Morgunblaðið - 05.06.2020, Side 27
GRÓTTA
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Grótta kom öllum á óvart í fyrra þegar liðið stóð
uppi sem sigurvegari í 1. deild karla í knattspyrnu
og tryggði sér í leiðinni sæti í efstu deild í fyrsta
skipti í sögu félagsins en liðið hafði ári áður endað í
öðru sæti í 2. deildinni. Enginn spáði Seltirningum
sérlega góðu gengi síðasta sumar en þeir komu öll-
um heldur betur á óvart. Þá spáir enginn þeim öðru
en falli úr Pepsi-deildinni í sumar og Morgunblaðið
sló á þráðinn til markaskorararns Péturs Theodórs
Árnasonar til að taka stöðuna á Gróttuliðinu fyrir
komandi Íslandsmót.
„Það eru nánast allir fjölmiðlar búnir að fella
okkur niður sem er kannski skiljanlegt. Við áttum
ótrúlegt tímabil í fyrra, sem við bjuggumst ekkert
við ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Pétur,
markakóngur 1. deildarinnar með 15 mörk. „En
þessar spár hjálpa okkur bara, við komum pressu-
lausir inn í sumarið og njótum þess. Flestallir hjá
okkur eru að fara að eiga sitt fyrsta alvörutímabil í
efstu deild og þetta verður bara gaman.“
Viljum spila skemmtilega
Gróttumenn urðu snarlega þekktir sem
skemmtilegt fótboltalið í fyrra en engum datt þó í
hug að nýliðarnir væru líklegir til að blanda sér í
toppbaráttuna, ekki í upphafi móts í það minnsta.
Liðið spilaði beinskeyttan fótbolta og leikáætlunin
var vafningalaus, það átti einfaldlega að sækja til
sigurs. Þegar upp var staðið skoruðu Gróttumenn
45 mörk yfir sumarið, aðeins hinir nýliðarnir í
Fjölni skoruðu meira, en Grótta fékk á sig 31 mark,
flest allra liða í efri hluta deildarinnar. Síðan þá hef-
ur liðið auðvitað skipt um þjálfara, og þjálfararnir í
raun skipt um úlpu. Óskar Hrafn Þorvaldsson tók
við Breiðabliki og Ágúst Gylfason, sem stýrði Blik-
um síðustu tvö sumur, er kominn á Seltjarnarnesið.
Honum til aðstoðar er Guðmundur Steinarsson.
Litlar mannabreytingar hafa orðið í liðinu og auð-
vitað hefur kórónuveiruástandið haft einhver áhrif
en Pétur segir leikmenn bratta og fulla tilhlökk-
unar fyrir komandi tímabili.
„Við náttúrlega hittumst ekkert í einhverjar sex
vikur og margir voru meiddir í vetur en flestir eru
að stíga til baka á réttum tíma. Hollningin á liðinu
er fín, menn koma ferskir inn eftir þetta frí, ef frí
skyldi kalla. Það er bara mikil spenna fyrir sum-
arið,“ sagði Pétur og bætti við að nýju þjálfara-
teymi hefðu ekki endilega fylgt áherslubreytingar.
Liðið ætlar áfram að reyna að spila sóknarbolta,
eins langt og það nær, en auðvitað bíða talsvert
sterkari og sjóaðri andstæðingar í efstu deild.
„Það er frábært að vinna með Gústa og Gumma,
þeir eru gríðarlega góðir þjálfarar. Við ætlum að
reyna að halda í okkar spilamennsku, eins mikið og
við getum, þetta er auðvitað allt annað verkefni en
fyrsta deildin og þetta verða erfiðari andstæðingar.
Við getum kannski ekki alveg spilað sama fótbolta
en við ætlum að spila eins skemmtilega og við get-
um.
Það væri heimskulegt að setja eitthvað annað
markmið en það,“ sagði Pétur þegar hann var innt-
ur eftir því hvort markmið liðsins væri einfaldlega
að halda sér uppi. „En við erum ekkert bara hérna
til að vera með, við förum inn í hvern einasta leik til
að vinna og svo sjáum við til hverju það skilar.“
Markakóngur eftir meiðsli
Eins og fyrr segir var Pétur markakóngur fyrstu
deildarinnar á síðustu leiktíð en það er hans allra
besta tímabil á ferlinum. Hann hefur verið lengi í
Gróttu og einnig leikið með Kríu, eins konar vara-
liði Gróttu í 4. deild. Hann sleit krossband tvisvar,
2013 og 2014, og átti erfitt með að koma sér af stað
eftir það. Eftir veru hjá liði Kríu taldi hann sig þó
vera kominn í gott stand og eiga erindi í Gróttuliðið.
Pétur hafði samband við Óskar Hrafn þjálfara og
fékk að byrja að mæta á æfingar. Sú ákvörðun átti
heldur betur eftir að reynast vel er honum tókst að
eiga sitt fyrsta alvörutímabil í fyrra. Hann var
aðeins með eitt mark í 27 leikjum í deild fyrir það
en skoraði 15 mörk í 22 leikjum á síðustu leiktíð.
Hann segist ekki hafa sett sér nein markmið varð-
andi markaskorun í sumar.
„Það hafa margir sagt mér að setja saman ein-
hverja tölu en mín markmið eru bara að standa mig
vel. Ef ég geri það munu mörkin koma og ég vil
bara hjálpa liðinu eins mikið og ég get, hafa þetta
gott sumar,“ sagði hann og bætti við að stemningin
á Seltjarnarnesi væri mikil, eins og hún var í fyrra.
Gróttuliðið vill byggja ofan á það og halda góðu
stundunum frá því í fyrra gangandi. „Það er verið
að bæta við einhverjum 300 sætum á Vivaldi-
vellinum, taka klefa og vallarhús í gegn. Það er allt-
af mikil stemning og mikill meðbyr á Nesinu. Við
viljum taka stemninguna frá síðasta sumri með
okkur og halda í leikgleðina, það er mikilvægt,“
sagði Pétur ennfremur við Morgunblaðið í gær.
Grótta kom öllum á óvart á síðasta ári og það er
aldrei að vita nema Seltirningar leiki sama leik í
sumar.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Markaskorari Pétur Theódór Árnason skoraði 15 mörk í 1. deildinni á síðustu leiktíð og mun mikið mæða á honum með nýliðum Gróttu í sumar.
Allir búnir að fella okkur
Pétur Theodór verður í lykilhlutverki nýliðanna Varð markakóngur í fyrra
eftir að hafa tvisvar slitið krossband Gróttumenn ánægðir með nýjan þjálfara
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020
Knattspyrnumaðurinn Geoff-
rey Castillion gæti snúið aftur
til Fylkis. Þetta staðfesti
Hrafnkell Helgi Helgason, for-
maður meistaraflokksráðs
Fylkis, í samtali við fótbolta.-
net í gær. Castillion lék með
Fylkismönnum síðasta sumar,
þá sem lánsmaður frá FH, en
hann skoraði 10 mörk í 19 leikj-
um með Fylki í úrvalsdeildinni
á síðustu leiktíð.
Framherjinn er samningsbundinn Persib
Bandung í Indónesíu en deildin þar er í ótíma-
bundnu hléi vegna kórónuveirufaraldursins.
„Hann hefur áhuga á að koma og spila,“ sagði
Hrafnkell meðal annars.
Gæti snúið aftur
Geoffrey
Castillion
Ekki er sleggjukastarinn Vig-
dís Jónsdóttir ryðguð eftir
þær hömlur sem fylgdu kór-
ónuveirunni með tilheyrandi
áhrifum á æfingar afreks-
íþróttafólks. Hún endurheimti
í gær Íslandsmetið í sleggju-
kasti á vormóti Fjölnis og
þeytti sleggjunni 62,38 metra.
Eldra Íslandsmetið átti
Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem
var 62,16 metrar og sett í
Borgarnesi í maí í fyrra. Vigdís bætti árangur
sinn um hálfan metra eða svo en í júlí í fyrra
kastaði hún 61,80 m á móti í Kaplakrika. Vigdís
fæddist árið 1996 og keppir fyrir FH. Hún hefur
níu sinnum sett met í greininni. kris@mbl.is
Vigdís setti met
Vigdís
Jónsdóttir
Timo Werner, framherji
þýska knattspyrnufélagsins
RB Leipzig, hefur samþykkt
að ganga í raðir Chelsea í
sumar en Lundúnaliðið ætlar
að borga 60 milljónir evra fyr-
ir leikmanninn. Werner hefur
lengi verið eitt helsta skot-
mark Liverpool en þessi öflugi
framherji virðist vera að
ganga meistaraefnunum úr
greipum ef marka má fréttir
gærdagsins.
Daily Mail sagði frá því í gær að Chelsea ætl-
aði að nýta sér ákvæði í samningi Werners sem
segir að Leipzig verði að samþykkja tilboð upp á
60 milljónir í hann. kristoferk@mbl.is
Werner til London
Timo
Werner
Marcus Rashford, framherji enska
knattspyrnufélagsins Manchester
United, er heill heilsu og hefur jafnað
sig af bakmeiðslum sem hafa verið
að hrjá hann síðan í janúar. Í fyrstu
var talið að hann myndi missa af
restinni af tímabilinu en þar sem hlé
var gert á ensku úrvalsdeildinni
vegna kórónuveirufaraldursins er
ljóst að hann getur spilað lokaleiki
tímabilsins.
United hefur lagt fram tilboð í Ka-
lidou Koulibaly, varnarmann Napoli,
en það er Sky Sports á Ítalíu sem
greinir frá þessu. Sky Sports segir
frá því að tilboðið hljóði upp á 71
milljón punda en Koulibaly hefur ver-
ið sterklega orðaður við Liverpool og
PSG undanfarnar vikur. Forráðamenn
Napoli hafa hins vegar lítinn áhuga á
því að selja senegalska varnarmann-
inn fyrir minna en 89 milljónir
punda.
Hvergerðingurinn Björn Ásgeir
Ásgeirsson hefur ákveðið að halda til
náms í Bandaríkjunum næsta vetur
og mun leika með liði Union Univers-
ity í Tennessee. Netmiðillinn Karf-
an.is greinir frá þessu.
Björn, sem er bakvörður, var í stóru
hlutverki hjá Hamri í toppbaráttunni í
næstefstu deild síðasta vetur og
skoraði rúm átta stig að meðaltali.
Björn er 19 ára gamall og hefur einn-
ig leikið með Vestra og Selfossi en
er uppalinn hjá Hamri. Lið Union Uni-
versity leikur í 2. deild í NCAA,
bandaríska háskólakörfuboltanum.
Rodney Glasgow er genginn til
liðs við körfuknattleikslið Njarðvíkur
en þetta kemur fram á heimasíðu fé-
lagsins. Glasgow fæddist árið 1992.
Hann er skotbakvörður sem fæddist í
Bandaríkjunum en er með breskt
vegabréf. Hann hefur meðal annars
leikið í Sviss, Belgíu og Slóvakíu frá
því hann útskrifaðist úr VMI-
háskólanum í Bandaríkjunum árið
2014. Hann lék með Newcastle á
Englandi á síðustu leiktíð þar sem
hann varð enskur meistari.
Knattspyrnumaðurinn Diego
Costa var í gær fundinn sekur um
skattsvik af dómstólum á Spáni og
þarf að greiða yfir 500 þúsund evrur
í sekt eða yfir 80 milljónir íslenskra
króna. Þá var hann dæmdur í sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Costa er 31 árs gamall framherji sem
spilar með Atlético Madríd á Spáni
en málavextir eru þeir að hann gaf
ekki upp fimm milljón evra tekjur til
skatts þegar hann hafði félagsskipti
frá Chelsea á Englandi til Madríd. Þá
gaf hann ekki upp eina milljón evra
sem hann fékk vegna
auglýsingasamnings.
Saksóknarar í Madríd
kröfðust þess að Costa
yrði dæmdur í sex
mánaða fangelsi
en hann slepp-
ur við fang-
elsisvistina
með því
að
greiða
auka-
lega um
36 þús-
und evrur í
sekt.
Eitt
ogannað