Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
H
ildur Ársælsdóttir og Claes Berland giftu sig 16. nóvember í
fyrra. Brúðkaupið var haldið á einstökum stað, á gömlum
bóndabæ frá árinu 1800, rétt fyrir utan Kaupmannahöfn.
Hildur er sérfræðingur þegar kemur að snyrtivörum og hef-
ur starfað fyrir snyrtivörurisana L‘Oréal og LVMH svo ein-
hverjir séu nefndir. Í dag rekur hún vefverslunina Skin and Goods þar sem
hún veitir konum um alla heim húðráðgjöf.
Hildur og eiginmaður hennar hafa verið saman í sjö ár og segja margt
hafa gerst á þessum stutta tíma. Þau hafa keypt tvö hús, eignast tvö börn,
búið í tveimur löndum og stofnað tvö fyrirtæki svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig var brúðkaupið?
„Það var draumi líkast. Ég hafði hugsað um brúðkaupið lengi og var svo í
eins árs undirbúningi eftir að eiginmaðurinn minn loksins bað mín.“
Hildur sá um nánast allan undirbúning sjálf.
„Við vorum með þema, „Boho meets Country“, sem á alveg gríðarlega vel
við okkur hjónin og okkar líf. Við búum sjálf í húsi frá 1777 með stráþaki,
bjálka í loftum og er heimilið okkar innréttað í svipuðum stíl og brúðkaupið
var. Við vildum gera brúðkaupið að okkar, svo allir gestir sem kæmu myndu
hugsa um að þetta væri í okkar anda.“
Fékk þá allra bestu til að farða sig
Með hvaða vörum farðaðir þú þig?
„Mín allra besta vinkona og förðunarfræðingur, Mandy Artusato, flaug
frá Hollywood til að mála mig fyrir stóra daginn, en hún vinnur þar og farð-
ar fyrir kvikmyndir. Ég notaði uppáhaldsmaskara minn frá Westmann Ate-
lier, blush og augnskugga frá Jillian Dempsey en húðina sá hún algjörlega
um. Ég held hún hafi blandað saman einhverju töframalli frá Dior, Tacha og
fleirum. Hún lét mig allavega líta „flawless“ út.“
Hvernig undirbjóstu húðina fyrir brúðkaupið?
„Það er erfitt að svara þessari spurningu, en ég fékk hormónabólur þrem-
ur vikum fyrir brúðkaupsdaginn. Ég grét þegar það verkefni kom til mín.
En stress er okkar versti óvinur og þar sem ég var nýbúin að stofna mitt
eigið fyrirtæki, með tvö lítil börn heima, risabrúðkaup í vændum og enga
fjölskyldu til að hjálpa var ég að fara yfir um af stressi. Ég lét ekki á því
bera eða sagði frá því – sem endaði þannig að það kom fram á húðinni
minni.
Svo vikurnar fyrir brúðkaupið var ég í lasermeðferð, á sýklalyfum og
„Ég mun aldrei gleyma
þessum fallega degi“
Þegar Hildur Ársælsdóttir og Claes
Berland giftu sig fékk hún förðunarfræðinginn
Mandy Artusato til að fljúga frá Hollywood til
að mála sig. Brúðkaupið var haldið á gömlum
bóndabæ frá árinu 1800, Sonnerupgaard,
sem bóka þarf með tveggja ára fyrirvara.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Anthony Bogdan
Herðartréð
var sér-
staklega
merkt Hildi.
Það er bókað tvö ár
fram í tíma á
Sonnerupgaard.
Falleg fjölskyldumynd
tekin á brúðkaupsdaginn.
SJÁ SÍÐU 10
Brúðarmömmu
knús í upphafi
brúðkaups-
dagsins.
Tjull-pilsið var
góð viðbót við
brúðarkjólinn.