Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 16

Morgunblaðið - 17.06.2020, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fjöðrunin er mjúk og togkraft- urinn mikill. Þessir fullvöxnu amer- ísku drekar eru skemmtilegir bílar,“ segir Erlingur Bjarnason í Kópa- vogi. Á helgarrúnti á höfuðborgar- svæðinu vekur svartlitaður Buick Electra, árgerð 1973, eftirtekt veg- farenda sakir glæsileika. Bíll- inn er tæplega sex metrar á lengd, hestöflin eru 251 og núm- erið á skráning- arplötunum er AA 001. Eitt sinn var Bjúkkinn þessi merktur skjaldarmerki Ís- lands og 1 var tölustafurinn en þá var þetta embættisbíll Kristjáns Eldjárns, forseta Íslands. Keyptur vorið 1973, skráður 2. júlí það ár og var lystikerran sem Margréti Þór- hildi Danadrottningu var ekið í þeg- ar hún, tveimur dögum seinna, kom með föruneyti sínu í opinbera Ís- landsheimsókn. Eyðir 16 bensínlítrum á hundraðið „Bjúkkinn er í góðu standi núna en þurfti á sínum tíma mikla viðgerð vegna tæringar og slits. Ég gaf mér nokkur ár í það verkefni,“ segir Er- lingur. Bíllinn var í eigu embættis forseta Íslands frá 1973, sem fyrr segir fram á útmánuði 1980, en þá var Kristján Eldjárn einmitt á för- um frá Bessastöðum eftir 12 ára setu. Tveir eigendur voru að bílnum í fá ár þar á eftir, en sá þriðji var Bjarni Stefán Óskarsson í Hvera- gerði. Hann lést árið 2000 og þá fékk Erlingur sonur hans gripinn og á enn. Fornbílaeigendur hittast gjarnan á góðum dögum og fara saman í bíl- túra um bæinn. Erlingur er þeirra á meðal og er í Krúser-klúbbnum, en liðsmenn hans hittast reglulega, bera saman bækur sínar og tala um bíla. „Fræðin á bak við amerísku bíl- ana eru skemmtileg og hægt að sökkva sér ofan í þau. Alls er for- setabjúkkinn ekinn um 135 þúsund kílómetra, sem telst ekki mikið mið- að við hve gamall hann er. Jú, og auðvitað eyðir bíllinn talsverðu, en þó ekki meiru en maður setur á tankinn hverju sinni. En ætli hann taki ekki að jafnaði um 16 lítra á hverja 100 km,“ segir Erlingur. Í forsetatíð Kristjáns Eldjárns voru gjarnan tveir bílar til taks hjá embættinu. Annar var Buickinn góði og hinn Chevrolet, sem seinna var skipt út fyrir Benz. „Faðir minn gerði ekki miklar kröfur til bíla, nema bara þær að komast milli staða. Buickinn var, ef svo mætti segja, betri bíllinn á Bessastöðum, en annar var hafður í daglega snún- inga svo sem í ferðir inn til Reykja- víkur,“ segir Ingólfur Árni Eldjárn, tannlæknir í Reykjavík, sonur Krist- jáns forseta. Óli bítill undir stýri Í bókinni Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson segir frá því þegar hinn andlega veiki Óli bítill gerir sér erindi á Bessastaði og heimsækir þjóðhöfðingjann. Spyr hann þar hvort fá megi bílinn til brúks, sem forseti taldi hljóta að vera í lagi. Segir í bókinni frá gæslu- manni á Kleppi með Óla í Lækjar- götunni í Reykjavík, sem skimar eft- ir honum „ ... en sér hann hvergi. Þá er honum litið yfir götuna að stjórn- arráðinu. Sér hann þá hvar Óli bítill situr undir stýri forsetabílsins og ek- ur burt,“ eins og segir í bókinni. Hér er á byggt á sannsögulegum atburði sem gerðist fljótlega eftir 1970. Veikur maður stal Chevrolet forsetans heima á Bessastöðum og ók á brott en náðist af starfsfólki embættisins. Í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar sem gerð var eftir bókinni er atvik þetta sviðsett og er væntanlega mörgum minnis- stætt úr mynd sem vakti mikla at- hygli og var fjölsótt. Brunar um á Buick forsetans  Gamall forsetabíll Kristjáns Eldjárns vekur athygli á götum borgar  Árgerð 1973  Var keyptur fyrir sögulega Íslandsheimsókn Danadrottningar  Bílasaga á Bessastöðum í Englum alheimsins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dreki Buick Electra, árgerð 1973, er glæsilegur bíll. Var gerður upp fyrir nokkrum árum og vekur eftirtekt. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rúnturinn Erlingur Bjarnason og Lykke Bjerre Larsen kona hans brosmild á ferðinni í þessari líka skínandi fínu drossíu. Kristján Eldjárn Ljósmynd/Skjáskot af YouTube Flótti Óli bítill í kvikmyndinni Englum alheimsins ók á brott á stolnum bíl, en náðist nánast strax. Margir sögulegir bílar eru varðveittir á Skógasafni undir Eyjafjöllum, en hluti af sýningum þess er sam- göngusafn. Meðal safngripa er til dæmis Willys-jeppi, árgerð 1946 frá Bandaríkjunum, sem Kristján Eldjárn keypti á fyrstu árum sínum sem þjóðminjavörður. Þetta var um 1950 þegar giltu strangar reglur í land- inu um innflutning og gjaldeyri. Kristján fékk þó bíl undir þeim formerkjum að hann yrði notaður á vegum Þjóðminjasafnsins til ferðalaga á minjaslóðir um landið. Jeppann eignaðist síðar bróðir Kristjáns, Hjörtur bóndi á Tjörn í Svarfaðardal, og nýtti sem landbúnaðartæki. „Á mínu heimili var talað um Tjarnarjeppann,“ segir Ingólfur Eldjárn sem gerði bílinn upp í kringum 1980. „Fyrst var ég í útihúsunum á Bessastöðum í þessu verkefni en síðar inni í Reykjavík eftir að foreldrar mínir fluttu þangað. Þetta var bras. Ég var alltaf að finna upp hjólið enda ungur og reynslulítill sem bílasmiður.“ Þegar viðgerð var lokið gaf Ingólfur Þjóðminjasafni jeppann, sem aftur léði hann á Skógasafn. Þar er bíllinn með upphaflegu blæjurnar en snemma var byggt yfir hann tréhús sem var fjarlægt. Willysinn varðveittur í Skógum INGÓLFUR ENDURGERÐI TJARNARJEPPA FÖÐUR SÍNS Sögulegur Jeppi Kristjáns þjóðminjavarðar er kominn í upprunalega gerð. Ingólfur Eldjárn Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - S. 577 5500 - atvinnueign.is Skrifstofuhæð til útleigu aðVallakór 4 í Kópavogi, rýmið er allt að 410 fm á 2. hæð. Húsnæðið verður innréttað í samráði við leigutaka. Einnig er hægt að skipta rýminu upp í tvo hluta. Lyftuhús og næg bílastæði. Mikill og góður þjónustukjarni er aðVallakór 4, þar erumeðal annars, matvöruverslun, apótek, fasteignafélag, hug- búnaðarfyrirtæki, sálfræðiþjónusta, förðunarskóli, hárgreiðslustofa og tannlæknastofa. Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir: HalldórMár Sverrisson, lögg. fasteignasali og leigumiðlari í síma 898 5599 eða í tölvupósti á halldor@atvinnueign.is Fasteignamiðlun VALLAKÓR 4 Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is TIL LEIGU SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Atvinnueignir eru okkar fag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.