Morgunblaðið - 13.07.2020, Page 1

Morgunblaðið - 13.07.2020, Page 1
M Á N U D A G U R 1 3. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  163. tölublað  108. árgangur  TVEGGJA VIKNA EINANGRUN Í KÍNA VAR Í DÁI Í 35 KLUKKU- STUNDIR VERÐMÆTA- SKÖPUN SEM MUNAR UM GEFUR ÚT PLÖTU 29 MATVÆLAFRUMKVÖÐULL 12DETTIFOSS HEIM 6 Margir fylgdust með söltunarsýningu Síldarminjasafnsins á Siglufirði um helgina, þar sem síldarstúlkur staðarins vöktu upp gamla andann af síldarplönunum og söltuðu síld af mikilli kappsemi, enda byggðu launin á afköstum en ekki tímavinnu í þá gömlu daga. Um 200 manns sóttu sýninguna, að sögn Anitu Elefsen, safnstjóra Síldarminjasafnsins. „Það var mikið fjör, þær brugðu á leik á meðan á söltuninni stóð og létu til sín taka; hrópuðu og kölluðu eftir salti og nýj- um tunnum, sem vakti mikla lukku,“ segir Anita. Síldarstúlkur hrópuðu og kölluðu eftir salti á síldina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Bryndís Har- aldsdóttir, þing- maður Sjálf- stæðisflokks, bindur vonir við að beiðni um skýrslu um dánaraðstoð verði uppfyllt af heilbrigðis- ráðherra á yfir- standandi lög- gjafarþingi. Farnist heilbrigðis- ráðherra að leggja fram skýrslu hyggst hún leggja fram beiðnina í þriðja skipti á nýju löggjafarþingi. Í kjölfar þingsályktunartillögu Bryndísar og fleiri þingmanna var málefnið umdeilt og taldi embætti landlæknis vert að íhuga hvort mál- ið væri nógu brýnt til að hafa for- gang gagnvart öðrum málum á hendi heilbrigðisráðherra. Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðla- maður vakti athygli á því í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina að löggjöf um dánar- aðstoð skorti hér á landi. »2 Tvisvar verið beðið um skýrslu á Alþingi um dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Horfa ætti til þess að flýta fram- kvæmdum við Borgarlínu og aðrar samgöngubætur. Við núverandi að- stæður í efnahagslífinu er slíkt kjörið. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Með samþykkt Alþingis á nýrri samgönguáætlun á dögunum er hægt að hefjast handa um gerð Borgarlín- unnar, en í fyrsta áfanga er leið hrað- fara strætisvagna úr miðborg Reykjavíkur í Höfðahverfið og í Hamraborg í Kópavogi. Borgarstjóri væntir að hönnun þessara fram- kvæmda ljúki næsta vetur og að vagnarnir verði komnir á leið eftir þrjú ár hið mesta. „Reyndar horfi ég til þess að sam- gönguverkefnun- um, sem eiga að kosta 120 millj- arða í heild og vinnast á 15 árum, verði flýtt,“ segir borgarstjóri. Með því að auka vægi almennings- samgangna í umferðinni segir Dagur að rýmkist um aðra umferð á sam- gönguæðum höfuðborgarsvæðisins. Einkabíllinn fái meira rými, en einnig sé skapað svigrúm fyrir þá sem ganga, hlaupa eða fara leiða sinnar á reiðhjóli. Deilibílar eigi sömuleiðis að vera sjálfsagður samgöngukostur. „Í framtíðinni verða ferðavenjur flestra meiri blanda ólíkra kosta en nú. Því er okkur nauðsynlegt að komast út úr þeim skotgrafahernaði að líta á að einhver einn ferðamáti skuli ráða,“ segir Dagur. Stöðu borgarsjóðs segir borgar- stjóri vera sterka. Hins vegar séu blikur á lofti ef kórónuveirufaraldur- inn dragist á langinn. Í þeim aðstæð- um sé niðurskurður í rekstri borgar- innar eða framkvæmdastopp ekki svarið. Mikilvægt sé að opinberir að- ila taki nú höndum saman og fleyti at- vinnulífinu yfir erfiðan hjalla. Vill að Borgarlín- unni verði flýtt  Skotgrafahernaður um áherslur í samgöngumálum víki MNiðurskurður ekki svarið »10 Dagur B. Eggertsson Tónlistargeirinn hér á landi varð fyr- ir þungum búsifjum þegar kórónu- veirufaraldurinn skall á. Tekjumögu- leikar þeirra sem hafa tónlist að atvinnu með einum eða öðrum hætti nánast þurrkuðust út á einni nóttu í marsmánuði síðastliðnum. Út er komin skýrsla þar sem áhrif faraldursins á tónlistargeirann eru tíunduð. Í skýrslunni kemur m.a. fram að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í faraldrinum, m.a. hluta- bótaleiðin, nýttust tónlistargeiranum illa. Lagðar eru fram nokkrar tillögur til að koma betur til móts við tón- listarmenn. »14 Morgunblaðið/Árni Sæberg Harpa Tónlist flutt fyrir tómu húsi. Þungar búsifjar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.