Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020
holar@holabok.is
www.holabok.is
Glæsileg ljósmyndabók um náttúruperlur í nærumhverfinu
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þær voru fúsar til að vera fyrstar til
að skrifa þakkarkort, ráðherrarnir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra og Þórdís Kolbrún R. Gylfa-
dóttir ferðamála-, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra Íslands. Hvatn-
ingarátakið „Takk fyrir að vera til
fyrirmyndar“ gengur út á að hvetja
landsmenn til að senda handskrifaða
eða rafræna kveðju til fjölskyldu,
vina, vinnustaða, félagasamtaka eða
annarra og þakka viðkomandi fyrir
að vera til fyrirmyndar, á hvaða hátt
sem það er.
Katrín og Þórdís Kolbrún sendu
báðar Vigdísi Finnbogadóttur fyrsta
kortið en ætluðu einnig að senda sín-
um nánustu slík kort. Bæði er gef-
andi fyrir sendanda að skrifa þakk-
arkort og fyrir viðtakanda að fá slíkt
í hendur. Átakið gleður væntanlega
marga . khk@mbl.is »12
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Handskrift Katrín ákvað, rétt eins og Þórdís Kolbrún, að þakka Vigdísi Finnbogadóttur fyrir að vera til fyrirmyndar.
Fyrstar til að senda þakkir
Átakið Takk fyrir að vera til fyrirmyndar af stað í dag
Takk Þórdís Kolbrún skrifar sitt fyrsta kort til Vigdísar, fyrrverandi forseta.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Verslunarmenn við Laugaveg í
miðbæ Reykjavíkur hafa nú margir
hverjir hengt upp svarta ruslapoka í
búðargluggum sínum til að mót-
mæla götulokunum meirihlutans í
borgarstjórn. Voru pokarnir hengd-
ir upp í gærkvöldi ásamt miðum
sem ætlað er að vekja athygli al-
mennings á þröngri stöðu kaup-
manna. Á miðunum segir: „Er þetta
framtíðin?“ og „Er það þetta sem
við viljum?“
Gunnar Gunnarsson, talsmaður
Miðbæjarfélagsins í Reykjavík, seg-
ir ruslapokana lýsandi fyrir stöðu
verslunar við Laugaveg, nú þegar
séu á þriðja tug verslunarrýma auð
eða við það að loka. Þeir sem þátt
taka í þessum gjörningi eru fulltrú-
ar 25-30 verslana og því séu hátt í 60
verslunarrými með ásýnd lokunar í
dag, þjóðhátíðardag Íslands.
Ekkert aðdráttarafl í götukroti
„Þetta er framtíð verslana við
Laugaveg. Með þessum gjörningi
erum við fyrst og fremst að reyna að
ná til almennings. Það þýðir ekki að
tala við meirihlutann í Reykjavík.
Spurning okkar til almennings er
því sú: Er það þetta sem þið viljið í
raun, auð verslunarpláss í mið-
bænum? Gatan er deyjandi, það er
ekki hægt að orða þetta öðruvísi.
Hér er ekkert fólk og engin versl-
un,“ segir Gunnar og bætir við að
Íslendingar geri sér ekki ferð í
miðbæinn til að sjá götukrot. Vísar
hann þar til nýlegra yfirborðsmerk-
inga sem Reykjavíkurborg lét gera
á hluta Laugavegar. Eiga þær að
gefa til kynna að gatan sé lífleg
göngugata. Gunnar gefur hins vegar
lítið fyrir það og bendir á að ekkert
líf sé á þessu svæði, þrátt fyrir krot-
ið.
Spurður út í reynslu verslunar-
manna af götulokunum það sem af
er sumri segir Gunnar: „Það er bara
gríðarlega slæmt hljóð í verslunar-
mönnum. Salan hefur aldrei verið
daprari, þökk sé borgaryfirvöldum
sem hefur tekist að venja fólk
algjörlega af miðbænum.“
Þá segir Gunnar kaupmann með
49 ára verslunarreynslu við Lauga-
veg hafa stungið upp á þessum mót-
mælum og tók það hann skamma
stund að fá góðan hóp kaupmanna
til að vera með, enda erindið brýnt.
Svartur dagur við Laugaveg
Fjölmargir kaupmenn við Laugaveg mótmæla götulokunum borgarstjóra með táknrænum hætti
Svartir ruslapokar og ákall til almennings í búðargluggum Þetta er framtíðin, segir talsmaður
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ósáttir Verslunarmenn límdu svarta ruslapoka inn í búðarglugga sína til að mótmæla götulokunum í miðbænum.
Götulokanir
» Stærstur hluti íbúa á höfuð-
borgarsvæðinu er á móti götu-
lokunum meirihlutans í Reykja-
vík, samkvæmt nýlegri könnun.
» Meirihlutinn heldur því fram
að götulokanir skapi meira
mannlíf og bæti rekstrar-
umhverfi fyrirtækja.
» Afstaða höfuðborgarbúa til
lokana er, af fulltrúa meirihlut-
ans, túlkuð sem ákall um að
kynna betur kosti göngugatna.
Maður á fertugsaldri hefur verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald vegna
gruns um að hafa ráðist á konu á
heimili hennar miðsvæðis í Reykja-
vík á mánudag, en árásin er rann-
sökuð sem tilraun til manndráps.
Héraðsdómur úrskurðaði mann-
inn í gæsluvarðhald til 13. júlí að
kröfu lögreglustjórans á höfuðborg-
arsvæðinu í gær, en manninum er
gert að sæta varðhaldi annars vegar
á grundvelli rannsóknarhagsmuna
og hins vegar á grundvelli þess að
lögregla telur hættu á að hann haldi
áfram að brjóta af sér.
Konan, sem fyrir líkamsárásinni
varð, er ekki talin í lífshættu. Konan
Í gæsluvarðhald
grunaður um árás
Rannsakað sem manndrápstilraun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
var leigusali mannsins en hann hefur
áður komið við sögu lögreglu. Lög-
regla hefur ekki getað veitt nánari
upplýsingar um málið að svo stöddu,
en rannsókn þess mun miða vel.