Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020
„Óþægilegt og óþolandi“ bakslag
Sjö staðfest smit á landinu Verkefnið í sífelldu endurmati, segir Þórólfur Álagsgreiðslur 1. júlí
Að minnsta kosti einn lögreglumað-
ur hefur reynst smitaður af kórónu-
veirunni eftir að hafa átt í samskipt-
um við hóp manna frá Rúmeníu sem
handtekinn var á föstudag. Tveir
þeirra þriggja sem þá voru teknir
höndum báru þegar með sér veiru-
smit.
Alls eru á Íslandi sjö staðfest virk
smit veirunnar, en tveir greindust
eftir komuna til landsins frá Kaup-
mannahöfn á mánudag. Annar
þeirra þarf að fara í einangrun en
hinn hafði myndað með sér mótefni.
„Þetta er auðvitað ákveðið bak-
slag síðustu daga að einhverju leyti,
sem er óþægilegt og óþolandi, en við
verðum að gíra okkur upp, halda
áfram núna og vinna þetta saman,“
sagði Víðir Reynisson, yfirlögreglu-
þjónn hjá ríkislögreglustjóra, á upp-
lýsingafundi almannavarna í gær.
„Svo virðist sem við séum aðeins
að komast út úr logninu varðandi
COVID sem við höfum verið í und-
anfarið. Enda höfum við sagt það að
við munum fá einstaka smit og jafn-
vel einstaka hópsýkingar,“ sagði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Hann sagði skimunina á landa-
mærum sem hófst á mánudag
myndu veita svör um hvernig best
yrði að stýra komu ferðamanna
hingað til lands út frá sóttvarnasjón-
armiðum. „Og þannig má segja að
þetta sé verkefni sem er í sífelldu
endurmati.“
Nema einum milljarði króna
Heilbrigðisráðuneytið hefur sent
erindi til heilbrigðisstofnana vegna
álagsgreiðslna til heilbrigðisstarfs-
fólks sem staðið hefur í framlínunni
vegna veirufaraldursins. Stefnt er að
því að álagið verði greitt út fyrsta
júlí næstkomandi en greiðslurnar
nema samtals einum milljarði króna
með launatengdum gjöldum.
Ljósmynd/Lögreglan
Blaðamannafundur Haldinn var fundur um stöðuna í Katrínartúni í gær.
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Það stendur enn til að Krónan opni
verslun á Akureyri og við erum
spennt að opna,“ segir Hjördís Erla
Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krón-
unnar. „Við erum að vinna í skipu-
lagsmálum í samvinnu við Akur-
eyrarbæ á lóð okkar við Glerárgötu
36, áður en farið verður í að byggja
húsnæðið.“
Skipulagsráð Akureyrarbæjar
lagði á dögunum til við bæjarstjórn
að tillaga að breyttu skipulagi við
Hvannavallareit yrði auglýst og
samþykkti bæjarstjórn þá tillögu á
fundi sínum í gær.
Pétur Ingi Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri skipulagssviðs, segir
að tillagan verði auglýst fljótlega.
„Ferlið er ekki búið enn, því það má
búast við að inn komi einhverjar at-
hugasemdir,“ segir hann.
Uppbyggingu á Hvannavallareit
fylgir breyting á umferðarmann-
virkjum, m.a. er gert ráð fyrir
hringtorgi á gatnamótum við
Hvannavelli og Tryggvabraut. Sam-
ráð var haft við lóðarhafa á þessu
svæði, m.a. Höld og KEA, enda þarf
að fara inn á land nokkurra lóða við
gerð þessa umferðarmannvirkis,
bæði varðandi hringtorgið sjálft og
einnig tilheyrandi gangstéttir og
hjólastíga.
Breytt skipulag samþykkt
Krónan í við-
ræðum um nýja
verslun á Akureyri
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Hvannavallareitur, á mótum Hvannavalla og Tryggvagötu.
Ingibjörg Sverr-
isdóttir var kosin
formaður Félags
eldri borgara í
Reykjavík og ná-
grenni (FEB)
með yfirburðum á
aðalfundi félags-
ins í gær. Fráfar-
andi formaður,
Ellert B. Schram,
gaf ekki kost á
sér til endurkjörs. Haukur Arnþórs-
son og Borgþór Kjærnested buðu
sig einnig fram til formanns.
Framboð Ingibjargar hlaut 262
atkvæði eða 62% atkvæða en fram-
boð Hauks Arnþórssonar hlaut 131
atkvæði eða 30%. Þá hlaut framboð
Borgþórs Kjærnested 29 atkvæði
eða 6,8%. Alls greiddu 423 atkvæði á
fundinum en eitt atkvæði var autt og
ógilt.
Áherslumál Ingibjargar snúa að
skerðingum og kjaramálum, hús-
næðismálum, hjúkrunarheimilum og
heimilisaðstoð.
„Hópur eldri borgara býr svo
sannarlega ekki við góð kjör. Kjara-
mál og skerðingar taka mikið rými í
umræðunni og sérlega þessa dagana
vegna uppgjörs frá Trygginga-
stofnun ríkisins sem barst um síð-
astliðin mánaðamót,“ sagði Ingi-
björg í ræðu sinni á fundinum.
„Kjör eldri borgara eiga hug minn
allan og er ég bæði auðmjúk og
þakklát fyrir það mikla traust sem
mér var sýnt á fundinum,“ segir í til-
kynningu frá Ingibjörgu.
Ingibjörg
kjörin
formaður
Ingibjörg
Sverrisdóttir
Fékk 62% atkvæða
Þrír buðu sig fram
Útför Alfreðs Þorsteinssonar, fyrrverandi borg-
arfulltrúa og stjórnarformanns Orkuveitu
Reykjavíkur, fór fram frá Fossvogskirkju í gær.
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson jarðsöng,
Gissur Páll Gissurarson söng einsöng og Barb-
örukórinn söng.
Líkmenn voru, talið frá vinstri: Guðmundur
Þóroddsson, Erlendur Magnússon, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, Anna Katrín Kristjánsdóttir,
Guðni Ágústsson, Gunnar V. Andrésson, Haf-
steinn Ó. Númason og Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir.
Alfreð Þorsteinsson borinn til grafar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon