Morgunblaðið - 13.07.2020, Side 11

Morgunblaðið - 13.07.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020 Margir sóttu hátíðina Allt sem flýgur sem haldin var á Hellu um helgina, þangað sem fjöldi flug- manna á ýmsum gerðum minni flugvéla var saman kominn. Al- menningur gat þar fylgst með list- flugi og séð ýmsar gerðir óvenju- legra og sjaldséðra flugvéla. Sumar hverjar eru heimasmíðaðar eða endurgerðar og vöktu þær ekki síst athygli. „Að geta flogið eru forréttindi, sem gerir sportið bæði spennandi og skemmtilegt. Æ fleiri heillast af þeim töfrum sem fluginu fylgja, sem við sáum best á þeim áhuga sem sviffluginu var sýndur. Þar bauðst fólki að komast í kynning- arflug og fór á sjötta tugmanns í slíka reisu meðan á hátíðinni stóð. Þá sló karamelluflugið í gegn með- al krakkanna,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmála- félags Íslands, við Morgunblaðið. Hátíðin stóð í tæpa viku og á fyrstu dögum hennar var efnt til Íslandsmeistaramóts í ýmsum greinum, svo sem drónaflugi og því að lenda flugvél á braut á punkt- inum. Til slíks þarf bæði list og leikni. Hið sama gildir í listfluginu, en þar sýndu liðsmenn Flugsveitar- innar ýmsa góða takta. Renndu þeir sér yfir Helluflugvöll svo strókurinn stóð aftan úr flugvélum þeirra, sem eru af gerðinni Pitts Special. Sveitina skipa Guðjón Jó- hannsson, Kristján Þór Krist- jánsson og Sigurður Ásgeirsson, en sá síðastnefndi er flugstjóri á þyrl- um Landhelgisgæslunnar. sbs@mbl.is Áhugi Flugið heillar marga og svo mætir fólk til að sýna sig og sjá aðra. Sportið er spennandi og skemmtilegt  Allt flaug á Hellu um helgina  Heimasmíðaðar vélar og listflug í hæsta gæðaflokki  Töfrar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hátíð Vélum af ýmsum gerðum var flogið yfir svæðið og fágætir gripir voru til sýnis. Karamelluflug fyrir krakkana sló í gegn og flug rauða gírókoptans var sem rúsínan í pylsuendanum. Listflug Flugsveitin sýndi mikil tilþrif í háloftunum á vélum af gerðinni Pitts Special. Reykurinn stóð aftur úr þeim svo úr varð mikið sjónarspil. Tveir voru fluttir á slysadeild Land- spítalans eftir að bíll valt á mis- lægum gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar í Reykjavík skömmu fyrir klukkan fjögur í gær. Mikill viðbúnaður var á svæðinu og komu tveir sjúkrabílar, slökkvi- liðsbíll og lögreglubíll á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu missti ökumaður stjórn á bíln- um og keyrði utan í vegrið með fyrr- greindum afleiðingum. Tveir voru í bílnum og eru þeir lítillega slasaðir, að sögn lögreglu, en voru þó fluttir á sjúkrahús til að- hlynningar. Morgunblaðið/Sigurður Unnar Bílvelta Nokkrar umferðartafir urðu vegna bílveltunnar síðdegis í gær, einkum á aðreininni af Sæbraut á Miklubraut til vesturs. Tveir fluttir á slysa- deild eftir bílveltu Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.