Morgunblaðið - 05.06.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 05.06.2020, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 Smáauglýsingar Bækur Davíða Stefánsson frá Fagraskógi Ljóðabréf er Davíð Stefánsson sendi vini sínum árið 1922, fimmtán erindi á fjórum blöðum ásamt bókinni Kvæði 1922. Árituð, verð 650.00 kr. Frumútgáfa af Svörtum Fjörðum 1919, alskinn verð 75.000 kr. Uppl. í síma 898 9475 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf. verður haldinn í Wathneshúsinu á Fáskrúðsfirði   1       . Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Lindasmári 29, Kópavogur, fnr. 222-0866 , þingl. eig. Gylfi Þór Guðmundsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves og Lindasmári 29,húsfélag, þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 10:00. Kögursel 13, Reykjavík, fnr. 205-6109 , þingl. eig. Bóas Helgi Sigurðsson, gerðarbeiðandi Gildi - lífeyrissjóður, þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 10:30. Smyrilshólar 2, Reykjavík, fnr. 204-9822 , þingl. eig. Þorkell Þorkelsson, gerðarbeiðandi Gildi - lífeyrissjóður, þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 11:00. Gíslagata 4, Kjósarhreppur, fnr. 227-9838 , þingl. eig. Maria Linnea Codrington Forsyth, gerðarbeiðandi Kjósarhreppur, þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 14:00. Gíslagata 6, Kjósarhreppur, fnr. 227-9836 , þingl. eig. Maria Linnea Codrington Forsyth, gerðarbeiðandi Kjósarhreppur, þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 14:10. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 4. júní 2020 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:30-12:30, nóg pláss - Stólaleikfimi kl.10:00 - Spurningakeppni kl.13:00-14:15 - Kaffi kl.14:30- 15:20, kaffi/kakó og kökusneið með rjóma 450 kr. - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Leiðb. úthlutar tíma en aðeins 6 geta verið í einu. Hafið samband í síma 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8:50. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Við vinnum eftir Samfélagssáttmálanum, og þannig tryggjum góðan árangur áfram. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Gönguferð kl. 13:30. Korpúlfar Sundleikfimi með Brynjólfi í Grafarvogssundlaug kl, 9;00 í dag. Gönguhópur Korpúlfa leggur af stað kl. 10:00 frá Borgum í dag, allir velkomnir og virða 2 metra regluna. Hádegisverður kl. 11;30 og 12:00 skipt í hópa, þökkum þolinmæðina og nærgætni. Kaffiveitingar frá kl. 14:30 í dag í Borgum. mbl.is alltaf - allstaðar Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Jóhanna Krist-ín Hauksdóttir fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1948. Hún lést á Land- spítalanum 23. maí 2020. Foreldrar hennar voru Arndís Kr. Magnúsdóttir, fædd árið 1927, lést 2019 og Haukur Dan Þórhallsson, fæddur árið 1923. Haukur lést árið 2011. Stjúpfað- ir Jóhönnu, sem gekk henni í föðurstað, var Stefán G. Guð- laugsson, fæddur árið 1926. Hann lést árið 1997. Jóhanna var elst sjö systkina. Hálfbræður hennar sammæðra eru þeir Magnús Ingimundur Stefánsson, fæddur árið 1951 og Guðlaugur Kira Eydís, fædd árið 2009 og Ryker Ari, fæddur árið 2016. Stefán Haukur býr ásamt fjöl- skyldu sinni í Sameinuðu fursta- dæmunum þar sem hann starf- ar. Kolbrún Anna, fædd 2. apríl 1970. Hennar maður er Snorri Sigurðsson. Börn þeirra eru Arnar Hrafn, fæddur 1992. Kona hans er Rikke Jakobsen og er dóttir þeirra Lilja, fædd árið 2019. Hafþór Freyr, fæddur árið 1994 og Tinna Rós, fædd árið 1998. Um þessar mundir er Kol- brún búsett í Kína ásamt eig- inmanni sínum sem þar starfar. Þá búa tvö af börnum þeirra í Danmörku. Dagný Björk, fædd 31. maí 1986. Hennar maður er Fannar Guðbjörnsson. Börn þeirra eru Karen Mjöll, fædd 2013 og Sindri Þór, fæddur 2017. Fyrir átti Fannar dótt- urina Anítu Lilju, sem er fædd 2002. Dagný býr ásamt fjöl- skyldu sinni í Danmörku. Útförin fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 5. júní 2020 klukkan 13. Stefánsson, fæddur árið eftir (1952). Hálfsystkini Jó- hönnu samfeðra eru þau Sigurður Heiðdal, fæddur 1950, Þórhallur, fæddur 1953, Jó- hanna, fædd 1954, Knútur Grétar, fæddur 1957 og Anna, fædd 1965. 9. september 1967 giftist Jóhanna Örlygi Erni Odd- geirssyni, fæddur 1. september 1945. Foreldrar hans voru þau Oddgeir Pétursson og Anna Árnadóttir. Jóhanna og Örlygur eignuðust saman þrjú börn. Þau eru: Stefán Haukur, fæddur 12. október 1968. Eiginkona hans er Krista Watkins. Börn þeirra eru Fáein fátækleg orð til minn- ingar um systur mína sem kvaddi alltof snemma og fyrr en þurft hefði að vera. Sem barn minnist ég Hönnu sem stóru systur sem verndaði okkur bræður, mig og Magga, af mikilli ást og hlýju og kenndi okkur á heiminn. Hún var glæsi- leg og ábyrgðarmikil stúlka en jafnframt mjög glaðleg, frá á fæti og skemmtileg. Það var ekkert sem mig skorti sem hún ekki gat og vildi hjálpa mér með. Hanna var mjög hæfileikarík. Dans var eitt helsta áhugamál hennar. Jafnframt var hún tón- elsk. Upp úr fermingu eignaðist hún forláta kassagítar og lærði undirstöðuatriðin. Fljótlega fór þó litli bróðir að ásælast hljóð- færið og tók að slá það ótt og títt í anda Bítlanna. Þetta var henni þó alveg að meinalausu og brátt kom að því að hún gaf mér gítarinn. Ég er líka mjög stoltur af systur minni sem fullorðinni konu. Hún hafði mikla persónu- töfra og útgeislun, var hlátur- mild og skemmtilegur vinur. Auk þess að sinna jafnan fullu starfi á vinnumarkaði naut hún sín vel í húsmóðurhlutverkinu og þau hjón voru höfðingjar heim að sækja. Þá var færni hennar við saumaskap, handa- vinnu og hárgreiðslu annáluð og nýttist mörgum. Börnin og barnabörnin voru henni hvað mikilvægust og var umhyggja hennar fyrir þeim augljós. Ég og Kristjana minnumst margra góðra stunda með Hönnu og Ölla og börnum þeirra, bæði á heimili þeirra og annars staðar. Þau kenndu okk- ur eiginlega á golfið og áttum við ótal gleðistundir saman á grænum grundum. Hjálpsemi þeirra og greið- vikni við okkur var einstök. Við Kristjana bjuggum tvívegis er- lendis um árabil og voru það t.d. ófá skiptin sem þau fluttu okkur til og frá flugvelli þegar við komum í heimsókn til Íslands og greiddu götu okkar. Það var líka mjög ánægjulegt að fá þau í heimsókn til okkar tvívegis þegar við bjuggum í Brussel. Þau drógu ekki af sér í að aðstoða okkur við að taka upp búslóð okkar og taka á móti stórum hópi gesta. Til er sá förunautur í lífi margra sem ávallt kynnir sig sem gleðigjafa en snýst því mið- ur oft upp í andhverfu sína, sem óstöðvandi fíkn og bölvaldur; sjúkdómur sem óboðinn tekur stjórn á lífi fólks og sviptir það á endanum heilsu og öllum lífs- gæðum. Ég kýs að minnast ekki systur minnar undir stjórn þessa harða húsbónda. Ég harma engu að síður að hún við- urkenndi aldrei að fullu vanmátt sinn, kvaldist vegna þessa og leitaði sér í raun aldrei þeirrar aðstoðar sem hefði getað snúið lífi hennar til betri vegar hin síðari ár. Er þessa hollt að minnast fyrir afkomendur henn- ar og aðra ættingja og vini. Ég votta Ölla og börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum samúð mína. Þakkir fyrir allt og hvíl í friði, kæra systir. Guðlaugur bróðir. Nú þegar hún Hanna systir mín er fallin frá aðeins 72ja ára er margt sem kemur upp í hug- ann og margs að minnast, alveg frá því að við vorum lítil og átt- um heima vestur á Reykhólum. Mamma sagði oft frá því hvað Hönnu var umhugað um okkur bræður sína og hve ábyrgðartil- finning hennar var mikil strax á unga aldri. Það var ekki alltaf auðvelt hlutskipti að hafa gætur á okkur fyrir litla stúlku sem var aðeins tæplega þremur ár- um eldri en ég og fjórum árum eldri en Gulli. Ef það kom bíll eða vinnuvél þá var ég þotinn af stað til að skoða. Einu sinni sem oftar var Hanna að passa okkur Gulla. Þá kom veghefill sem ég þurfti nauðsynlega að skoða. Þá voru góð ráð dýr. Hún bað Gulla með öllum þeim fallegu orðum sem hún átti til að sitja grafkyrr á meðan hún hljóp á eftir mér til að draga mig frá þessum veg- hefli sem ég dáðist að, en hún hafði ekki sömu mætur á og ég. Hanna var níu ára þegar við fluttum í bæinn. Á sumrin var hún fyrir vestan, aðallega hjá Helgu og Erlingi í Melbæ og vann við barnapössun og almenn sveitastörf. Það var alltaf mikið um að vera í Bæ, Melbæ og síð- an Hábæ. Þetta voru ógleyman- legir tímar. Þarna var oft mjög margt um manninn á stórum og myndarlegum heimilum og margt sem þurfti að gera. Var Hanna sannarlega liðtæk við þá vinnu þótt ung að árum væri. Hanna var glæsileg og skemmtileg kona og alla tíð hörkudugleg. Hún vann við hin ýmsu störf um ævina ásamt því að vera myndarleg húsmóðir. Það vafðist ekkert fyrir henni hvort sem það var að búa til góðan mat eða sníða og sauma flott föt. Hanna og Ölli voru ákaflega bóngóð. Þau höfðu allt- af tíma til að hjálpa öðrum þeg- ar á þurfti að halda. Þau voru mikið útiverufólk, stunduðu golf, göngur og fleira. Hanna átti við sjúkdóm að stríða sem að lokum hafði betur í baráttunni um lífið. En nú er hún komin til mömmu sem lést fyrir tæpu ári. Ég veit að það verður örugglega tekið vel á móti henni. Ég vil að lokum biðja góðan Guð um að styrkja og blessa Ölla og börnin þeirra, tengda- börn og barnabörn. Takk fyrir allt, elsku systir mín. Magnús bróðir. Hún var þriðja tengdabarnið sem kom inn í fjölskyldu hjónanna Önnu Árnadóttur frá Kópaskeri og Oddgeirs Péturs- sonar frá Oddsstöðum. Hún kom fagnandi í hópinn og henni var að sama skapi vel fagnað. Þau voru glæsileg hjón, Jó- hanna og Örlygur, og framtíðin brosti við þeim. Þau smellpöss- uðu saman, þótt þau væru upp- runnin sitt úr hvorri áttinni, eins langt hvort frá öðru og hugsast gat. Hún af Vestfjarðakjálkan- um, hann af Melrakkasléttunni. Hún kom eins og stormsveip- ur inn í hópinn en það var strax eins og hún hefði verið þar alla ævi. Hún bar með sér persónu- töfra sem heilluðu alla, jafnt unga sem aldna, háa sem lága, hvar sem hún fór. Og Jóhanna fór víða. Hún var heimsborgari. Það var alveg sama hvert hún fór, hún var eins og heima hjá sér á stór- Hafnarfjarðarsvæðinu! Hvort sem hún var stödd vestur á Rauðasandi eða austur á Kópa- skeri, í Danmörku eða Arabíu eða í einhverri stórborg eða smáþorpi eða á bóndabæ í Evr- ópu eða Ameríku eða Asíu. Alls staðar var hún eins og á heima- velli og alltaf dróst að henni fólk sem vildi ræða við hana, leita eftir áliti hennar og eiga hana að vini. En það eru ekki allir vinir sem láta vel. Óboðinn gestur kom til Hönnu og vann henni og fjölskyldunni allri mikið mein. Hún glímdi við þrálát veikindi sem spilltu mjög lífsgæðum hennar hin síðari ár. En hún lét aldrei bugast, heldur barðist fyrir lífi sínu og velferð fjöl- skyldunnar, eins lengi og hún gat, með óþrjótandi bjartsýni og dugnaði til hinsta dags. Jóhönnu verður minnst með heitum tilfinningum, söknuði, gleði og sorg. Blessuð veri minning hennar. Örn Erlendsson. Elsku vinkona. Það er þyngra en tárum taki að setja minn- ingar um þig á blað, þú sem varst öll á uppleið þegar ég tal- aði við þig síðast og beiðst eftir því að komast í aðgerð. Enginn veit sinn næturstað fyrr en að morgni á svo sannarlega við núna. Enginn reiknaði með því að þú kæmir ekki heim eftir smá aðgerð. Ég kynntist ykkur hjónum fyrir margt löngu, sennilega um 1982 eða svo, þegar ég bjó í Mosfellsbæ og þið í Garða- bænum. Ég á ekkert nema góðar og skemmtilegar minningar um þig vinkona sem munu ylja mér í framtíðinni. Ég minnist þess að við spil- uðum fjögur saman badminton í Mosó vikulega í tvo vetur eða svo, sem var afskaplega skemmtilegt og gefandi. Ég minnist ferðar til Parísar með ykkur hjónum sem var ákveðin með mjög stuttum fyrirvara og var einstaklega skemmtileg. Ég minnist þess að við hönnuðum á mig mjög sérstakan kjól og saumuðum í tilefni árshátíðar í lagadeild 1989 sem ég á ennþá og minnir mig ætíð á þig með gleði. Ég minnist þess að þú spurðir mig fyrir skírn (eða fermingu) Dagnýjar þinnar hvort ég gæti hjálpað þér við að baka kransaköku. Ég hélt það nú og við skelltum í eina eða tvær. Eftir á spurðir þú mig hvort ég hefði oft bakað kransa- köku. Það hafði ég aldrei gert en datt ekki í hug að draga úr kunnáttu minni svo þú gætir notið aðstoðar minnar án þess að hafa áhyggjur af útkomunni. Við hlógum mikið og lengi að þessu eftir á. Í gegnum áratugina höfum við átt endalausar skemmtilegar stundir saman og mikið hefur verið hlegið. Þú hafðir einstak- lega smitandi hlátur svo ekki var annað hægt en að hrífast með. Marga golfhringina höfum við tekið saman og oft heyrðist frá þér eða mér ef illa gekk: „Neiii, hvað er ég að gera?.“ Það var einstaklega gott að fara golfhring með þér og Ölla, aldrei vesen eða tuð. Það verður ekki sagt um öll hjón á golfvellinum. Nú ertu skyndilega farin og ekki hægt að njóta fleiri gleði- stunda með þér. Ég er hins veg- ar sannfærð um að þú sért nú komin á góðan stað þar sem þú hittir ættingja og vini sem þegar hafa kvatt þessa jarðvist. Þar eru örugglega margir sem taka 18 holur með þér. Góða ferð yfir í Sumarlandið elsku vinkona. Þín verður sárt saknað hér á mínum bæ og alls staðar þar sem þú hefur kynnt þig. Ég mun hugsa til þín þegar ég fer á Hvaleyrina og hafa þig með í anda. Svo hittumst við aft- ur þegar ég kem yfir og við tök- um hring saman. Ég votta Ölla, börnum ykkar og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Þín vinkona, Ástríður Sólrún Gríms- dóttir (Ásta Gríms). Okkur langar til að minnast vinkonu okkar, Jóhönnu Hauks- dóttur. Við fengum að njóta samveru hennar mörgum stundum í saumaklúbbnum okkar, en sögu hans má rekja langt aftur á fyrri öld. Þá vorum við allar ungar og önnum kafnar við að undirbúa framtíðina, byggja upp heimili, giftast og eignast börnin okkar. Saumaklúbbar eru athyglis- vert séríslenskt fyrirbæri þar sem myndast sterk tengsl og vináttubönd. Við erum enn að hittast en nú er öldin önnur. Samt eru fundirnir okkar mik- ilvægir og við eigum eftir að sakna þess að Hanna verður ekki lengur með. Þegar við hugsum til hennar kemur fyrst í hugann léttleikinn og gleðin sem hún bjó ætíð yfir og var svo ör- lát á. Allar munum við létta hláturinn hennar og hvað hún var alltaf tilbúin að gera gott úr málum. Hún sá ekki „vandamálin“, bara lausnirnar. Hún þurfti líka oft á því að halda þar sem bárur lífsins voru oft djúpar í lífi henn- ar. Í mörg ár hefur hún glímt við veikindi og líkamleg áföll, en alltaf tilbúin að rísa upp aftur og halda áfram. Halda áfram að deila lífinu með elskulegum eiginmanni, börnum, tengdabörnum og ekki síst barnabörnunum, þrátt fyrir að þau hafi tvístrast um heim- inn. Við sendum þeim öllum hlý- hug og samúð í sorg sinni. Kristín, Sigurbjörg, Sigurlaug, Margrét, Hulda og Kolbrún. Jóhanna Kristín Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.