Morgunblaðið - 13.07.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020
Meiriháttar ehf.
er vel tækjum búið alhliða
jarðverktakafyrirtæki
Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is
í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is
Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir
þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er
í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að
fleyga.
Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tvær af þeim fjórum brúm sem Ís-
tak er að byggja fyrir Vegagerðina
við hringveginn á Suðurlandi eru á
áætlun. Þær leysa af hólmi ein-
breiðar brýr. Tafir hafa hins vegar
orðið á hinum tveimur, af mismun-
andi ástæðum.
Vinna við brýrnar yfir Steina-
vötn í Suðursveit og Kvíá í Öræfum
gengur samkvæmt áætlun, að sögn
Arons Bjarnasonar, verkefnastjóra
hjá Vegagerðinni. Verða þær tekn-
ar í notkun í haust.
Fækkar um þrjár í ár
Tafir hafa orðið við gerð brúar
yfir Fellsá í Suðursveit vegna
samninga við landeigendur og
verður hún ekki tekin í notkun fyrr
en á næsta ári. Vonast Aron til að
það takist að ljúka nýrri brú á
Brunná í Fljótshverfi á þessu ári
en vatnavextir hafa tafið brúargerð
þar.
Á næsta ári var fyrirhugað að
byggja nýja brú á Jökulsá á Sól-
heimasandi og Hverfisfljót í
Skaftárhreppi. Hvorug þeirra hef-
ur verið boðin út. Jökulsá er mikil
framkvæmd og dýr og hefur staðið
á fjármögnun. Hún er umferðar-
mesta einbreiða brúin á Hringveg-
inum enda liggur hún að nokkrum
vinsælustu ferðamannastöðum
Suður- og Suðausturlands. Verið er
að hanna brúna á Hverfisfljót.
Gangi þessar áætlanir eftir
fækkar einbreiðum brúm á Hring-
veginum um þrjár á þessu ári og
verða þá eftir 33, og hugsanlega um
þrjár til viðbótar á næsta ári.
Enginn bauð í Botnsá
Vegagerðin bauð nýlega út gerð
tveggja nýrra brúa á Vestfjörðum
sem leysa eiga af hólmi einbreiðar
brýr. Til þeirra fékkst flýtifé í efna-
hagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Kubbur ehf. bauðst til að byggja
brúna á Bjarnardalsá í Önundar-
firði fyrir um 288 milljónir kr. sem
er 9% yfir áætluðum verktaka-
kostnaði. Samningum er ekki lokið.
Hins vegar kom ekkert tilboð í
gerð brúar á Botnsá í Tálknafirði.
Ekki hefur verið ákveðið hvernig
brugðist verður við þeirri stöðu.
Morgunblaðið/GSH
Steinavötn Brúin er um 100 m löng og kemur í stað bráðabirgðabrúar eftir að gamla brúin skemmdist í flóðum.
Tvær einbreiðar
brýr aflagðar í haust
Unnið við fjórar brýr við hringveginn á Suðurlandi
Pétur Magnússon
Alexander Kristjánsson
Guðrún Hálfdánardóttir
Hægt verður að fjölga herbergjum í
sóttvarnahúsinu ef þau 50 sem þegar
eru til staðar fyllast. Þetta sagði Gylfi
Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður
Sóttvarnarhússins á Rauðarárstíg, í
samtali við mbl.is um helgina. Þá er
einnig til skoðunar að taka til leigu
annað hús til viðbótar við starfsem-
ina.
Um helgina greindi mbl.is frá því
að um 45 manns hefðu verið í sóttkví í
Sóttvarnahúsinu á Rauðarárstíg, og
voru þeir allir umsækjendur um al-
þjóðlega vernd.
Að sögn Gylfa þurfa umsækjendur
um alþjóðlega vernd að fara í skimun
á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo
búnu að dvelja í fimm daga í sótt-
varnahúsinu áður en þeir fara í aðra
skimun. Reynist það aftur neikvætt í
seinni skimuninni er fólkið útskrifað.
Vegna skorts á upplýsingum um
það á hvaða stöðum umsækjendur
um alþjóðlega vernd hafa dvalið er
annar háttur hafður á skimunarferl-
inu hjá þeim en erlendum ferðamönn-
um, sem þurfa aðeins einu sinni að
fara í skimun við komuna til landsins.
Nýjar reglur taka gildi
Í dag taka nýjar reglur um sóttkví,
einangrun og sýnatöku við landa-
mæri Íslands vegna kórónuveirunnar
gildi.
Íslenskir ríkisborgarar, auk ein-
staklinga sem eru búsettir á Íslandi
og hafa valið að fara í sýnatöku við
komuna til landsins, þurfa frá með
deginum í dag að viðhafa svokallaða
heimkomusmitgát í fjóra til fimm
daga, og fara þá í aðra sýnatöku.
Reglur þessar eru í samræmi við
tillögur sóttvarnalæknis og eru þær
settar til að minnka líkurnar á að
röng niðurstaða á prófi á landamær-
um geti leitt til hópsmita á Íslandi.
Í minnisblaði sóttvarnalæknis um
reglurnar kemur fram að einstakling-
ar sem þurfa að viðhafa heimkomu-
smitgát skuli ekki fara á mannamót
þar sem fleiri en tíu eru saman kom-
in, ekki vera í samneyti við viðkvæma
hópa, ekki heilsa með handabandi,
forðast faðmlög og gæta að tveggja
metra reglunni í samskiptum við
aðra. Þar að auki skulu þeir huga vel
að einstaklingsbundnum sóttvörnum.
Noti almenningssamgöngur
Aftur á móti er einstaklingum sem
þurfa að viðhafa heimasmitgát heim-
ilt að nota almenningssamgöngur,
fara í búðir og hitta kunningja og vini
með ofangreindum takmörkunum.
Að loknum fjórum til fimm dögum
þurfa einstaklingar að fara í aðra
sýnatöku, þeim að kostnaðarlausu.
Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síð-
ari sýnatöku ber þeim ekki lengur að
viðhafa heimkomusmitgát.
Í minnisblaði sóttvarnalæknis
kemur einnig fram að stefnt sé að
óbreyttu fyrirkomulagi á skimun á
landamærum út júlí. Þá er einnig lagt
til að opnunartími vínveitingastaða
verði óbreyttur út júlí og að fjölda-
takmarkanir verði óbreyttar út
ágúst.
Hægt að fjölga
herbergjum í
sóttvarnahúsi
Nýjar reglur um sóttkví, einangrun
og sýnatöku við landamæri taka gildi
Ljósmynd/Íslandshótel
Rauðarárstígur Sóttvarnahúsið
hefur verið vel nýtt að undanförnu.
Fyrstu farþegaskip sumarsins
komu til Reykjavíkur um helgina.
Það fyrsta var franskt, Le Boreal,
sem er tæplega 11 þúsund brúttó-
tonn. Skipið lagðist að Miðbakka á
laugardagsmorgun og komu far-
þegarnir, sem voru um 200, með
leiguflugvél frá París sem lenti á
Keflavíkurflugvelli. Þeir fóru í
skimun á flugvelli og voru síðan
fluttir í 10-15 manna hópum um
borð í skipið þegar niðurstaða
skimana lá fyrir.
Skipið Le Bellot kom svo hingað í
gær. Farþegar skipsins koma til Ís-
lands í dag og skipið leggur í haf
undir kvöld.
„Allir farþegar þurfa sjálfir að
passa upp á fjarlægðartakmörk og
hafa andlitsgrímu. Þegar neikvæð
niðurstaða er komin má fólk fara
um borð í skipið, þ.e. þurfa að sýna
sms því til staðfestingar,“ segir í
frétt á vef Faxaflóahafna.
Skipafélagið Ponant áætlar sex
skipakomur til Reykjavíkur í júlí,
en félagið gerir út bæði Le Boreal
og Le Bellot. Fara þau héðan í lysti-
reisur að Grænlandi. Upphaflega
áttu skipin að fara til Hafnar-
fjarðar, en þar er ekki sóttvarna-
höfn. Því varð Reykjavíkurhöfn
fyrir valinu. sbs@mbl.is/sisi@mbl.is
Frönsku skipin komu fyrst
Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson
Le Bellot Liggur við Miðbakkann og leggur í haf nú með kvöldinu.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Le Boreal Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kom til Reykjavíkur síðan í mars.
Sigla að Græn-
landi Reykjavík
er sóttvarnahöfn