Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 12

Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við viljum að fólk líti sérnær og velti fyrir sérhvað því finnst vera tilfyrirmyndar á einn eða annan hátt, bæði stórt og smátt,“ segja þær Sigþrúður Ármann, Marín Magnúsdóttir og Karítas Diðriksdóttir, en þær eru í forsvari fyrir hvatningarátakið Takk fyrir að vera til fyrirmyndar, sem fer af stað í dag og er tileinkað frú Vig- dísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni. Átakið gengur út á að hvetja landsmenn til að senda handskrifaða eða rafræna kveðju til fjölskyldu, vina, vinnustaða, félagasamtaka eða annarra sem bréfritarar vilja þakka fyrir að vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt. „Þörfin fyrir svona átak er mikil núna. Þörfin var líka mikil fyrir tíu árum, skömmu eftir hrun, en þá vorum við með samsvarandi átak sem gekk mjög vel. Við viljum endurtaka leikinn í tilefni af því að hinn 29. júní verða 40 ár liðin frá því að Íslendingar stigu það fram- faraskref á heimsmælikvarða að vera fyrstir þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosn- ingum. Þá vorum við heldur betur til fyrirmyndar sem þjóð. Við vilj- um halda því á lofti og nýta þessi tímamót til að hugsa hvað það skiptir miklu máli að vera til fyrir- myndar, rétt eins og Vigdís var og er sterk fyrirmynd. Við viljum líka minna á að allir geta verið til fyrir- myndar, fólk þarf ekki að vera þjóðhöfðingjar til þess. Þessi bréf eru hugsuð til að senda fjölskyldu, vinum, samstarfsfólki eða hverjum sem fólki dettur í hug,“ Gaman að finna takk-vegg Staðlað bréf eða kort sem á stendur Takk fyrir að vera til fyrir- myndar fylgir með Morgunblaðinu í dag, ætlað fólki til að fylla út og senda. Kortin er líka hægt að nálg- ast á pósthúsum landsins, í útibú- um Landsbankans og verslunum Nettó um allt land. „Við viljum endilega að fólk skrifi fleiri en eitt kort, helst sem flest, og þau má setja ófrímerkt í póst innanlands. Einnig er hægt að senda rafræna kveðju á formi sem nálgast má á vefsíðunni tilfyrir- myndar.is. Við segjum stoltar frá því að hægt er að nálgast kortið á nokkrum tungumálum á heimasíð- unni, þannig sameinum við fólk úr mismunandi áttum og leggjum áherslu á að við erum öll saman í þessu verkefni. Vigdís hefur alla tíð vakið athygli á mikilvægi tungu- mála fyrir menningarlega fjöl- breytni og jákvæð samskipti þjóða. Við hvetjum fólk líka til að senda kort úr landi, því það vakti jú at- hygli um allan heim þegar Vigdís var kosin forseti. Við Íslendingar erum númer eitt í heiminum í jafn- réttismálum og erum til fyrir- myndar á því sviði, við viljum líka vekja athygli á því um víða veröld.“ Ein leiðin enn til að vekja at- hygli á hvatningarátakinu eru veggir sem málaðir verða á næstu dögum í lit átaksins með áletrun- inni takk. Þessa veggi verður að finna víða um land og þar getur fólk tekið myndir af sér og deilt á samfélagsmiðlum með myllumerk- inu #tilfyrirmyndar. „Við gerum ráð fyrir að Ís- lendingar ferðist mikið innanlands í sumar og þá verður gaman að finna takk-vegg. Við hvetjum fólk til að taka myndir af sér við þessa veggi á ferðum sínum um landið, taka sjálfu, hvort sem það er fjölskyldan saman, vinir eða vinnuhópar, og pósta á samfélagsmiðlana okkar.“ Margir geyma kortin enn Að segja einhverjum með þessum hætti að hann sé til fyrir- myndar er gefandi bæði fyrir send- anda og viðtakanda. „Margir sem fengu slík kort fyrir tíu árum geyma þau enn. Okk- ur finnst mikilvægt að bjóða upp á þetta í prentuðu formi, það er gam- an að kenna yngri kynslóðinni að handskrifa bréf og senda,“ segja þær vinkonur og taka fram að í nærumhverfi allra séu alltaf ein- hverjir sem eru til fyrirmyndar. „Til dæmis er tilvalið að vinnu- félagar skilji eftir takk-kort á borði hjá þeim vinnufélögum sem þeim finnst gott að starfa með. Það er svo gaman að setja á sig þessi gler- augu og horfa í kringum sig með það í huga hverjir eru til fyrir- myndar, þá sjáum við víða svo margt gott. Við erum kannski ekk- ert að hugsa mikið um það í hvers- deginum. Kortin er auðvitað líka hægt að láta bláókunnuga mann- eskju hafa, til dæmis starfsmann í verslun sem veitir þér góða þjón- ustu eða brosir og tekur vel á móti þér. Nú eða heimafyrir, skilja kannski eftir takk-kort á koddan- um hjá makanum eða börnunum.“ Of seint í minningargrein Þær vinkonurnar minna á að við sjáum of oft í minningar- greinum að fólk sér eftir að hafa ekki sagt takk og hrósað sínum nánustu eða vinum, sem er góð áminning um að geyma það ekki. „Við megum vera dugleg við að láta vita af því sem vel er gert. Auðvitað langar alla til að vera til fyrirmyndar, svo vonandi verður þetta átak hvatning fyrir fólk til að standa sig vel. Allt sem við gerum eigum við að reyna að gera vel,“ segja þær og taka fram að Vigdísi þyki vænt um verkefnið og þær séu þakklátar fyrir velviljann hjá öllum þeim fyrirtækjum sem þær hafa leitað til með stuðning, án hans væri þetta ekki mögulegt. „Okkur finnst frábært að fara af stað með þetta í dag, á þjóðhátíð- ardeginum. Við hvetjum alla til að taka myndir af sér við takk- veggina í sumar og senda bréfin eða kortin sem víðast. Okkur lang- ar að þetta lifi út júlímánuð, því hinn 1. ágúst verða 40 ár frá því að Vigdís var sett inn í embættið. Þá getum við verið með samantekt og glaðst yfir þátttökunni sem við ef- umst ekki um að verður frábær.“ Allir geta verið til fyrirmyndar Hvatningarátakið Takk fyrir að vera til fyrir- myndar fer af stað í dag og þá getur fólk sent sér- útbúin þakkarbréf eða -kort hverjum sem þeim finnst eiga slíkt skilið fyr- ir að vera til fyrirmyndar. Einnig er hægt að senda rafræna kveðju, á mörg- um tungumálum, eða taka mynd af sér við takk-vegg og deila á sam- félagsmiðlum. Sigþrúður, Marín og Karítas eru for- svarsmenn verkefnisins. Takk Svona lítur kortið út sem fólk getur sent þeim sem það vill þakka. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kátar Þær Sigþrúður, Marín og Karítas stilltu sér glaðar upp við takk-vegg sem finna má við Gróttu á Seltjarnarnesi. Takk-veggir verða víða um land. 86 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.