Morgunblaðið - 13.07.2020, Side 24

Morgunblaðið - 13.07.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020 60 ára Hafsteinn er fæddur og uppalinn í Keflavík en býr í Kópavogi. Hann er með próf í rekstrar- fræði frá London og er verktaki á sviði rekstrar og hús- félagaþjónustu. Maki: Halla Benediktsdóttir, f. 1963, bókari hjá Íslandshótelum. Dætur: Heiðrún, f. 1988, og Rannveig, f. 1992. Foreldrar: Kristín Rut Jóhannsdóttir, f. 1940, húsmóðir í Keflavík, og Lárus Arnar Kristinsson, f. 1937, d. 2008, sjúkrabílstjóri í Keflavík. Hafsteinn Lárusson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Allir þurfa að eiga sér undan- komuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef verkefni reynist manni of auðvelt þá lærir maður ekkert af því. Sýndu mildi og gakktu úr skugga um hvað aðrir vilja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér er nauðsynlegt að gera verk- efnalista og halda þig sem mest við hann. Hvort sem um er að ræða andlega ráðgjöf eða píanóflutning. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst eitthvað togast á um þig og átt í efiðleikum með að gera upp hug þinn. Skipuleggðu vinnutímann betur og leitaðu aðstoðar með það sem þarf. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þig vantar félaga til þess að fram- kvæma það sem þig dreymir um. Mundu að þótt auðvelt sé að taka lán þá er erfiði að standa í skilum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst þú svolítið einmana þessa dagana, en þá kanntu líka að meta þann góða félagsskap sem bíður þín. Láttu gylliboð lönd og leið og leggðu til hliðar allt sem þú mátt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert sérstaklega hrífandi og háttvís sem vekur áhuga hjá öðrum. Til dæmis átt- ar þú þig á því hverjir veikleikar þínir eru. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Lykillinn að því að uppfylla þarfir sínar er að tala um þær. Ekki leyfa þér að fara í fýlu, þá verðurðu ánægðari og umburðarlyndari gagnvart fólkinu í kring- um þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu ekki telja þig á að gera eitthvað sem þú villt ekki gera. Vertu óhræddur við að segja hug þinn og fara eftir sannfæringu þinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Grunnurinn þarf að vera góður til þess að það sem á honum rís sé til frambúðar. Enginn hefur öll svörin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur heyrt að það sem þú gefur frá þér, færðu aftur til baka. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú og ástvinir þínir eru ekki endi- lega sammála um hvað geri lífið spenn- andi. Ljúfur söngtexti eða fallegt ljóð er dásamleg gjöf handa þeim sem þú elskar. Ökrum í Blönduhlíð, hinum megin í Skagafirðinum. Hann tók við búinu 1990 og er með blandaðan búskap. 70-80 mjólkandi kýr og 450 kindur. ásamt því að sinna fjölskyldunni og öðrum áhugamálum.“ Félagsmál Svanhildur hefur alltaf verið mjög virk í félagsmálum. Hún starfaði með ungmennafélaginu í grunnskóla og tók þátt í félagsmálanámskeiðum og starfaði með leikfélagi MA á menntaskólaárunum. Þegar Svan- hildur átti Hótel Varmahlíð stofnaði hún Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði og var formaður þess í mörg ár. Hún var einnig í stjórn Ferðamálasamtaka Íslands og Markaðsstofu Norðurlands þar sem hún var formaður stjórnar í fjögur ár. Árið 2018 fékk Svanhildur við- urkenningu Markaðsstofunnar fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu á Norðurlandi. „Áhugamálin eru mörg og þar er fjölskyldan mín og samverustundir með henni efst á blaði,“ en Svanhild- ur giftist bóndasyni frá Stóru- S vanhildur Pálsdóttir er fædd 13. júlí 1970 á Sauð- árkróki en bjó fjögur fyrstu æviárin í Reykja- vík. Haustið 1974 flutti fjölskyldan norður og settist að í Varmahlíð í Skagafirði, þar sem fað- ir hennar tók við skólastjórastöðu í Varmahlíðarskóla. „Það var gott að alast upp í Varmahlíð, nóg af leik- félögum, sundlaug og bókasafn. Það nægði mér.“ Svanhildur gekk í Varmahlíðar- skóla, varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1990 og út- skrifaðist sem textílkennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1996 eftir fjögurra ára fjarnám. „Við vor- um fyrsti fjarnámshópurinn sem út- skrifaðist á háskólastigi á Íslandi.“ Auk þessa tók Svanhildur nám- skeiðin Hagvöxtur á Heimaslóð I & II, Spegillinn hjá Íslandsstofu, VOGL verkefnisstjórnun og leið- togaþjálfun ásamt fjölda annarra námskeiða sem hafa tengst atvinnu og áhugamálum hverju sinni. Starfsferillinn Sumarstörf Svanhildar á ung- lingsárum voru hjá Skógrækt ríkis- ins, Shellskálanum, í sundlauginni og á Hótel Varmahlíð. Hún var framkvæmdastjóri Ungmenna- sambands Skagafjarðar 1990-1992, grunnskólakennari í Varmahlíðar- skóla 1996-2006, hótelstjóri á Hótel Varmahlíð 2006-2017 og verkefn- isstjóri hjá Sýndarveruleika ehf. 2018-2020. „Eftir að hafa kennt nokkur ár við Varmahlíðarskóla snéri ég alveg við blaðinu þegar ég keypti Hótel Varmahlíð í byrjun árs 2006. Hótelið rak ég í tæp 12 ár eða þar til sumarið 2017 þegar ég seldi það. Enn sneri ég við blaðinu og fór í jógakennara- nám veturinn 2017/2018. Haustið 2018 hóf ég störf hjá Sýndarveru- leika ehf. sem verkefnisstjóri við markaðssetningu og undirbúning opnun sýningarinnar 1238 Baráttan um Ísland og Gránu Bistró. Það var gríðarlega spennandi verkefni og gaman að taka þátt í uppbyggingu þess. Ég hætti þar í mars 2020 og huga nú að eigin heilsu og vellíðan „Garðyrkja, prjónaskapur og matar- gerð skipa líka stóran sess í lífi mínuum þessar mundir og nýjasta áhugamálið mitt er að ganga um Ís- Svanhildur Pálsdóttir ráðskona – 50 ára Fjölskyldan Samankomin fyrir framan Menntaskólann á Akureyri þaðan sem Berglind varð stúdent 17. júní. Alltaf reynt að fylgja hjartanu Hjónin Svanhildur og Gunnar á ferðalagi í Færeyjum 2019. 40 ára Gísli er Reyk- víkingur. Hann er með sveinspróf í bílamálun, tók þátt í nýsköpun sprotafyrirtækja og er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Advania Data Cent- ers. Maki: Bryndís Gyða Michelsen, f. 1991, lögfræðingur hjá Sjúkratryggingum Ís- lands. Synir: Aron Rafn, f. 2005, og Frosti Þeyr, f. 2013. Foreldrar: Katrín Jónína Björgvinsdóttir, f. 1954, starfar í Norska sendiráðinu, búsett í Reykjavík, og Kristján Karl Torfason, f. 1944, fv. bílstjóri, búsettur í Mosfellsbæ. Gísli Kr. Katrínarson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.