Morgunblaðið - 13.07.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.07.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020 tekið vel á móti þér og eitt lag læt ég hér fylgja eftir þann merka mann. Ágústnótt á Akureyri Nú er gamla Akureyri eins og suðræn borg, litir haustsins fleiri og fleiri fegra garða og torg. Úti er dagsins önn og kliður óðum birtan dvín yfir bæinn færist friður fölur máninn skín. Inni í Fjöru, úti við Tanga aldan vaggar rótt. Brekkur roðna, bjarkir anga blíða ágústnótt. Norðrið lýsir langur dagur ljóma á fjörðinn slær. Akureyri er þá fagur, unaðslegur bær. (Tryggvi Þorsteinsson) Ég mun sakna þess að fá afak- núsin góðu en þú sparaðir þau aldrei og áttir meira en nóg af. Takk fyrir allt elsku afi, þín afastelpa, Margrét. Ó elsku afi minn. Mikið er skrítið að þú sért farinn frá okk- ur, finnst það ofboðslega sárt að fá hvorki að sjá þig né ömmu aft- ur en er ævinlega þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem við áttum og ylja mér við þær. Þú kenndir mér svo margt og gleymi ég aldrei öllum stundun- um sem við áttum í sveitinni þeg- ar við lágum uppi á lofti í Stekk og lásum þjóðsögurnar saman og man ég þá sérstaklega eftir „Garún, Garún“ og Reynistaðar- bræðrum. Sögurnar sem þú sagðir mér fyrir svefninn voru alltaf svo skemmtilegar og ég beið alltaf spennt eftir þeim og einnig held ég mikið upp á ljóðin sem þú ortir fyrir okkur systur. Þú varst alltaf svo klár og það var alltaf svo gaman að fara með þér í göngutúr í sveitinni því þú vissir hvað öll fjöllin hétu og deildir með mér alls kyns fróðleiksmolum á meðan þú labb- aðir eins og prófessor með hend- ur fyrir aftan bak. Þú nenntir alltaf að koma með mér út í Lund að búa til drullukökur eða fara í ísleik og það var svo gaman að spila við þig manna eða ólsen ól- sen því þú leyfðir mér alltaf að vinna. Það var alltaf svo gott að vera í pössun hjá ykkur ömmu, þú vékst alltaf úr rúmi fyrir mig og leyfðir mér að sofa uppí hjá ömmu á meðan þú svafst í gesta- herberginu á svefnsófanum. Þau skipti sem þú labbaðir á vídeó- leiguna á Grensásvegi og leigðir fyrir mig Emil í Kattholti og fleiri Astrid Lindgren-myndir eru mér svo dýrmæt því stund- irnar sem við áttum saman heima í Búðó á föstudags- og laugardagskvöldum voru svo yndisleg og ógleymanleg. þú leyfðir mér að sitja í græna hægindastólnum þínum á meðan þú lást á gólfinu, amma sat þá í sófanum að prjóna og við horfð- um öll saman á bíómyndirnar sem þú leigðir og borðuðum popp og súkkulaðirúsínur. Ég mun sakna þín svo mikið, elsku afi. Söknuðurinn er svo sár en ég get huggað mig við það að þú ert loksins kominn til ömmu í blómabrekkuna fögru og þið bíð- ið eftir okkur öllum með heitt á könnunni og pönnukökur. Ég lofa að fara varlega eins og þú sagðir alltaf við okkur og ég hlakka til að sjá ykkur ömmu á ný. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn (Höf. ók.) Sofðu rótt elsku afi skafi. „Lovy lovy“. Þín, Snædís Birta. Í dag er kvaddur Viðar Tryggvason, kær vinur minn og samstarfsmaður í nærfellt hálfa öld. Með honum er genginn einn af þeim mönnum sem hafa markað djúp spor í samtíð sína og verið fyrirmynd í leik og starfi. Viðar hóf störf í hlaðdeild Flugfélags Íslands h/f á vordög- um árið 1955. Hann vann þar all- an sinn starfsaldur. Vorið 1958 hóf störf í hlaðdeildinni ung stúlka austan úr Laugardal, Margrét Sveinbjörnsdóttir. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 7. maí 1960. Samband þeirra var alla tíð farsælt og var- aði í 58 ár. Margrét lést árið 2017. Blessuð sé minning henn- ar. Þau hjón voru afar samhent, enda voru þau bæði unnendur ís- lenskrar náttúru. Þau reistu sér og fjölskyldu sinni bústað austur í Laugardal á æskuslóðum Maddýjar þar sem fjölskyldan átti góðar stundir. Viðar gekk ungur í skáta- hreyfinguna enda faðir hans Tryggvi Þorsteinsson, kennari og skátahöfðingi og afi hans Þor- steinn Þorsteinsson mikill ferða- frömuður. Viðar minntist oft á veru sína í skátahreyfingunni með miklu stolti. Viðar átti við vanheilsu að stríða síðustu ár. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 29. júní sl. Góður drengur er fallinn frá. Ég þakka Viðari alla vináttu og tryggð. Rakel, Ragnheiður og Drífa: Innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Veri hann að eilífu Guði falinn. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Í dag kveð ég góðan dreng, vin og félaga, Viðar Tryggvason. Ótal minningar leita á hugann þegar kveðjustundin rennur upp. Okkar fyrstu kynni voru tengd fluginu en á þeim tíma unnum við báðir á Reykjavíkurflugvelli. Forlögin höguðu því þannig að hann varð seinna tengdafaðir minn. Viddi og kona hans Maddý áttu fallegan bústað í landi Snorrastaða í Bláskógarbyggð og þar áttu þau sínar bestu stundir í faðmi fjölskyldunnar. Oft var þar glatt á hjalla þegar allir voru þar saman við leik og söng. Viðar var ótrúlega þolin- móður og einstakt ljúfmenni, og alltaf var hann með ráð undir hverju rifi þegar við félagarnir vorum við smíðar og viðgerðir. Að loknu dagsverki var gjarn- an farið í gömlu gufuna á Laugarvatni og látið líða úr sér með kaldan í hönd og sagðar sög- ur um löngu liðna tíð. Fræg varð ferð okkar vakt fé- laganna á Naustbarinn til að hlýða á írsku þjóðlagasveitina Mulligans. Settumst við niður á fremsta borð og tókum undir af raust en Viðar þó sýnu mest og ekki leið á löngu þar til söngvari sveitarinnar kom til okkar og vildi vita deili á þessum kröftuga og fjörmikla forsöngvara.Viðar svaraði að bragði að hann væri skipstjóri á aflahæsta skipi landsins til margar ára og tók jafnframt fram að hann væri vanur því að honum væri hlýtt möglunarlaust. Tók Viðar nú öll völd á staðnum og stjórnaði fjöldasöng við undirleik þeirra Mullinganna sem kunnu vel að meta þetta framtak og sögðu í upphafi laganna… „here is anot- her song for our captain“. Voru okkur færðar ómældar veitingar og strákar sem þarna voru sóttu fast að komast í skipspláss hjá Vidda, sem skoðaði á þeim hend- urnar og fussaði…þetta eru „Barbý“-hendur, farið og vinnið á leikskóla, aumingjarnir ykkar. Svona var Viddi, alltaf stutt í húmorinn og stríðnina. Ég á eftir að sakna Vidda, gleðinnar og hlýjunnar sem alltaf fylgdi honum. Nú kveð ég þig, farðu vel bróðir og vinur, við munum hittast aftur í blóma- brekkunni og taka saman lagið eins og forðum í kvöldkyrrðinni. Jón Bragason. ✝ Sigríður Ingi-björg B. Kol- beins fæddist í Brekkubæ í Nesjum í Hornafirði 13. júlí 1927. Hún lést 6. júlí 2020 á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Foreldrar Sigríð- ar Ingibjargar voru Bjarni Bjarnason, f. 10.5. 1897, d. 12.3. 1982, bóndi, organ- isti og fræðimaður, fæddur á Brunasandi í Vestur-Skaftafells- sýslu, og Ragnheiður Sigjóns- dóttir, f. 11.4. 1892, d. 22.12. 1979, húsfreyja, fædd á Fornu- stekkjum í Nesjum. Bræður Sig- ríðar Ingibjargar voru Sigjón Bjarnason, f. 16.6. 1931, d. 18.7. 2017, bóndi og söngstjóri, og Baldur Bjarnason, f. 13.8. 1936, d. 19.5. 2010, vélstjóri og út- gerðarmaður. Sigríður giftist 30.6. 1951 Gísla H. Kolbeins, f. 30.5 1926, d. 10.6. 2017. Foreldrar Gísla voru Halldór Kristján Kolbeins, f. 16.2. 1893, d. 29.11. 1964, prest- ur, og Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins, f. 26.3. 1898, d. 18.3. 1973, húsfreyja. Sigríður og sr. Gísli hófu bú- skap í Sauðlauksdal, en árið 1954 fluttu þau að Melstað í Mið- firði og bjuggu þar í 23 ár. Árið 1977 fluttu þau í Stykkishólm og bjuggu þar til 1992 er þau fluttu á höfuðborgarsvæðið. Börn sr. Gísla og Sigríðar Ingibjargar eru 1) Bjarnþór, f. 17.6. 1952, stærðfræðingur og Nesjum í Hornafirði og hlaut hefðbundna menntun heima fyr- ir auk þess að stunda tónlistar- nám hjá föður sínum. Veturinn 1949-1950 stundaði Sigríður nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, meðal annars hjá píanókennaranum Lansky-Ottó. Veturinn1950-1951 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík. Sigríður sótti mörg organistanámskeið Þjóðkirkj- unnar í Skálholti. Hún fór einnig í námsferðir til útlanda á vegum Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. Ásamt því að reka stórt heim- ili með vinnufólki og sumar- krökkum var frú Sigríður organisti í kirkjum í Melstaðar- prestakalli frá árinu 1955 og kenndi á píanó heima. Stofnaði hún kirkjukórinn við Melstaðar- kirkju. Einnig stjórnaði hún samsöng og kenndi píanóleik í barnaskólanum á Laugarbakka. Kaflaskil urðu í lífi hennar þeg- ar þau hjónin fluttu í Stykkis- hólm árið 1977 og hún hóf að kenna á píanó og orgel í Tón- listarskóla Stykkishólms á ár- unum 1978 til 1992. Af þessu hafði hún mikla ánægju og sinnti hún starfi sínu af mikilli alúð og ástríðu. Í Stykkishólmi sinnti hún líka organistastarfi við Stykkishólmskirkju í hlutastarfi og sem organisti í sveitakirkj- unum. Þá söng hún með kirkju- kór Stykkishólmskirkju. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur árið 1992 hélt hún áfram að taka að sér píanónemendur í tíma á heimili sínu. Sigríður starfaði einnig sem orgelleikari við at- hafnir á Droplaugarstöðum og tók þátt í kórastarfi á höfuð- borgarsvæðinu. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, 13. júlí 2020, klukk- an 15. kennari. 2) Anna Lára, f. 3.10. 1954, sjúkraliði, gift Hall- dóri Bergmann pípulagningameist- ara. Börn þeirra eru: 0 a) Arnar Már, f. 1977, kvæntur Ýri Hnikarsdóttur, þau eiga þrjú börn. b) Þorbjörg, f. 1982. c) Gísli, f. 1984. 3) Ragnheiður, f. 18.8. 1957, húsfreyja, gift Svavari Haraldi Stefánssyni bónda. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg Fanney, f. 1979, gift Helga Rafni Gunn- arssyni, þau eiga þrjú börn. b) Stefán Gísli, f. 1985, kvæntur Unni Gottsveinsdóttur, þau eiga tvö börn. c) Ólafur Bjarni, f. 1986, sambýliskona hans er Wio- leta Zelek. d) Óskar Smári, f. 1992, unnusta hans er Hugrún Þorsteinsdóttir. e) Baldur Ingi, f. 1993, sambýliskona hans er Sig- rún Andrea Gunnarsdóttir, þau eiga eitt barn. f) Bryndís Rut, f. 1995, sambýlismaður hennar er Alex Már Sigurbjörnsson. 4) Halldór, f. 28.12. 1965, ljósmynd- ari. Börn hans eru: a) Steinar Ingi, f. 1997, móðir hans er Elín Hjálmsdóttir. b) Sigríður Björk, f. 2000, móðir hennar er Unnur Ármannsdóttir. 5) Eyþór Ingi, f. 3.10. 1971, tónlistarskólastjóri, kvæntur Dagnýju Marinósdóttur tónlistarkennara. Börn þeirra eru: Helga Sigríður, f. 2004, Þór- ey María, f. 2008, og Sigrún Ásta, f. 2013. Sigríður ólst upp í Brekkubæ í Elsku tengdamamma, kallið er komið. Minningarnar eru margar og góðar enda samveran mikil á þessum 20 árum sem ég hef verið svo heppin að fá að tilheyra fjöl- skyldunni. Þú tókst mér opnum örmum og góð og traust vinátta myndaðist okkar á milli. Fyrstu sambúðarár okkar Eyþórs áttum við heima í nágrenni við ykkur og var mikill samgangur á milli. Minningar um heitar pönnukök- ur og heimsins bestu skonsur koma upp í hugann. Þú varst mikill húmoristi og það var alltaf stutt í grín og glens hjá þér. Þú varst hrein og bein en á sama tíma afar hlý. Við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar og áttum ýmis sameiginleg áhugamál, m.a. tónlistina. Ég minnist þeirra stunda með hlýju þegar við spil- uðum saman á hljóðfærin okkar. Tónlistaráhuginn var einlægur fram á síðustu stundu og alltaf gladdi það þig mikið þegar stelp- urnar spiluðu fyrir þig á píanóið á Hrafnistu. Þú lygndir aftur augum og hlustaðir. Oftar en ekki komu upp í huga þinn minn- ingar um það þegar þú varst í pí- anónámi og spilaðir verk eftir meistarana. Þið Helga Sigríður gátuð talað tímunum saman um píanóverkin og hvernig lífið var þegar þú varst í tónlistarnámi. Stundirnar þegar þú settist við píanóið og við fjölskyldan sungum með voru líka dásamleg- ar. Ótrúlegt var að fylgjast með þér á tíræðisaldri spila, ef sama lagið var sungið tvisvar var und- irspilið hjá þér ekki eins, alltaf voru einhver tilbrigði sem sýndi hversu músíkölsk þú varst. Elsku besta tengdamamma, takk fyrir allt. Minningarnar lifa í hjörtum okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem) Þín tengdadóttir, Dagný Marinósdóttir. Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær, út um hamrahjalla, hvít með loðnar tær, (Jónas Hallgrímsson) Óhræsið eftir Jónas Hall- grímsson er líklegast mín fyrsta minning um ömmu mína, Sigríði Ingibjörgu Bjarnadóttur Kol- beins. Þarna sat ég undir eldhús- borðinu í Lágholti 5, líklegast ekki nema 5 ára og hlustaði á frænda minn þylja hvað eftir annað þetta fallega ljóð. Aldrei ætlaði drengurinn að læra ljóðið og allra síst þegar litla gerpið undir borðinu þuldi fyrsta erind- ið án hnökra. Ég er ekki viss um að elsku frændi minn sé enn bú- inn að fyrirgefa mér lærdóminn en minningin er falleg engu að síður. Hún lýsir vel þeirri þraut- seigju og þolinmæði sem amma bjó yfir. Sem prestfrú og organ- isti í þeim kirkjum sem afi þjón- aði hafði hún nóg fyrir stafni alla tíð enda æði oft gestagangur á heimili þeirra hjóna. Hvort sem um var að ræða embættismenn, kirkjugesti eða börn úr Reykja- vík send í vist yfir sumarið var öllum gestkomandi tekið opnum örmum. Amma var sérlega barn- góð og voru þau ófá börnin í stór- fjölskyldunni sem hún tók inn á sitt heimili, hvort sem það var á Melstað eða í Stykkishólmi. Sumrin fyrir vestan voru sem ævintýri, bátsferðir um eyjarnar með afa, dorgað á bryggjunni eða leikið um holtin með félögunum. Dagurinn endaði þó alltaf eins, kvöldkaffi í eldhúskróknum með ömmu. Þar var boðið upp á dýr- indisveitingar, rúllutertur og jólakaka voru sérgrein ömmu og næsta víst að aðrar eins veitingar gat lítill drengur vart óskað sér. Eitt er það þó sem ég tengi um- fram allt þetta við ömmu mína, hún átti alltaf til kandís. Þessi grjótharði sykurmoli var í miklu uppáhaldi hjá henni og sjaldan sá maður ömmu með bolla nema einn eða tveir molar væru nærri. Aldrei að vita nema nokkrir mol- ar fylgi henni þennan seinasta spöl fram undan. Arnar, Ýr og börn. Elsku amma. Takk fyrir alla gleðina, hlát- urinn, knúsin og minningarnar. Það var fátt skemmtilegra en að heyra sögurnar þínar frá því í gamla daga með fullan munninn af heilögu Mozartkúlunum, eins og þú kallaðir þær alltaf. Einnig voru ófá skiptin sem við fengum að spila fyrir þig á píanóið, þér fannst það alltaf svo gaman og söngst jafnvel með. Minningarn- ar með þér eru óteljandi og munu alltaf fá okkur til að brosa. Tilhugsunin að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur er nánast óbærileg en samt sem áður vitum við nú að þið afi eruð loks sam- einuð á ný og það gleður okkur. Þín verður sárt saknað, elsku amma en þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Við elskum þig til tunglsins og til baka. Helga Sigríður, Þórey María og Sigrún Ásta. Sigríður Ingibjörg B. Kolbeins Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minn- ingargreina vita. Minningargreinar Frá Bridsfélagi Kópavogs Kristmundur og Gróa voru yndisleg- ar manneskjur og miklar félagsverur. Kristmund- ur var formaður BK 1977-80 og Gróa var formaður 1984-1987. Sjálfsagt hafa þau bæði verið í stjórn félagsins í mörg ár á þessu tímabili. Sjálfur byrjaði ég að venja komur mínar í BK á þessum árum. Þarna fór ég í mína fyrstu heimsókn til vina- klúbbs okkar í Klakksvík í Fær- eyjum, þá var Þórir Sveinsson formaður (1980-84) en Gróa var mjög virk í samskiptum okkar við vini okkar í Klakksvík. Man Gróa Jónatansdóttir ✝ Gróa Jónatans-dóttir fæddist 25. maí 1940. Hún lést 18. júní 2020. Útför Gróu fór fram 1. júlí 2020. að makker minn gisti hjá Friðálfi sýslumanni en ég hjá Karen. Minnir að Gróa og Krist- mundur hafi fengið gistingu hjá Åslu og manni hennar, Steingrími lækni. Þetta var dásamleg ferð, rausnarlegar móttökur vina okk- ar. Bridsfélögin hittust á tveggja ára fresti þ.a. tveimur árum seinna fengum við Færeyinga til okkar í Kópavog- inn. Og aftur hitti ég þau eðla hjón í Gullsmáranum þegar ég fór að sækja spilamennsku eldri spilara þar og voru það fagn- aðarfundir. Fyrir hönd BK og félaga þakka ég yndislega sam- veru og færi aðstandendum samúðarkveðju. Jörundur Þórðarson, formaður BK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.