Morgunblaðið - 17.06.2020, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 17.06.2020, Qupperneq 37
37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 VIÐTAL Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Forseti Íslands á að vera öryggisventill ís- lensku þjóðarinnar á Bessastöðum þegar gjá myndast milli þings og þjóðar. Þetta segir viðskipta- og hagfræðingurinn Guðmundur Franklín Jónsson, sem er í fram- boði til embættis forseta Íslands í kosning- unum 27. júní nk. Guðmundur Franklín er ekki ókunnugur landsmönnum en hann hefur áður komið fram í aðdraganda alþingis- og forseta- kosninga. Hann var formaður stjórnmála- flokksins Hægri-grænna sem bauð fram í þing- kosningunum árið 2013. Að auki var hann meðal frambjóðenda í forsetakosningunum árið 2016. Hann dró þó framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Ólaf Ragnar Grímsson, þá- verandi forseta Íslands. Guðmundur hefur auk þessa látið að sér kveða í efnahagslífinu, hér heima og erlendis. Starfaði hann meðal annars sem verð- bréfamiðlari á Wall Street í 13 ár ásamt því að koma að fjármögnun og rekstri fjölda fyrir- tækja. Vill verja auðlindir í eigu ríkisins Spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að sækjast eftir kjöri í forsetakosningunum segir Guðmundur að fram undan séu óvissutímar þar sem nauðsynlegt sé að hafa öflugan forseta. Einungis þannig verði tryggt að verðmætar auðlindir haldist áfram í eigu íslensku þjóð- arinnar. „Við verðum að læra af reynslunni sem við öðluðumst í kringum síðasta hrun. Nú erum við að horfa fram á enn dýpri kreppu sökum kór- ónuveirunnar þar sem samdráttur í ríkis- tekjum verður allt að 50%. Í stað þess að draga saman seglin með hagræðingu í ríkisrekstri munu stjórnmálamenn forherðast í því að selja ríkiseignir. Engu mun skipta hvað eignirnar heita ef það er forseti sem sleppir öllu í gegn eins og núverandi forseti gerir. Við erum að tala um Landsvirkjun og allt sem henni fylgir, bankana og fleira. Mér finnst vanta öryggis- ventil á Bessastaði til að vernda auðlindirnar fyrir ásókn stjórnvalda í að selja þær,“ segir Guðmundur. Hann segist hafa ákveðið að bjóða sig fram eftir þúsundir áskorana. Komu áskoranirnar sökum mikillar óánægju með störf sitjandi for- seta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Nefnir Guðmundur þriðja orkupakkann í því sam- hengi. „Fyrst enginn annar en Guðni vildi sækjast eftir því að gegna embættinu ákvað ég að bjóða mig fram. Í orkupakkamálinu hlustaði hann ekki á 80% þjóðarinnar, sem var á móti orkupakka þrjú. Samtals var safnað um 30 þús- und undirskriftum. Hann tók hvorki mark á skoðanakönnunum né gjánni sem myndaðist milli þings og þjóðar í heilt ár. Hann hundsaði það án þess að blikka,“ segir Guðmundur sem óttast að áhrif og útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi verði notuð sem afsökun fyrir slakri fjármálastjórnun ríkisins. Þannig verði bönk- um og öðrum ríkiseignum komið í hendur lítils hóps auð- og stjórnmálamanna. „Við getum ekki verið þjóð sem er með auð- menn í fákeppni á markaði við völd. Við heyrð- um endalaust talað um að hér hefði verið hrun árin eftir 2008. Núna verður nýja mantran „hér varð covid“. Nú eru stjórnvöld búin að fá leyfi til að selja bankana og þeim er ekki treystandi til að selja þá með dreifðri aðild. Það eru alltaf einhverjir sem ganga fyrir og almenningur mun borga brúsann. Ríkið vantar fjármagn og í stað þess að spara munu stjórnvöld hækka skatta og selja eignir,“ segir Guðmundur, en hann kveðst ætla að beita sér fyrir því að eign- arhlut ríkisins í bönkunum verði skipt jafnt milli allra landsmanna. Þannig verði jafnframt tryggt að markaður myndist með bréfin. Spurður hvort hugmyndir hans eigi ekki bet- ur heima á Alþingi, segir Guðmundur að svo megi vera. Embætti forseta Íslands sé þó sömuleiðis góður vettvangur til að koma fram- angreindum stefnumálum á framfæri. „Að sjálfsögðu væri sniðugt að vera á þingi en forsetinn þarf að vera lifandi. Hann er ekki dauð persóna sem einungis stendur í ein- hverjum embættisgjörðum. Auðvitað þarf hann að taka á móti gestum og fara í heimsóknir en hann þarf að vera lifandi ímynd sem talar við fólkið í landinu og miðlar hugmyndum þess áfram. Ég vil verða forseti fólksins í landinu,“ segir Guðmundur. Undarlegt hatur í garð Bandaríkjanna Frá því að Guðmundur kynnti fyrst framboð sitt hefur mikið verið rætt og ritað um persónu hans. Sjálfur segist hann hafa fundið fyrir mikl- um meðbyr, en þó hafi hann mætt mótstöðu annars staðar. Hefur sú mótstaða einna helst verið meðal fjölmiðlamanna, sem að sögn Guð- mundar virðast eiga erfitt með að halda hlut- leysi sínu. Hefur slík hlutdrægni einna helst komið fram í dálæti á Evrópusambandinu og hatri í garð Bandaríkjanna. Guðmundur undr- ast afstöðu viðkomandi fjölmiðlamanna. „Það hafa allir tekið mér mjög vel, en það er þessi ESB-klíka sem stjórnað er af nokkrum körlum sem engu vilja breyta. Þetta er eitt pró- sentið svokallaða, sem meðal annars stýrir Fréttablaðinu, Hringbraut og Sýn. Síðan ég kom fram hafa þeir verið með stöðug skot á mig, en ég ætla ekki að láta bjóða þjóðinni minni upp á framtíðina sem við okkur blasir. Þeim virðist mjög illa við það að bera okkur saman við Bandaríkin, sem er í raun bara sorg- legt,“ segir Guðmundur og bætir við að sér finnist jákvætt að bera Ísland saman við Bandaríkin. Þá megi ekki blanda persónu- leikum einstaka stjórnmálamanna inn í alþjóða- umræðu. „Ég er auðvitað að bjóða mig fram á „marx- ískum“ tímum. En mér finnst algjörlega skammarlegt hvernig stjórnvöld hafa hagað sér gagnvart bandarískum stjórnvöldum síð- ustu ár. Þau reyna að ala á hatri gangvart þeim til að sverma fyrir Evrópusambandinu. Við hefðum það ekki svona gott nema af því að Bandaríkin komu hérna í stríðinu og voru okk- ur innan handar. Við gerum miklu meiri við- skipti í dollurum en evrum og það eru bara staðreyndir. Við eigum að hætta að draga lapp- irnar og drífa í því að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin,“ segir Guðmundur. Mun nýta málskotsréttinn Í aðdraganda kosninganna hefur málskots- réttur forseta samkvæmt 26. grein stjórnar- skrár verið mikið til umræðu. Í tíð sitjandi for- seta hefur hann aldrei verið virkjaður. Þá nýtti Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, sér umræddan málskotsrétt einungis þrívegis á tuttugu ára ferli. Verði Guðmundur kjörinn for- seti er líklegt að breyting verði þar á. „Sam- kvæmt stjórnarskrá fer forseti með löggjafar- valdið með Alþingi. Ólíkt sitjandi forseta mun ég ekki skrifa upp á neinar skerðingar eldri borgara og öryrkja. Þessir hópar hafa ekki fengið til baka það sem þeir áttu inni. Allir aðrir hafa fengið sitt. Sömuleiðis verður öllum breyt- ingum á stjórnarskrá vísað í þjóðaratkvæði með mig sem forseta,“ segir Guðmundur. Fyrr á þessu ári barst faraldur kórónuveiru hingað til lands. Sökum áhrifa hennar stefnir Ísland nú inn í mikla efnahagslægð. Gjaldeyris- tekjur hafa skroppið saman og innlend ferða- þjónusta rær víðast hvar lífróður. Í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar var embættið virkt í að gæta hagsmuna og aðstoða íslensk fyrirtæki erlendis. Minna hefur borið á slíku í tíð sitjandi forseta. Spurður hvort hann muni beita sér í þágu íslenskra fyrirtækja erlendis, segir Guð- mundur að vanda þurfi öll slík afskipti. „Það er vandmeðfarið að leggja nafn landsins við fyrir- tæki og stjórnendur þeirra sem forseti þekkir ef til vill ekki út og inn. Það kom í bakið á okkur að Ólafur Ragnar hafði lagt lag sitt við óheppi- lega stjórnendur og því verður að stíga varlega til jarðar þótt ég vilji auðvitað að fyrirtækjum landsins gangi sem best.“ - En með hvaða hætti getur forseti skapað verðmæti fyrir Ísland horft til næstu fjögurra ára? „Forsetinn skapar ekki sjálfur verðmæti. Hann verður þó að tala hug í þjóðina og vera lausnamiðaður. Ég hefði til að mynda viljað tryggja öllum Íslendingum atvinnu. Á meðan landið er ekki fullt af ferðamönnum er hægt að bjóða öllum sem vilja vinnu að fara í það að laga landið. Þannig gætu viðkomandi aðilar gist á hótelum á landsbyggðinni, borðað á veitinga- stöðunum og lagað landið okkar á sama tíma.“ „Ég er ekki að fara að tapa“ Að því er fram hefur komið í skoðanakönn- unum í aðdraganda kosninganna nýtur sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, stuðnings mik- ils meirihluta þjóðarinnar. Ef kannanirnar raungerast er ljóst að Guðmundur mun lúta í lægra haldi fyrir sitjandi forseta. Sjálfur kveðst hann þó fullur sjálfstrausts og á von á því að vinna kosningarnar 27. júní. „Ég fer aldrei aft- ur í forsetaframboð, en ef þjóðin vill sama mann þá segi ég bara guð blessi Ísland. Ég mun hins vegar vinna kosningarnar,“ segir Guðmundur. - Fari svo að þú lútir í lægra haldi, hyggstu snúa þér að fyrri störfum á ný? „Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér. Ég hef meira og minna verið að koma að rekstri fyrirtækja í gegnum tíðina. En ég er ekki að fara að tapa þessum kosningum.“ Hyggst verja auðlindir Íslands  Segir „ESB-klíkuna“ og ákveðna fjölmiðla hafa unnið markvisst gegn sér  Bjartsýnn á sigur Morgunblaðið/Eggert Forsetaframbjóðandi Verði Guðmundur kosinn hyggst hann verja auðlindir Íslands fyrir ágirnd stjórnvalda. Þá muni hann vera eins konar öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.