Morgunblaðið - 17.06.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.06.2020, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þegar yfirstandandi framkvæmdum við norðausturveg lýkur verður komið bundið slitlag úr Finnafirði til Bakkafjarðar. Þegar búið verður að laga veginn um Brekknaheiði verður hægt að aka á bundnu slitlagi á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar og raunar allan norðausturhringinn. Vegurinn sem Vegagerðin bauð út á síðasta ári og Héraðsverk vinnur nú að er um 20 km langur. Vegurinn er færður frá sjónum á þriggja kíló- metra kafla, við rætur Brekknaheið- ar. Að sögn Gunnars H. Guðmunds- sonar, svæðisstjóra Vegagerðar- innar á Akureyri, er verið að undirbúa klæðingu á þeim kafla. Annars er vegurinn þræddur eftir núverandi norðausturvegi til Bakka- fjarðar. Hann er breikkaður aðeins og ekið í hann nýju burðarlagi og að síðustu lögð klæðing. Verkinu á að ljúka að fullu fyrir haustið 2021. Það kostar alls um milljarð króna. Breiðari á Brekknaheiði Til þess að koma norðausturvegi öllum á bundið slitlag verður þá að- eins eftir 8 kílómetra kafli á Brekknaheiði, áleiðis til Þórshafnar. Áformað er að laga hann á árunum 2023 og 2024. Sá kafli verður 8 metra breiður, nokkru breiðari en vegurinn við Finnafjörð sem nú er verið að laga. Það segir Gunnar að sé gert með tilliti til hugsanlegrar hafnargerðar í Finnafirði í framtíð- inni, að hægt verði að flytja búnað frá Þórshöfn til Finnafjarðar. End- urbætur á veginum tengjast annars Finnafjarðarverkefninu ekki á neinn hátt. Þegar þessum framkvæmdum lýkur verður allur norðausturvegur kominn á bundið slitlag og hægt að aka frá hringvegi í Ljósavatns- skarði, á milli bæja og þorpa á ströndinni og af Vopnafjarðarvegi inn á hringveg, á svonefndri Háreks- staðaleið. Vegurinn bættur Þegar þessum framkvæmdum lýkur verður allur norðausturvegur kominn á bundið slitlag. Styttist í að norðaustur- vegur verði með klæðingu  Unnið er að lagfæringum úr Finnafirði að Bakkafirði Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Olís hefur tekið í notkun nýja bensínstöð við Borgarflöt á Sauð- árkróki, sjálfsafgreiðslustöð undir merkjum ÓB. Um leið verður breyt- ing hjá Verslun Haraldar Júlíus- sonar við Aðalgötu, en þar hefur ver- ið afgreiðsla fyrir Olís í 90 ár. „Ég neita því ekki að ég sé eftir henni, enda alinn upp við dæluna. Ég heyri það einnig á sumum við- skiptavinum að þeir hefðu viljað hafa þetta hér áfram,“ segir Bjarni Haraldsson, kaupmaður í Verslun Haraldar Júlíussonar. Haldið var upp á aldarafmæli verslunarinnar á síðasta ári. Bjarni tók við rekstri hennar af föður sínum og hefur stað- ið vaktina í versluninni og við bensínafgreiðsluna í 60 ár. „Ég á nótu frá 1933, þegar faðir minn af- greiddi bensín sem kostaði 37 aura lítrinn og lítra af smurolíu sem kost- aði eina krónu. Nú kostar bensínlítr- inn 210 krónur og smurolían 1.700 krónur,“ segir Bjarni. Hann segist þó ekki hafa sagt al- veg skilið við bensínið því það verði til sölu á meðan birgðir endist. Býst reyndar við að tankarnir tæmist fljótlega. Bjarni fagnaði níræðisafmæli sínu fyrr á árinu og segist vera farinn að hugsa um að hætta. Farsælt samstarf Jón Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Olís, segir að bensín- stöðin hjá Bjarna sé komin til ára sinna. Aðstaðan sé lítil og erfið, til að mynda standi dælurnar úti í götunni. Ekki hafi verið talið borga sig að gera nauðsynlegar breytingar. „Við fórum að skoða aðrar leiðir, í góðri samvinnu við sveitarfélagið, og fengum ágæta lóð við Borgarflöt,“ segir Jón Ólafur. Þar hefur verið opnuð sjálfsafgreiðslustöð undir merkjum ÓB. Hann tekur fram að samstarfið við Verslun Haraldar Júlíussonar, sem staðið hefur frá árinu 1930, og hinn aldna höfðingja Bjarna Har- aldsson hafi verið einstaklega far- sælt og gott. Bjarni hafi staðið vakt- ina með miklum sóma. Olís verði áfram í samstarfi við hann um þjón- ustu á svæðinu. Kaflaskipti í bensínsölu á Króknum  Olís færir bensínafgreiðslu sína frá Verslun Haraldar Júlíussonar í nýja sjálfsafgreiðslustöð undir merkjum ÓB við Borgarflöt  Bjarni Haraldsson segist sjá eftir dælunni enda alinn upp við hana Ljósmynd/Feykir – Fríða Einarsdóttir Breyting Jón Ólafur Halldórsson vígir nýju stöðina með því að dæla á eðalvagn Bjarna Har. Morgunblaðið/Björn Björnsson Kaupmaður Bjarni Haraldsson við eldsneytisdælurnar við verslun hans við Aðalgötu. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Arnfríðar Einarsdóttur í emb- ætti dómara við Landsrétt frá 1. júlí næstkomandi. Arnfríður var skipuð dómari við Héraðsdóm Reykjaness 1. febrúar 2006 og við Héraðsdóm Reykjavíkur 1. maí 2010 og gegndi því starfi allt þar til hún var skipuð dómari við Landsrétt frá 1. janúar 2018. Var Arnfríður þar skipuð auk þriggja annarra dómara og var deilt um þá skipun þar sem þáverandi dómsmála- ráðherra, Sigríður Andersen, tók þá dómara fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd hafði metið hæfari. Síðan hættu dómararnir fjórir í mars á síðasta ári þegar Mannréttinda- dómstóll Evrópu dæmdi gegn ís- lenska ríkinu í máli manns sem hafði verið dæmdur sekur í Landsrétti. Fyrr í þessum mánuði baðst Arn- fríður lausnar frá fyrri skipun og hef- ur dómsmálaráðherra ákveðið að leggja til við forseta Íslands að sú beiðni verði samþykkt og henni veitt lausn frá 30. júní næstkomandi. Við skipun Arnfríðar losnar emb- ætti eins dómara í Landsrétti og verð- ur það embætti auglýst laust til um- sóknar innan tíðar. Arnfríður skipuð í Landsrétt á ný  Annað dómaraembætti losnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.