Morgunblaðið - 13.07.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Aðalhagfræðingur Samtaka iðn-aðarins lýsti áhyggjum af at-
vinnuástandinu í haust í samtali við
Morgunblaðið um helgina. Hann
bætti því við að hann reiknaði með
að „tölur haustsins verði ljótar. En
hversu ljótar þær
verða fer m.a. eft-
ir hagstjórnar-
aðgerðunum og
virkni þeirra.
Þetta fer eftir því
hversu mikið við
náum að koma
hagkerfinu af
stað“.
Í núverandi efnahagsástandiskiptir miklu að hið opinbera
grípi til aðgerða sem geta orðið til
þess að örva vöxt atvinnulífsins og
fjölga störfum, en þetta tvennt
helst almennt í hendur.
Ríkið hefur gripið til margvís-legra neyðaraðgerða til að
reyna að forðast fjöldagjaldþrot
fyrirtækja og takmarka atvinnu-
leysi eftir því sem unnt er. Ekki
þarf að efast um að þessar aðgerð-
ir hafa hingað til skilað árangri, en
nú er brýnt að horfa lengra fram á
veginn og skapa betri skilyrði fyrir
atvinnulífið til að vaxa og dafna.
Til þess þarf rekstrarumhverfifyrirtækja að vera stöðugt en
það þarf líka að létta byrðunum af
fyrirtækjum og ekki aðeins til
skamms tíma heldur til lengri
tíma.
Fjárfestar og fyrirtæki þurfa aðgeta skipulagt sig og fjárfest í
nýjum tækifærum og til að svo
megi verða í auknum mæli þarf að
minnka regluverk og lækka skatta.
Augljóst er að lækkun og helst
niðurfelling tryggingagjalds mundi
skipta miklu í baráttunni við at-
vinnuleysið, enda er trygginga-
gjaldið skattur á störf.
Ingólfur Bender
Nú er ekki tíminn
fyrir skatta á störf
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Tímabundin vinnustöðvun skipverja
á Herjólfi mun hefjast á miðnætti í
kvöld, en að sögn beggja aðila deil-
unnar eru engar aðgerðir fyrirhug-
aðar til að stöðva verkfallið.
Jónas Garðarsson, formaður
samninganefndar Sjómannafélags
Íslands, segir í samtali við Morgun-
blaðið að félagið hafi boðið Herjólfi
ohf. málamiðlun til að fresta verk-
fallinu en að henni hafi verið hafnað.
Málamiðlunin fólst í því að Herj-
ólfur myndi bæta einni þernu við
áhöfn skipsins til að létta undir með
áhöfninni. Ef Herjólfur hefði fallist
á það hefði verkfallinu verið frestað.
Jónas segist hissa á að Herjólfur
ohf. hafi ekki fallist á málamiðl-
unina.
„Frestun ein og sér er ekki að
gera neitt fyrir okkur,“ segir Guð-
bjartur Ellert Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Herjólfs ohf., í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Afstaða okkar er skýr. Það er
ekkert fyrirtæki á Íslandi í dag sem
getur farið í 25-30% launahækkun
ofan á lífskjarasamninga sem hefur
verið samið um á almennum vinnu-
markaði.“ Þá segir hann að önnur
viðbrögð þurfi að koma frá Sjó-
mannafélagi Íslands við því sem
Herjólfur ohf. hefur lagt fram ef
funda eigi á ný. petur@mbl.is
Segir að frestun verkfalls áorki engu
Engar aðgerðir eru í gangi til að
stöðva verkfall skipverja á Herjólfi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Herjólfur Ef samningar nást ekki
verður önnur vinnustöðvun 28. júlí.
Andrés Indriðason,
frumkvöðull á sviði ís-
lenskrar dagskrár-
gerðar í sjónvarpi, er
látinn, 78 ára að aldri.
Andrés fæddist í
Reykjavík 7. ágúst
1941. Hann starfaði
sem blaðamaður,
kennari, dagskrár-
gerðarmaður í útvarpi
og sjónvarpi, við kvik-
myndagerð og rit-
störf. Hann þýddi
einnig fjölda bóka og
þátta fyrir Sjónvarpið.
Andrés varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1963 og stund-
aði enskunám við Háskóla Íslands
1963-64. Hann nam kvikmyndagerð
og dagskrárgerð fyrir sjónvarp í Ár-
ósum og Kaupmannahöfn 1965 og
1966. Hann vann sem dagskrár-
gerðarmaður hjá Sjónvarpinu frá
stofnun þess árin 1966-85. Frá 1985
starfaði hann sem rithöfundur og
vann samhliða sjálfstætt að dag-
skrárgerð í Sjónvarpinu. Einnig
vann hann að kvikmyndagerð sem
leikstjóri og handritshöfundur.
Hann var m.a. upptökustjóri og um-
sjónarmaður Gettu betur í 25 ár og
hlaut fyrir það Edduverðlaunin.
Andrés skrifaði meira en 30 skáld-
sögur og tugi leikverka fyrir útvarp,
sjónvarp og leiksvið, t.d. Þjóðleik-
húsið og Kópavogsleikhúsið. Fyrsta
bók hans, Lyklabarn,
hlaut fyrstu verðlaun í
barnabókasamkeppni
Máls og menningar árið
1979. Önnur bók hans,
Polli er ekkert blávatn,
hlaut verðlaun
Fræðsluráðs Reykja-
víkur sem besta frum-
samda bókin árið 1981.
Fyrir bókina Það var
skræpa hlaut Andrés
verðlaun Námsgagna-
stofnunar í samkeppni
um létt lesefni fyrir
börn árið 1984. Bækur
hans hafa verið gefnar út í Þýska-
landi, Sviss, Austurríki og Dan-
mörku.
Útvarpsleikrit Andrésar hafa ver-
ið flutt alls staðar á Norðurlönd-
unum og í Bretlandi og leiknar sjón-
varpsmyndir hans fyrir börn hafa
verið sýndar víða um heim.
Andrés skapaði brúðupersón-
urnar ástsælu Glám og Skrám sem
birtust í leikþáttum í Stundinni
okkar.
Andrés skrifaði og leikstýrði fjöl-
skyldumyndinni Veiðiferðinni sem
frumsýnd var árið 1980 og er enn í
dag ein mest sótta kvikmynd sem
gerð hefur verið hérlendis.
Andrés lætur eftir sig eiginkonu,
Valgerði Ingimarsdóttur. Dætur
þeirra eru Ester, f. 1973, og Ásta, f.
1976. Barnabörnin eru þrjú.
Andlát
Andrés Indriðason