Morgunblaðið - 05.06.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 05.06.2020, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 Í aukastyrkúthlutun Miðstöðvar ís- lenskra bókmennta vegna veirufar- aldursins voru 36 milljónir króna veittar til 45 verkefna af margvís- legum toga. Meðal styrktra verk- efna eru ritstörf, útgáfa, þýðingar, hlaðvörp, bókmenntaviðburðir, vef- ir, hljóðbókagerð, ritsmiðjur og námskeiðahald. Alls bárust 257 styrkumsóknir frá 199 aðilum og var sótt um fyrir verkefni að heildar- upphæð 588 milljónir króna. Hæstu styrki, að upphæð 1,2 milljónir króna, hlutu verkefnin Ljóðamála á almannafæri: ljóða- haust á Norðurlandi. Upplestraröð á neti og í raunheimum sem Ásgeir H. Ingólfsson stendur fyrir; bók um líf- ið í Kvennaathvarfinu gegnum mat, menningu og sögur kvenna og barna sem þar dvelja; Menningarsumar í Bókakaffinu á Selfossi; margmiðl- unarsíða og veflægur gagnagrunnur um tímaritið Sögu og útgáfu Sögu- félags; Bókmenntavefur Borgar- bókasafnsins; og sumarnámskeið Rithöfundaskólans í Gerðubergi, sem eru ókeypis sumarnámskeið fyrir skapandi börn. Kr. 800 þúsund hlutu meðal ann- ars verkefnin Aldarspegill – Bók um Ólaf K. Magnússon ljósmyndara Morgunblaðsins; Þýðing Arthúrs Björgvins Bollasonar á Hyperion eftir Friedrich Hölderlin; þróun leikhandrita að sviðsverkum fyrir börn, byggðum á barnabókum, sem Áslaug Jónsdóttir annast; Sutt- ungur ljóðahátíð í Reykjavík og Stykkishólmi; Brúin, gagnagrunnur um íslenskar bækur fáanlegar á ensku með enskum kynningar- textum – umsækjandi er Björn Hall- dórsson; útgáfa tveggja Ljóðbréfa sem Dagur Hjartarson er í forsvari fyrir; bók um líf og skapandi feril Jó- hanns Jóhannssonar, tónskálds og leikstjóra; Íslenskar dystópíur: skáldsaga og fyrirlestrar – umsækj- andi er Emil Hjörvar Petersen; Syrpa – sýnisrit íslenskra sviðs- handrita. Samansafn styttri hand- rita og handritabrota – umsækjandi er Eva Rún Snorradóttir; Sagna- landið – bók um 30 staði sem tengj- ast íslenskum bókmenntum – um- sækjandi er Halldór Guðmundsson. Listann má sjá í heild á islit.is. 45 margvísleg verkefni styrkt Ólafur K. Magnússon Jóhann Jóhannsson Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Megnið af ljóðunum skrifaði ég á síðastliðnu ári,“ segir Arndís Þórarinsdóttir, sem nýverið sendi frá sér Innræti sem er fyrsta ljóðabók hennar. Arndís hefur áður sent frá sér ung- lingasöguna Játningar mjólkurfernuskálds og barnabækurnar Nærbuxnaverksmiðjan og Nærbuxnanjósnararnir. „Það er frekar nýtt fyrir mér að skrifa ljóð og má segja að ég sé að fikra mig inn á ókunnugar lendur,“ segir Arn- dís og rifjar upp að Sigurður heitinn Pálsson ljóðskáld hafi haft mikil áhrif á hana sem kenn- ari, en hún sótti námskeið í ritlist hjá honum við Háskóla Íslands vorin 2017 og 2016. „Þetta voru síðustu tvö námskeiðin sem hann kenndi. Ég skráði mig á fyrra námskeiðið nánast af skyldurækni vegna þess hversu vel var af nám- skeiðum hans látið, enda hafði hann gríðarleg áhrif á fjölmarga höfunda hérlendis. Það sem hann gerði var að hann lagði ekki upp með að kenna fólki að skrifa ljóð heldur lesa ljóð. Galdralandið Gotland gott skrifland Námskeiðin hverfðust um það að hann dældi alls kyns textum, bæði íslenskum og þýddum, í nemendur, sem lásu verkin og ræddu í vinnu- smiðjuumhverfi. Samhliða því var verið að lesa texta sem nemendur sjálfir voru að skrifa. Þannig opnaði hann þetta tjáningarform upp á gátt. Um leið og maður er farinn að lesa ljóð opið, gagnrýnið og í samhengi við alla bók- menntasöguna verður sá tjáningarmáti nær- tækari,“ segir Arndís og rifjar upp að hún hafi á sínum tíma alls ekki séð fyrir sér að hún myndi nokkurn tíma skrifa ljóð. Innræti er allt í senn full af húmor og ákveðnu hispursleysi. Var það nokkuð sem þú lagðir meðvitað upp með? „Já. Maður verður að taka tilfinningalega áhættu til þess að ljóðin verði ekki bara ein- hverjir orðaleikir eða sniðugheit. Til að fá kjöt á bein þarf að ganga nærri sér,“ segir Arndís og tekur fram að ekki séu þó allir textar bók- arinnar strangævisögulegir. „Í sumum ljóð- unum eru settar fram lífsskoðanir sem ég kann- ast þó ekki við nema sem stopul hughrif hjá sjálfri mér. Það veitir mér sem skáldi frelsi til að ganga enn lengra – því þetta er ekki allt ég,“ segir Arndís og tekur fram að hægt sé að fá góða hugmynd að ljóði á Facebook. Í framhald- inu víkur talinu að hópi þar sem nefnist Hver hendir svona? en umfjöllunarefnin þar kallast skemmtilega á við ljóðið „Hver kaupir svona?“ Arndís segir hægt að fá góða hugmynd að ljóði víða. „Til dæmis úr lifrarpylsupokanum inni í ísskápnum sínum,“ segir Arndís kímin og tekur fram að hún hafi skrifað stóran hluta bók- arinnar á framandi stað. „Í fyrravor dvaldi ég í nokkrar vikur í hinum stórkostlega bæ Visby á Gotlandi, sem er mikið galdraland og innblás- andi. Bærinn hýsir meðal annars mikilfeng- legar kirkjurústir sem verið hafa í eyði frá siða- skiptum. Fjarlægðin hjálpar til við að sjá ljóðrænuna í lifrarpylsunni heima,“ segir Arn- dís, en nokkur fjöldi ljóðanna fjallar um konu sem fer að heiman og yfirgefur fjölskyldu sína. Bókakápan er afar falleg og kallast á ljóð- rænan hátt á við innihaldið. Hvað getur þú sagt mér um tilurð hennar? „Það var langt og skrýtið ferli að finna réttu kápuna sem fangaði rétta tóninn. Ég sá alltaf fyrir mér að kápan væri mjúk, falleg, kvenleg og aðlaðandi. Ég vildi alls ekki að kápan væri kúl,“ segir Arndís og rifjar upp að Halla Sigga hafi reynt sitt ýtrasta til að gera henni til geðs en án árangurs. „Þegar vinkona mín stakk síð- an upp á því að broddgöltur myndi prýða káp- una varð ég að játa mig sigraða, því hann er ekki mjúkur heldur frekar kúl,“ segir Arndís hlæjandi og viðurkennir fúslega að broddgölt- urinn kallist mun betur á við innihald bókar- innar „en blómin og skýin sem ég hélt að ég vildi,“ segir Arndís og hrósar happi yfir sam- starfinu við Höllu Siggu. „Broddgeltir eru svo ljóðræn fyrirbæri að það ætti eiginlega að banna þá. Þeir eru svo gangandi táknræna,“ segir Arndís og tekur fram að sér finnist skemmtilegt hvernig trýni dýrsins leynist á kápuflipanum. „Mér finnst gaman hvernig káp- an leynir á sér, sem kallast sterklega á við inni- haldið.“ Ertu komin á bragðið? Munt þú halda áfram að yrkja? „Já, að minnsta kosti fyrir möppuna á tölv- unni minni. Sjáum til hvað gerist meira. Ég mun ótvírætt halda áfram að lesa ljóð eins og Sigurður kenndi mér.“ Held hann hafi ekki séð í mér neitt efni Hvað heldur þú að honum hefði fundist um þessa bók? „Ég var ekkert sérstaklega góður nemandi hjá Sigurði – sem helgast aðallega af því að ég hafði aldrei hugsað um ljóð áður en ég tók nám- skeiðið. Ég hugsa að hann hafi ekki séð í mér nokkurt efni,“ segir Arndís og hlær dátt. Í framhaldinu rifjar hún upp einn af mörgum kostum námskeiðsins. „Eitt af því sem hann gerði, sem var svo fallegt, var að hann lét okkur öll senda sér texta í hverri viku sem hann lagði fyrir hópinn nafnlaust. Þannig vissi aldrei neinn um hvern var verið að tala þannig að maður þurfti ekki persónulega að kynna textana sína heldur stóðu þeir bara sjálfir fyrir sínu. Þannig fjarlægði hann allt egó úr umfjölluninni, sem var mjög hollt og skemmtilegt.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kúl „Ég vildi alls ekki að kápan væri kúl,“ segir Arndís Þórarinsdóttir um kápu Innrætis. „Að taka tilfinningalega áhættu“  Arndís Þórarinsdóttir sendir frá sér ljóðabókina Innræti  „Til að fá kjöt á bein þarf að ganga nærri sér“  Auðvelt að fá hugmynd að ljóði á Facebook  Broddgölturinn gangandi táknræna Berar tær á parketi færast nær og í myrkrinu er ég stjörf af hræðslu við andlitslausa ógn Mömmur eiga ekki að vera myrkfælnar Ég veit þetta ert bara þú Ég kreppi hnefa undir koddanum held niðri í mér andanum Í nóttinni er ég smá Loksins eftir myrkureilífð birtist kunnuglegur vangasvipur í gættinni og ég sleppi hryllingnum úr lungunum Ég býð kaldfættan gestinn velkominn undir sængina vef smáan kroppinn örmum og skammast mín fyrir traustið sem ég finn í djúpum andardrættinum Það kemur að því að þú afhjúpar mig Ég óttast að það verði okkur báðum þungbært Næturgestur BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 recast svefnsófi kr. 149.900 vandaðir og góðir svefnsófar frá innovation living denmark - skoðaðu úrvalið á linan.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.