Morgunblaðið - 02.06.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 02.06.2020, Síða 26
FYLKIR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, er á leiðinni í fjórða tímabil sitt í Árbænum en á tíma hennar þar hafa skipst á skin og skúrir. Liðið féll úr efstu deild fyrsta sumarið hennar, 2017 en rauk strax aftur upp um deild ári síðar með því að vinna fyrstu deildina. Sem nýlið- ar í fyrra gerðu Fylkiskonur vel, höfnuðu í 6. sæti með Berglindi í nýju hlutverki. Hún segist horfa björtum augum á Íslandsmótið í sumar og vill sjá Fylki bæta besta árangur sinn í efstu deild. „Við erum með mjög góðan hóp og höfum fengið inn leikmenn. Nú þurfum við að gera betur en á síðasta ári, þegar við enduðum í 6. sæti. Við viljum ná fjórða eða fimmta sætinu og fara langt í bik- arnum, við höfum aldrei farið í bikarúrslit,“ sagði Berglind í samtali við Morgunblaðið í gær. „Besti árangur Fylkis í efstu deild er fimmta sætið, við viljum bara bæta það.“ Eigum bara tvo miðverði Berglind, sem hóf ferilinn hjá Val og spilaði einnig með Aftureldingu, er aðeins 24 ára en engu að síður með reyndari leikmönnum í Árbænum. Hún er að upplagi miðjumaður en á síðustu leiktíð spilaði hún lengst af sem miðvörður, enda var vöntun á varnarmönnum í liðið. Það hlutverk leysti hún með mikilli prýði og segist ekki sjá fram á annað en að vera þar áfram í sumar, enda hún og Katla María Þórðardóttir, sem gekk til liðs við Fylki frá Keflavík í vetur, einu miðverðir liðsins. „Við höfum fengið Kötlu inn í miðvörð, það var vöntun á varnarmönnum í fyrra. Ég er miðjumað- ur en spilaði allt síðasta tímabil sem miðvörður. Við erum bara tvær núna en eigum marga góða bakverði sem geta leyst okkur af og við höfum æft varnarleikinn mjög vel. Við þurfum fyrst og fremst að bæta sóknarleikinn. Við erum með svo marga miðjumenn og ég og Katla erum einar mið- verðir. Ég verð að spila þar.“ Mörkin dreifðust í vetur Fylkir varð Reykjavíkurmeistari í vetur og fékk liðið verðskuldað hrós fyrir spilamennsku sína áð- ur en hlé þurfti að gera á öllu mótahaldi og æfing- um vegna kórónuveirunnar. Liðið hefur þó ekki skorað mörg mörk og viðurkennir Berglind að finna þurfi leiðir til að leyfa framherjunum að blómstra. „Við vorum ekki mikið að skora í fyrra, en eins og á Reykjavíkurmótinu í vetur voru allir að skora, jafnvel öftustu miðjumenn. Við þurfum að æfa framherjana okkar, við erum með Bryndísi sem er auðvitað ung. Svo vorum við að fá Sólveigu Larsen sem við þekkjum ekki nógu vel, við þurf- um að læra inn á hana. Það væri mjög sterkt að vera með framherja sem skorar mikið í sumar, við þurfum bara að æfa vel og læra að nýta færin.“ Einn þeirra leikmanna sem gengu til liðs við Fylki á dögunum er gamla kempan Vesna Elísa Smiljkovic, sem á að baki 214 leiki í efstu deild og 84 mörk. Hún lék hins vegar aðeins einn leik í fyrra og er orðin 37 ára. „Það er gott að fá svona reynslubolta, hún sér fótboltann allt öðruvísi og býr mikið til fyrir okkur. Maður sér á henni að hún er komin á aldur en hún hefur rosalega reynslu, býr mikið til fyrir yngri stelpurnar og lætur alla í kringum sig spila betur.“ Óvænt landsliðssæti Berglind spilaði fyrsta A-landsleik sinn í mars þegar hún kom inn á gegn Skotum í Pinatar- bikarnum á Spáni. Hún segir það stóran áfanga að hafa tekist að vinna sér inn sæti í landsliðs- hópnum, sem hún hélt kannski ekki að hún myndi ná, komin á 25. aldursár. „Það var alltaf markmiðið en að sama skapi var þetta óvænt. Þetta var frábært, skemmtileg ferð og þetta eru æðislegar stelpur. Mér var tekið vel í hópnum og nú vil ég halda áfram að bæta mig og reyna að vera valin aftur. Það er fullt af ungum stelpum sem eru rosalega góðar og það verður erfitt að halda sæti þarna. „Það eru stelpur sem eru 18-19 ára að fara í landsliðið og ég er sjálf 25 ára. Að fara á æfingu með landsliðinu er auðvitað bara allt öðruvísi, tempóið er mikið meira og öll reynslan sem þær hafa. Þetta var bara æðislegt,“ sagði Berglind Rós við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Eggert Fylkir Fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir í baráttu við Renae Cuéllar í leik gegn Stjörnunni í Garðabænum á síðasta Íslandsmóti. Fylkiskonur vilja bæta besta árangur Árbæinga  Berglind Rós var færð til á vellinum og komst í landsliðið sem miðvörður 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur ákveðið að snúa heim úr atvinnu- mennsku í Frakklandi. Hrafnhildur samdi í gær við ÍBV um að leika með liðinu á Íslandsmótinu næsta vetur. Hrafnhildur ætti að reynast ÍBV drjúgur liðsstyrkur en liðið hefur einnig fengið til sín stórskyttuna Birnu Berg Haraldsdóttur. Hrafn- hildur var markahæsti leikmaður efstu deildar þrjú ár í röð áður en hún hélt til Frakklands fyrir ári. Hrafnhildi gekk vel í Frakklandi og var í hópi markahæstu leikmanna í efstu deild. sport@mbl.is Hrafnhildur Hanna til ÍBV Morgunblaðið/Eggert ÍBV Hrafnhildur Hanna Þrastar- dóttir er komin til Eyja. Helena Sverrisdóttir, lykilleik- maður Vals og íslenska landsliðsins í körfuknattleiks, ber barn undir belti og er því ekki til stórræðanna á körfuboltavellinum næstu mán- uðina. Greindi hún frá tíðindunum á Instagram um helgina. Helena skrifaði hins vegar undir samning við Val um að vera að- stoðarþjálfari liðsins og verður því ekki langt undan. Ljóst er að Helena missir af næstu leikjum landsliðsins, sem verða í nóvember. Helena tjáði Körfunni.is að hún hefði sett stefn- una á að leika með Val eftir áramót. Helena ber barn undir belti Morgunblaðið/Hari Frí Helena Sverrisdóttir missir af landsleikjunum í nóvember. Þýskaland Hertha Berlín – Augsburg ..................... 2:0  Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs- burg vegna meiðsla. Paderborn – Dortmund .......................... 1:6  Samúel Kári Friðjónsson lék ekki með Paderborn vegna meiðsla. Mainz – Hoffenheim................................. 0:1 Schalke – Werder Bremen ...................... 0:1 Wolfsburg – Eintracht Frankfurt .......... 1:2 Bayern München – Fortuna Düsseldorf 5:0 Mönchengladbach – Union Berlín .......... 4:1 Köln – RB Leipzig.................................... 2:4 Staðan: Bayern M. 29 21 4 4 86:28 67 Dortmund 29 18 6 5 80:35 60 RB Leipzig 29 16 10 3 74:31 58 Mönchengladb. 29 17 5 7 57:35 56 Leverkusen 29 17 5 7 54:36 56 Wolfsburg 29 11 9 9 41:36 42 Hoffenheim 29 12 6 11 40:48 42 Freiburg 29 10 8 11 38:41 38 Hertha Berlín 29 10 8 11 43:50 38 Schalke 29 9 10 10 34:46 37 Köln 29 10 4 15 46:56 34 E.Frankfurt 28 9 5 14 46:53 32 Augsburg 29 8 7 14 40:56 31 Union Berlin 29 9 4 16 34:52 31 Mainz 29 8 4 17 37:62 28 Düsseldorf 29 6 9 14 31:58 27 Werder Bremen 28 6 7 15 30:59 25 Paderborn 29 4 7 18 32:61 19 Leverkusen – Duisburg .......................... 0:2  Sandra María Jessen lék allan leikinn með Leverkusen. B-deild: Sandhausen – Hannover......................... 3:1  Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen. C-deild: Magdeburg – Kaiserslautern................. 0:1  Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leik- mannahópi Kaiserslautern. Úkraína Kolos Kovalivka – Desna ........................ 0:2  Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn með Kolos Kovalivka. Hvíta-Rússland BATE Borisov Isloch .............................. 1:0  Willum Þór Willumsson lék ekki með BATE vegna meiðsla. Pólland Cracovia – Jagiellonia............................. 0:1  Böðvar Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Jagiellonia. Danmörk Midtjylland – Horsens ............................ 0:1  Mikael Anderson lék fyrstu 58 mínút- urnar hjá Midtjylland. Lyngby – FC Köbenhavn ........................ 1:4  Frederik Schram var allan tímann á bekknum hjá Lyngby.  Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmanna- hópi Köbenhavn. AGF – OB.................................................. 1:0  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 69 mínúturnar með AGF.  Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 85 mín- úturnar með OB. Staðan: Midtjylland 25 20 2 3 41:14 62 København 25 17 2 6 45:28 53 AGF 25 13 5 7 39:26 44 Nordsjælland 25 12 5 8 48:34 41 Brøndby 24 12 3 9 44:34 39 AaB 25 11 5 9 42:30 38 Randers 25 10 5 10 38:33 35 Lyngby 25 9 4 12 29:43 31 Horsens 25 9 4 12 22:42 31 OB 25 8 6 11 31:29 30 SønderjyskE 24 6 8 10 29:41 26 Hobro 25 3 13 9 23:33 22 Esbjerg 25 4 6 15 21:41 18 Silkeborg 25 3 6 16 29:53 15 B-deild: Vejle – Næstved........................................1:1  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn með Vejle. Færeyjar B36 – HB....................................................2:4 Víkingur Götu – TB Tvöroyri...................0:0 Skála – NSI Runavík ................................0:4 AB Argir – Klaksvík .................................0:6 KNATTSPYRNA 2. júní 1983 Einar Vilhjálmsson setur Ís- landsmet í spjótkasti þegar hann kastar 89,98 metra í undankeppni bandaríska há- skólameistaramótsins í frjálsíþróttum. Kastið er það fimmta lengsta í heiminum á þeirri stundu. 2. júní 2001 Einar Karl Hjartarson setur Íslandsmet í hástökki utan- húss þegar hann stekkur 2,25 metra og sigrar með yfirburð- um í greininni á Smáþjóðaleik- unum í San Marínó. Metið stendur enn. Á ÞESSUM DEGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.