Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 20
Áslaug og Sigurður á brúðkaupsdaginn. Á slaug Björk segir dásamlegt að rifja upp brúðkaupið frá því í fyrra. Að athöfnin hafi verið einstök, veislan skemmtileg og gestirnir hafi einnig slegið í gegn. „Gestirnir héldu m.a. skemmtilegar ræður um þá staðreynd að við hjónin erum lögfræðingar og for- eldrar okkar einnig. Dagurinn var bjartur og fallegur. Ég byrjaði daginn á því að fara í sund og fór svo heim til foreldra minna, þar sem ég gerði mig til ásamt systrum mínum. Yngri systir mín var búin að út- búa morgunmat, hugsaði út í öll smáatriði og spilaði t.d. uppá- haldslagalista mannsins míns á Spotify. Við borðuðum svo morg- unmat í rólegheitunum með foreldrum okkar. Fljótlega kom ljósmyndarinn okkar hann Laimonas, hjá Sunday & White. Hann hefur svo þægilega nærveru að það var eins og fjölskylduvinur væri mættur heim. Hann myndaði allt hátt og lágt og fór t.d. í göngutúr um bæinn þar sem hann tók fallegar myndir af Dóm- kirkjunni. Í hádeginu komu eldri systur mínar og það var svo gaman að njóta undirbúningsins í rólegheitunum með þeim. Þær Það er hægt að ná ástinni á mynd. Áslaug Björk Ingólfsdóttir og Sigurður Helgason lög- fræðingar giftu sig með pompi og prakt þann 17. ágúst í Dómkirkjunni. Það var mikið dansað í veislunni og lærðu bæði brúðhjón og gestirnir dans í tilefni dagsins. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is „Gestirnir lærðu dans fyrir brúðkaupið“ Áslaug og Sigurður skemmtu sér konunglega í brúðkaupinu. Hvítur og einfaldur brúðarvöndur. Brúðurin fær aðstoð með skartið. Ljósmyndir/Laimonas Dom Baranausk Brúðguminn að leggja lokahönd á útlitið. Fallegt og einfalt borðhald. 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 HANDSMÍÐUM GULLHRINGANA til hamingju Í nær hálfa öld höfum við handsmíðað hringana. Kíktu á heimasíðuna; gullogsilfur.is ELSTA STARFANDI GULLSMÍÐAVERKSTÆÐIÐ Laugavegi 52, Rvík. Sími 552-0620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.