiðabólsstað
Sigurbjörg Jónsdóttir
húsfreyja á Breiðabólsstað
Þórður Kristjánsson
bóndi á Breiðabólsstað
Steinunn Þorgilsdóttir
húsfreyja á Breiðabólsstað
á Fellsströnd,Dal.
Þorgils Friðriksson
bóndi og kennari í Knarrarhöfn
Halldóra Sigmundsdóttir
húsfreyja í Knarrarhöfn í
Hvammssveit
Úr frændgarði Þorgeirs Ástvaldssonar
Guðbjörg Helga Þórðardóttir
húsmóðir í Reykjavík
Ólöf Magnúsdóttir
húsfreyja í Miðhúsum
í Víkurhreppi, Strand
Davíð Hjálmar Haraldsson orti áLeir á miðvikudag:
Syngur mér fugl í sunnanátt,
sól vermir fjallaskörðin,
lúpínan opnar auga blátt:
Aftur er vor um fjörðinn.
Bjarni Stefán Konráðsson gat
ekki orða bundist en sagði: „Falleg
vísa og fyrstu orðin, syngur mér
fugl, guðdómleg.“
Við þessum orðum Bjarna Stef-
áns brást Jón Helgi Arnljótsson:
Fuglar syngja Davíð dátt,
dásamlegt að tarna,
þó að vísast þegðu brátt,
þeir ef sæju Bjarna.
Og bætti síðan við: „Mér fannst
hann standa svo vel til höggsins að
freistingin varð allri nærgætni yf-
irsterkari!“
Á miðvikudag skrifaði Pétur
Stefánsson: „Nýkominn úr klukku-
tíma gönguferð um bæinn í stífri
gjólu og vætu. Hressandi“:
Öllu sprikli er ég trúr
þó úti sé veðurfárið.
Eftir góðan göngutúr
gleður mig kaffitárið.
Á fimmtudag var gott hljóð í Ing-
ólfi Ómari: „Nú fer þetta allt að
koma hvað hlýindin varðar enda
gott veður í dag og það er bara gott
að fá smá rigningu inn á milli fyrir
gróðurinn“:
Brumar víðir birkið grær
blómin hlíðar skreyta.
Gleður lýði glóey skær
geisla býður heita.
Skírnir Garðarsson svaraði um
hæl: „Hentar mér vel, ég vinn mikið
úti þessa dagana, – ég stansa hér og
þar og býð kunningjum í nefið“:
Vorsins angan vekur þjóð,
vextir minnka á lánum,
neftókaks- er nautnin góð,
og nýjabrum á trjánum,
Skírnir bætti síðan við: „Þetta er
allt að koma til, – útivinna eru
gatnamælingar etc.“
Sigursteinn Bjarnason skrifar á
Boðnarmjöð: „Þessa formannsvísu
kenndi amma mín mér, en hún er
orkt um afa hennar, Magnús Magn-
ússon ráðsmann í Víkum á Skaga.
Út með ströndu flýtur far
flíkur þandi siglunnar.
Brims frá landi burtstrikar
Bliki í höndum Magnúsar.“
Gömul vísa í lokin:
Ærnar mínar lágu í laut;
leitaði ég að kúnum.
Allt var það í einum graut
uppi á fjallabrúnum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af fugli og
lúpínu í sunnanátt