Morgunblaðið - 13.07.2020, Side 13

Morgunblaðið - 13.07.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |eirvik.is | Opið virka daga10-18 – 3 tæki í einu og mögulegt að breyta samsetningu ryksugu eftir þörfum – Allt að 60 til120 mínútna samfelldur gangtími – Breiður ryksuguhaus sem hentar fyrir allar gerðir gólfefna Skaftryksuga frá Miele með Li-ion rafhlöðu Frægasta kennileiti Parísar, Eiffel- turninn, hristir afleiðingar kórónu- veirufaraldursins af sér daginn eft- ir þjóðhátíðardag Frakka og verður opnaður fyrir gesti upp á efsta gólf á miðvikudag. Fyrsta og önnur hæð turnsins voru opnaðar táknrænt 26. júní, eft- ir 104 daga lokun, þá lengstu eftir seinni heimsstyrjöld. Er tekjutap af völdum hennar sagt nema 27 millj- ónum evra. „Hvern hefur ekki dreymt um París undir fótum sér úr 276 metra hæð?“ sagði í tilkynningu Turn- félagsins, Societe d’Exploitation de la Tour Eiffel. „Það mun rætast frá og með 15. júlí er efsta hæðin verð- ur opnuð.“ Gestum turnsins verður skylt að bera andlitsgrímu og halda öryggisbili sín á milli. agas@mbl.is Eiffelturninn opn- aður allt upp í topp Sól Blíðunnar notið undir Eiffelturni. FRAKKLAND Donald Trump Bandaríkjaforseti segist aldrei hafa verið andvígur því að bera andlitsgrímu. Það var þó ekki fyrr en í gær að hann brá slíkri fyrir vit sér. Hafði hann mánuðum saman verið gagnrýndur fyrir að ganga ekki á undan með góðu fordæmi í vörnum gegn kórónuveirunni. Smit af hennar völdum hafa aldrei verið fleiri en í gær, þegar 66.528 tilfelli greindust. Staðfest hefur verið smit hjá rúm- lega 3,2 milljónum Bandaríkjamanna en tæplega 135 þúsund þeirra eru látin. Hafa nýsmit mælst fleiri en 60.000 á dag nokkra daga í röð. Trump var með svarta grímu með áprentuðu innsigli embættisins er hann gekk um ganga Walter Reed- hersjúkrahússins í Bethesda í Mary- land-ríki og heilsaði upp á hermenn sem þar lágu. „Ég hef aldrei verið mótfallinn grímunni og ég held að tími hennar og staður sé kominn,“ sagði forsetinn við upphaf ferðar sinnar til Bethesda. Aðstoðarmenn hans eru sagðir hafa vikum saman lagt að forsetan- um að bregða upp grímu opinberlega til að sýna að honum sé alvara í að ráða niðurlögum veirunnar. Hefur hún verið að sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum síðustu daga og vikur, en á sama tíma hefur fylgi við forsetann dalað og stendur hann nú langt að baki Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, í fylgiskönnun- um. Vegna skorts á skýrri og sam- hangandi stefnu Hvíta hússins hefur einstökum ríkjum Bandaríkjanna verið falið að ákveða upp á eigin spýt- ur hvort og hvernig aflétt verður að- gerðum sem gripið hefur verið til gegn kórónuveirunni. Að vera með grímu eður ei hefur orðið að veltuási í djúpt klofinni bandarískri þjóð. Íhaldsmenn sem styðja Trump neita að brúka andlits- grímu á þeirri forsendu að þeir séu þá sviptir frelsi. Frjálslyndari öfl styðja burð grímunnar því hún sé tákn samábyrgðar á tímum kreppu sem snýst um líf eða dauða. Yfirvöld sóttvarna í Bandaríkjunum mæla með grímunni, á almannafæri hið minnsta. agas@mbl.is Trump setur upp grímu  Bandaríkjaforseti varð loks við ítrekuðum óskum ráðgjafa sinna og greip til varna gegn kórónuveirunni  Smit hjá 3,2 milljónum Bandaríkjamanna AFP Forseti Trump mætir grímuklæddur á hersjúkrahúsið í Bethesda. Frans páfi sagðist í gær „mæddur mjög“ yfir ákvörðun Tyrkja að breyta Soffíukirkjunni (Ægisif), minnisvarðanum frá tímum Býsans, aftur úr safni í bænahús múslima. „Hugsanir mínar reika til Istanbúl, ég velti Ægisif fyrir mér, armæddur mjög,“ segir í fyrstu viðbrögðum páfastólsins, en ákvörðun Tyrkja um breytt hlutverk bænahússins hefur verið gagnrýnd um jarðir allar. Dagblað Vatíkansins, Osservatore Romano, sagði frá alþjóðlegri gagn- rýni í fyrradag án eigin umsagnar um ákvörðun Tyrkja frá því á föstudag. Ægisif hefur verið helsta að- dráttaraflið fyrir ferðamenn sem leggja leið sína til Istanbúl. Hún var reist sem dómkirkja keisaradæmis- ins Býsans en breytt í mosku við til- urð Tyrkjaveldis í Konstantínópel árið 1453. Hún er á skrá UNESCO yfir verndaðar minjar. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti fyrir helgi að bænir hæfust í moskunni 24. júlí. Hann hefur á undanförnum árum margsinnis haft á orði að breyta þyrfti nafni Soffíukirkju og breyta í bænahús múslima. Árið 2018 las hann ritningargreinar úr Kóraninum í kirkjunni. Ákvörðun Erdogans á sér stað skömmu eftir að tyrkneskur dóm- stóll ógilti ákvörðun ríkisstjórnar Mustafa Kemal Ataturk frá 1934 um að breyta bænahúsinu í safn. agas@mbl.is AFP Vatíkanið Frans páfi flytur erindi sitt frá Péturskirkjunni í Róm í gær. Tyrkir mæða páfa Tveir aserskir hermenn eru sagðir fallnir og fimm aðrir særðir eftir hörð og umfangsmikil átök í gær- morgun á landamærum Armeníu og Aserbaídsjan. Shushan Stepanian, talsmaður Armeníuhers, sagði sveitir Aser- baídsjan hafa skotið af fallbyssum á skotmörk í héraðinu Tavush í mis- heppnaðri hertöku. Manntjón hefði orðið hjá sveitum Aserbaídsjan þegar armenskir hermenn kæfðu sókn þeirra asersku. Varnarmálaráðuneyti Aserbaíd- sjan sagði aðra sögu af atvikinu. Armenskar sveitir hefðu ráðist á landamærastöðvar í héraðinu To- vus sem deilir landamærum með Tavush. Tveir féllu í skærum á landamærunum ARMENÍA OG ASERBAÍDSJAN Samkvæmt útgönguspám sem birtar voru við lok forsetakjörsins í Póllandi í gærkvöldi vinnur sitjandi forseti, Andrzej Duda, mjög nauman sigur. Mældu spárnar fylgi hans 50,8% en fylgi Rafals Trzaskowski, borgar- stjóra Varsjár, 49,2% Sérfræðingar sögðust reikna með því að skekkjumörk spánna gætu ver- ið allt að 2,0%. Ekki var búist við niðurstöðu úr sjálfri atkvæðatalning- unni fyrr en í dag. „Ég vil þakka öllum þeim sem kusu mig fyrir stuðning- inn,“ sagði Duda á fundi með stuðn- ingsmönnum er spárnar voru birtar. Sigri Duda verður það fyrirboði umdeildrar uppstokkunar á réttar- farskerfinu og áframhaldandi and- stöðu við fóstureyðingar og réttindi samkynhneigðra. Trzaskowski hefur talað fyrir mun framsæknari stefnu- málum og virkri þátttöku í ESB. Í fyrri umferðinni hlaut Duda flest atkvæði en vantaði ögn upp á að hljóta hreinan meirihluta. Því þurfti aðra umferð til að knýja fram niður- stöðu. Þótti stefna í tvísýnt kjör því Trzaskowski kvaðst eiga von á að stuðningsmenn annarra frambjóð- enda styddu hann í seinni umferðinni. Verði Duda forseti undir í kosning- unum verður stjórnarandstaðan í að- stöðu til að grípa til meiriháttar breytinga í pólskri pólitík, að sögn BBC. Forsetinn hefur hins vegar neitunarvald gegn lagafrumvörpum. Duda með nauma forystu Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Ísland Pólverjar á Íslandi gátu kosið á skrifstofu ræðismanns Póllands á Ís- landi í gær. Aldrei hafa fleiri Pólverjar hér verið á kjörskrá, eða um 4.500.  Útgönguspár í Póllandi í gærkvöldi bentu til sigurs sitjandi forseta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.