Morgunblaðið - 13.07.2020, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson (SDG),
alþingismaður og for-
maður Miðflokksins,
skrifar athyglisverða
grein í Morgunblaðið
6. júlí sl. Þar kemur
fram að Alþingi sam-
þykkir ríkisstuðning
við Borgarlínuna án
þess að nokkur hald-
bær áætlun um stofn-
kostnað eða reksturs-
kostnað liggi fyrir. Svo dæmi sé
tekið er þetta veruleg afturför frá
afgreiðslu þingsins á Vaðlaheiðar-
göngunum, formlega séð, en hún
var ekki góð heldur.
En frá sjónarmiði góðra stjórnar-
hátta er þetta miklu verra. Þarna er
verið að binda ríkinu mikinn fjár-
hagslegan bagga án þess að nokk-
urt gagn sé í fyrir samfélagið. Auk
þess er verið að stífla mikilvægustu
samgönguæðar landsins, þjóðveg-
ina á höfuðborgarsvæðinu.
Svona lagað gerist ekki nema í
krafti pólitísks rétttrúnaðar, en
hann hefur töluvert fylgi meðal
fólks sem trúir á þann misskilning
að mestöll mengun og loftslags-
vandræði séu einkabílnum að
kenna. Í mörg ár er búið að reka
trúboðsstöð í Borgartúninu sem
predikar að öll slík vandræði leysist
með Borgarlínu, en engan óraði fyr-
ir að áróður hennar hefði náð þetta
langt. Spyrja má hvaða trú er þetta
og hvað gúrú er þarna á bak við?
Seinni spurningin er ekki erfið.
Gúrúinn á bak við er amerískur
prófessor að nafni Scott Ruther-
ford. Ágætur fræðimaður sem lést
2018. Fyrir um 15 árum hélt hann
fyrirlestur við Verkfræðideild HÍ
um hvernig ætti að tvöfalda afköst
strætókerfa. Í þessum fyrirlestri
birtist nákvæm uppskrift að
strætókerfi Borgarlínunnar. Auð-
vitað grunaði manninn ekki að hann
væri að stofna trúarbrögð, enda
passa núverandi trúboðar sig á að
nefna Scott Rutherford aldrei á
nafn, enda voru sporvagnar þeirra
upphaflega hugmynd.
En trúin er þarna, í áróðrinum
heitir Borgarlína bættar almanna-
samgöngur. Auðvitað þarf að bæta
þær, t.d. með því að nota heppilegri
aðferð til þeirra fólksflutninga en
að senda út um allt galtóma yfir-
byggða vörubíla sem heita strætó
og eyða 45 l/100 km. Flutningsgeta
þeirra er allt of mikil miðað við
þörf. En Borgarlínan tvöfaldar þá
flutningsgetu með enn fleiri, stærri
og eyðslufrekari vögnum, slíkt bæt-
ir ekki almannasamgöngur og er
ekki hægt að rökstyðja. Það er
þarna sem trúin byrjar, á nákvæm-
lega sama stað og önnur trúar-
brögð.
Trúin byrjar þar sem rökin enda,
á þeim stað sem engin rök finnast,
þar byrjar trúin.
Auðvitað fer það ekki algerlega
framhjá mönnum að Borgarlínan er
gagnslaus framkvæmd. En það er
skiljanlegt að hinn menningarlega
sinnaði og umhverfisvæni borgar-
stjórnarmeirihluti í Reykjavík sé
orðinn uggandi um sinn hag og leiti
að nýrri ímynd. Staða hans í fjár-
málum, samgöngu- og
skipulagsmálum er af-
leit og kosningar í
nánd. Gæluverkefni
sem áttu að hressa
upp á ímyndina hafa
mörg hver misheppn-
ast hrapallega. Spor-
vagnarnir byrjuðu
sem eitt slíkt, en svo
komu danskir ráð-
gjafar og breyttu þeim
í strætó Scotts
Rutherford.
En hvað kemur til að ríkis-
stjórnin tekur svona umskipting að
sér? Slíkt gerist ekki nema með
samþykki bæði forsætisráðherra og
fjármálaráðherra eins og stjórnin
er saman sett. Hvaða pólitíska
áætlun er hér á bak við? Það kemur
ekki fram í grein SDG.
Umræddir ráðherrar eru ekki í
sömu stöðu og borgarstjórnin.
Ríkisstjórnin vinnur ekki kosningar
á Borgarlínu í Reykjavík. Þar að
auki eru bæði forsætisráðherra og
fjármálaráðherra í ágætri pólitískri
stöðu, þeir njóta trausts og virð-
ingar fyrir sanngirni og heiðarleika.
Samt ana þeir út í gagnslaust mont-
verkefni sem á eftir að kosta eitt-
hvað um 200–600 milljarða ef að lík-
um lætur. Hvað er í gangi?
Þetta er mjög erfið spurning,
pólitískir hagsmunir forsætisráð-
herra og fjármálaráðherra fara alls
ekki saman í málinu. Forsætisráð-
herra gæti verið með í huga nýja
sameiningu á vinstrivæng, meiri
áhrif Vinstri grænna í borgar-
stjórninni og hugsanlega nýja
vinstriríkisstjórn með Borgarlínu
sem sameiginlega regnhlíf. En fjár-
málaráherra hefur tæplega mikinn
áhuga á neinu af þessu. Og alls ekki
fyrir þennan pening.
Til þess að láta ráðherrana njóta
vafans verður að gera ráð fyrir að
þeir viti ekkert um hvað verið er að
leggja út í. Hvar sem kostnaðurinn
lendir, á 200 eða 600 milljörðum eða
einhvers staðar þar á milli, er verið
að setja hliðstæða upphæð og sam-
anlagt verðmæti allra fólksbíla á
landinu í almannasamgöngur sem
eru ekki notaðar af nema af einum
af hverjum 25.
Fólksbílar sjá ágætlega fyrir al-
mannasamgöngum þeirra 90% sem
nota þá. Þeir sem eiga bíl hvort eð
er keyra í vinnuna fyrir 200 kall á
dag. Það kostar ekki nema brota-
brot af Borgarlínu að greiða götu
þeirra svo þeir þjóni betur fólkinu
og atvinnulífinu og mengi minna en
þeir gera í endalausum biðröðum.
Pólitíkin verður að finna einhverja
leið til að komast út úr þessu öng-
stræti Borgarlínunnar.
Eftir Jónas Elíasson
»Ekkert gagn er að
Borgarlínu, hún er
pólitísk trúarbrögð sem
engin rök eru fyrir.
Innibera óheyrilegan
kostnað svo út úr þessu
verður að komast.
Jónas Elíasson
Höfundur er prófessor.
jonaseliassonhi@gmail.com
Borgarlínutrúin
Mikil umræða hefur
átt sér stað undanfarið
um aðkomu Storytel á
íslenskan bókamarkað.
Að ákveðnu leyti hefur
sú umræða verið nei-
kvæð af hálfu rithöf-
unda og nú síðast gaf
stjórn rithöfunda-
sambandsins það út að
rithöfundar vantreystu
Storytel.
Sjálfur hef ég verið félagi í Rithöf-
undasambandinu í 13 ár og á þessum
tíma gefið út fimm bækur og sú
sjötta er væntanleg á næstu vikum.
Ég hef átt í samskiptum við Storytel
í nokkurn tíma, bækurnar mínar
hafa allar verið framleiddar af
Storytel sem hljóðbækur og ég geri
fastlega ráð fyrir að svo verði einnig
með nýju bókina mína. Ég er afar
ánægður með samstarfið og fagna
aðkomu Storytel að íslenskum bóka-
markaði.
Rithöfundar og bókaútgefendur
standa á þröskuldi byltingar. Bækur
eru gefnar út á prenti, sem raf-
bækur og sem hljóð-
bækur. Höfundar fá
þar með möguleika á
að selja fleirum sín höf-
undarverk, fólk sem til
dæmis getur ekki lesið
vegna lesblindu eða
annarra takmarkana á
lestrargetu getur nú
notið þess að hlusta.
Þeir sem ferðast mikið
geta tekið með sér
bækur í símunum sín-
um og lesið þær hvar
og hvenær sem er, án
þess að þurfa að
burðast með þunga bókapinkla í far-
teskinu. Og þeir sem elska prent-
aðar bækur geta notið þess að finna
lyktina af pappír og prentsvertu og
þess að handleika þær og lesa. Og
svo eru sumir, eins og ég sjálfur,
sem nota öll þessi form eftir því í
hvaða aðstæðum ég er í og jafnvel
eftir því hvað það er sem ég er að
lesa hverju sinni.
Á dögunum kom það upp að bóka-
búðir Eymundsson, sem eru með
markaðsráðandi stöðu í bóksölu á Ís-
landi, skiluðu öllum nýlegum bókum
frá bókaforlaginu Uglu. Ástæðan
var sú að bækurnar höfðu einnig
verið framleiddar sem hljóðbækur
hjá Storytel. Það væri nær fyrir rit-
höfundasambandið að beina sjónum
sínum að þessu ráðslagi Eymunds-
son, frekar en því að Storytel kaupi
íslenskt bókaforlag, jafnframt því að
auka útgáfumöguleika íslenskra höf-
unda til mikilla muna.
Ég fagna fjölbreytninni, fagna
auknum möguleikum, fagna því að
sjá bókina eignast nýtt líf í rafrænni
veröld. Ég hlakka til að sjá hvernig
bókin mun þróast á komandi árum
og hlakka til að sjá hvernig mark-
aðurinn mun breytast og þróast í
takt við tímann en tel mig líka vita
að gamla góða bókin, rétt eins og
gamla góða vínylplatan, muni lifa
áfram um ókomna tíð.
Fjölbreytileiki í bókaútgáfu
Eftir Fritz Má
Berndsen
Jörgensson
»Ég fagna fjölbreytn-
inni, fagna auknum
möguleikum, fagna því
að sjá bókina eignast nýtt
líf í rafrænni veröld.
Fritz Már Berndsen
Jörgensson
Höfundur er prestur og
rithöfundur.
fritzmarj@gmail.com
Greint hefur verið
frá því að Akranes-
kaupstaður og Brim hf.
hafi sett á stofn þróun-
arfélag um atvinnu-
uppbyggingu og ný-
sköpun á Breið á
Akranesi. Sem fyrrver-
andi íbúi Akraness og
áhugamaður um
sjávarútveg finnst mér
þetta sérlega ánægju-
leg tíðindi. Að mínum dómi getur
staðsetning fyrir þetta framtak varla
verið betri. Mikil breyting hefur orð-
ið á atvinnufyrirtækjum á Akranesi.
Veiðiheimildir voru þangað sóttar af
Suðurnesjum á sínum tíma og stór-
iðja var byggð upp í nágrenninu.
Núna verða veiðar og vinnsla aftur
fluttar af Skaganum í aðra stærri og
tæknilegri vinnslu í Reykjavík. Hús-
in sem dugðu vel fyrir 40 árum eru
nú orðin of lítil eða henta ekki þeirri
tækni sem unnið er með í dag. Fyrir-
tæki sem þjónusta stóriðjuna og
stóriðjufyrirtækin sjálf hafa tekið til
sín vinnuafl sem fiskvinnslan hefur
átt erfitt með að keppa við. Allt er
breytingum undirorpið og Sunda-
braut mun einnig breyta miklu þeg-
ar hún þá kemur.
Unnið hefur verið að þróunar-
félaginu frá síðasta
hausti með þátttöku
íbúa og ýmissa hag-
aðila. Ætlunin er að fé-
lagið efli atvinnutæki-
færi, nýsköpun og
skapandi greinar á
svæðinu, auk þess sem
gert er ráð fyrir nýrri
íbúðarbyggð á Breið
þar sem áður var fisk-
vinnsla. Komið hefur
fram í fréttum að fjöldi
fyrirtækja, háskólar og
opinberir aðilar hafa
lýst yfir vilja til að eiga samstarf um
að upp byggist á Akranesi nýsköp-
unar- og rannsóknarsetur, auk sam-
vinnurýmis. Sem gamall sjávar-
útvegsbær sem er nú í miðju helsta
iðnaðarsvæði landsins hefur Akra-
nes mikil tækifæri, sé rétt að verki
staðið. Hafa má væntingar um að
með verkefninu geti skapast fjöldi
starfa.
Í það heila ætla 17 aðilar að stuðla
að uppbyggingu uppi á Akranesi, en
ætlunin er að hún fari meðal annars
fram í hinu mikla húsi sem HB
Grandi hefur áður nýtt undir starf-
semi sína. Þarna verður ólíkum að-
ilum gefinn kostur á að koma að
rannsóknum og nýsköpun. Upplýst
hefur verið að byggt verði upp rann-
sóknar- og nýsköpunarsetur, að-
staða sem muni standa frumkvöðlum
til boða að nýta. Þá verður sömuleið-
is komið upp samvinnurými. Nokkur
fjöldi stofnana og fyrirtækja kemur
að verkefninu, þar á meðal Álklas-
inn, Skaginn 3X og Háskóli Íslands.
Þarna eru fyrirtæki og stofnanir
að taka sig saman og vinna að rann-
sóknum á grunnþáttum vistkerfa
hafsins, sem er umgjörð tilveru okk-
ar. Eins og oft áður eru það fyrir-
tæki í sjávarútvegi sem draga þenn-
an vagn og kalla eftir breytingum og
rannsóknum í þeim breytta heimi
sem þau vinna við. Ómögulegt er að
segja hversu hratt þetta gerist eða
hversu mörg störf skapast í kringum
framtakið en það má hafa miklar
væntingar. Hér sjáum við nýja hugs-
un og nýja nálgun sem vonandi vek-
ur þá sem eru fastir í fortíðarþrá og
óttast nýja hluti.
Akranes, miðstöð þróunar
og nýsköpunar
Eftir Svan
Guðmundsson »Eins og oft áður
eru það fyrirtæki
í sjávarútvegi sem
draga vagninn og kalla
eftir breytingum og
rannsóknum.
Svanur Guðmundsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og framkvæmdastjóri
Bláa hagkerfisins.
svanur@arcticeconomy.com
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Eins og nærri má geta er mikilvægt fyrir hverja þjóð að búa
að atvinnuvegum sem stuðla í senn að góðri afkomu og falla
ekki um koll við minnsta goluþyt.
Lengi vorum við með búskaparhokur, en bleyttum líka
öngul í sjó, þótt margur tautaði að svikull væri sjávarafli.
Svo kom traffík og konkúrensi, og þjóðin á framfarabraut.
Ferðaþjónusta er það nýjasta og hefur gengið nokkuð vel,
svo vel reyndar að margir hafa viljað dansa með og gera eins
og granninn.
En það er hættulegt með grein sem er orðin svona aðal,
þegar undirstaðan, flugreksturinn í heiminum, er svo veik-
burða sem dæmin sýna, og þurfti ekki veiru til.
Stóru flugfélögin eru upp á náð ríkisstjórna komin, sem
setja þeim skilyrði, og lággjaldafélögin virðast ekki mikið
betur komin.
Það er ekki nóg með að ferðaþjónustan þurfi að reiða sig á
innflutt vinnuafl heldur þurfa starfsmenn flugfélaga helst að
sæta lægstu kjörum heimsins til að dæmið gangi upp.
Eigum við ekki að snúa okkur aftur að lambakjötinu?Afrétt-
irnar bíða.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Vængir Íkaríusar
Ferðamenn Ferðaþjónusta hefur vaxið sem at-
vinnugrein hérlendis síðustu ár.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi