Morgunblaðið - 13.07.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020
Verkfræðistofan Vatnaskil hefur
kortlagt fyrir Orkustofnun væntan-
lega smávirkjanakosti í sveitarfélög-
um á Austurlandi. Lagt var upp með
að finna virkjanakosti á stærðar-
bilinu 100 kWe upp í 10 MWe.
Í skýrslu sem verkfræðistofan
vann fyrir Orkustofnun kemur fram
að kortlagðir hafi verið 883 smá-
virkjunarkostir í sveitarfélögum á
Austurlandi og heildarafl þeirra sé
1.603 MWe.
Þó er munur á raunhæfum fjölda
virkjunarkosta og þeim sem kort-
lagðir eru í skýrslunni.
Mögulegur fjöldi virkjunarkosta
og þar af leiðandi heildarafl þeirra er
töluvert lægri, þar sem nokkur fjöldi
kosta sem dregnir hafa verið fram
hefur áhrif á virkjunarkosti í sama
vatnsfalli.
Fram kemur í skýrslunni að sumir
þeirra kosta sem dregnir hafi verið
fram geti verið erfiðir í framkvæmd
eða ógerlegir af öðrum ástæðum.
Tölum um orkugetu ber einnig að
taka með fyrirvara, þar sem um
frumathugun er að ræða sem hefur
það að leiðarljósi að draga fram sem
flesta kosti sem vert gæti verið að
kanna nánar.
Meðalrennsli í vatnsföllum er
ákvarðað út frá hæðarlíkani, meðal-
úrkomukorti og meðaluppgufunar-
korti, en náttúruleg orkugeta er síð-
an ákvörðuð í farvegum vatnsfalla
sem margfeldi hæðar og rennslis.
Í kjölfarið eru vænlegustu inn-
takspunktar fyrir virkjun fundnir í
hverju vatnsfalli, sem staðbundin há-
mörk í náttúrulegri orkugetu.
Flestir möguleikarnir voru dregn-
ir upp á Fljótsdalshéraði, Djúpa-
vogshreppi og Fjarðabyggð.
883 smávirkjanakostir
kortlagðir á Austurlandi
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Hálslón Kárahnjúkavirkjun er
stærsta virkjun á Austurlandi.
Orkustofnun
skoðar möguleikana
Dan V. S. Wiium
hdl., lögg. fasteignasali.
s. 896 4013
Ásta María Benónýsdóttir
lögg. fasteignasali
s. 897 8061
Þórarinn Friðriksson
lögg. fasteignasali
s. 844 6353
Jón Bergsson
lögmaður og lg.fs.
s. 777 1215
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
NÓNHÆÐ Arnarsmári 36-40
OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAGINN 14. JÚLÍ FRÁ KL. 12:00-13:00
Glæsilegar nýjar íbúðir með stæði í bílageymslu. 3ja, 4ra og 5
herbergja. Vandaðar íbúðir. Útsýni.
VIÐTAL
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Það er komin mikil tilhlökkun í
mannskapinn að hitta fjölskyldurn-
ar, því er ekki að neita. Þetta er
orðið ansi langt og strangt úthald,“
segir Bragi Björgvinsson, skipstjóri
á Dettifossi, nýjasta og stærsta
skipi Íslendinga. Dettifoss er
væntanlegur til Reykjavíkur í dag
eftir 68 daga siglingu frá Kína.
Dettifoss sigldi 7. maí frá Guang-
zhou, þar sem hann var smíðaður,
til Taicang, þar sem farmur (tómir
gámar) var lestaður til Evrópu.
Síðan var siglt frá Kína með við-
komu í Singapúr, Srí Lanka og
gegnum Súesskurðinn inn á Mið-
jarðarhafið. Hluta leiðarinnar komu
þrír atvinnuhermenn um borð til að
verjast árás sjóræningja ef til
kæmi en þeir létu sem betur fer
ekki sjá sig.
Áfram var haldið til Rússlands
með farm. Þaðan lá leiðin til Dan-
merkur en þar fór skipið inn í sigl-
ingaáætlun Eimskips, eiganda
skipsins. Lagt var af stað til Ís-
lands frá Árósum í hádeginu á
föstudaginn.
Bragi segir að heimferðin hafi að
öllu leyti gengið vel og tíminn hafi
verið ótrúlega fljótur að líða. Í
áhöfninni eru sextán manns og hef-
ur verið brjálað að gera allan
tímann. „Enda hafa allir þurft að
læra á nýja hluti, í brúnni, á dekki
og ekki síst í vélarrúminu. En þetta
er úrvals mannskapur hér um borð
og því hefur allt gengið eins og
best verður á kosið,“ segir Bragi.
Halda nánast strax til Nuuk
Þegar skipið kemur til Reykja-
víkur í dag stoppar það ekki nema í
fáeina klukkutíma en heldur síðan
til Nuuk á Grænlandi. Bragi verður
áfram um borð ásamt fimm öðrum
úr áhöfninni, en hinir fara í land.
Þeir skipverjar sem halda áfram
för fá ekki að hitta neina í landi af
sóttvarnaástæðum. Tæknimenn frá
MAN-verksmiðjunum komu um
borð í Danmörku til að fylgjast
með vélum skipsins og sigldu með
til Íslands. Þeir höfðu ekki verið í
einangrun og því verður engin
áhætta tekin. Ríkharður Sverris-
son, sem verður skipstjóri á Detti-
fossi á móti Braga, kemur nú um
borð til að læra handtökin á sigl-
ingunni til Grænlands. Hann mun
svo taka við skipinu þegar það
kemur frá Grænlandi og þá fá
Bragi og hans menn langþráð frí.
Bragi og fjórir aðrir úr áhöfninni
fóru utan til Kína 18. mars og er
því úthaldið orðið ansi langt hjá
þeim. Þegar til Kína kom þurfti
hópurinn að fara í 14 daga ein-
angrun á hóteli. Þeir urðu að dvelja
allan tímann innilokaðir á hótelher-
bergi og máttu engan hitta. Matinn
fengu þeir sendan upp á herbergi.
Ekkert var við að vera, aðeins kín-
versk sjónvarpsstöð í boði á her-
berginu. Hópurinn var ansi feginn
þegar einangruninni lauk loksins.
Fjölskyldum áhafnarinnar og
starfsmönnum Eimskips verður í
dag boðið í stuttan viðburð á
hafnarbakkanum til að taka á móti
skipinu og áhöfninni. Áætlað er að
Dettifoss komi í Sundahöfn um
klukkan 17. Það kann að breytast
og geta þeir sem vilja fylgjast með
heimkomu skipsins séð staðfestan
tíma á heimasíðu Faxaflóahafna.
Síðar verður skipinu formlega gefið
nafn við hátíðlega athöfn.
Dettifoss og systurskip hans,
Brúarfoss, verða stærstu gámaskip
í sögu íslensks kaupskipaflota, 180
metra löng, 31 metra breið og geta
borið 2.150 gámaeiningar. Skipin
mælast 26.500 brúttótonn. Gang-
hraði er mestur 20,5 sjómílur á
klukkustund.
Mikil tilhlökkun
Dettifoss, stærsta skip Íslendinga, er væntanlegur til
Reykjavíkur í dag Bragi skipstjóri segir að heimferðin
hafi að öllu leyti gengið vel Brjálað að gera allan tímann
Dettifoss Nýjasta skip Eimskips er væntanlegt til Reykjavíkur síðdegis í
dag. Það mælist 26.500 brúttótonn og getur tekið 2.150 gámaeiningar.
Ljósmyndir/Eimskip
Skipstjórinn Bragi Björgvinsson í fullum skrúða um borð í skipi sínu, Detti-
fossi. Bragi og fjórir aðrir úr áhöfninni héldu af stað til Kína 18. mars.
Tjaldsvæði á Suðurlandi voru vinsæl
um helgina, enda veður gott og
margir komnir í sumarleyfi. Á
Laugalandi í Holtum í Rangárþingi
ytra var fólk í á annað hundrað far-
hýsum og tjöldum og gestir vel á
fimmta hundrað. „Íslendingar eru
duglegir að ferðast. Fólk lætur ekki
slá sig út af laginu, margir hefðu
væntanlega verið í útlöndum á þess-
um tíma en nú þegar hindranir eru
uppi er landinn á landinu,“ segir
Engilbert Olgeirsson, sem ásamt
Rán Jósepsdóttur konu sinni rekur
tjaldsvæðið að Laugalandi.
Vinsælt er meðal fjölskyldufólks
að dveljast að Laugalandi og um
helgina var þar hópur vinnufélaga í
sumarferð, stórfjölskylda hélt lítið
ættarmót. Á tjaldsvæðinu voru einn-
ig nýbökuð brúðhjón sem efndu til
veislu fyrir vini og vandamenn í
íþróttahúsi á staðnum. Þá segir
Engilbert að fólk sé sér vel meðvitað
um fjarlægðarmörk og sóttvarnir og
sýni skynsemi í því sambandi.
Rafmagn og þægindi
„Margir spyrja hvaða afþreying
sé í boði og vissulega er heilmargt
hér í kring, en svo velja margir líka
bara að vera á tjaldsvæðunum í sól-
inni og leikaðstaðan hér fyrir krakk-
ana er mjög fín,“ segir Engilbert og
enn fremur:
„Margir velta fyrir sér hversu
margir megi vera í hverjum reit á
tjaldsvæðunum með tilliti til sótt-
varna. Að fólk hafa slíkt í huga er
mjög gott. Svo spyr fólk líka hvort
nægt rafmagn sé fyrir ferðavagna,
sem oftast er. Fólk vill þægindi og
góða aðstöðu í útilegunni.“
Fljótshlíðin var fjölsótt um
helgina og í flugferð blaðamanns
sást að margir dvöldust á tjaldsvæð-
unum þar í sveit. Svipaða sögu má
segja frá öðrum ferðamannastöðum
á Suðurlandi,
Varúð á Flúðum
„Yfir sumarið vilja Íslendingar
fara í útilegur og gista á tjald-
svæðum. Því finnst mér skjóta svo-
lítið skökku við að ferðagjöf stjórn-
valda gildi ekki á stöðum eins og
hér,“ segir Birgir Guðjónsson, sem
rekur tjaldsvæðið á Flúðum. Því hef-
ur verið skipt upp í nokkra reiti með
tilliti til gestafjölda og varúðar
vegna kórónuveirunnar. Sá viðbún-
aður hefur virkað vel og allt gengið
eins og í sögu. Ljóst er þó að tak-
marka þarf fjölda gesta á tjaldsvæð-
unum um verslunarmannahelgina og
hátíðahöld á Flúðum þar og þá verða
með öðru og lágstemmdara móti en
undanfarin ár. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fljótshlíð Þétt raðað á tjaldsvæði á Hellishólum í Fljótshlíð á laugardag.
Fjölmenni á
tjaldsvæðum
Sumarblíða á Suðurlandi um helgina
Laugaland Engilbert Olgeirsson og
dóttirin Eldey Eva á tjaldsvæðinu.