Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Nú fást mjöll skartgripirnir hjá okkur, hannaðir og handgerðir í Reykjavík Daglega takast menn á um hlutverk ríkisins. Hvort um- fang þess ætti að vera mikið eða lítið, sterkt eða veikt. Hvað sem því líður ættum við að geta sammælst um að við eigum öll ákveðin grundvallarréttindi og við felum ríkinu réttlætanlegt vald til að standa vörð um þau. Þó skilin milli þess hvað telja má til mann- réttinda og hvað frekar mætti flokka sem pólitíska hug- myndafræði séu ekki alltaf svo fortakslaus, er hægt að draga ýmsar ályktanir um hver þessi grundvallarréttindi eru. Viðurlög við refsiverðri háttsemi geta t.a.m. gefið einhverja vísbendingu um þau; svo sem líf manna, frelsi og eignir. Nefna má réttinn til lífs, eignarréttinn, tjáningarfrelsið, friðhelgi einkalífsins og atvinnu- frelsið en einnig má nefna réttindi eins og jafnræði fyrir lögum og rétt til úrlausnar ágreiningsmála fyrir óháðum og óvilhöllum dóm- stólum. Kjarni þessara mannrétt- inda er sá að þeim er ætlað að tryggja þátttöku manna í sam- félagi og frelsi einstaklinga til að sjá fyrir sér sjálfir, án þess að þurfa að líða fyrir það á nokkurn hátt af annarra völd- um. Einhvers staðar á þetta allt saman upp- tök sín. Ætla má að réttindi þessi eigi rætur sínar að rekja til einhvers konar sáttmála milli borgara ríkisins og grundvall- ist á siðferði manna sem í raun er undir- staða allra laga ef út í það er farið. Árið 1215 skrifaði Eng- landskonungur undir Magna Carta sem óhætt er að segja eitt mikilvægasta frelsisskjal sem gert hefur verið. Sáttmálinn lagði grunninn að stjórnskipan og borgaralegum réttindum flestra vestrænna ríkja sem byggja á engilsaxneskum réttarkerfum. Í honum var að finna meginreglur um einstaklingsbundin réttindi og takmarkanir á ríkisvaldinu þar sem allir voru jafnir fyrir lögum og lögin bundu stjórnvöld einnig. Borgurunum var tryggður réttur til að eiga, nýta og erfa eignir og þeir nutu verndar gegn óhóflegri skattheimtu. Síðar meir hafa slík ákvæði verið útfærð nánar og lög- fest í stjórnarskrám og ýmsum mannréttindasáttmálum. Ríkisvaldinu þarf að setja ákveðin mörk. Enski 17. aldar heimspekingurinn John Locke hafði þær hugmyndir uppi að borgararnir ættu beinlínis kröfu til uppreisnar gegn ríkinu þegar það væri hætt að þjóna hlutverki sínu, standa vörð um frelsi og mannréttindi og farið að kúga borgarana. Það kann að vera snú- ið að finna línuna á milli þess hve- nær vald ríkisins er réttlætanlegt og hvenær það er komið út í kúg- un, sérstaklega þegar sumir vilja meina að jafnræði fyrir lögum og tækifærum sé ekki nóg. Ríkið eigi að vera jafnaðartól þar sem sjálf- sköpuð verðmæti einna eru færð yfir til annarra, tjáningarfrelsinu eru settar verulegar skorður til að tryggja „öryggi“ þröngra og sjálf- skipaðra minnihlutahópa og gerð- ar eru kröfur um réttindi án ábyrgðar. Í seinni tíð hefur þeim mun meiri áhersla verið lögð á mann- réttindahugtakið og ýmiss konar barátta sprottið upp af því tilefni, sem í sjálfu sér er gott. Þetta hef- ur þó líka haft þær afleiðingar að menn túlki hugtakið alltof rúmt og í raun mistúlki það. Þá virðast sjónarmið um grundvallarréttindi sveiflast til með tíðarandanum og eftir því hvað hentar einstökum hópum sem hverju sinni hafa verið ráðandi. Listinn yfir túlkuð rétt- indi virðist þannig engum enda ná. Menn virðast oft gleyma því, að markmiðið á ekki að vera það að menn séu gerðir jafnir, hvort sem það er í formi óhóflegra skatta á tiltekinn hóp manna, kynjakvóta innan stofnana og fyrirtækja eða að einhverju öðru leyti. Það að einum vegni betur en öðrum felur ekki í sér einhvers konar kerfis- lægt misrétti eða brot á mannrétt- indum sem taka þarf á af hálfu ríkisvaldsins. Fráleitt er að halda slíku fram og í raun algjör tálsýn. Það skiptir sköpum að standa vörð um þessi upprunalegu grunn- gildi. Þau eru byggð á sögulegum, heimspekilegum og trúarlegum grunni sem okkur ber að virða og skilja hvaðan þau eru upprunnin, einkum og sér í lagi á tímum sem þessum þar sem sósíalísk öfl, sjálfsmyndarpólitík og popúlismi virðast skjóta upp kolli vítt og breitt í samfélaginu. Það þekkist vel í sögulegu samhengi á meðal vinstri manna að nýta sér eitt- hvert tiltekið ástand sem kann að spretta upp til að koma hættu- legum hugmyndum sínum á fram- færi, umbylta núverandi stjórn- skipan og tæta niður allt sem kallast getur réttarríki. Nærtækt er að líta til kröfu um nýja stjórn- arskrá sem skapaðist eftir hrunið og fjölmörg ákvæði í tillögum Stjórnlagaráðs sem eru einmitt til þess fallin að skapa ágreining. Erfitt er að skapa fullkomið sam- félag, líklega ómögulegt, en rót- tækar hugmyndir um breytingar á þjóðfélaginu í grundvallaratriðum eru sjaldan til góðs. Slíkt leysir engan vanda heldur skapar nýjan, veldur sundrungu og átökum og getur leitt til algerar upplausnar. Samfélagsbreytingar verða að eiga sér stað hægt. Það er okkur hollt að sæta endurskoðun, eiga mál- efnalegar umræður og taka tillit til breyttra aðstæðna í þjóðfélag- inu en á sama tíma eigum við að ljá því mikið vægi hvaða skiln- ingur var lagður í hugtakið um mannréttindi í upphafi. Réttindi um mannlega velferð þurfa að vera fá en skýr, almenn og end- urspegla það sem er okkur eðlis- lægt til að lifa í sátt án of mikilla afskipta ríkisvaldsins. Þau eiga að standast tímans tönn og verður ekki svo einfaldlega breytt með lagabókstaf. Það sætir furðu að fólk, sem af einhverjum ástæðum vill kenna sig við frjálslyndi, ham- ist á sama tíma við það að gjör- bylta þessum gildum og í raun réttarríkinu almennt. Sumir virð- ast aldrei geta lært af sögunni. Nokkur orð um umfang og mörk ríkisvaldsins Eftir Lovísu Líf Jónsdóttur »Enski 17. aldar heimspekingurinn John Locke hafði þær hugmyndir uppi að borgararnir ættu bein- línis kröfu til uppreisnar gegn ríkinu þegar það væri hætt að þjóna hlut- verki sínu. Lovísa Líf Jónsdóttir Höfundur er laganemi. lovisalif@simnet.is Íslandsmótið í knattspyrnu karla og kvenna hófst í síð- ustu viku eftir langa bið knattspyrnu- áhugamanna. Upphaf Íslandsmóts í knatt- spyrnu og grein um lífeyrismál, hvað eiga þessi tvö mál sameig- inlegt? Jú, úrslit leikja 1. umferðar eru ekki ávísun á gengi liða og hvernig staðan verður í lok október þegar deild- unum lýkur. Þannig er einnig með lífeyrissparnað, ávöxtun eins árs eða gengi einstakra fjárfest- inga er bara einn hlekkur í langri keðju lífeyrissparnaðar sjóð- félaga en hefur ekki úrslitaáhrif á heildarávöxtun lífeyrissparn- aðarins. En að sjálfsögðu vonum við að okkar lið standi uppi sem sigurvegari eins og við vonum að heildarávöxtun lífeyrissparnaðar okkar verði góð. Farsæld er leikur að tölum og samsett úr mörgum þáttum sem sumir hverjir ganga vel en aðrir illa. Ytri aðstæður sem innri ráða miklu um hvernig til tekst og er ljóst að það umhverfi sem við er- um í núna eftir COVID-19 er annað en 2019 þegar Frjálsi lífeyrissjóðurinn skilaði hæstu raunávöxtun sjóðsins frá árinu 2003. Frjálsi 1, sem er lang- stærsta og fjölmennasta leiðin með eignir í árslok 2019 sem námu um 140 milljörðum í eigu tæplega 50 þúsund sjóðfélaga, skilaði 12,4% raunávöxtun en ávöxtun annarra leiða var frá 3,4% í 13,7% raunávöxtun. Frjálsi lífeyrissjóðurinn var stofnaður 1978 og er því rúmlega fjörutíu ára. Frá upphafi hefur Frjálsi barist fyrir valfrelsi al- mennings í lífeyrismálum og ver- ið öllum opinn sem búa við það frelsi að geta valið sér lífeyr- issjóð fyrir skylduiðgjöld sem því miður er ekki kostur fyrir alla launþega. Ekki bara að hann sé öllum opinn heldur eru allir stjórn- armenn sjóðfélagar og kosnir af sjóð- félögum. Eitt helsta markmið stjórnar er að ávaxta iðgjöld sjóðfélaga og greiða þeim lífeyri. Því markmiði verður þó ekki náð nema spilað sé eftir reglum og til- lit tekið til annarra þátta eins og stefnu um ábyrgar fjárfestingar og hluthafastefnu. Þá er stór hluti starfsemi sjóðs- ins þjónusta við sjóðfélaga á öll- um æviskeiðum. Það á að vera hlutverk lífeyrissjóðakerfisins að mennta ungt fólk í fjármálum og bæta við þekkingu þar sem nám- skrá sleppir og hvetja til ábyrgr- ar umræðu um fjárfestingar og markmið með greiðslu í lífeyr- issjóði. Umræða um lífeyrissjóði er ekki mikil á meðal almennings dagsdaglega, sem er áhugavert í ljósi þess að enginn starfandi ein- staklingur kemst hjá því á starfs- ævinni að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð. Umræðan eykst þó oft fyrir ársfundi sjóð- anna eða í tengslum við kjara- samningsgerð stéttarfélaga. Það er umhugsunarvert að í allri þeirri umræðu sem nú á sér stað gleymist að innan raða stjórna lífeyrissjóða finnast popúlistar sem með orðræðum taka eitt og eitt málefni fyrir, gera það tor- tryggilegt og stilla sjálfum sér og sínum skoðunum upp sem eina valkosti breytinga. Í þessum til- fellum er hvorki heildarmyndin leiðarljós né hagur meirihluta sjóðfélaga. Þetta er eins og að í lok leiks sé sigrinum ekki fagnað en öll orkan sett í færi leiksins sem klikkaði. Ekki misskilja mig samt, það þarf líka að læra af því sem miður fer og fagnar stjórn Frjálsa allri málefnalegri um- ræðu um lífeyrismál, ásamt sam- anburði við aðra sjóði. Að mínu mati þurfa lífeyris- sjóðir að vera duglegir að hlusta á eigendur sína, sjóðfélagana, og eiga við þá samtal á öllum stigum æviskeiðsins. Aukin þekking og áhugi sjóðfélaga á þessum mik- ilvægu málum fæst aðeins með aukinni umræðu. Jákvæðum áhrifum Frjálsa lífeyrissjóðsins á lífeyriskerfi landsmanna í gegnum árin og baráttu hans fyrir valfrelsi al- mennings í lífeyrismálum er vert að halda á lofti. Þá skal því einn- ig haldið til haga að lífeyriskerfið er, og á að vera, í sífelldri þróun. Það á einnig við um rekstur Frjálsa sem hefur frá upphafi út- vistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækis og er það meðvituð ákvörðun sem er tekin með hag sjóðfélaga að leiðarljósi hverju sinni. Þróun er í eðli sínu langt ferli breytinga og parast vel við stefnumörkun lífeyr- issjóða. Ársfundur Frjálsa lífeyr- issjóðsins verður haldinn í Silf- urbergi í Hörpu 23. júní nk. og hefst kl. 17.15. Á síðustu tveimur ársfundum sjóðsins hefur mæting og þátt- taka sjóðfélaga verið mjög góð og vonandi verður svo einnig á fund- inum í næstu viku. Kosið verður um tvo aðalmenn í stjórn og einn varamann og eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn og um leið sýna að þeir kunni að meta sjóðfélagalýðræði sem er fátítt hjá lífeyrissjóðum landsins. Að benda á það sem vel er gert og læra af því sem miður fer Eftir Ásdísi Evu Hannesóttur »Upphaf Íslandsmóts í knattspyrnu og grein um lífeyrismál, hvað eiga þessi tvö mál sameiginlegt? Ásdís Eva Hannesóttir Höfundur er stjórnarformaður Frjálsa lífeyrissjóðsins. Nú þegar sumarið er að ná hámarki, ferða- lög aukast og birtan fylgir okkur í háttinn á kvöldin, þá langar mig til að biðja þess að Guðs himneska sæla, blessun, varðveisla, kærleikur, friður og andi fylgi þér og þínum hvert sem þið farið og í hverju sem þið takið ykkur fyrir hendur í sumar. Hvort sem þið eruð heima við eða ferðist gangandi, hlaupandi, hjól- andi, syndandi eða siglandi, akandi eða fljúgandi. Og ég bið þess að þið mættuð njóta lífsins og þess að vera hvar sem þið stingið niður fæti á ykkar fallega og einstaka hátt um leið og ég vona að þið látið um ykkur muna til góðs, sjálfum ykkur, umhverfinu og náung- anum til heilla og blessunar. Kærleikans Guð, uppspretta lífs- ins, umvefji ykkur og uppörvi, næri og styrki með smyrslum anda síns og græðandi nærveru. Já, Guð lífsins og kærleikans, sáttarinnar, fyrirgefningarinnar og friðarins blessi þig og leiði. Hann veri þér ljós, áttaviti, skjól og skjöldur í baráttu daganna á ævinn- ar margsnúnu ferðum. Hann gefi okkur öllum sólríka daga, sama hvað, yl í hjarta og framtíð bjarta. Með friðar- og kærleikskveðju. – Lifi lífið! Ferðakveðja Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Guð lífsins og kær- leikans, sáttarinnar, fyrirgefningarinnar og friðarins blessi þig og leiði. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.