Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 16
inn fullkominn. Dagurinn verður ekki fullkominn, en hann verður einstakur. Brúðhjón eiga að njóta hvers augnabliks,“ segir Lára. Brúðkaupsferðalagið í borg kvikmyndanna Eitt af því sem stóð upp úr við brúðkaupið var brúðkaupsferðin sem var farin til Los Angeles. Hvers vegna völduð þið Los Angeles? „Aðdragandinn að þeirri ferð var áhugaverður. Ég hef verið með annan fótinn í kvikmyndaiðnaðinum undanfarin ár. Í janúar 2017 var ég fengin til að sjá um og hjálpa aðstoðarkonu framleiðanda Game of Thrones við tökur á sjöundu seríu hér á landi. Fram- leiðendunum, þeim David Benioff og D.B. Weiss, kynntist ég vel á þeim þremur vikum sem ég vann með þeim. Þeir vissu að maðurinn minn væri kvik- mynda-gerðarmaður. Þeir vildu því endilega bjóða honum að koma á sett til að fylgjast með tökum, sem hann svo gerði strax næsta dag. Að tökum loknum, rétt áður en þeir flugu heim, buðu þeir okkur tveim, ásamt aðstoðarkonu sinni, í sjö rétta máltíð á Dill. Umræðurnar það kvöldið urðu ansi skrautlegar og minntumst við á að okkur hefði alltaf langað til að ferðast til Bandaríkjanna og þá sérstaklega til Los Angeles. Þá skaut Aron því inn að kannski ættum við bara að taka brúðkaupsferðina þangað. Viðbrögðin voru betri en við bjuggumst við! Þeim fannst það æðislegt og buðu okkur á sérstaka HBO-frumsýningu sjöundu seríu GOT í Walt Disney Concert Hall, með öllu þotuliðinu. Tímasetningin á frumsýningunni var u.þ.b. tveimur vikum eftir brúð- kaupsdaginn og hentaði því einstaklega vel,“ segir Lára. Brúðhjónin voru þrjár vikur í brúðkaupsferðalagi og tóku íbúð á leigu í gegnum Airbnb. „Íbúðin var á North Orange Drive, sem er í fimm mínútna göngufæri við Hollywood Boulevard og Hollywood Walk of Fame. Ferðalagið var einstakt, sér í lagi þar sem þetta var í fyrsta skiptið sem við ferðuðumst ein saman út fyrir landsteinana. Fram að þessu höfðum við einungis ferðast með vinum eða fjölskyldu. Það reyndi strax á hjónabandið. Hinn 6. júlí, daginn fyrir flugið, vorum við í mat hjá for- eldrum Láru. Við vorum að tala um ferðaáætlun okk- ar og hvað við værum spennt. Ég hafði tekið niður flugupplýsingarnar, svo við gætum skráð okkur raf- rænt inn, og stuttu seinna fær Lára svo tölvupóst varðandi íbúðina. Þá byrjaði stressið, því við uppgötv- uðum að við ættum flug út þennan sama dag, þremur klukkustundum síðar. Við vorum bæði viss um að flugið væri 7. júlí, en svo var ekki, svo við þeyttumst heim, pökkuðum í tösku og fórum síðan beint út á flugvöll. Við misstum af fluginu og sem betur fer var flug á áfangastaðinn daginn eftir á sama tíma og ákváðum við að líta á það þannig að okkur hefði verið ætlað að fljúga út þá,“ segir Aron. Þannig að þið mælið með að blanda áhugamálum inn í brúðkaupsferðalagið? „Já ekki spurning. Við kynntumst mörgu skemmti- legu fólki. Fengum að upplifa rauða dregilinn og um- stangið í kringum Hollywood-frumsýningu. Áttum frábærar samverustundir bara tvö. Við nutum okkar í botn í borginni, sem hefur verið í miklu uppáhaldi síðan,“ segir Lára. Lára og Aron byrjuðu saman 1. ágúst árið 2007. Trúlofuðust 1. janúar árið 2014 og giftu sig 1. júlí árið 2017. Tíu árum eftir að þau kynntust fyrst. hringaberar; Haraldur Grétar Bender lék létt hlut- verk í brúðarmyndunum; Sigrún Jakobína Haralds- dóttir amma mín útbjó brúðarvöndinn úr fallegum blómum beint úr sumarbústaðnum sínum, til við- bótar við fallegar hortensíur úr garðinum hennar mömmu, Lindu Hauksdóttur Ham- mer; foreldrar Arons, þau Baldur Jónsson og Hugrún Svavarsdóttir, hjálpuðu með brúð- arfötin; systir mín Helga er lærður hár- greiðslumeistari og förðunarfræðingur og sá hún um hár okkar og mína förðun; vinir okkar sáu um tónlistina og svo mætti lengi telja,“ segir Lára. Eigið þið ráð að gefa öðrum fyrir brúð- kaupið? „Ekki vera hrædd við að biðja ykkar nán- ustu um aðstoð og greiða til að létta undir með ykkur. Það gerir daginn persónulegri. Brúðkaupsdagurinn á að vera léttur og skemmti- legur. Eins er gott að muna að þótt eitthvað fari úr- skeiðis er alltaf hægt að horfa á björtu hliðarnar. Ekki gleyma ykkur í óþarfa stressi við að gera dag- „Fram að þessu höfðum við einungis ferðast með vinum eða fjölskyldu. Það reyndi strax á hjónabandið.“ Lára og Aron vildu vera í sínu fínasta pússi úti í fallegri grófri náttúrunni. Ljósmyndir/Mr. Flóvent 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Fæst í netverslun belladonna.is Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flott föt, fyrir flottar konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.