Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
Verð kr. 122.052,-
Vitamix Ascent
2500i auðveldar alla
matreiðslu í eldhúsinu
Nýtt útlit og ný kanna.
3 prógrömm og
hraðastillir.
Mylur alla ávexti og
grænmeti, klaka og
nánast hvað sem er.
Býr til heita súpu og ís
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Brúðkaupsgjöfin
í ár
Alvöru græja fyrir
nýgift hjónakornin!
É
g og móðir mín, Guðbjörg Káradóttir, ker-
amikhönnuður hjá Keri, ætlum að sjá um
borðskreytingarnar sjálfar. Við ákváðum
að hafa þemað grænt og hvítt, þar sem við
verðum með hvítar rósir í bland við lyng
og önnur náttúruleg blóm úr garðinum. Mamma ætl-
ar síðan að búa til fjóra Lavala-vasa á hvert borð sem
hún handrennir úr postulíni og eldfjallaösku svoleiðis
að skreytingarnar verða einstaklega persónulegar.
Við munum síðan bæta við kertaljósum á borðin fyrir
hlýlegra yfirbragð um kvöldið,“ segir Sigurborg.
Að mati Sigurborgar skipta borðskreytingar miklu
máli.
„Borðskreytingarnar geta í mörgum tilfellum sett
stemninguna fyrir veisluna. Ég er með frekar míní-
malískan og klassískan stíl og hef alltaf haft áhuga á
blómum úti í náttúrunni frá því að ég man eftir mér.
Karítas Sveinsdóttir hönnuður og ein smekklegasta
kona landsins aðstoðar okkur einnig við skreyting-
arnar.“
Hvað vildir þú leggja áherslu á í þínum borð-
skreytingum?
„Ég er svo heppin að fá vasa eftir mömmu mína á
öll borð þannig að skreytingarnar verða mjög per-
sónulegar. Við munum raða fólki til sætis og ætlum
að binda bakarabönd með litlum miðum með nöfnum
gesta og lyngi á servétturnar. Auk þess ætlum við að
vera með matseðil við hvert sæti sem tónar þá við
brúna litinn á miðunum.“
Hvað setur punktinn yfir i-ið?
„Falleg blóm, góð lýsing og í mínu tilfelli að hafa
verk móður minnar á hverju borði sem mér þykir al-
veg ofboðslega vænt um.“
Hver eru helstu mistök sem fólk gerir þegar kem-
ur að borðskreytingunum?
„Mér finnst alltaf gaman þegar fólk getur end-
urnýtt án þess að þurfa að kaupa of mikið af skreyt-
ingarefnum úr plasti sem er bara hægt að nota einu
sinni og endar beint í ruslinu daginn eftir.“
Borðskreytingarnar gefa
tóninn fyrir veisluna
Sigurborg Selma Karlsdóttir ætlar að halda brúðkaupsveislu í lok júní. Hún
ætlar að leggja mikið í borðskreytingar í brúðkaupinu því hún segir að þær
gefi tóninn fyrir veisluna. Hún kann ekki að meta borðskreytingar úr plasti og
því notar hún náttúruleg hráefni eins og mjaðjurt, lyng, blóm úr garðinum og
hvítar rósir. Til að setja punktinn yfir i-ið verður brúðkaupstertan einnig skreytt
með sömu blómum og í borðskreytingunum.
Marta María | mm@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurborg vildi hafa skreytingarnar í brúðkaupinu sínu
náttúrulegar. Hún fílar ekki skreytingar úr plasti.
Hör-servéttur koma frá HAF Store.
Sigurborg Selma Karlsdóttir ætlar að halda brúðkaupsveislu í lok júní. Hér er hún með móður sinni, Guðbjörgu Káradóttur keramikhönnuði.
Diskar og Lavala-vasar eru frá KER og
kúlukertastjakar og hör-servéttur frá HAF Store.