Morgunblaðið - 05.06.2020, Side 14

Morgunblaðið - 05.06.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ólafur HelgiMarteins-son, fram- kvæmdastjóri Ramma og nýkjör- inn formaður Sam- taka fyrirtækja í sjávarútgvegi, benti á í samtali við Morgun- blaðið í gær að eitt stærsta hagsmunamál samtaka í sjávar- útvegi sé að „sjávarauðlindin sé nýtt í sátt við umhverfi og virði hennar sé sem mest fyrir þjóðarhag“. Þetta er vitaskuld gríðarlega mikilvægt og óhætt að fullyrða að það stjórnkerfi fiskveiða sem verið hefur við lýði hér á landi í meira en þrjá áratugi er afar vel til þess fallið að ná þessum markmiðum. Einn af kostum kvótakerfisins er að það stuðlar að góðri umgengni um auð- lindina og minnkar líkur á of- veiði. Hagsmunir þeirra sem eiga veiðiheimildirnar eru ótví- rætt þeir að vöxtur og við- gangur stofnanna sé sem best- ur. Í öðrum kerfum, sem þekkjast víða erlendis og þekkt- ust áður hér á landi, eru hags- munirnir aðrir og hættan á of- veiði meiri, eins og dæmin sanna. Þá hefur það sýnt sig að kvótakerfið er í þjóðarhag, enda hefur sjávarútvegurinn undir kvótakerfinu styrkst mjög og hefur seinni árin haft burði til að styðja við margskonar ný- sköpun og vera traustur grunn- ur undir efnahags- og atvinnulíf landsins. Þegar sjávarútvegur- inn er á vonarvöl og þarf sífellt að leita ásjár ríkisins, eins og þekkist víða erlendis og þekkt- ist hér á landi á árum áður, hef- ur hann augljóslega ekki burði til að skila eins miklum verð- mætum í þjóðarbúið eða styðja við uppbyggingu og þróun, hvorki í sjávarútvegi né öðrum greinum með óbeinum hætti. Þegar Ólafur var í viðtalinu spurður að því hvernig best væri að hlúa að atvinnugrein- inni nú svaraði hann: „Besti stuðningurinn sem hægt er að biðja um í rekstri fyrirtækja er að fyrirsjáanleikinn sé tryggð- ur. Það á ekki bara við um rekstur fyrirtækja í sjávar- útvegi og fiskeldi, heldur í rekstri allra fyrirtækja. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að 98% íslenskra sjávarafurða eru seld á erlendum mörkuðum. Þar er samkeppnin hörð um hylli viðskiptavina. Þess þarf því að gæta að rekstrarumhverfi sjáv- arútvegs hér á landi íþyngi ekki um of.“ Þetta er mikilvæg ábending. Það gleymist furðu oft að ís- lenskur sjávarútvegur á í harðri samkeppni við erlendan og að þar er ekki lagður sérstakur skattur á greinina. Þvert á móti nýtur hún víða ríkis- styrkja. Sam- keppnisstaðan væri þess vegna nógu slæm þó að ekki kæmi til sérstök skattheimta, en að bæta henni við gerir samkeppnisstöðuna þeim mun verri. Við þetta bætist sá vandi að sjávarútvegurinn býr við stöð- ugar árásir úr ýmsum áttum, ekki síst frá samfylkingar- flokkunum á þingi sem af ein- hverjum ástæðum telja sig geta skorað pólitísk stig á því að veit- ast að þessari atvinnugrein. Þetta hefur reyndar verið við- varandi vandi lengi, eða allt frá því að forverar að minnsta kosti sumra þessara flokka settu lög- in sem tryggðu endanlega varanleika og framsal afla- markskerfisins, sem hefur reynst svo mikilvægt til að tryggja hagræði í greininni og þar með ávinning fyrir þjóðina alla. Staðreyndin er nefnilega sú, eins og formaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar, Guð- mundur Örn Gunnarsson, benti á í ræðu sinni á aðalfundi félags- ins á dögunum, að verðmætin verða ekki til „á kontórum Stjórnarráðs Íslands“. Þetta kom fram í samhengi við um- fjöllun hans um makrílveiðar og makrílvinnslu, sem hann sagði að væri „ein stærsta nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi í seinni tíð. Ætla má að þessi þáttur í starfsemi atvinnugreinarinnar hafi skilað íslenskri þjóð um 200 milljarða króna gjaldeyr- istekjum á árunum 2006-2018. Þessi verðmæti urðu til að frumkvæði og með þrautseigju fólks og fyrirtækja í sjávar- útveginum sjálfum“. Og hann bætti því við að af heildar- verðmætinu hefðu „sennilega um 13% orðið eftir hjá útgerð- inni sem hún hefur nýtt til upp- byggingar til sjós og lands“. Makríllinn er aðeins eitt dæmið um þá nýsköpun sem sjávarútvegurinn hefur burði til að stunda þegar honum er skyn- samlega stjórnað og leyft að vaxa og dafna. Ótal önnur dæmi eru til um nýja tækni, aukna fullvinnslu og árangur í sölu- og markaðsmálum sem hafa skilað þjóðinni miklu. Allt þetta bygg- ist á því að sjávarútvegurinn, líkt og aðrar greinar, fái að búa við stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi. Stjórn- málamenn sem vilja vinna að þjóðarhag verða að styðja við þessi meginatriði og hætta að ala á ástæðulausri öfund og óánægju og grafa þannig undan þessari mikilvægu atvinnu- grein. Hörð erlend sam- keppni kallar á heilbrigt rekstrar- umhverfi íslensks sjávarútvegs} Auðlind nýtt í sátt við umhverfi og þjóðarhag F jölmiðlar eru afar mikilvægir í lýð- ræðislegri umræðu. Vönduð fjöl- miðlaumfjöllun er hvort tveggja upplýsandi sem og hugvekjandi en að sama skapi getur óvönduð fjölmiðlaumfjöllun beinlínis verið meiðandi og afvegaleiðandi. Höfundur einn, sem ítrekað ritar í Morgun- blaðið, gerist iðulega sekur um rökþurrð og af- vegaleiðslu í skrifum sínum. Slík er ásókn hans í stundarathygli, enda gleymdur mörgum, að hann gerir allt sem hann getur til að kasta fram sora huga síns bara til að vekja umræðu og fá þá athygli sem hann þráir mest af öllu. Sneypt- ur var hann sendur í útlegð frá opinberum störfum eftir afglöp sín í Seðlabanka Íslands. En sægreifar, sem byggja auð sinn á sameigin- legum auðlindum þjóðarinnar, réðu hann til starfa svo hann fær að rita mola er kallast Staksteinar. Í steinum gærdagsins opinberast þekkingarleysi höf- undar á baráttu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vitinu virðist naumt skammtað þar sem gert er lítið úr mót- mælum þar í landi sem og á fjölmennum samstöðumót- mælum á Austurvelli. Höfundur skilur yfirleitt ekki mót- mæli, og alls ekki að þau mótmæli sem nú eiga sér stað vegna morðs lögreglumanns á George Floyd snúast um annað og meira en það einstaka morð. Höfundur hefði betur spurt einhverja af þeim afbragðsblaðamönnum er starfa á Morgunblaðinu svo hann yrði sér ekki til háð- ungar en því miður valdi hann í staðinn að ausa út fá- fræði sinni í steinum blaðsins. Mótmælin, og samstöðumótmælin sem breiðast nú út um heiminn, eru vegna ofbeld- is, rasisma og misréttis gagnvart mörgum kynslóðum svartra íbúa landsins. Ræturnar liggja í margítrekuðu ofbeldi lögreglunnar gagnvart svörtu fólki í Bandaríkjunum. Þannig er svart fólk þrefalt líklegra til að láta lífið af völdum lögreglu en hvítt fólk þrátt fyrir að vera aðeins um 13 prósent íbúa. Þá verður að hafa í huga að umtalsvert fleira svart fólk er drepið af lögreglu þar í landi fyrir það eitt að vera á röngum tíma á vegi lögreglunnar en nærri fimmfalt fleiri eru drepin af lögreglu þar sem þau eru óvopnuð á ferð. Þess vegna er mótmælt. Staksteinar Morgunblaðsins voru í eina tíð hvöss lína flokkseigendafélags Sjálfstæðis- flokksins. Þeir voru ekki endilega sannleiks- elskandi eða réttsýnir enda fyrst og fremst pólitískur og oft ósvífinn vöndur flokksins og því skemmtiefni þeim sem hafa gaman af pólitískum dansi. Það er liðin tíð. Í dag birtast steinarnir okkur sem aumur þráður til að dreifa þröngsýnum, hatursfullum og andstyggilegum skoðunum örvæntingarfulls fyrrverandi valdamanns sem neitar að sætta sig við að hans tími er löngu liðinn. Vonandi nær hann að lifa bjartari tíma en þann sem hann nú lifir. Biturleikinn er aldrei góður ferðafélagi. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Biturleikinn er vondur ferðafélagi Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen bætur á innviðum landsins. Var hópnum m.a. falið að meta hvaða að- gerðir væru færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að þola ofsaveður eða ágang annars konar náttúruham- fara. Hópurinn skilaði af sér skýrslu í lok febrúar og er þar að finna heildstæða aðgerðaáætlun um upp- byggingu innviða til ársins 2030. Skýrslubeiðnin laut í meginatriðum að sama efni og átakshópurinn hafði til skoðunar og er því í skýrslu for- sætisráðherra í stórum dráttum byggt á upplýsingum sem átakshóp- urinn aflaði sér. Í skýrslunni, sem er aðgengileg á vef Alþingis, er grein- argóð samantekt um þá innviði sem mest álag var á í óveðrinu, raf- magnskerfið og fjarskiptakerfið (þar á meðal Neyðarlínuna og RÚV). Þá er þar að finna lýsingu á fárviðrinu og segir þar að óvenjulegt sé hvað veðurofsinn stóð yfir lengi þó að alversta lotan hafi gengið yfir á nokkrum klukkustundum. Einnig var óvenjulegt yfir hversu stór land- svæði óveðrið geisaði og olli usla víða, en verst var veðrið á Norður- landi, frá Ströndum og austur á Langanes. Í skýrslunni er fjallað um við- búnað opinberra aðila og björgunar- sveita og þar er að finna yfirlit um afleiðingar óveðursins um land allt. Loks er í síðasta kaflanum greint frá aðgerðalýsingum átakshópsins vegna uppbyggingar innviða fram til ársins 2030 með nýjum verkefnum en einnig verkefnum sem þegar liggja fyrir í samþykktum áætlunum ríkisins, sveitarfélaga og fyrirtækja. Eru taldar upp 540 aðgerðir, þar af 194 nýjar og 40 aðgerðir sem lagt er til að verði flýtt í framkvæmdaáætl- unum Landsnets og dreifiveitna. Þær aðgerðir sem farið verður í og miða sérstaklega að því að koma í veg fyrir að sambærilegt ástand skapist aftur snúa að úrbótum á varaafli allra innviða, auknum áreið- anleika raforku- og fjarskiptakerfa, skilgreiningu á hlutverki og mönnun fyrirtækja og stofnana, samræm- ingu skipulags innviða og við- brögðum opinberra aðila, m.a. sam- ræmingu og gerð viðbragðsáætlana, eflingu almannavarnakerfisins, m.a. styrkingu almannavarnadeildar og RÚV til að sinna hlutverki um órofa hljóðvarpsþjónustu í almannaþágu, fræðslu og upplýsingagjöf til al- mennings, m.a. nýtingu netmiðla og miðlun upplýsinga um viðbrögð við vá, og loks eflingu rannsókna og vöktunar náttúruvár. Í lokaorðum skýrslunnar er vikið að samfélagslegu tjóni vegna óveð- ursins og segir þar að það verði ekki allt metið til fjár. Beint tjón nam um einum milljarði króna, þar af tveir þriðju hjá raforkufyrirtækjum. Tjón annarra aðila mun skýrast betur síð- ar á árinu. Þá er nefnt að stöðvun atvinnulífs um land allt í einn dag kosti þjóðfélagið 1,7 milljarða króna. Fjölmargar aðgerðir vegna óveðurs 2019 Truflanir á raforku og fjarskiptakerfum eftir landshlutum Afleiðingar óveðurs sem gekk yfir landið 9.-11. desember 2019 Heimild: skýrsla forsætisráðherra Svæðisbundið rafmagnsleysi Svæðisbundið rof á útsendingu RÚV Svæðisbundið rof á fjarskiptumLandshluti Fjöldi notenda Allt að Suðurnes – – – – Vesturland 929 22 klst. – Tetra allt að 27 klst. Vestfirðir 50 24 klst. 30 mín. Almenn fjarskipti < 2 klst. Tetra allt að 24 klst. 50 48 klst. 1.500 > 30 mín. Norðurland vestra 2.864 147 klst. 12-120 klst.. Almenn fjarskipti allt að 61 klst. Tetra um 24 klst. Norðurland eystra 6.901 55-80 klst. 5-132 klst. Almenn fjarskipti 1-72 klst. Austurland 8.277 3 klst. 30 mín. Almenn fjarskipti 5-24 klst. Suðurland 150 Liggur ekki fyrir – – Höfuðborgarsvæðið – – – – SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Forsætisráðherra hefursamkvæmt beiðni nokk-urra þingmanna lagt framá Alþingi skýrslu um að- draganda og afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið 9. til 11. desem- ber í fyrra, viðbúnað og úrbætur. Eins og margir muna eflaust olli fár- viðrið miklu tjóni og hafði mikil samfélagsleg áhrif. Samgöngur stöðvuðust og atvinnulíf lamaðist á þeim svæðum sem urðu verst úti. Víðtækt rafmagnsleysi varð á Norð- urlandi vestra og eystra, einnig gætti rafmagnsleysis á Austurlandi, á Vestfjörðum og á litlu svæði á Suð- urlandi. Lengst varði rafmagns- leysið í þrjá daga samfellt. Miklar truflanir urðu á fjarskipta- samböndum vegna rafmagnsleysis og urðu íbúar á sumum svæðum sambandslausir við umheiminn auk þess að búa við rafmagnsleysi, ekki síst í dreifbýli. Mikið foktjón varð, sem og tjón á mannvirkjum vegna ágangs sjávar. Bændur urðu fyrir búsifjum vegna veðurofsans og raf- magnsleysisins. Auk þess féllu snjó- flóð, en þó færri en búist hafði verið við miðað við veðurspá. Fram kemur í skýrslunni að ríkis- stjórnin ákvað eftir veðurofsann að skipa sérstakan átakshóp um úr-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.