Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 „Óþægilegt og óþolandi“ bakslag  Sjö staðfest smit á landinu  Verkefnið í sífelldu endurmati, segir Þórólfur  Álagsgreiðslur 1. júlí Að minnsta kosti einn lögreglumað- ur hefur reynst smitaður af kórónu- veirunni eftir að hafa átt í samskipt- um við hóp manna frá Rúmeníu sem handtekinn var á föstudag. Tveir þeirra þriggja sem þá voru teknir höndum báru þegar með sér veiru- smit. Alls eru á Íslandi sjö staðfest virk smit veirunnar, en tveir greindust eftir komuna til landsins frá Kaup- mannahöfn á mánudag. Annar þeirra þarf að fara í einangrun en hinn hafði myndað með sér mótefni. „Þetta er auðvitað ákveðið bak- slag síðustu daga að einhverju leyti, sem er óþægilegt og óþolandi, en við verðum að gíra okkur upp, halda áfram núna og vinna þetta saman,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögreglu- þjónn hjá ríkislögreglustjóra, á upp- lýsingafundi almannavarna í gær. „Svo virðist sem við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi COVID sem við höfum verið í und- anfarið. Enda höfum við sagt það að við munum fá einstaka smit og jafn- vel einstaka hópsýkingar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann sagði skimunina á landa- mærum sem hófst á mánudag myndu veita svör um hvernig best yrði að stýra komu ferðamanna hingað til lands út frá sóttvarnasjón- armiðum. „Og þannig má segja að þetta sé verkefni sem er í sífelldu endurmati.“ Nema einum milljarði króna Heilbrigðisráðuneytið hefur sent erindi til heilbrigðisstofnana vegna álagsgreiðslna til heilbrigðisstarfs- fólks sem staðið hefur í framlínunni vegna veirufaraldursins. Stefnt er að því að álagið verði greitt út fyrsta júlí næstkomandi en greiðslurnar nema samtals einum milljarði króna með launatengdum gjöldum. Ljósmynd/Lögreglan Blaðamannafundur Haldinn var fundur um stöðuna í Katrínartúni í gær. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Það stendur enn til að Krónan opni verslun á Akureyri og við erum spennt að opna,“ segir Hjördís Erla Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krón- unnar. „Við erum að vinna í skipu- lagsmálum í samvinnu við Akur- eyrarbæ á lóð okkar við Glerárgötu 36, áður en farið verður í að byggja húsnæðið.“ Skipulagsráð Akureyrarbæjar lagði á dögunum til við bæjarstjórn að tillaga að breyttu skipulagi við Hvannavallareit yrði auglýst og samþykkti bæjarstjórn þá tillögu á fundi sínum í gær. Pétur Ingi Haraldsson, fram- kvæmdastjóri skipulagssviðs, segir að tillagan verði auglýst fljótlega. „Ferlið er ekki búið enn, því það má búast við að inn komi einhverjar at- hugasemdir,“ segir hann. Uppbyggingu á Hvannavallareit fylgir breyting á umferðarmann- virkjum, m.a. er gert ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum við Hvannavelli og Tryggvabraut. Sam- ráð var haft við lóðarhafa á þessu svæði, m.a. Höld og KEA, enda þarf að fara inn á land nokkurra lóða við gerð þessa umferðarmannvirkis, bæði varðandi hringtorgið sjálft og einnig tilheyrandi gangstéttir og hjólastíga. Breytt skipulag samþykkt  Krónan í við- ræðum um nýja verslun á Akureyri Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Hvannavallareitur, á mótum Hvannavalla og Tryggvagötu. Ingibjörg Sverr- isdóttir var kosin formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni (FEB) með yfirburðum á aðalfundi félags- ins í gær. Fráfar- andi formaður, Ellert B. Schram, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Haukur Arnþórs- son og Borgþór Kjærnested buðu sig einnig fram til formanns. Framboð Ingibjargar hlaut 262 atkvæði eða 62% atkvæða en fram- boð Hauks Arnþórssonar hlaut 131 atkvæði eða 30%. Þá hlaut framboð Borgþórs Kjærnested 29 atkvæði eða 6,8%. Alls greiddu 423 atkvæði á fundinum en eitt atkvæði var autt og ógilt. Áherslumál Ingibjargar snúa að skerðingum og kjaramálum, hús- næðismálum, hjúkrunarheimilum og heimilisaðstoð. „Hópur eldri borgara býr svo sannarlega ekki við góð kjör. Kjara- mál og skerðingar taka mikið rými í umræðunni og sérlega þessa dagana vegna uppgjörs frá Trygginga- stofnun ríkisins sem barst um síð- astliðin mánaðamót,“ sagði Ingi- björg í ræðu sinni á fundinum. „Kjör eldri borgara eiga hug minn allan og er ég bæði auðmjúk og þakklát fyrir það mikla traust sem mér var sýnt á fundinum,“ segir í til- kynningu frá Ingibjörgu. Ingibjörg kjörin formaður Ingibjörg Sverrisdóttir  Fékk 62% atkvæða  Þrír buðu sig fram Útför Alfreðs Þorsteinssonar, fyrrverandi borg- arfulltrúa og stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur, fór fram frá Fossvogskirkju í gær. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson jarðsöng, Gissur Páll Gissurarson söng einsöng og Barb- örukórinn söng. Líkmenn voru, talið frá vinstri: Guðmundur Þóroddsson, Erlendur Magnússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Anna Katrín Kristjánsdóttir, Guðni Ágústsson, Gunnar V. Andrésson, Haf- steinn Ó. Númason og Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir. Alfreð Þorsteinsson borinn til grafar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.