Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringar ríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum lagt mikið upp úr því að dreifa okkar framleiðslu á útsölu- staði sem leggja metnað sinn í fram- setningu og fyrirmyndar-kaup- mennsku,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, gosgerðarmeistari hjá Öglu gosgerð. Sturlaugur gekk á dögunum frá samningi við Einar Gunnar Ein- arsson, kaupmann í Versluninni Ein- ar Ólafsson á Akranesi, um sölu á gosdrykkjum fyrirtækisins. Fyrsti drykkur Öglu, Djöflarót – engifer- drykkur frá helvíti hefur vakið mikla lukku undanfarna mánuði og um- rædd verslun er sú fyrsta utan höf- uðborgarsvæðisins sem tryggir sér söluumboðið. Hún bætist í hóp ann- arra rótgróinna verslana sem Stur- laugur kveðst stoltur af að skipta við. „Auk framúrskarandi veitinga- staða hófum við dreifingu í sjálf- stæðar rótgrónar búðir sem hafa reynslu af að umgangast gosdrykki af virðingu. Má þar nefna Melabúð- ina og Pétursbúð í Vesturbænum, Verzlunina Rangá og Fjarðarkaup. Það er alveg ljóst að Verslun Einars Ó er lykilstaður fyrir Öglu gosgerð í vegferð sinni við endurreisn á ís- lenska gosdrykkjarmarkaðnum og er það því af fullri alúð sem við af- hendum þessu virðulega fjölskyldu- fyrirtæki söluumboð á okkar drykkjum. Skagamenn verða þó að virða, líkt og aðrir landsmenn, að það er bannað að þamba,“ segir gos- gerðarmeistarinn. Sett á stofn árið 1934 Verslunin Einar Ólafsson var sett á stofn árið 1934 af afa áðurnefnds Einars Gunnars. Hún hefur verið á núverandi stað við Skagabraut 9 frá árinu 1946 en hefur verið stækkuð síðan þá. „Þetta er ein af fáum versl- unum sem hafa staðið af sér hrær- ingar á smásölumarkaðinum,“ segir Einar Gunnar sem kveðst fagna því að geta boðið Skagamönnum bætt úrval af gosi. „Það er frábært að geta boðið þessar vörur í búðinni hjá okkur enda falla þær vel að útliti verslunarinnar og minna um margt á eldri gosdrykki sem fengust hér í árdaga. Við höfum þegar selt tölu- vert af þessu,“ segir kaupmaðurinn. Alveg bannað að þamba Morgunblaðið hefur áður greint frá starfsemi Öglu gosgerðar en hugmyndin að baki henni er að sögn Sturlaugs að vanda til verka og nota hágæða hráefni. „Það eru alltaf fleiri og fleiri sem hafa áhuga á hráefn- unum sjálfum og uppruna þeirra og vilja áhugaverðar og framsæknar vörur sem framleiddar eru á heið- arlegan hátt,“ segir hann og ítrekar að aðstandendum Öglu sé annt um leiðréttingu skammtastærða. Því sé slagorð gosgerðarinnar: Það er bannað að þamba! Nýr sítrusdrykkur á markað Auk Djöflarótar hefur Agla ný- verið sett á markað gosdrykkinn Yuzulaði – sítrusdrykk úr klóm drekans. „Þetta er einhvers konar nýbylgjulímonaði með austur- lenskum áhrifum. Heitið er orð- skrípi, soðið saman úr orðunum yuzu, gúmmelaði og límonaði en yuzu er sumsé asískur sítrusávöxtur með einkennandi bragð og lykt sem nýtur sífellt meiri vinsælda við nú- tíma matargerð hér vestan megin. Líkt og í Djöflarótina notumst við eingöngu við hágæða náttúruleg hráefni án nokkurra auka-, litar- eða bragðefna og léttgerjum drykkinn í um sólarhring til að samþætta bragðeinkennin og tryggja full- komna mýkt. Við teljum okkur vita að sífellt stækkandi hópur upplýstra neytenda sé á höttunum eftir há- gæða vörum sem þessum og ætlum okkur að þjónusta þá sérstaklega.“ Selja gosið bara í rót- grónum verslunum  Gosgerðin Agla í sókn  Djöflarót fæst nú á Akranesi Ljósmynd/Ljósmyndari ríkisins Tímamót Kaupmennirnir Hafsteinn og Einar í Versluninni Einari Ólafssyni á Akranesi tóku vel á móti Sturlaugi Jóni Björnssyni gosgerðarmeistara. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Spáin er ekki eins góð og á hátíðinni í fyrra og því höfum við stækkað há- tíðartjaldið. Þar ættu allir gestirnir að komast fyrir,“ segir Jóhann Guð- mundsson, einn eigenda The Broth- ers Brewery í Vestmannaeyjum. Jóhann og félagar hans halda á laugardag bjór- og götumatarhátíð í Eyjum, Street Food and Beer Festi- val. Þetta er annað árið í röð sem há- tíðin er haldin, en sú fyrsta þótti afar vel heppnuð. Nú er hátíðin hins veg- ar haldin í skugga kórónuveiru og lengi vel var ekki öruggt að af henni yrði. „Nei, það var ekki sjálfgefið fyrr en í byrjun júní þegar tilkynnt var að leyfilegt yrði að halda 500 manna samkomur. Við vorum búnir að selja 250 miða í febrúar og þá var uppselt á hátíðina. Þar að auki verða um 70 starfsmenn svo að þarna verða yfir þrjú hundruð manns,“ segir Jóhann. Hann segir að ekki verði bætt við miðum í sölu þó svo að það hefði ver- ið freistandi í ljósi ástandsins og þess höggs sem komið hefur á veitinga- bransann. Þess í stað fá gestir há- tíðarinnar nóg pláss til að kynna sér bjór frá 20 brugghúsum. Átta erlend brugghús höfðu boðað komu sína en heimsókn þeirra verður að bíða betri tíma að sögn Jóhanns. Ekki áhyggjuefni fyrir Þórólf Hátíðin stendur frá klukkan 15-19 og aðspurður segir Jóhann að sótt- varnaryfirvöld þurfi ekki að hafa sérstakar áhyggjur af hátterni fólks. „Nei, þetta er hátíð sem fólk kemur á til að njóta og smakka. Ég myndi hafa meiri áhyggjur af því sem gerist eftir klukkan 23 í miðborg Reykja- víkur.“ Yfir 300 manna bjórhátíð í Eyjum  Var í óvissu vegna kórónuveirunnar  20 brugghús kynna Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Bræður Jóhann og Hlynur Vídó frá The Brothers Brewery í Eyjum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við vonumst til að þetta virki. Við höfum áður sett upp hjólastæði víða um borgina og um leið og þau koma fyllast þau,“ segir Kristinn Jón Ey- steinsson, skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Borgin hefur á síðustu tveimur vikum sett upp hjólastæði við fimm- tán biðstöðvar Strætó. Er það í sam- ræmi við hjólreiðaáætlun borgar- innar þar sem talað er um sam- þættingu almenningssamgangna og hjólreiða. „Þetta er liður í því að reyna að tengja saman strætó og hjólreiðar. Við létum gera fyrir okkur greiningu hvar helst væri þörf á hjólastæðum og hún byggist á því hvar mesta notkunin er, hvaða strætóskýli eru með mest af fólki og því hvernig leið- irnar liggja,“ segir Kristinn. Hann nefnir sem dæmi að ein leið keyri úr Grafarholti og niður í bæ en tíðni hennar sé fremur lítil. Það geti verið fljótlegri kostur að hjóla niður á Vesturlandsveg og taka hraðleið strætó þaðan sömu leið. Því geti það reynst einhverjum hentugt að geta geymt hjólið við biðstöð strætó þar. Kristinn segir að hvert hjólastæði kosti um 80 þúsund krónur og heild- arkostnaður með uppsetningu hlaupi á um þremur milljónum. Fylgst verði með notkun næsta árið og hug- myndin sé að endanlega verði gengið frá stæðunum þar sem þau eru vel nýtt. Hins vegar verði þau fjarlægð þar sem sú verði ekki raunin. Stæð- unum hefur ýmist verið komið fyrir við hlið strætóskýla eða fyrir aftan þau. Kristinn segir að horft hafi verið til þess að þau trufli ekki vetrarþjón- ustu, svo sem snjóruðning. Morgunblaðið/Eggert Hjólastæði Hjólreiðafólk getur nú geymt fáka sína við strætóstöðvar. Hjólastæðunum hefur verið komið upp við fimmtán biðstöðvar í borginni. Setja hjólastæði við strætóstöðvar Farþegar með strætó geta nú fylgst með í rauntíma hversu margar mínútur eru í næsta vagn. Þessi þjónusta er nú í öll- um stafrænum strætóskýlum í Reykjavík. Þau eru 60 talsins í dag en verða orðin 89 um ára- mótin og 95 í heild á næsta ári. Til stendur að gera þessar upp- lýsingar aðgengilegar í strætó- appinu. Fylgjast með í rauntíma NÝJUNG HJÁ STRÆTÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.